Morgunblaðið - 11.05.1960, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIL
Miðvikudagur 11. maí 1960
Hér sést markmaður Black-
burn Kovers, Harry Ley-
land (á jörðinni), og vinstri
framvörður, Mick McGarth
(í markinu), horfa hjálpar-
vana á knöttinn fara i
markið og þar með skorað
þriðja mark Wolverhamp-
ton Wanderers. Knettinum
spyrnti hægri útherjinn,
Norman Deeley (sést bak
við Leyland). Myndin var
tekin í úrslitaleik bikar-
keppninnar á Wembley sl.
laugardag. — Liggjandi á
jörðinni, lengst til vinstri,
er miðframvörður Rovers,
Matt Woods. — Eins og
skýrt hefur verið frá unnu
Wolves leikinn, 3:0.
Öklárt í Róm
Eftir 3(4 mánuð hefjast
Olympíuleikarnir í Róm. Stutt
ur tími það, en ennþá stendur
Olýmpíuþorpið, sem nær yfir
74 ekrur lands, og hýsa á 8000
manns, ótilbúið. Aðeins stein-
stólpar, einangraðir óhemju af
aurleðju eftir rigningar, sem
aldrei hafa verið jafnmiklar
að vori til, gefa til kym * iivar
það muni verða. ítalska Ol-
ympíunefndin hefur lagt nær
35 milljónir dala í undirbún-
ing leikanna (mest af því fé í
10 glitrandi leikvanga). Samt
efast margir um að Olympúu-
þorpið verði tilbúið í tíma.
Giuseppe Fabre, ítalskur her
maður, er yfirmaður við smíði
þorpsins. Hann sagði á dögun-
um að nokkru í gamni. „Frest-
ið Olympíuleikjunum í eitt
ár“. Framkvæmdanefndin
kvað hann í kútinn: „Þeir hafa
selt of marga aðgöngumiða",
sagði hann.
í þessum mánuði á Olympíu
þorpið að verða fokhelt. Ó-
hemju vinna er þá eftir. „Það
koma 700 járnbrautarvagnar
hlaðnir húsgögnum á siwanr
tíma“ sagði Fabre. „Þetta er
ekki eins og þorp, heldur hót-
el. í þorpinu hjálpa f jölskyld-
urnar sér sjálfar. íbúarnir hér
ekki. Ef eitthvað skortir á í
þorpi, hlaupa væntanlegir íbú-
ar undir bagga. Hér verður
aðeins kvartað og kveinað ef
eitthvað verður ógert“.
Mörg eru ásteytingarefnin.
Framkvæmdanefndin til-
kynnti, að allir gætu fengið
mat við sitt hæfi. En hún sagði
að ekkert vín yrði framreitt.
Þá ruku Frakkar upp og sögð-
ust koma með sitt léttvín. Og
Belgir sögðust hafa bjórinn
sinn með.
Að halda Oiympíuleiki er
ekki Ieikur. Búizt er við 120
þúsund gestaheimsóknum til
Rómar daglega meðan OL
standa og 25 þús. aukabílum
á götunum — en fyrir eru þar
200 þús. bílar og hjól. „Ef ekki
skeður kraftaverk munum við
sjá mesta umferðaöngþveiti
sögunnar“ sagði einn í fram-
kvæmdanefndinni.
0 0 -0 .0 :* 0- m
V# 0 0*
Huseby
75 m.
A LAUGARDAGINN kastaði
Huseby 15.00 m. í kúluvarpi og
vann þá keppni á innanfélags-
móti ÍR. Anftar varð Guðmundur
Hermannsson, KR með 14,97 m.
1 langstökkinu náði Þarvaldur
Jónasson 6.60, Ólafur Unnsteins-
son 6.45 m. og Helgi Björgvins-
son 6.35 m. Eru þetta alls saman
mjög eftirtektarverð afrek, þár
sem stokkið var á móti nokkrum
vindi og því má búast við að
allir þessir ungu menn muni ná
7 metra markinu í sumar * mánudagskvölt
/
Leikur KR lofar góðu
Skemmiilegar skiptingar en
misnotuð tækifæri
KR vann Þrótt 2 — 0
KR-INGAR sýndu það strax
á fyrstiu mínútunum í leiknum
við Þrótt í fyrrakvöld, að þeir
ráða yfir mun meiri leikni og
samleik í knat{spyrnu, heldur
en hin Reykjavíkurliðin, en
þó verður viss stemning og að-
stæður að vera fyrir hendi, til
þess að liðið nái sínum bezta
Ieik.
• Góður vorleikur
Það má af mörgu ráða að um
langt bii hafi ekki sézt eins vel
leikinn vorleikur og KR-ingar
sýndu í leik sínum. Einnig má
segja Þrótturunum það til hróss,
að þeir vörðust vel og drengilega
og létu aldrei á sér sjá uppgjafa-
merki, þó munur liðanna hafi
perið áberandi mikill. Er þetta
merki um að liðið sé að fá það
hald sem þarf til að sameina 11
menn svo að þeir leggi sig fram
túð að vinna saman og missa
ekki leikinn út úr höndum sér,
þó við ofurefli sé að etja. Vörn
Þróttar var betri helmingur liðs-
ins með markmanninn sem lang
bezta mann. Grétar miðframv.
átti og mjög góðan leik og einnig
báðir bakverðirnir. Sérstaklega
þegar þess er gætt að Gunnar
Guðmannsson v. útherji KR hefir
sjaldan sézt eins virkur og
skemmtilegur í leik og einmitt á
mánudagskvöldið., Emni^ óUi
Björgvin við metið
Á INNANFÉLAGSMÓTI ÍR
sl. laugardag náði Björgvin
Hólm frábærum árangri í
fimmtarþraut, er þess er
gætt hve snemma árs er og
einnig að frekar kalt var í
veðri. Björgvin náiði sam-
anlagt 3202 stigum, en það
er aðeins 4 stigum frá ís-
landsmeti hans í fimmtar-
þraut. Árangur Björgvins í
einstökum greinum var
þessi: Langstökk 6,91 — 200
m. hlaup 23,2 — kringlu-
0 r #i
kast 43,39 — spjótkast 56,72
og 1500 m. hlaup 4,49.0. —
Þess er að geta að bezti
árangur Björgvins í 1500
m. er 4,30,8 — en hefði haun
náð 4,37.0, þá hefði hann
sett nýtt Norðurlandamet í
þrautinni. Margir telja því
að ekki verði langt að bíða
þess að Björgvin bæti ís-
landsmetið í fimmtarþraut
og Norðurlandametið virð-
ist ekki síður í hæuu fyrir
honum.
MMM
Örn Steinsen mjög góðan leik.
• Mörkin:
KR skoraði aðeins tvö mörk í
leiknum og bæði í fyrri hálfleik.
Má það teljast vel sloppið hjá
Þrótti og á þar markmaðurinn,
Þórður Ásgeirsson, sinn stóra
þátt í að sú varð raunin, og
flaustur KR sóknarinnar á stund
um. Fyrra markið skoraði Örn
Steinsen á 25. mín. Þórólfur Beck
hafði þá verið með knöttinn og
leikið honum fram völlinn og
sendi síðan eina af þessum hnit-
miðuðu sendingum í autt rúm á
/wegri jaðri vítateigsins. Örn
Steinsen fylgdi sendingunni vel
'gf; '**WíM4ci
Þórður Ásgeirsson, markmaður Þróttar, átti sér í lagi góðan
leik á móti KR. — Hann varði oft snilldarlega og á hann stóran
þátt í því að KR fór ekki með stærri sigur af hólmi, en raun
varð á. Hér sést Þórður verja fast skot frá Sveini Jónssyni,
eftir. Lék með knöttinn nokkur
skref. Markmaður Þróttar hikaði
við að hlaupa út á móti Erni, sem
varð til þess að Örn gat að mestu
óhindrað sennt knöttinn í netið.
Síðara markið skoraði Þórólfur
Beck er 35 mínútur voru af leik.
Þórólfur fékk sendingu frá Garð
ari inn á markteig Þróttar, þar
sem hann eftir rólega yfirvegun
sendi knöttinn framhjá mark-
manni Þróttar í markið.
• Varnarleikur Þróttar
Hvað marktækiíæri snertir var
hlutur Þróttar heldur smár. Að-
eins einu sinni í leiknum var KR
markið í hættu. KR var aftur
á móti í sókn allan leikinn. Þór-
Framh. á bls. z3
Kaupmannahöfn,
4:3
DANIR léku landsleik við
Brazilíu í Kaupmannahöfn í
gær. Úrslit urðu 4:3 Brazilíu-
mönnum í vil. í hálfleik var
staðan 2:2.
Leikurinn var mjög góður.
Danska liðið stóð sig með af-
brigðum vel, einkum í fyrri
hálfleik og sýndi leik, sem
fréttamenn segja að hafi ver-
ið betri en nokkurt danskt
landslið hafi áður sýnt. I síð-
ari hálfleik náðu Brazilíu-
menn tökum á leiknum og
sýndu þá sitt framúrskarandi
apil, sem 1958 færði þeim
heimsmeistaratitilinn í knatt
spyrnu.
Bandaríkjamenn taka upp
atvinnukennslu í knattspyrnu
UM miðjan maí munu tvö at-
vinnulið knattspyrnumanna frá
Bretlandseyjum halda til Banda
ríkjanna og Kanada í keppnis-
ferðalag. Tilgangur fararinnar
er að kynna evrópska knatt-
spyrnu í N-Ameriku.Eftir heims
styrjöldina hefur vaknað mikill
áhugi fyrir íþróttinni þar í landi,
en knattspyrna eins og við
þekkjum hana var lítið leikin í
N-Ameríku fyrir heimsstyrjöld-
ina síðari, nema þá helzt hjá ev-
rópskum þjóðarbrotum í sum-
um hverfum stórborganna.
Liðin hafa ekki verið valin af
verri endanum, en um er að ræða
hið fræga brezka atvinnulið
Manchester United og skozka at-
vinnuliðið Hearts, sem vann
fyrstu deildarkeppnina skozku.
Liðin munu keppa fjóra leiki
í N-Ameriku.
„Innrásin", en svo kalla amer-
ísk blöð þessa heimsókn, hefst
með leik liðanna 14. maí og fer
sá leikur fram á íþróttaleikvang
inum að Randall’s Island í New
York. Annar leikur liðanna í
Bandaríkjunum verður leikinn 1.
júní á Colosseum leikvanginum í
Los Angeles. í Kanada munu lið
in keppa 21. maí og fer sá leikur
fram í Toronto, en síðasta leik-
inn keppa liðin í Vancouver 28.
maí.
Mikill áhugi.
Amerísku leikirnir, sem haldn
ir voru í Chicago sl. sumar sýndu
ljóslega að mikill áhugi er þeg-
ar vaknaður meðal skólanemenda
í Bandaríkjunum fyrir knatt-
spyrnu.
Framh. á bls. 23.