Morgunblaðið - 18.05.1960, Side 2

Morgunblaðið - 18.05.1960, Side 2
2 MORGVTSBLAÐÍÐ MiðviKudagur 18. maí 1960 Stiórnarfrumvarp á Alþingi í gær: Tollvörugeymslur veröi leyfö- ar hér á landi í Nýtt fyrirkomulag i innflutningnum, \ \ sem orðið getur til mikilla hags- | bóta fyrir allan almenning — Ur ræðu Gunnars Thoroddsen, fjármálaráðherra 1 GÆR var lagt fram á Alþingi og tekið til fyrstu umræðu nýtt frumvarp frá ríkisstjórninni um toll- vörugeymslur, þ. e. geymslur þar sem heimilt er að hafa vörur, án þess að greiða þurfi af þeim aðflutn- ingsgjöld, fyrr en jafnóðum og vörurnar eru seldar eða teknar til vinnslu. Þetta fyrirkomulag tíðkast víða erlendis og þykir fylgja því hið mesta hagræði bæði fyrir innflytjendur, neytendur og aðra. Tíðkast víða erlendis Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráðherra, fylgdi frumvarpinu úr hlaði með ýtarlegri ræðu. Hann kvað flesta íslendinga kannast við fríhafnir, sem víða væru til í öðrum löndum. Þær væru með margvíslegum hætti, misjafnlega víðtækar, og um þær giltu ólíkar reglur. En fríhöfnum og tollvöru- geymslum væri það sameiginlegt, að tilgangurinn með þeim væri sá fyrst og fremst, að innflytj- endur þyrftu ekki að greiða að- flutningsgjöld af henni strax við innflutninginn, heldur gætu þeir fengið frest á slíkum greiðslum og innt þær af hendi jöfnum hönd um eftir því sem varan væri tek- in úr fríhöfninni eða tollvöru- geymslunni til endursölu eða ann arrar notkunar. Ennfremur væri það mjög algengt, að skipafélög, útgerðarfélög, flugfélög og aðrir þeir aðiljar, sem flutninga önn- uðust, fengju nauðsynjar sínar keyptar í slíkum fríhöfnum meira eða minna án tollgreiðslna. Málið undirbúið af nefnd Því næst vék fjármálaráðherra að þróun þessarra mála hér á landi og gat þess m.a. í því sam- bandi, að á tveim síðustu ára- tugum hefði oft verið rætt um nauðsyn þess, að koma nýrri skip an á þessi mál í líkingu við það, sem tíðkaðist í mörgum öðrum löndum. Það hefði þó ekki verið fyrr en haustið 1958 að skipuð hefði verið nefnd til þess að undirbúa málið. í henni hefðu átt sæti þeir Sigtryggur Klem- enzson, ráðuneytisstjóri, sem ver- ið hefði formaður nefndarinnar, Unnsteinn Beck, tollgæzlustjóri, Hjalti Pálsson, framkvæmdastj., og Gunnar Ásgeirsson, stórkaup- maður. Þessi nefnd hefði lagt mikla vinnu í það að kynna sér löggjöf um þessi málefni í ná- grannalöndum okkar, vinna úr þeim gögnum og velja, hver skip- an mundi bezt henta okkur hér á íslandi. Árangurinn af þessu starfi væri svo frumvarp það, sem nú væri lagt fram, en á því hefðu aðeins verið gerðar örfáar breyt- ingar í samráði við þá nefndar- menn. Efni frumvarpsins og hinna ýmsu kafla þess Síðar í hinni ýtarlegu ræðu sinni gerði Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra síðan svohljóð- andi grein fyrir efni frumvarps- ins: Aðalefni þessa frumvarps er það, að setja hér reglur um toll- vörugeymslur, þ. e. a. s. vöru- geymslur, sem taka aðfluttar vör ur til geymslu, án þess að þurfi að greiða gjöldin af þeim þegar í stað, heldur eftir því, sem þær seljast eða eru teknar til vinnslu. í öðru lagi, að skipafélög og flug- félög eigi þess kost að koma sér upp forðageymslum fyrir erlend- ar vörur og geti tekið sínar nauð- synjar úr þeim jafnóðum og þessi farartæki þurfa á að halda, en þurfa ekki að eiga slík viðskipti við erlenda aðila eða milliliði. Og ennfremur varðandi innlend- ar framleiðsluvörur sem á að flytja út, að þær endurgreiðslur gjalda, sem þar er um að ræða, Þrjú atriði hafa þýðingu í HeUumálinu Ölíkur þáttum blandað saman í blekkingaskyni AS undanförnu hefur stjórnar- andstæðingum verið tíðrætt um mál það, sem Kaupfélagið Þór höfðaði vegna þess að breytt var skipulagi Hellukauptúns til tjóns fyrir fyrirtækið. í þessum um- ræðum hefur verið blandað sam- an óskyldum þáttum málsins og á þann hátt reynt að gera það tortryggilegt. Er því rétt að rifja málavexti enn upp og greina á milli þeirra atriða, sem þýðingu hafa. 1. MÁESHÖFÐUN EÐLILEG Úr því að stjórn kaupfélags- ins taldi félagið hafa orðið fyr ir tjóni af skipulagsbreyting- unni var eðlilegt, að hún vildi Dagskrá Alþingis FUNDUR er í Sameinuðu Al- þingi að loknum aðalfundi Hins íslenzka þjóðvinafélags. 27 mál eru á dagskrá, þar á meðal tvær fyrirspurnir, kosning stjómar byggingarsjóðs, allra til þriggja ára og kosning þriggja alþingis- manna í Þingvalianefnd. reyna það, hvort hægt væri að fá tjónið bætt með máls- sókn. Þá ákvörðun tók stjórn- in áður en Ingólfur Jónsson varð ráðherra, en auðvitað hefði hún jafnt orðið að gæta hags félags síns, þó að fyrr- verandi stjórnandi þess væri kominn í ráðherraembætti, auk þess sem málið heyrir alls ekki undir hans ráðuneyti. Óumdeilanlegt er því að aðgerðir stjórnenda Kaup- félagsins Þórs voru í alla staði sjálfsagðar og eðlilegar. 2. GERÐARDÓMUR HEPPILEGUR Málarekstur fyrir gerðar- dómi er að ýmsu leyti heppi- legri í máli sem þessu, m. a. fljótvirkari og ódýrari. Eru líka fjölmörg dæmi þess, að slík mál séu útkljáð fyrir gerð ardómi, þó að hérlendis sé varla nóg gert af því að nota hagkvæmni gerðardóma. Fyr- ir gerðardómi er fjallað um nákvæmlega sömu atriði og fyrir almennum dómstólum og hlýtur niðurstaða ákveðinna dómara því að verða hin sama í gerðardómj og föstum dóm- stólum. Þar sem meiri hluti hæstaréttardómara skip aði gerðardóminn hlaut hin endanlega niðurstaða þessa máls því að verða hin sama, þótt það hefði farið gegnum tvö dómstig. Má því segja, að eina ástæð- an til að hafa ekki gerðar- dóms málsmeðferð hefði verið sú, að óhlutvandir menn mundu nota ókunnugleika al- mennings á gerðardómum til þess að reyna að gera málið tortryggilegt, eins og nú hef- ur komið á daginn. 3. UMDEILD NIÐURSTAÐA Um niðurstöðu þessa máls má auðvitað deila eins og svo margra annarra, enda rísa mál yfirleitt vegna þess að óvissa er um réttarstöðuna. Hinni umdeildu niðurstöðu má þó alls ekki blanda saman við málatilbúnaðinn, sem í alla staði var eðlilegur. Þegar menn aðskilja þannig hina óskyldu þætti þessa máls verður ljóst, hve óréttmætar eru ásakanir á Ingólf Jónsson og þann ráðherra, sem málið heyrir undir, þ. e. a. s. fjármálaráðherra Gunnar Thoroddsen. Ætti því ekki að þurfa að ræða mál þetta frekar. geti átt sér stað um leið og vör- unni er komið í slíka tollvöru- geymslu. í greinargerð frumvarpsins er gerð ýtarleg grein fyrir ýmsum tegundum tollvörugeymsla, í fyrsta lagi fríhafnir, í öðru lagi lagerar, í þriðja lagi transít lag- erar eða flutninga- eða úthleðslu geymslur og í fjórða lagi svo- nefndir provitaerisfrílagerar eða tollfrjálsar forðageymlsur. Þetta frumvarp um tollvörugeymslurn- ar er sniðið aðallega eftir sænsk- um og dönskum fyrirmyndum og þeirri reynslu, sem fengizt hef- ur í þeim löndum í þessum mál- um. Almennar tollvörugeymslur f þessu frumvarpi eru í fyrsta kafla reglur um almennar toll- vörugeymslur. Er þar gert ráð fyrir því, að heimilt sé að ákveða að tollgæzlan stofni og reki al- mennar tollvörugeymslur á höfn- um þar sem þess þykir þörf og húsakynni og aðrar aðstæður eru til að reka slíkar geymslur. Enn- fremur er í 1. grein veitt heimild, til þess að leyfa sveitarfélögum, félögum og einstaklingum að koma á fót og reka almenna toll- vörugeymslu. í 3. grein segir svo nánar um það, að innflutningsverzlanir, iðn rekendur, útgerðarfyrirtæki og aðrir, sem svipaðra hagsmuna hafa að gæta geti kcmið vörum í tollvörugeymslur án undanfar- andi greiðslutolla og annarra að- flutningsgjalda. Ennfrem.ur er það ákveðið sem almenn regla, að vöru, sem sett hefur verið í almenna tollvörugeymslu skuli tollafgreiða endanlega innan eins árs frá því að hún kom til lands- ins nema ástæða þyki til að sam- þykkja lengri frest. f 4. grein segir svo um tryggingar þær, sem setja skuli ríkissjóði og í 5. grein nánari reglur um þær innflutningsskýrslur og þær aðr- ar upplýsingar, sem afhenda skuli tollstjóra til öryggis í þessum efn um. Tollfrjálsar forðageymslur Annar kafli frumvarpsins fjall- ar svo um tollfrjálsar forða- geymslur. Þar er gert ráð fyrir að Gunnar Thoroddsen geti fengið heimild til þess að geyma vistir, útbúnað og annaa forða fyrir þau fyrirtæki í sér- stökum geymslum án greiðslu að- flutningsgjalda. Slíkar geymslur eru algengar erlendis en hingað til hafa hérlend skipafélög orðið að kaupa vistir, varahluti og ann- an forða hjá erlendum skipamiðl- urum, þar sem skip er statt hverju sinni við verði, sem oft er stórum hærra heldur en ef skipt er beint við framleiðanda eða útflutningsverzlun í fram- leiðslulandinu, og er því augljóst hagræði að því að geta keypt þessar vörur á hagkvæmustu verði án óþarfrar milligöngu auk þess sem við þetta sparast er- lendur gjaldeyrir. í þessum kafla eru loks ýtarleg ákvæði og all- ströng um það, hverjar kröfur skuli gera til þeirra húsakynna, sern geyma á slíkar vörur i. Verzlanir í flugstöðvum Þriðji kaflinn fjallar svo um verzlanir, eða segir, að ríkisstjórn inni sé heimilt að reka verzlanir með tollfrjálsar vörur í flugstöðv um á Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli, þar sem far- þegum í millilandaferðum er gef- inn kostur á að kaupa tollfrjáls- ar vörur, en þetta fyrirkomulag er þekkt á ýmsum flugvöllum í Evrópu. Nokkur reynsla er þegar fengin af slíkum tollfrjálsum verzlunum, eftir að slík verzlun var sett á stofn á Keflavíkurflug- velli, samkv. lögum frá 1958. Rekstur þeirrar verzlunar hefur gefið góða raun. í sambandi við þessar verzlanir er nauðsynlegt að reka tollfrjálsar geymslur og því éðlilegt, að ákvæði um þessar skipaútgerðir og útgerðafélög Framh. á b!s. 8 NA /5 hnuiar / SV 50 hnutar ¥: Snjókoma > 06 i V Skúrir K Þrumur W’S, KuUaskil Hiltskil H HaS L* Lcegi í GÆR var stór hæð yfir Is- landi og hafinu umhverfis, en grunn lægð við Nýfundna- land. Lítill þrýstingsmunur var yfirleitt á svæðinu, sem kortið nær yfir, og þess vegna eru þrýstilínurnar svo fáar og langt á milli þeirra, sem raun ber vitni. Af sömu ástæðum er vind- ur alls staðar hægur, víðast hvar eitt til tvö vindstig, og sums staðar logn. Mesta veð- urhæðin var fjögur vindstig eða 15 hnútar í Kaupmanna- höfn og á veðurskipinu Bravo milli Labrador og Hvarfs á Suður-Grænlandi. Ennþá er frost á Norðaustur Grænlandi, og er því hætt við að kólnað gæti hér á landi, ef gengi til norðanáttar. Veðurspáin klukkan 10 í gærkvöldi: SV-land og SV-mið: Hæg- viðri, víðast léttskýjað. Faxafl. til Vestfj., Faxafl.- mið til Vestfj.miða: Stillt veður og víða léttskýjað fram eftir nóttu, vestan gola og skýjað á morgun. Norðurland til SA-lands og norðurmið til SA-miða: Stillt veílir og léttskýjað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.