Morgunblaðið - 17.05.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.05.1960, Blaðsíða 22
22 MORGVTUIT AfílÐ t»riðjudagur 17. maí 1960 Góður árangur 1 vormóti ÍR: Fótaveikur mabur hnekkti 9 ára gömlu ísl. hástökksmeti Jón Pétursson stökk 1,98 m. Á FYRSTA opinbera frjálsíþróttamóti sumarsins — vormóti ÍR — hnekkti Jón Pétursson KR 9 ára gömlu íslandsmeti Skúla Guðmundssonar í hástökki. Stökk Jón 1.98 m, senti- meeter hærra en gamla metið. Sýnir þetta met Jóns og fleiri aírek á mótinu að frjálsíþróttamenn munu setja sterkan svip á íþróttalíf þessa sumars. Aðstæður voru erfiðar, sand- fok um allan völl og allsterkur vindur, en þær aðstæður komu ekki í veg fyrir góðan árangur íþróttamannanna. Jón í metstökkinu 1.98 m. — Hann er skólaus á öðrum fæti — það er máti margra hástökkvara til að forðast meiðsli af völd- um gaddanna á skónum. — Í horninu má sjá framan í Jón. — (Ljósm. Sveinn Þormóðsson). Ár Fótaveikur! Hástökkið var síðasta keppn iesgrein langs móts. En fólk beið spennt — og beið ekki til einskis. Jón fór leikandi létt 1.80, 1.85 og 1.90 og lét hækka Helgi Hólm (t. v.) og Agnar Levi í einvígi í 800 m. hlaupi — Helgi Sigraði. — í 1.98. Tvívegis felldi hann þá hæð, enda uppstökkspunktur- inn mjög laus og jók það á erfiðleikana sem veðrið skap- aði. En í þriðju tilraun fór Jón örugglega yfir með sínum sérkennilega veltustíl. Með því var einu elzta meti frjáls- íþrótta hnekkt. Það hafði stað- ið í 9 ár og lengst af þeun tíma aldrei verið í hættu. Það var ekki fyrr en Jón fór í fyrra að einbeita sér að hástökkinu að hilla tók undir nýtt met. Jón er frábær íþróttamaður, stökk kraftur hans óvenjulegur. Þó gengur hann ekki heill til skóg ar. Fætur hans eru bilaðir þó ótrúlegt sé. Var svo um tíma að læknar sögðu honum að hann yrði að hætta allri íþróttaiðkun. En nú hefur þessi „fótaveiki“ maður hnekkt hástökksmetinu við hinar erfiðustu aðstæður og með því sýnt að hann hefur engan veginn sagt sitt síðasta orð. ★ Athyglisverð afrek Ýms önnur góð afrek voru unn inn. Skemmtileg og lofandi voru tiUþrif Kristleifs í 3000 m. hlaup- inu. Náði hann góðum tíma mið- að við aðstæður, en sjálfur sagði hann eftir á að rokið hefði eyði- lagt „allan takt í hlaupinu". AtJhyglisvert var langstökk Vil rjálms Einarssonar. Hann stokk 7,12 metra í gildu stökki, en fór með blátábroddinn fram fyrir í 7,30 m. stökki. Það lofar sannar- lega góðu og virðist hann óvenju lega sterkur í upphafi keppnis- tímabils. Það sýna og tilþrif hans í 100 m. hlaupinu — 11.0 sek. þó vindur hjálpaði ef til vill eitt- hvað. Það hlaup vann annars Val- björn Þorláksson örugglega og náði 10.8 sek Hlaupkraftur hans og stíll virðist betri en áður. Hins vegar brást hann vonum fólks í stangarstökkinu — en vera kann að veðrið hafi átt þar mestan þátt í. Stangarstökk er vart hægt að sökkva í slíku roki. Tvisýnasta keppnin og jafn- asta var í 800 m. hlaupi drengja og það svo að sjaldan eða aldrei hefur barátta í 800 m hlaupi verið hér jafnhörð. Skyldu aðeins sentimetrar þá Helga Hólm og Agnar Leví eftir ágætt hlaup. FRAM hristi af sér slén sent lengi hefur verið yfir liðinu er það mætti Val á sunnu- dagskvöldið. Var leikur liðs- ins allur annar en um langt skeið og fór félagið með öruggan sigur af hólmi. 2 mörg gegn engu. Sá sigur gat þó orðið meiri, ef framherj- ar liðsins hefði ekki vevið ákaflega klaufalegir er að marki mótherjanna dró. if Fram skorar Fram tók frumkvæði í leikn- um þegar í byrjun og hélt því allan tímann, — og það svo örugg lega að Valsmenn áttu aðeins eitt tækifæri til marks hjá Fram. — Langtímum saman komu Vals- menn knettinum ekki yfir á vall arhelming Fram. Fram fékk snemma í leikn- um tvö tækifæri sem mistók- ust. I fyrra skiptið fékk Björg- vin innherji Fram sendingu frá Grétari innfyrir, en Björg- vin markvörður Vals fékk auð veldlega varið skot hans. t ★ Efniiegur kastari Mesta abhygli „kastara" vakti hinn ungi Hafnfirðingur Kristján Stefánsson sem sigraði örugglega i spjótkasti. Virðist þar vera mik ið efni á ferðinni sem á eftir að setja sinn svip á mót framtíðar- innar, því hann er þegar í röð beztu manna okkar. Björgvin Hólm náði athyglis verðum árangri í þeim greinum er hann tók þátt í. Virðist ein- sýnt að hann muni í sumar ógna meti Clausen í tugþraut og ná langt á alþjóðlegan mælikvarða. Helztu úrslit mótsins. 110 m. grindahlaup — Björgvin Hlóm ÍR 15.2. Sig. Björnsson KR 15.8. 100 m. hlaup — Valbjörn Þor- láksson ÍR 10.8. 2—3 Einar Frí- mannsson KR og Vilhjálmur Ein- arsson 11.0 sek. 100 m. hlaup drengja — Þor- valdur Jónasson KR 11,7. Krist- ján Eyjólfsson ÍR 11.7. Lárus Lárusson ÍR 11.8. 100 m. hlaup kvenna — Rann- veig Laxdal ÍR 13.1. Steinunn síðara skiptið bjargaði Árni Njálsson á línu föstu skoti frá Guðm. Óskarssyni. Skotið var það fast og óvænt að Árni snerist á hné og yfirgaf völlinn — kannski fyrir marga næstu leiki. Á 14. mín. skoraði Fram. Gerði það Baldur Scheving eftir upp- hlaup á miðju og fyrirsendingu Guðjóns frá vinstri. Allan hálf- Ieikinn komst Valur aldrei í færi við Frammarkið. •fr Sóknin harðnar f síðari hálfleik varð sókn Fram framan af ennþá þyngri — en framherjarnir urðu æ óstyrk- ari við Valsmarkið og klaufalegri. Fjórum sinnum komst Vals- markið í bráða hættu en skotin riðu framhjá eða lentu í stöng. í mörg önnur skipti voru Fram- arar komnir í færi en klúðruðu illa. Á 80. mín. leiksins skoruðu svo Framarar sitt síðasta mark. Það var eftir upphlaup á vinstri kanti. Grétar sendi laglega innfyrir til Björgvins sem skoraði örugglega. Sigurðardóttir 14.2. Þórdís Jóns- dóttir ÍR 14.4. 3000 m hlaup — Kristleifur Guðbjörnsson KR 8:46.6. Reynir Þorsteinsson KR. 9:54.3. 400 m. hlaup — Hörður Haralds son Á 50.6. Guðm. Þorsteinsson Einni sóknarlotu náðu Vals- menn í síðari hálfleik en stutt var hún. Úr hornspyrnu skallaði Bergsteinn rétt yfir markslá — það var bezta tækifæri Vals í leiknum og það eina. ★ Liðin Lið Fram styrktist mjög við að Reymr Karlsson leikur nú aft- ur með. Er hann skipuleggjari liðsins og því ómetanlegur. Liðið lék hratt þó samleikur þess sé engan vegin framúrskarandi. Liðs menn voru ákveðnir, ágengir og viljugir. Framarar felldu Vals- menn á sama bragði og Valur ógn aði KR — með ágengni og flýti. Mikið var um ónákvæmar send- ingar á báða bóga en allur svip- ur Framliðsins var þó betri en Valsliðsins. Mesti gallinn var hve framherjarnir voru óstyrkir og klaufskir er að marki Vals dró. Sá galli háir Framliðinu stór- lega. Beztir voru Baldur Schev- ing, Reynir, Rúnar Guðmundsson og Hinrik bakvörður. í lið Vais vantaði allan neista og leikgleði. Enginn leikmanna sýndi fyrri getu en vörnin var betri helmingur liðsins með Björn miðvörð og Björgvin mark vörð sem beztu menn. KA 52.00. Guðm. Hallgrímsson ÍBK 52.7. 800 m. hlaup unglinga — Helgi Hólm IR 2:08.8. Agnar Leví KR 2:08.8. Friðrik Friðriksson ÍR 2:14.7. 4xl00m. boðhl. — Sveit ÍR 45.0. 2. Ármann 46.3. 3. KR 46.3. Hástökk — Jón Pétursson KR 1.98. Karl Hólm ÍR 1.70. Kringlukast — Þorsteinn Löwe ÍR 48.60. Friðrik Guðmundsson KR 45.65. Gunnar Huseby 44.80. Spjótkast — Kristján Stefáns- son FH 58.65. Valbjörn Þorláks- son ÍR 56.68. Halldór Halllórsson ÍBK 54.00. Langstökk — Vilihj. Einarsson tR 7.12. Björgvin Hólm IR 6.82. Ingvar Þorvaldsson KR 6.65 t/NG STÚLKA, Rannveig l.Mí dal ÍR, vakti sérstaka athygli á frjálsíþróttamótinu á sunnu- daginn. Hún sigraði með yfir- burðmm í 100 m hlaupi og hljóp á 13,1 sek. — ágætum tíma. tslenzka metið er 12,7 sek. Þegar á það er litið að Rannveig hefur enga keppnis- reynslu og sáralitla þjálfun að bakhjarli, er afrek hennar mjög gott. Ekki þarf að efa að metið verði henni auðsótt og hver veit nema hún kunni að ná langt að lágmarkinu sem sett er til þátttöku í Róm- arleikjunum i þessari grein, en það er 12.0 sek. Keppnis- reynsla og aukin þjálfun ættu að geta skapað möguleika til að svo yrði. Víst er um það að hér er um óvenjulega efni- lega stúlku að ræða í hlaupum. Pressuleikur Á FIMMTUDAGINN fer fram fyrsti leikur sumarsins á Laug- ardalsvellinum. Er það leikur til raunalandsliðs gegn liði blaða- manna. Liðin verða valin í dag og birt á morgun. Þetta er fyrsti ,stór- leikur“ sumarsins milli tveggja urvalsliða. t Á - fit■ , -■ iffi- „iin, „an.n^ii, i.f.o.iinm o»mmmMmn - 4«. , , , '7^ *, ■* Björgvin ver eitt af mörgum linum skotum Framara. (Ljósm. Sv. Þormóðsson). Fram hristi af sér slenið sigraði Val 2:0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.