Morgunblaðið - 18.05.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.05.1960, Blaðsíða 16
16 MORGVHBLAÐ1Ð MiSvíkuáagUT 18. maí 1960 H afnfirðingar Garðyrkjuráðunautur bæjarins gefur bæjarbúum kost á ókeypis Ieiðbeiningum um fegrun lóða og garðrækt. — Er til viðtals í skrifstofu bæjarverk- fræðings, Strandgötu 6, á föstud. og þriðjud. kl. 9—12 f.h. Bæjarstjórinn Hafnarfirði Stefáu Gunnlaugsson. ALUHIINIIJIM POTTAR 20, 30 og 40 lítra stærðir Eggert Kristjánsson & Co. K.f. Símar 1-14-00 Nýkomnir 0 notaðir mótorar og gírkassar í eftirtaldar bifreiðir: Buick 8 syl., — Dodge 6 cyl. — Ford 6 cyl. Nash 6 cyl — Packard 6 cyl og 8 cyl. Chevrolet. Bílavarahlutaverzlu nin Hringbraut 121 — Sími 10600 — Utan út heimi Framh af bls. 13 hnútur. — Er því gert ráð fyrir, að það verði skæður keppinautur „stolts Bandaríkjamanna", stór- skipsins „Unitel States“, en það hefir haldið hinu eftirsótta „Bláa bandi“ um nokkurra ára skeið sem hraðskreiðasta skip á Atlants hafsleiðin»i. Met þess er 3 Ví sólarhringur á leiðinni Le Havre —New York. Áætlað er, að France fari jómfrúrsiglingu sína einhvern tíma á sumri komanda. Það segir sig sjálft, að ekki verður slóðalega búið að farþeg- unum um borð í „France". Á ferðamannafarrými verður rúm fyrir 1500 farþega, og 500 geta notið allrar dýrðarinn- ar á fyrsta farrými. Um borð verð ur heljárstór kvikmyndasalur, þar sem unnt verður að sýna allar hinar nýjustu tegundir af „breiðfilmum". Þá má nefna tvær stærðar-sundlaugar — verður önnur undir þílfari, en hin undir beru lofti. Sjónvarps- og útvarps kerfi er um allt skipið. 1- nokk- ur hundruð eins manns klefum verður slíkur „lúxus“-búnaður, að annað eins kvað aldrei hafa þekkzt — og væri því víst rétt- ara að hafa klefa-nafnið í gæsa- löppum. — Fjöldi farþega getur haft bíla sína með um borð — þeir verða þar í öruggri geymslu. Þá er margs konar útbúnaður til þess, að skipið verði sem stöðug- ast i sjó — og þannig mætti lengi halda áfram að telja upp hvers konar þægindi, sem menn verða aðnjótandi um borð í hinu glæsi- lega France, sem á ytra borði þykir raunar fremur gamaldags, en er bara þeim mun nýtízku- legra hið innra. Sveitarstjóri Hreppsnefnd Hveragerðishrepps hefur ákveðið að ráða sveitarstjóra. — Umsóknum sé skilað fyrir 1. júní n.k. til oddvita, sem gefur nánari upplýsingar. Hreppsnefnd Hveragerðishrepps Kaupmenn Kaupf élög Hinar vinsælu „Teddy“ sportbuxur aftur fyrirliggj- andi í öllum stærðum. Röndóttar og köflóttar. Ennfremur einlitar og köflóttar skyrtublússur hentugar við buxur. Takmarkaðar birgðir. Söluumboð : Solido Umboðs- og heildverzlun Hverfisgötu 32, Símar 18860—18950 SÍ-SLÉTT P0PLIN (N0-IR0W) MIN ERVA STRAUNI NG Ó0ÖRF 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 ^ /J. gat ekki dregið Skjónu upp. Sámur kom til mín, ég sagði lágt og skipandi: „Farðu heim og sæktu Þór“ Það var bóndinn. Sámur horfði á mig dá- litla stund. Síðan gelti hann hvellt og rauk af stað í áttina heim til bæjar. Eftir litla stund heyrði ég gelt og sá, hvar Sám- ur, bóndinn og vinnu- maður komu hlaupandi. Þeir voru fljótir að draga Skjónu upp úr. Bóndinn sagði mér, að Sámur hefði komið hlaup andi heim á hlað, þar sem hann var að vinna. Sám- ur gelti og lét öllum ill- um látum. Ekki hætti hann fyrr, en hann hafði rifið skálmarnar á bux- unum, sem bóndinn var í. Þá skildi bóndi, að eitt- hvaö var að og Sámur fékk hann til að elta sig. Björgunarstarfinu var nú lokið og við gengum alhr heim. Seinna um daginn, þegar ég var að borða, kom bóndinn allt í einu inn. Hann sagði, að ég mætti eiga Skjónu, því að. ég hefði bjargað henni. Ég gat varla trúað mínum eigin eyrum. „Má ég eiga Skjónu?' „Já, viltu það ef til vill ekki?“ sagði bóndi gletnislega. Halldór SigurSsson, 12 ára, Reykjavík. ! ! ! Þórdís Hjálmarsdóttir, Baldurshaga, Dalvík (10 —lí ára; Jóna Ósk Gunn- arsdóttir, Brekastíg 15 A, Vestmannaeyjum (10—11 ára); Sturla Jónsson, Fljótshólum, Fióa Arn.; (12—‘14 ára); Björg Edda Friðþjófsdóttir, Holti, Sandgerði (11—13 ára). Skríttur Kennarinn: „Stína, ef þú tekur nú kjötbita og skerð hann í tvennt, hvað færðu þá?“ Stína: „Helminga". Kennarinn: „Og ef þú skiptir þeim aftur?“ Stína: „Fjórðuparta". Kennarinn: „Og aftur?“ Stína: „Attunduparta". Kennarinn „Og á- fram?“ Stína: „Sextándu- parta“. Kennarinn: „Og ennþá eihu sinni.“ Stína: „Kjötfars". ★ Fluga datt ofan í blek- byttu ritstjóra nokkurs, sem skrifaði mjög illa. Lítill drengur, sonur rit- stjórans, bjargaði henni upp úr blekinu og lét hana á pappírblað á borð- inu. Flugan skreið eftir blaðinu og lét eftir sig hlykkjótta blekslóð, þar sem hún fór yfír. Dreng- urinn horfði á þetta um stund, en hrópaði svo frá sér numinn af undrun: „Mamma! Komdu og sjáðu. Hérna er fluga, sem skrifar alveg eins og hann pabbi“. ★ Kennarinn: „Þakka þér fyrir, Pétur. Skilaðu kveðju til mömmu þinn- ar og segðu henni, að ég muni líta inn seinna í dag til að þakka henni fyrir þessi átta indælu epli, sem hún sendi mér“. Pétur: „Afsakið, kenn- ari, en gætuð þér ekki verið svo góður að bakka henni fyrir tólf. ÆSIR og ÁSATRÚ 17. Morguninn eftir vís- aði Skrýmnir þeím til vegar að Útgarði. þar sem jötuninn Útgarðaloki átti heima. Síðan hélt hann leiðar sinnar og varð fátt um kveðjur. Um hádegið kom Þór og félagar hans að stórri borg. Borgarhliðið var lokað ,en þeir smeygðu sér milli rimlanna og gengu í höllina. Þar sátu margir jötnar. Útgarða-Loki sat í há- sæti og lét hann Iengi eins og hann sæi ekki gestina. Loks varð hon- um að orði: „Er sveins- stauli þesi sjálfur Asa- Þór? Kannski ert þú stærri, en þú lítur út fyr- ír að vera. Það skulum við nú reyna, þegar þú ferð að þreyta keppni við mina menn.“ 18. „Kappát skal eg þreyta við hvern, sem er, hrópaði Ásgarðs-Loki. Út- gerða-Loki lét þá bera inn kjötfat mikið og kallaði á einn af jötnunum, sem Logi hét, til að keppa við Loka. Loki og Logi settust við sitt hvorn enda trogsihs og hófu átið. Þegar þeir mættust um mitt trogið, hafði Logi ekki aðeins et- ið allt kjötið, heldur einn- ig beinin og sinn helming af troginu. Allir voru sammála um, að Loki hefði beðið ósigur í þessum kappleik. Krossgáfc Lárétt: — 1. býli — 5 bezta spilið — 6 leður- band — 8 óðagot. Lóðrétt: — 2 kind — 3 stór — 4 fæða — 7 á fæti. Ráðningar Gáta í tbl. nr. 12: Hey- krókur. Gátur í síðasta blaði: 1. Til ösku. 2. Til að halda uppi um sig buxunum. Oryggi — Er þessi flugvél nú fullkomlega örugg? — Já, hún er öruggari en allar aðrar á jörðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.