Morgunblaðið - 17.05.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.05.1960, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 17. maí 1960 MORGUISBI AÐIÐ 17 Frú Laura Finsen — kveðja FRÚ Laura Henriette Finsen, fædd Uohermann, lézt á sjúkra- húsi í Oslo 11. þ. m. Hún varð rúmlega 79 ára gömul, fædd 2. apríl 1881. Frú Laura Finsen var stórbrotin gáfuð kona, sem um langt skeið stóð við hlíð n.ar.ns síns, hins ágæta íslendings, fyrrv. sendiherra, Vilhjálms Finsen. Hún hafði því mikil bein og óbein afskipti af íslendingum, og tel ég óhætt að fullyrða, að mikill fjöldi, kvenna og karla, hér heima, eigi góðar og ógleym- anlegar minningar um fyrir- greiðsiu og gestrisni Finsenshjón anna. Ég sem þessar línur rita, kynntist frú Laura lítið persónu- lega. Aftur á móti kynntist ég henni í mörgum samtölum við mann hennar, sem ætíð talaði um hana með virðingu, aðdáun og hlýhug. Ég er því ekki í vafa um tilfinningar hans nú, er hann sér henni að fullu á bak. Það verður ekki rakinn æviferill frú Lauru Finsen hér. Á það má þó minnast, að á fyrstu hjúskap- arárum sínum, varð hún ein að gæta bús og barna og vera á hálfgerðum hrakningum, meðan maður hennar var á sífeldu ferða lagi heimsálfanna á milli til þess að búa sig undir lífsstarf sitt. Mun þá hvað ' szt hafa komið í ljós, hæfileikar hennar, dugn- aður og stjórnsemi. Til Reykja- vikur flutti frú Laura með manni sínum, er hann stofnaði Morgun- blaðið, en hún undi sér ekki á Islandi, nema skamman tíma. Lá þá leiðin til heimalands hennar Noregs, þar sem Finsen gerðist blaðamaður, af mikilli snilli. En þar var ekki staðar numið. Leið- in var mörkuð á vegum íslands og frú Laura fylgdi manni sínum og varð frú sendiherra íslands. Ég býst við að flestir íslendingar — Alþingi Frafh. af bls. 8 starfsgreinum, og nái sú áætlun jafnan nokkur ár fram í tímann. 4) Aætlun sú, sem um ræðir í 3. tölulið, verði endurskoðuð á tveggja ára fresti. Þjóðinni til gagns Þá skýrði G.Þ.G. að ekki hefði tekizt að koma umræddri 20 þús. kr. fjárveitingu á síðustu fjárlög og án endurgjalds hefði mennta- málaráð ekki talið sér fært að sínna þessu verkefni. Hér væri hins vegar um nauðsynjamál að ræða, sem haldið yrði áfram að reyna að fá hrundið í fram- kvæmd. Vonandi tækist það eigi siðar en í sambandi við atgreiðslu fjárlaga fyrir næsta ár. Ragnhildur Helgadóttir þakk- aði fyrir þessar upplýsingar og kvaðst ætla, að það mundi verða íslendingum til gagns að málum þessum yrði sinnt, ekki síður en reyndin hefði orðið með öðrum þjóðum. — Sauðburður Framh. af bls. 3. ir hafa talað um lambablóðsótt, en Björn telur það ósennilegt að um það sé að ræða, því alls stað- ar er bólusett gegn henni. 1 Skagafirði er einmuna góð tíð reglulegir hitar, og byrjað að grænka, en vantar vætu á jörð- ina. Eru einstaka menn búnir að láta út kýr, til að nota veðrið, en það er venjulega ekki hægt fyrr en um mánðarmót. Sauðburður ekki hafinn á Héraði Ari bóndi á Egilsstöðum tjáði biaðinu, að á Héraði væri sauð- burður ekki byrjaður, en þó færi að líða að því. Þar um slóðir er yndælis tíð, sumarblíða og kom- inn sauðagróður sem kallað er. Mun gróður vera um það bil mán uði fyrr á ferð en venjulegt er. Fjallavegir fyrir austan eru ailir orðnir færir nema Fjarðar- heiði og Möðrudalsöræfi. minnist hennar frá þeim tíma og á þann hátt sem að framan getur. Þeim hjónum varð 3 barna auðið, en misstu efnisstúlku á unga aldri. Á lífi eru, Gunnar þekktur læknir í Oslo óg eigandi að ljós- lækningastofnun þar, svo og Berg ljót, sem stundar kennslu í Stokk hólmi. Er hún gædd góðum söng- gáfum, sem hún hefir hlotið í arf frá móður sinni. Frú Laura hafði miklar lista- gáfur og unni mjög. listum. Sér- staklega var hún söngelsk, enda góð söngkona á yngri árum. Munu eldri Reykvíkingar minn- ast söngs hennar frá þeim árum að hún átti hér heimili. Frú Laura var mjög fríð kona og hún bar það með sér að hún var vel menntuð, enda höfðing- leg og virðuleg í allri framkomu. Þegar frú Laura er kvödd, reikar hugurinn til aldna höfðingjans og heiðursmannsins, Vil'hjálms Finsen. Veit ég að fslendingar taka þátt í sorg hans og taka jafnframt undir þá ósk mína, að hann megi heill lifa til hinztu stundar og honum og fjölskyldu hans vel farnast. 15. mai 1960. K. K. Margrét Sigurðar- dóttir — kveðja Fædd 6. janúar 1875. Dáin 30. marz 1960. Kveðja frá dóttur-dóttur Amma mín góð, hver gleðistund er leið sem geisli skín í huga og sálu minni. Með ánægju ég okkar funda beið, því ávallt leið mér veí i návist þinni þín sterk var hönd, að starfi hverju er gekkst, Álfur Helgason bifreiðastj. - kveðja í DAG er til moldar borinn Álfur um okkar, þá minnumst við fé- Helgason bifreiðastjóri. Hann andaðist að Landakotsspítala þriðjudaginn 9/5 eftir stutta legu. Álfur var fæddur að Tjarnar- koti í Vestur-Húnavatnssýslu 14. ágúst 1911 sonur hjónanna Helga Guðmundssonar og Þórunnar Sæmundsdóttúr. Hjá foreldrum sínum dvald- ist hann til níu ára aldurs en fluttist þá til Reykjafjarðar í Strandasýslu, síðar að Finnboga- stöðum í sömu sveit til Guðm. Þ. Guðmundssonar og konu hans Guðrúnar Sæmundsdóttur, sem var móðirsystir Álfs. Reyndust hjón þessi honum í hvívetna eins og beztu foreldrar. Að loknu barnaskólanámi stundaði Alfur nám á Hvítár- bakka í Borgarfirði og síðar á Laugarvatni og komu þar í ljós bæði góðar gáfur og mikil náms- hæfni. Það var ekki ætlun mín að fara að rekja æviferil vinar míns og starfsfélaga Álfs Helgasonar, heldur langaði mig nú á þessari stundu til að senda kveðjuorð og þakkir fyrir samstarfið, sem var hið ánægjulegasta sem ég gat hugsað mér, og veit ég að allir starfsfélagar hans, sem til hans þekktu munu ljúka upp um það einum munni, því að prúð- mennska hans var svo einstæð, að á slíkt varð ekki betur kosið. Hin látlausa en þó glaðværa fram koma, snýndi að hér var enginn meðalmaður á ferð. Nú þegar hann er horfinn sjón- ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að augiysa í Morgunblaðinu en í öðrum blöðum. — HforgunMaMb SVEINBJÖRN DAGFINSSON EINAR VIBAR Málflutningsskrifstofa Hafnarstræti 11. — Sími 19406. lagar hans ennþá skýrar hinna mörgu gleðistunda er við áttum með honum. Minningin um góð- an dreng mun ávallt lifa skýr í hugum okkar. Álfur lætur eftir sig einn son Baldur, hann var annars ókvænt- ur. Ég skil vel að sorg ástvina hans sé mikil við að horfa á eftir honum á bezta aldursskeiði, en huggunin er í því fólgin að endur fundir eru framundan, og hér er aðeins stutt viðdvöl. Kæri vinur og starfsfélagi, þú ert nú horfinn sjónum okkar um nokkurt skeið, við vitum að þú ert kominn til fyripheitna lands- ins eilífa. Megi heimkoma þín verða björt og fögur eins og líf þitt var hér á jörðinni. Blessuð sé minn- ing þín. . Kristján Kristjánsson. — Vib sem vinnum Framh. af bls. 10 hér í kring og reykurinn eyðileggur blómailminn og blöðin verða sótug. Að öðru leyti virðist það ekki gera gróðrinum mein. Ekkert er eins yndislegt og að sitja úti við og tala við blessuð blóm- in — já, þeir segja nú að það sé bara kerlingaþvaður að það þurfi að tala við blómin, en ég er nú ekki viss um það, að minnsta kosti skaðar það ekki. Þið eruð heldur snemma á ferðinni, segir frá Guðrún að lokum. Það er miklu meira gaman að koma hér um há- sumarið, þegar allt er í blóma. Nei, nei, enga mynd fyrr en rósirnar eru sprungn- ar ut segir hún, þegar við spyrjum hvort við megum taka myndir. — Komið held- ur inn og fáið ykkur meira kaffi. Hg. þín styrk var lund, ég minnist hverju sinni að launin voru oft lítil, er þú ■ fékkst. Það löngum reyndist svo í veröldinni. Sem bezta móðir mér þú reyndist æ og minnar æskutraust í hverjum vanda. Umhyggju þína ei ég goldið fæ en aldrei neitt skal minning þinni granda. Nú þúsundfalda þökk með vorsins blæ þér ég sendi upp til sólarstranda. Því þú ert horfin burt úr þínum bæ. Þig blessi guð á vegum himnalanda. R. G. St. Jósepsskóla i Hafnarfirði slitið HAFNARFIRÐI. — 10. maí sl. fóru fram skólaslit í St. Jóséps- skóla. Voru 116 börn í skólanum í vetur, þar af 25 í í'jndurdeild, þ.e. 5 og 6 ára börn. Barnaskólaprófi luku 15 nem- endur, og hlutu 3 þeirra ágætis- einkunn: Björg Eiríksdóttir 9,43, Kristinn Albertsson 9,30 og Jón- ína Lárusdóttir 9,24. Hlutu þau öll verðlaun fyrir ágætan náms- árangur. í 5. bekk urðu efstir Sigurður F. Lúðvíksson með 8.41 og Ás- björn Sigfússon með 8,25. í 4. bekk varð Bjarni Jónasson efstur með 8,02. Kennarar skólans eru að fara utan til að kynna sér nýjungar í barnafræðslu, og vannst því ekki timi til að undirbúa og hafa handavinnusýningar. — Stjórn- endur skólans flytja velunnurum hans beztu þakkir og foreldrum fyrir að styðja starfsemi skólans með því að senda börn í hann til náms. I. O. G. T. St. Verðandi nr. 9 Fundur í kvöld kl. 8,30 í GT- húsinu. Kosnir fulltrúar til st'ir- stúku- og umdæmisþings. Spiiuð félagsvist eftir fundinn. Goð verðlaun. Allir velkomnir! Æ.T, Ungmennastúkan Hrönn nr. 9 Skemmtifundur í kvöld kl. 8,30 að Fríkirkjuvegi 11. Æ.T. Félagslíf KR-ingar Handknattleiksdeild Sumaræfingar hafnar. Stúlkur: Þriðjudaga kl. 8. Föstudaga kl. 9. Piltar: Þriðjudaga kl. 9. Föstudaga kl. 8. Mætið stundvíslega. Stjórntft. & Samkomur KFUK Vindáshlíð Hátíðakvöldvaka verður þriðju daginn 17. maí kl. 8,30. — Fjöi- breytt dagskrá. Kaffi. — Takið handavinnu með. Stjórnin. Gísli Einarsson béraðsdómslögmaðúr. Málfiutningsstofa. Laugavegi 20B. — Simi 19631. Fíladelfía Almenn samkoma í kvöld og annað kvöld kl. 8,30. Egil Strand, ristjóri frá Ósló, talar bæði kvöldin. Allir velkomnir! SKIPAUTGCRB KIKISINS Skjaldbreið vestur um land til Isafjarðar 20. þ. m. Tekið á móti flutningi i dag til Ólafsvíkur, Grundarfjarðar, Stykkishólms, Flateyjar, Pat- reksfjarðar, Tálknáfjarðar, Bílau dals, Þingeyrar, Flateyrar, Súg- andafjarðar og ísafjarðar. Farseðlar seldir á fimmtudag. „ESJA" austur um land í hringferð h. 21. þ. m. Tekið á móti flutningi i dag og árdegis á morgun til Fáskrúðs- fjarðar, Reyðarfjarðar, Eski- fjarðar, Norðfjarðar, Seyðis- fjarðar, Þórshafnar, Raufarhafn- ar, Kópaskers og Húsavíkur. Farseðlar seldir á fimmtudag. Hörður 'Ólafsson lögfræðiskrifstofa, skjalaþýðandi og domtúlkur i ensku. Austurstræti 14. Sími 10332, heima 35673. Atvinna Rösk stúlka óskast að Gunnarsholti í sumar. Gott kaup. Verð til viðtals frá, kl. 5—7 í dag í Garðastræti 6. Páll Sveinsson, Gunnarsholti Síðasta Málverkauppbeð vorsins verður i Sjálfstæðishúsinu þriðjudaginn 24. þ.m. Enn er hægt að taka nokkur góð málverk á upp- boðið. Listiminauppboð Sigurðar Benediktssonar Austurstræti 12 — Sími 13715.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.