Morgunblaðið - 17.05.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.05.1960, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ r Þriðjudagur 17. maí 1960 Varúð um víða veröld Washington, 16. mai. — (Reuter). — U M líkt leyti og fréttir bárust af því, að Paris- ar-ráðstefnan væri að fara út um þúfury* lýstu hernaðaryfirvöld Banda ríkjanna yfir hættu- ástandi og var flugsveit- um Bandaríkjanna á herbækistöðvum bæði í Bandaríkjunum og ‘ann- ars staðar um heim skip- að að vera við öllu bún- ar, hætta gæti verið á árás að óvörum. Virðist mörgum ástandið ugg- vænlegt ,ef toppfundur- inn mistekst. ★ Mbl. spurðist fyrir um ' það hjá bandaríska sendiráðinu, hvort flug- liði Bandaríkjanna á Keflavíkurflugvelli hefði verið gert viðvart að vera við öllu búið. Tals- maður sendiráðsins svar ■ aði að hann gæti ekki gefið upþlýsingar um það, hvort slík varúð hefði verið við höfð á Keflavíkurflugvelli sér- staklega, en sagði hins vegar, að ef varúð hefði verið fyrirskipuð í flug- bækistöðvum Bandaríkj- anna um heim allan, þá myndi Keflavíkurflug- völlur að líkindum ekki vera nein undantekniug frá því. Rússar skjóta upp risa-gervitungli MÖSKVU, 16. maí (Reuter). — Rússar skutu á sunnudaginn á loft risastóru gervitungli, sem hafði innanborðs gérvimann, eins að stærð og lögun og þyngd og meðalmaður. Með þessu kveðast Rússar vera að ryðja brautina að fyrsta geimflugi mannlegrar veru og er því spáð að þeir fram- kvæmi fyrsta geimflugið kring- um næstu áramót. Gervitunglið er um 5 tonn að þyngd og fer það á 91 mínútu hringinn kringum jörðina. Tungl inu var skotið á loft kvöldið áð- ur en toppfundurinn skyldi hefj- ast í París og fór það nokkrum sinnum yfir Parisarborg í dag. Mun tíminn hafa verið valinn af Rússa hálfu svo að þeir mættu nýta til einhvers áróðursáhrif af tunglskotinu. Þegar tungl þetta hefur snúizt kringum jörðina í nokkra daga mun radiomerki verða sent til Kristín Sigfús- dóttir 75 ára FRÚ Kristín Sigfúsdóttir frá Syðri Völlum á Vatnsnesi varð 75 ára á sunnudaginn. Hún hefur dvalið um langan aldur hér í bæ og unnið að líknarmálefnum, vak að yfir sjúkum nætur og daga og oft hjálpað heimilum er voru í nauðum stödd. Hún er trúkona mikil og hefur tekið ailmikinn þótt í kirkjulegu safnaðarlífi. Kristín er góðum gáfum gædd og hafa allmargar greinar og ritgerð ir birzt eftir hana í blöðum og tímaritum. Tveir sækja um lektorsembætti NÆSTA haust verður stofnað lektorsembætti í íslenzku við há- skólann í Gautaborg. Var em- bættinu slegið upp hér síðari hluta vetrar. Að því er Mbl. hefur fregnað, eru umsækjendur um lektorsem- tættið, en það mun eiga að veita það í sumar, tveir menn. Annar umsækjandanna er dr. Björn Sig fússon .háskólabókavörður, en hinn Baldur Jónsson, magister, er í vetur hefur verið kennari við norrænudeild háskólans í for- föllum dr. Halldórs Halldórssonar prófessor, sem nú er erlendis. : Z' NA /5 hnúfar SV50 hnútar ¥: Snjókoma y 06 i \7 Skúrír K Þrumur mss Kutíaskit Zs* Hihski! H Hat L Laiqi þess, sem hefur þau áhrif að skýli gervimannsins losnar frá því og fellur í átt til jarðar. Ekki mun skýli þetta þó komast til jarðaryfirborðs, heldur brenna upp til agna af núningi við loft- hjúp jarðar. Sýning Handíða- og myndlistar- skólans VEGNA mjög mikillar aðsóknar að vorsýningu Handíða- og mynd listaskólans, Skipholti 1, verður sýningin enn höfð opin í dag kl. 2—10 síðd. Til þessa hafa um 1400 manns séð sýninguna. Skólastjórinn biður þá, er eiga muni á sýningunni, að vitja þeirra á morgun kl. 4—7 síðd. Mikið er tyrir lífinu haft UM HELGINA var auglýst að í gær kl. 13.15 hæfist sala aðgöngu miða á allar sýningar listhátíðar Þjóðleikhússins dagana 4.—17. júní. Sumir hafa sjálfsagt hald- ið að ekki dygði annað en koma vel tímanlega, enda sögðu þeir fyrstu afgreiðslustúlkunum, að þeir hefðu byrjað að bíða kl. 5 um morguninn og,aðrir kl. 7. Eitt er víst að um 9 leytið var komin álitleg röð við dyrnar og var fólkinu skömmu síðar hleypt inn í anddyrið. Áður en sala að- göngumiðanna hófst var anddyr- ið orðið fullt og röð út með hús- inu, eins og sést á meðfylgjandi myndum. Afgreiðsla aðgöngumiðanna gekk vel inni. Langborði hafði verið komið upp og fleira fólk haft við afgreiðslu en komizt hefði fyrir á venjulegum stað. Ekki var svarað í síma. En þeir sem biðu frá kl. 5 hefðu eins vel getað sparað sér ómakið og komið mörgum tímum seinna, því kl. 7 í gærkvöldi voru enn til miðar á allar sýningar. Skv. upplýsingum afgreiðslustúku í leikhúsinu höfðu allir fengið miða á þær sýningar sem þeir óskuðu, sumir keypt á fleiri en eina sýningu og aðrir á aðeins eina, en hver maður gat fengið 4 miða á hvern leik. Allir voru semsagt ánægðir — þeir sem höfðu beðið frá kl. 5 um morguninn og þeir sem komu kl. 5 síðdegis. Hlýindi um nær allt land ENN er suðaustlæg átt hér á landi og hlýtt í veðri. Ná hlý- indin nú um allt land að heita má. Aðeins við Austfirði er þoka og heldur kalt, 6 stig klukkan 15 í gær, en á sama tíma var 18 stiga hiti á Egils- stöðum og Akureyri og 14 stig næturþoka. 3 mm og 17 mm í Vestmanna- eyjum og á Fagurhólsmýri frá kl. 18 á sunnudag til kl. 9 á mánudag. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi SV-land og Suðvesturmið: SA-gola, skýjað, sums staðar i Reykjavík. Mistrið, sem var í loftinu fyrir helgina er horfið, því að úthafsloft náði til landsins í fyrrinótt, og fylgdi mörkum þess talsverð rigning sunnan- lands. í Reykjavík rigndi t.d. Faxafl. til Austfj., Faxafl.- mið til Norðausturmiða: Hæg breytileg átt, úrkomulaust og víða léttskýjað. SA-land, Austfj.mið og SA- mið: Hægviðri, úrkomulaust, en víða þoka, einkum í nótt. Stýrisumbúnað- urinn vur í ólugi SKÝRT er frá því á öðrum stað hér í blaðinu í dag að alvarlegt slys hafi orðið er traktor sem ung stúlka ók, valt ofan í gil. Að því er Mbl. fregnaði í gær, þá mun ástæðan til þessa óhapps vera sú, að stýrisumbúnaður traktorsins var í megnasta ólagi og gat stúlkan lítt ráðið við trakt- orinn. Þetta slys er hið fyrsta á þessu vori, sem verður af völdum trakt ors. UndanfariTí ár hafa slys á öku- mönnum V jktora verið tíð. Hef- ur blaði/T verið beðið að beina því til þeirra er fást við öryggis- búnað traktora, hvort ekki sé að- kallandi að láta fara frám ítar- lega skoðun á traktorum a.m.k. tvisvar á ári. Seint miðar snjó- ruðningi SIGLUFIRÐI, 16. maí. — Unnið er að því að ryðja snjó af Siglu- fjarðarskarði, en seint miðar. — Snjóruðningur var hafinn að aust anverðu með einni lélegri og títt bilandi ýtu, en tvær ýtur á sama tíma settar á Lágheiði, á veginn til Ólafsfjarðar. Að Lágheiðinni ruddri er nú önnur sú ýta komin til verks vestan megin skarðsins, en óvar- legt er að reikna með opnun veg- arins fyrr en undir mánaðamót. Ríkir hér megn óánægja með það hve litla áherzlu yfirstjórn þess- ara mála virðist leggja á opnun vegarins á vori hverju, enda há- ir hin langa einangrun bæjarins samgöngum og ýmsri starfsemi hér. —Stefán. — Samtal við Bohlen Framh. af bls. 1. Hótunum breytt Þá sagði Bohlen, að Macmi’l- an og de Gaulle hefðu marg- sinnis skorað á Krúsjeff á einka- fundi með honum, að birta ekki fyrst um sinn yfirlýsingu sína með úrslitakostum til Bandaríkj- anna, því að slíkt myndi verka sem tundurskeyti á ráðstefnuna. En Krúsjeff endurtók þrisvar: Ég gef hana út. Hann ætl- aði fyrsí að hafa „hótanír"' í yfirlýsingu sinni, en breytti þeim fyrir orð Macmillans og de Gaulles á síðustu stundu í „móðganir“, sagði Bohlen mér. Bohlen hélt fram að Krús- jeff hefði algerlega látið sem vind um eyrun þjóta þegar Macmillan benti honum á að Lke hefði sagt að ekki yrði haldið áfram slíku flugi. Þá sagði Bohlén að Mac- millan og de Gaulle biðu fær- is að Krúsjeff léti sig eitt- hvað, en mér sýndist hann ekki hafa trú á að svo yrði. Hann hristi höfuðið. TJndir pressu Bohlen er vingjarnlegur mað- ur. Eg spurði nvort Malinovski hefði sagt eitthvað á fundinum í morgun. Hann hristi höfuðið og svaraði ekki. Hann gaf fullkom- lega í skyn að Krúsjeff væri undir pressu hershöfðingjans. Þá sagði hann að Krúsjeff hefði tilkynnt að Rússar nefðu ekkert við Ameríkanana að tala nema þeir bæðust afsökunar a njósnunum og refsuðu fyrir þær. Bohlen var þá spurður hvort þeir mundu gera það, en hann hristi höfuðið og sagðist ekki búast við því. Hann sagði að Krúsieíf hegðaði sér eins og hann teldi Charles Bohlen hristi höfuðið yfir framkomu Krúsjeffs. eigin sál og hendur flekklausar. Hagerty sagði að nafn Powers hefði ekki verið nefnt á morgun- fundinum, ekki heldur Þýzka- landsmálið. Ekki hefðu njósnir Rússa verið ræddar í smáatriðum. Bohlen sagði að de Gaulle hefði vitað um innihaldið í yfirlýsing- um Krúsjeffs fyrir fundinn, en þá vantaði hlutann um frestun á heimsókn Ikes til Rússlands. Því hefði síðar verið bætt inn í, að sögn Bohlens. Óvíst hvenær Ike fer Hagerty var spurður hve lengi Ike yrði í París. Hann svaraði því til, að það ylti á því sem gerðist á morgun. Blaðamannafundur Ameríkan- anna var fjölsóttur. Hann stóð rúma klukkustund. Talað var mjög frjálslega um allt málinu viðkomandi. Margir hér halda að ráðstefnan sé farin út um þúfur. Það flaug fyrir í París í kvöld að Krúsjeff væri farinn til Moskvu. Það er víst rangt. Bohlen sagði að fátt hefði verið um kveðjur eftir fundinn í morg- un.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.