Morgunblaðið - 18.05.1960, Side 6
6
MORCUKTtT, AÐ1Ð
Miðvikudagur 18. maí 1960
Andstæðar raddir I IXIoregi:
Sigurdagur
Þungt áfail
!
| — Akvörðuninni um utfærslu
fiskveiðitakmarkananna mis-
jafnlega tekið
EFTIR að Halvard Lange, utanríkisráðherra Noregs, til-
kynnti í Stórþinginu sl. föstudag ,að fiskveiðilandhelgin við
Noreg mundi færð út í 12 mílur, gerði Morgunblaðið fyrir-
spurn til tveggja norskra blaða, Lofotposten og Sunnmörs-
postcn, um afstöðu og undirtektir manna við boðskap ríkis-
stjórnarinnar. — Um helgina hárust Mbl. eftirfarandi skeyti
frá Arne Halvorsen við Lofotposten og Anton Iversen við
Sunnmörsposten til svars við þessum fyrirspurnum. I skeyti
sínu segir Arne Halvorsen:
SIGURDAGTJR
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar
um að færa fiskveiðilandhelgina
út í 12 mílur er tekið með gleði
og ánægju hvarvetna í Norður-
Noregi. Áraiöng barátta við að
sannfæra stjórnarvöldin um nauð
syn þess að færa út fiskveiðitak-
mörkin hefir nú borið árangur,
og það eru fyrst og fremst fiski-
menn og útgerðarmenn Norður-
Noregs, sem hafa borið þessa
kröfu fram til sigurs. Það er
varla of mikið sagt, þótt spáð sé,
að föstudagurinn 13. maí (þrátt
fyrir ,,óhappatöluna“!) verði
framvegis talinn sigurdagur fyr-
ir hina 50 þúsund fiskimenn við
strönd Norður-Noregs og samtök
þeirra.
— Þeir einu, sem eru nokkuð
áhyggjufullir út af þessum frétt-
um, eru einstakir hagsmunahópar
á Vesturlandinu, sem reka fisk-
veiðar við strendur annarra
landa. Þeir eru hins vegar aðeins
fulltrúar mikils minnihluta í
þessu máli.
EKKI SÖMU AÐFERÐ
OG ÍSLENDINGAR
Lofotposten, sem er stærsta
blaðið í Norður-Noregi og óháð,
segir í ritstjórnargrein, að hin
eindregna yfirlýsing utanríkisráð
herrans hafi komið eins og óvænt
sprengja yfir utanríkismálanefnd
og fiskimálanefnd Stórþingsins.
Menn hafi búizt við að ríkisstjórn
in hygðist halda fast við samn-
ingaleiðina í þessu máli, og sú
hafi líka sennilega verið ætlun
hennar, þar til fyrir fáum dög-
um. — En talið er, segir blaðið,
að hinar eindregnu áskoranir,
sem undanfarið hafa komið frá
helztu samtökum útvegsins og
fiskimanna, hafi valdið breyt-
ingu á afstöðu ríkisstjórnarinnar.
Ábyrgir aðilar leggja megin
áherzlu á, að Norðmenn
megi ekki beita sömu aðferð-
um og íslendingar við út-
færslu fiskitakmarkanna. —
Finna verði einhvers konar
bráðabirgðafyrirkomulag, —
þannig að þeir erlendir fiski-
menn, sem nú missa auðug
fiskimið, fái tíma til að leita
annarra úrræða. — Við Lo-
fotposten hafa fimm ár verið
nefnd sem hæfilegur tími, og
raunar þurfa Norðmenn Iíka
slíkan undirbúningstíma — t.
d. þarf að auka mjög strand-
gæzluna.
SKILYRÐI FYRIR
UNDANÞÁGUM
Samkomulag um undanþágur
má auðvitað aðeins gera við þær
þjóðir. sem fúsar eru til að veita
norskum fiskimönnum sams kon-
ar eftirgjöf, segir blaðið. Þess
vegna gæti það gerzt, að sum-
um erlendum togurum yrðu
meinaðar veiðar innan 12 mílna
markanna, jafnskjótt og hinar
nýju reglur ganga í gildi —
hvort sem það verður nú 1. jan.
1961, eins og norsku fiskimanna-
samtökin hafa krafizt, eða síð-
ar. — Að likindum koma ráð-
stafanir þessar til að byrja með
fyrst og fremst niður á hinum
mikla togaraflota Rússa á Norð-
ur-Atlantshafi.
Formaður fiskimálanefndar-
innar, Johannes Olsen, hefir
látið svo um mælt við Lofet-
posten, að fái norskir fiski-
menn ekki leyfi til þess að
stunda veiðar nokkurn tíma
innan 12 mílna landhelgi
Sovétríkjanna, muni rússnesk-
Morgunblaðinu
hafa borizt
einkaskeyti frá
tveimur bæjum
x Noregi með
umsögnum um
stækkun
norsku Iand-
helginnar.
í Svolvær í
Lofoten fagna
menn aðgerð-
unum en í Ála-
sundi á Sunn-
mæri líkar
mönnum illa
við þær.
ir togarar reknir af norskum
miðum, jafnskjótt og hin nýju
fiskveiðilandhelgi verður lög-
gilt.
—0—
Bæði fiskimennirnir og stjórn-
völdin gera sér það ljóst, að á-
kvörðunin um að fylgja dæmi fs-
lands í þessu máli mun útheimta
baráttu, bæði á hinu „diplómat-
íska“ sviði og hinu „praktíska“,
þ.e. við framkvæmd laganna —
en önnur lausn er ekki til, ef
norskur útvegur á að geta búið
við lífvænleg skilyrði.
Þetta skeyti Halvorsens mun
túlka allvel viðhorf flestra
útgerðamanna og sjómanna í
norðanverðum Noregi í þessum
málum, en nú skulum við sjá,
hvað „sunnanmenn", eða Vest-
lendingar hafa að segja, sam-
kvæmt símskeyti Antons Iver-
sens við Sunnmörsposten:
SVARTSÝNI
Einhliða útfærsla fiskveiðiland
helginnar við Noreg mun reyn-
ast afar þungt áfall úthafs-fiski-
flotanum á Sunnmæri — og jafn-
vel geta ráðið úrslitum um fram-
tíð slíkra veiða. Þessi skoðun er
almenn meðal fiskimanna í Ála-
sundi og á Sunnmæri, og eru
menn allsvartsýnir. Ef aðrar fisk
veiðiþjóðir grípa til svipaðra ráð-
stafana, mun norski úthafsflot-
inn verða útilokaður frá mörgum
miðum, þar sem skipin hafa fisk-
að á árunum eftir stríðið.
Einnig benda menn á selveið-
arnar, og hefir t.d. verið vísað
til þess, að selfangarinn „Pól-
stjarnan", sem kom heim af Ný-
fundnalandsmiðum með 14000
seli, hafi fengið allan afla sinn
aðeins 4 mílur frá strönd Kanada.
Almenn útfærsla fiskveiðitak-
marka í 12 mílur mun leiða til
þess, að Norðmenn verði að hætta
selveiðum á þessum miðum. —
Jafnframt eru menn áhyggjufull-
ir í sambandi við þorsk- og lúðu-
veiðarnar við Vestur-Grænland
og Nýfundnaland. Þessar veiðar
hafa farið vaxandi síðustu árin
og reynzt mjög arðbærar fyrir
útgerðar og fiskimenn. — Þrátt
fyrir þetta, kom yfirlýsing utan-
ríkisráðherrans í Stórþinginu
ekki svo mjög á óvart fiskimönn-
unum á Sunnmæri — en það hef-
ir vakið athygli, hve yfirlýsingin
var eindregin og skilyrðislaus.
EKKI MÁ RASA
UM RÁÐ FRAM
Meðal þeirra, sem atvinnu hafa
af útvegi, er mj6g vonazt eftir
því, að takast muni samningar
með þeim 54 rikjum, sem studdu
tillögu Bandarikjanna og Kanada
á sjóréttarráðstefnunni í Genf.
— Nauðsynlegt að gera eitthvað
bráðabirgðasamkomulag um und-
anþágur. Þegar miklir hagsmunir
eru í veiði, má ekki rasa um ráð
fram. Það verður að reyna allar
aðrar leiðir, áður en gripið er
til þessara ráða — menn verða að
gefa sér tóm til að grannskoða
málið, svo sem framast er unnt.
• Þjófheldir öryg-gis-
lásar
Viggó Oddsson, formaður
Reykjavíkurdeildar Bindindis
félags ökumanna, skrifar :
í sunnudagsblaðinu skrifið
þér um hina tíðu bílstuldi sem
á þessu ári hafa verið tíðari
og valdið meira tjóni en menn
muna áður hér á landi. Oft er
þessum bílum stolið af ölvuð-
um unglingum sem eyðileggja
bæði mannorð sitt og bíla sem
kosta hundruð þúsunda, ein-
stakir eða samanlagt, og valda
eigendum bílanna tjóni á verð
mætum sem oft hefur tekið
áratugi að afla.
Bindindisfélag ökumanna
hefur í nokkur ár reynt að
vekja áhuga bílaverzlana á til
veru þjófheldra öryggislása á
bíla en með litlum árangri.
B. F. Ö. á Norðurlöndum hafa
í vor vísað mér á viðurkennt
fyrirtæki í Svíþjóð sem fram-
leiðir gírlása á um '200 teg-
undir bíla. Lásarnir kosta um
30 sænskar kr., eða nálægt
500 kr .ísl. úr búð. Þessir lásar
hafa meðmæli sænskra trygg-
ingafélaga og lögreglu og eru
sömu aðilar á íslandi mjög
hlynntir innflutningi á þess-
um öryggislásum. Bráðlega
geta því bíleigendur fengið
sér aukatæki í bíl sinn sem
kostar um einn af hundraði
eða þúsundi af verðmæti bíls-
ins, til að koma í veg fyrir
gjöreyðingu verðmæta. ótrú-
lega auðvelt er að stela ýms-
um bíltegundum sem er læst
með venjulegum lyklum.
Sama fyrirtæki framleiðir
einnig vélhitara til að auð-
velda ræsingu bílvéla í frosti,
eru bílstjórar mjög hrifnir af
þessu áhaldi. Vélar og Skip
hf. Hafnarhvoli, veitir nánari
upplýsingar og sér um inn-
flutning þessara tækja.
• Útiloka blindandi
glampa
Einnig má nefna annað tæki
sem ökumönnum hentar að
eiga. Það eru Polaroid (laxa)
gleraugu. Polaroid gleraugu
útiloka að mestu eða öllu
blindandi glampa af vatni,
blautum götum í sól og öðrum
glampandi hlutum og efnum.
Polaroid filterar eru notaðir
í þrívíddar myndum með sér-
stökum gleraugum. En til al-
mennra nota eru Polaroid gler
augu heppileg í snjóbirtu á sjó
og alltaf þar sem endurspegl-
un á sér stað. Polaroid filter
má líkja við rimlagardínu sem
hleypir aðeins ,í gegn þeim
geislum sem hafa sömu stefnu
og rimlarnir en stöðvar það
ljós sem kemur þvert eða ská-
hallt á rifurnar. Ég segi að
munur á venjul. og Polaroid
FERDIIM AIMD
Copyriflht P. I. B. Box 6 Copenhogen
n
<59/-/
sólgleraugum sé eins og
og köldu og hef notað
gleraugu við akstur og
veru í sól í 3 ár.
• Erindaruglingur
Maður nokkur hringdi til
Velvakanda á mánudag. Vildi
hann vekja athygli á því, að
í þætti Svavars Gests á sunnu-
dag, þegar leikið var Sveitin
mín eftir Sigurð Jónsson frá
Arnarvatni, þá hafi stjórnand
inn dæmt svarið „Fjalladrottn
ing móðir mín“ rangt, en rétt
„Blessuð sértu sveitin min“,
sem heiti á erindinu. En Fjalla
drottning móðir mín sé upp-
hafið á fyrsta erindinu, en
Blessuð sértu sveitin mín upp
hafið á því sjötta. Þetta sjáist
bæði 1 ljóðabók Sigurðar og
ísland þúsund ár.