Morgunblaðið - 18.05.1960, Qupperneq 15
Miðvikudagur 18. maí 1960
MoncrjivnT 4 n1Ð
15
Breyting á hreinsunar-
kerfi Reykjavíkurbœjar
UNDANFARIN ár hefur tilhögun
þeirrar hreinsunarstarfsemi, sem
Reykjavíkurbær hefur með hönd
um, verið þannig í aðalatriðum,
að borgarlæknir hefur látið
framkvæma sorphreinsun, sal-
ernahreinsun, hreinsun á holræsa
heimæðum í einkaeign, lóða-
hreinsun og rottueyðingu og séð
um rekstur sorpeyðingarstöðvar,
en bæjarverkfræðingur hefur séð
um gatnahreinsim, snjóhreinsun,
hreinsun á holræsum bæjarins og
hreinsun á óbyggðum svæðum
kæj arins.
Fyrir nokkru ákváðu bæjar-
yfirvöldin að sameina stjórnina á
allri fyrrgreindri hreinsun og að
hún skyldi vera á verksviði bæj-
arverkfræðings. Borgarlæknir
hefur að sjálfsögðu eftir sem
áður eftirlit með hreinlætismál-
um bæjarins eins og öðrum heil-
brigðismálum í umdæmi sínu.
Hefur nú verið stofnuð sérstök
hreinsunardeild í stofnun bæjar-
pxrap tnq uuigw go sguTgæxpproA
arstjóri, Guðjón Þorsteinsson.
Hann hefur undanfarin 15 ár ver-
ið yfirverkstjóri yfir gatnavið-
iialdi bæjarins.
Hreinsunardeildin tók til starfa
1. maí s.l. og tók fyrst við þeim
hreinsunarverkum, sem aðrar
deildir bæjarverkfræðings höfðu
annazt. Nú um þessa nelgi, 15.
maí, tekur svo hreinsunardeildin
við þeirri hreinsunarstarfsemi,
sem borgarlæknir hefur séð um
og greint er frá hér að framan.
Hreinsunarstjórinn hefur aðset
ur í skrifstofu bæjarverkfræðings
i Skúlatúni 2 og hefur þar við-
talstíma kl. 11—12 daglega. Eins
og áður verður starfræ-kt sérstök
varðstöð á Vegamótastíg 4, sem
opin er daglega kl. 7,40—18, nema
á laugardögum til hádegis.
Þangað geta bæjarbúar snúið
sér með ábendingar sínar eða
óskir um aðstoð við hreinsun,
rottueyðingu eða vegna stíflaðra
holræsa.
Um 135 menn starfa nú að
þeirri hreinsun, sem Reykjavík-
urbær framkvæmir.
Fréttatilkynning frá borgar-
lækni og bæjarverkfræðingi.
Færri
komast
FÖLKI finnst það óskaplegt
fyrirtæki að leggja upp í ís-
landsferð, einkum og sér í
lagi vegna þess hve erfitt er
að fá hótelrými heima, sagði
Einar Helgason, umboðsmað-
ur Flugfélags íslands í Glas-
gow, er fréttamaður Morgun-
blaðsins hitti hann að máli á
dögunum.
-— En við, flytjum náttúru-
skoðendur og fjallgöngumenn
í vaxandi mæli til íslands og
fyrirspurnir hafa aldrei verið
fleiri en í vor. Þetta er fólk,
sem ekki leggur svo mjög upp
úr þægilegum gistirúmum,
hefur jafnvel tjald meðferðis
og bjargar sér sjálft. En auð-
vitað er það ekki mikill hagn-
en vilja
aður fyrir landið að fá slíka
ferðamenn, þetta er fólk, sem
ekki eyðir miklum gjaldeyri
á fslandi.
— Þessi vaxandi straumur
ber hins vegar með sér, að
áhugasamir ferðamenn á Bret
landseyjum gefa íslandi meiri
gaum en áður. Fólk er orðið
þreytt á að fara ár eftir ár
til meginlandsins, vill fá ein-
hverja skemmtilega tilbreyt-
ingu, eitthvað ævintýralegt,
því almenningur er yfirleitt
fáfróður um land okkar. En
ævintýraþrá Bretanna er ekki
svo mikil að þeir fari til ís-
lands án þess að hafa tryggt
sér húsaskjól þarna norður á
hjara veraldar.
Til leigu iðnaðarpláss
150—200 ferm. gott lager eða iðnaðarpláss á 2. hæð.
Vörulyfta er í húsinu og upphitun.
MÁLFIXTNINGS- OG FASTEIGNAS TOFA
Sigurður Iíeynir Pétursson, hrl.
Agnar Gústafsson, lidl.
Björn Pétursson: fasteignaviðskipti
Austurstræti 14, n. Símar 2-28-70 og 1-94-78
Úrugg og fljötleg skrúfufesting
Notið Rawlplugs skrúfufestingar í harðan málrn — það et
eina leiðin til að forðast skemmdir. Borið gat með Rawltool
eða Durium Drill og skrúfið í Rawlplug, sem spennist fast í
gatið. J>á er fengin örugg og endanleg festing. Rawlplug fæst
í stærðunum nr. 3 (1/8 þurnl.) til nr. 30 (1 þuml.).
Heimsins stærstu framleiSendur festinga.
THE RAWLPLUG COMPANY, CROMWELL ROAD, LONDON.S.W.Jl
IJpplýsingar og sýnishorn hjá umboðmanni fyrir ísland
John Lirtdsay, Austurstræti 14 — Reykjavík
Pósthólf 724 Sími 15789
B 640
4 LESBÓK BARNANNA
GRETTISSAGA
37. Hann gekk þegar £ ein-
siigið, og er dýrið sá mann-
inn, hljóp það upp með
grinimd mikilli og í móti
Gretti og laust til hans með
hramminum, þeim er fjær
var berginu. Grettir hjó í
móti með sverðinu, og kom á
hramminn fyrir ofan klærn-
ar og tók þar af. Þá vildi dýr-
ið ljósta með þeim fætinum,
sem heill var, skauzt á stúf-
inn, og varð hann lægri en
það ætlaði, og féll þá dýrið í
fang Gretti. Hann þrífut þá
meðal lilusta dýrinu og hélt
því frá sér, svo að það náði
eigi að bíta hann.
38. En með því að dýrið
brauzt um fast, en rúmið lít—
ið, þá ruku þeir báðir ofan
fyrir bjargið. Nú var dýrið
þyngra, og kom það fyrr nið-
ur á urðina. Varð Grettir þ*
efri, en dýrið lamdist þá
mjög þeim megin, sem niður
vissi. Grettir þrífur þá tfl
saxins og lagði björninn tU
hjartans, og var það hani
bani. Eftir það fór hann heim
og tók feld sinn, og var hana
allur rifinn í sundur. Hana
hafði með sér það, er hana
hafði höggvið af hrammin-
um.
39. Þorkeli sat að drykkju,
þá er Grettir kom í stofuna.
Hlógu þeir að feldarslitrinu,
er Grettir hafði yfir sér.
Hann setur nú upp á borðið,
það er hann hafði höggvið af
hramminum.
Þorkeli mælti: „Hvar er nú
Björn, frændi minn? Aldrei
sá ég þér svo bíta járnin, og
vil ég, að þú bjóðir Gretti
isemd fyrir þessa svívirðing,
sem þú hefir til hans gert".
Björn kvað það frestast
mundu, — „og hirði ég
aldrei, hvort honum iikar vel
eða illa‘\
40. Um vorið fór GretUr
norður í Voga, en Björn
sigldi vestur til Englands. En
er á leið haustið bar aftur
saman fundum þeirra
skammt frá Þrándheimi.
„Það er vel, að við höfum
fundizt", sagðt Grettir. „Skul-
um við nú reyna með okkur”.
Björn bauð fram fébætur
og sagði bættar hafa verið
stærri sakir en þessar.
Grettir kvað fáa hafa orðið
til að gera sér öfundarbrögð.
„Skulum við báðir eigi héðan
heilir ganga, ef eg má ráða“.
Björn sá, að honum ijóaðl
eigi undan að mælast, tók nú
vopn sín og gekk í land. Þvf
næst hlupust þeir að og börð
ust og eigi lengi áður Björn
féll.
4 árg.
Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson ★ 18. maí 1960.
Segðu mér sögu;
SKJÓNA
Ég var í sveit í fyrra á
Austfjörðum, á bæ sem er
skammt frá Eskifirði.
Ég lagði af stað á Sjó-
mannadaginn kl. 12 á mið
nætti
Skipið kom við í Vest-
mannaeyjum, en fór síð-
an til Hornafjarðar. Þar
var skipað upp vörum,
meðai annars áburði.
Vörurnar voru hífðar
upp úr skipinu, þá slitn-
aði raöskvi í netinu og
einn poki datt niður á
bryggjuna. Mikill mökk-
ur rauk upp og þyrlaðist
um verkstjórann, sem
stóð þarna. Hann varð
alveg kolsvartur og
þurfti að fara heim.
Skipið lagði af stað frá
Hornafirði um kvöldið,
og hélt beint til Eskifjarð
ar. Þar fór ég í land. —
Bóndinn á bænum, sem
ég ætlaði að vera á, stóð
á bryggjunni, þegar skip-
ið kom að landi. Við ók-
um í jeppa, sem hann
átti. Fyrst fórum við yfir
fjallveg og síðan niður í
vík. Eftir klukkutíma
akstur komum við heim
að bænum.
Mér fannst strax gam-
an í sveitinni. Þar voru
10 hestar, 100 fjár, 4 kýr,
einn kálfur og tveir
hundar. Uppáhalds hund-
urinn minn hét Sámur.
Einu sinni var ég að
sækja hestana og var með
Sám með mér. Þegar ég
kom út í mýrina, sá ég að
eitthvað var að. Einn
hestarinn æddi fram og
aftur við eina mógröfina.
Stundum frísaði hann og
hneggjaði lágt.
Ég þaut af stað til að
gá, hvað um væri að vera
og sá þá, að þetta var
hún Brúnka. Þá fékk ég
sting í hjartað. Brúnka
var folaldsmeri. Hún átti
það fallegasta folald, sem
ég hafði nokkurn tíma
séð. Það var rautt með
hvíta fætur.
Grunur minn reyndist
réttur. Skjóna, folaldið
hennar Brúnku, hafði
lent ofan í gamla mógröf.
Hún buslaði þar í vatni
og leðju, vot upp yfir
haus. Hún var alveg
tryllt Brúnka æddi fram
og aftur á bakkanum og
gat ekkert gert. Hún leit
á mig stórum, hryggum
augum. Ég sá strax, að