Morgunblaðið - 17.05.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.05.1960, Blaðsíða 10
10 MORCVNfíJ 4Ð1Ð Þriðjudagur 17. maí 1960 Dómkirkjan í Hróarskeldu Dómkirkjan í Hróars- keldu tíu alda gömul KLESTIR þeir íslendingar, sem koma til Danmerkur, munu skoða hinn mikla þjóðarhelgi- dóm Dana, dómkirkjuna í Hró- arskeldu. Margir eiga fagrar minningar bundnar við þá kirkju. Ég hef átt því láni að fagna, að hafa verið í fylgd með fróð- ustu mönnum í sögu kirkjunn- ar, þegar ég hef skoðað hana, sem sögðu mér margt fróðlegt um gerð hennar og sögu. Fyrsta sinn er ég kom til Danmerkur, sýndi mér kirkjuna síra Villy Baunbæk sóknarprestur, við Sct. Jörgenbergskirkjuna þar. Hann er talinn einn af fróðustu mönnum í sögu kirknanna í Hró- arskeldu. Árið 1953 kom ég aftur til Hróarskeldu. Þáverandi biskup í Hróarskeldu vetti mér þá við- tal. Að viðtalinu joknu gekk hann með mér frá biskupsgarð- inum í gegnum bogagöng Absa- lons, frá biskupsgarðinum og inn í kirkjuna. Hann sýndi mér margt í kirkjunni, og marga gripi hennar, sem venjulegir gestir og ferðamenn fá alls ekki að skoða. Á ég þannig fagrar minningar frá Dómkirkjunni í Hróars- keldu. Meðal þess, sem biskupinn sagði mér, þegar hann var að sýna mér kirkjuna, var það, að víst væri talið, að fyrsta kirkja, sem reist hefði verið á stað þeim, þar sem dómkirkjan stendur, hafi verið reist árið 960. Þess vegna hefðu komið fram raddir um það, að rétt væri að halda hátíðlegt afmæli kirkjunnar ár- ið 1960. Þúsund ára afmæli kirkjunnar. Nú sé ég það í síðustu dönsku blöðum, sem ég hef lesið, að Danir ætla að láta það verða að veruleika. Áformað er að halda 1000 ára- afmælis- hátið á trinitatis hátíð í vor, sunnudaginn 12 júní. Öllum helztu kirkjuleiðtogum á Norðurlöndum hefur verið boðið til þessarar hátíðar og meðal þeirra biskupi íslands herra Sigurbirni Einarssyni. í tilefni af þessu væntanlega hátíðahaldi vil ég nú skrifa stuttlega sögu Hróarskeldu Dóm kirkju, og styðst þá við grein, sem séra Villy Baunbæk, hefur ritað um kirkjuna, í safnaðar- blað sitt Jörgenbergssafnaðar, blað nr. 4, 1960. Hann segir meðal annars: „Áformað er að halda 1000 ár'a byggingarhátíð Hróarskeldu Dómkirkju, sunnudaginn 12. júní 1960, á trinitatishátið. Þessa hátíð á ekki að halda vegna þess, að núverandi Dóm- kirkja í Hróarskeldu sé svo gömul, því þá kirkju var ekki byrjað að reisa fyrr en eftir 1170. Sá, sem lét hefja byggingu henn- ar var Absalon biskup , tíundi biskupinn í röð biskupanna í Hró arskeldu. í full 100 ár var unnið að kirkjusmíðinni. Árið 1282 var smíðinni það langt komið að þakið brann af henni. Þessa hátíð á heldur ekki að halda vegna þess að 100 ár séu liðin frá því að dómkirkja var fyrst reist í Hróarskeldu. Eftir að kristni var orðin það sterk í Danmörku, að biskupsdæmi væru sett þar, var biskupinn á Skáni til að byrja með, einnig biskup yfir öllu Sjálandi. keldu hér Gerbrandur og hann stofnar dómkapitúla sinn árið 1020. Hátiðina á að halda vegna þess að full ástæða er til að ætla, að 1000 ár séu liðin frá því að fyrsta kirkjan var reist, þar sem dóm- kirkjan stendur nú. Og trini- tatishátíð hefur verið valin, sem hátíðar og minningardagur vegna þess, að kirkja sú, sem Haraldur blátönn lét reisa eftir skím sina árið 960 var einmitt vígð á trinitatishátið. Þessi fyrsta kirkja, sem reist var í Hróarskeldu var úr timbri, og hefur að öllum líkindum ver- ið mjög myndarleg. Það er víst Fyrsti biskupinn í Hróars- að lík Haralds Blátannar var flutt frá Þýzkalandi til þess að fá leg í þeirri kirkju, og sömu leiðis var lík sonar hans Sveins konungs Tjúguskeggs flutt frá Englandi til greftrunar þar. Forn fræðingar hafa þó engar minj- ar fundið frá þeirri kirkju, er þeir hafa rannsakað grunn kirkj unnar. Samkvæmt Hróarskeldu krón- iku — en það er elzta saga Dan- merkur — lét Knútur mikli vega mág sinn Úlf jarl, mann Ástríð- ar systur sinnar í þessari kirkju ca. 1026. Ástríður lét svo reisa stein- kirku, til minningar um mann sinn, á þessum stað, í stað timb- urkirkj unnar. Ástríðarkirkjan, mun vera reist nálægt 1030. Það er fyrsta steinkirkjan, sem vitað er um að reist hafi verið í Danmörku. Þetta var venjuleg steinkirkja og hefur sennilega verið reist af enskum steinsmiðum. Á þeim árum kunnu Danir aðeins að reisa hús úr tré. Fimmtíu árum síðar reisti Sveinn Norðmann biskup aðra steinkirkju á þessum sama stað. Hún var bæði stærri og veglegri en Ástríðarkirkjan. Sveinn var biskup í Hróarskeldu á árunum 1074—1088. Við fornleifarannsóknir hafa fundizt allmiklar leifar af þeirri kirkju, og við þær rannsóknir hefur það komið í ljós, að hlut- ar af Ástríðarkirkju hafa ver- ið notaðir í þá kirkju. Þessi höf- uðkirkja Sveins Norðmanns var eiginlega fyrsta dómkirkjan í Hróarskeldu.Hún hafði tvo turna á vesturgafli. Það sést á inn- sigli dómkapitúlans frá 1050. Það innsigli er með mynd af kirkj- unni, og er nú geymt í þjóð- minjasafni Dana. Hundrað árum síðar, eða á ár- unum milli 1170 og 1180 lét svo Absalon biskup byrja að reisa núverandi Hróarskeldu dóm- kirkju, eins og áður segir. Þessi kirkja er reist úr tíg- ulsteini, en fyrri kirkjurnar úr grásteini. Kirkjan er þriggja skipa krosskirkja, með tveimur turnum á vesturgafli. Kirkj usmíðinni var skammt á veg komið er Absalon biskup féll frá, en henni var haldið áfram af eftirmanni hans og frænda, Pétri Súnussyni bisk- upi. Báðir biskuparnir Absalon og Pétur höfðu stundað nám í Frakklandi og dvalið þar löng- um. Þess vegna varð dómkirkj- an í Ars í Frkklandi fyrirmynd dómkirkjunnar í Hróarskeldu. Með byggingu dómkirkjunnar heldur gotneski byggingarstíll- inn innreið sína í Danmörku. Eins og fyrr segir, voru kon- ungarnir Haraldur Blántönn og Sveinn Tjúguskegg greftraðir í Hróarskeldu. Þar hefur um alda raðir verið legstaður hinna dönsku konunga. Þess vegna var síðar farið að reisa grafkapellur, fyrir konungana við hlið dóm- kirkjunnar. Einmitt það, að við dómkirkjuna og í henni er leg- staður konunganna og ættmenna þeirra hefur átt sinn mikla þátt í því, að gjöra kirkjuna að þjóð- arhelgidómi. Kirkjan hefur verið margvís- lega skreytt á undanförnum ár_ um og öldum. Fegursta skrautið er frá dögum Kristjáns konungs IV, en frá hans dögum eru marg ar fegurstu og glæstustu bygg- ingarnar í Danmörku. Kristján IV. lét meðal annars spirurnar á kirkjuna, sem gefa henni mik- inn ytri tignarsvip. Kirkjan á sina löngu og miklu sögu og mun hún verða sögð, af fróðum mönnum á hinni vænt- anlegu kirkjuhátíð. Eftir hátíð- ina mun því verða hægt að segja þá sögu betur. Við allir íslendingar, sem höf- um komið í Hróarskeldu dóm- kirkju, óskum nú dönsku kirkj- unni og dönsku þjóðinni til ham- ingju með þessa væntanlegu kirkjuhátíð. Magnús Guðmundsson, Ólafsvík. Gróðurhús FÁUM kemur til hugar, þeg- ar þeir ganga eftir malbikaðri götu Laugavegsins, að á næstu grösum yxu vínber og suðrænar rósir. Ekkert í um- hverfinu gefur til kynna að þar þrífist yfirleitt nokkur gróður nema pottablóm í gluggakistum, en ef við gáum betur að, gægist einstaka trjá- toppur yfir nokkur húsþök. Og það var einn slíkur trjá- toppur ,sem olli þvi, að við fórum að forvitnast um, hvernig umhorfs væri í húsa- görðunum bak við húsin á Laugaveginum og undrun okkar varð ekki svo lítil, þegar við fundum lítið gróð- urhús í einum bakgarðinum. Við leituðum uppi eiganda gróðurhússins, sem reyndist vera frú Guðrún Daníelsdótt- ir. Hún býr á fyrstu hæð hússins Laugavegur 76 og er við hringdum dyrabjöllunni tók 4 móti okkur stór, svart- ur hundur og bauð okkur vel- komin í bæinn með háværu gelti. Húsfreyja sussaði á hundinn og sagði: — Nú, eruð þið frá Morgunblaðinu? Setj- ist inn og fáið ykkur kaffi og vöfflur, sem ég er nýbúin að baka. ★ Við fórum að rabba um gróðurhúsið og frú Guðrun sagði: — Það eru ekki nema rúm- lega 4 ár síðan, að ég fór að tala utan af því við syni mína og tengdason, að það væri eiginlega synd að geta ekki hagnýtt heita frárennslisvatn- ið, sem daglega rennur út úr húsinu. Þeir vissu strax hvað klukkan sló, því allir sem þekkja mig vita að ég hef mikið yndi af blómum. Þá var hægt að fá úrgangsgler úr glerverksmiðjunni með góðum kjörum, og fyrr en varði höfðu strákarnir smíðað þetta litla gróðurhús utan í húsvegginn hjá mér. biðu eftir því að breiða úr silkimjúkum blöðum sinum, jarðarberjaplöntur voru í kassa upp á vegg. — Hérna setti ég niður sítrónustein að gamni mínu og hérna epla- stein, hélt frú Guðrún áfram, og upp af þeim hafa sprottið þessar jurtir, finnið þið bara lyktina. Þarna er laukblóm, sem heitir Dalilia og ber blóm á stærð við undirskálar. Ég setti einnig niður Daliliulauk inn í stofu hjá mér á sumar- daginn fyrsta, og sé hann næstum spretta. ★ Fleira fallegt er að sjá í við Laugaveginn Ég fór nú á stúfana og fékk ýmsar jurtir hjá vinum mín- um, garðyrkjumönnunum. — Fyrst gróðursetti ég í húsið tvö vínberjatré — ég kalla þau góðum og gildum íslenzk- um nöfnum: Jón og Ingimar. Þau dafna mjög vel. Ingimar minn á að bera ávöxt nú í sumar Siðan setti ég níður ýmsar rósategundir, neríu og fússíu og svo sumarblóm. — En eigum við ekki að ganga út í gróðurhúsið, þá getið bið sér alla dýrðina með eigin augum. Við gengum út I garðinn og inn i gróðurhúsið. A moti okkur streymdi höfgur blóma ilmur Ingimar og Jón brexddu úr blöðum sínum og fléttuðu sig upp veggina og loftið. Rósarunninn var al- þakinn litlum knúppum. sem gróðurhúsinu hennar Guð- rúnar. I garðinum fyrir utan eru trén byrjuð að laufgast, og við spyrjum Guðrúnu um þau: — Það var um sumarið 1930 að ég gróðursetti nokkr- ar litlar trjáplöntur hérna í portinu. Það var ekki laust við að sumir vegfarenda, sem fram hjá gengu, brostu í kampinn að þessari „vitleysu** minni, að detta í hug að fara að rækta tré í portinu -— en þeir brosa ekki lengur. Þessi tré, sem þið sjáið þarna við gluggann, gróðursetti ég lýð- veldisárið og hafa þau einnig dafnað vel. Það er gott skjól hér í bak- garðinum, sagði frú Guðrún, og allur gróður þrífst vel. Það er bara verst með sótið. Það eru svo mörg reykhús Framhald á bls. 17. Blússur TVÆR af blússunum eni saumaðar úr munstruðu silki og falla laust að pilsinu við mjaðmirnar. — Þannig sýnir París sumarblússurnar í ár. Þriðja blússan (í miðjunni) er með stórum kraga og beltið er samlitt blússunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.