Morgunblaðið - 18.05.1960, Page 17
Miðvikudagur 18. maí 1960
MORcrnvrtr 4ðið
17
Hœfta á ferðum
PARÍS, 17. maí (Reuter). —
ÞaS uggvænlega viS þróun
mála ,hér í rústum topp-
fundarins, er að Rússar
beina nú sjónum manna að
Berlín.
í morgun sagði Krúsjeff:
— Ef Eisenhower biður mig
ekki afsökunar, þá er ég
floginn heim með viðkomu
í Austur Berlín. Lýsti Krú-
sjeff því yfir, að nú myndi
hann gera sérstaka friðar-
samninga við Austur Þjóð-
verja.
En áður hefur Krúsjeff
margoft lýst því yfir, að við
slíka friðarsamninga yrðu
allir samningar um ferðir til
og frá Vestur Berlín yfir
Austur Þýzkaland ógiidir og
yrðu Vesturveldin þá að
semja um umferðarétt við
austur-þýzku stjórnina.
Endalok í nánd
PARÍS seint í gærkvöldi (Reut-
er). — Talsmenn vestrænu sendi-
nefndanna sögðu í kvöld: — Nú
er ráðstefnan endanlega farin út
um þúfur.
★
Krúsjeff hefur óskað eftir stutt
um einkafundi með de Gauile á
morgun, miðvikudag. Hann ætlar
að kveðja hann.
★
Eisenhower fer ekki úr París
á morgun, en á fimmtudag mun
hann fljúga til Lissabon í Portú-
gal í opinbera heimsókn. Eisen-
hower hefur einnig ákveðið að
halda fast við opinbera heim-
sókn sína til Japan í júní-mán-
uði. Áður áætlaði hann að heim-
sækja Japan á leið sinni heim frá
Rússlandi.
★
Seint í kvöld gaf Eisenhower
út stutta yfirlýsingu, þar sem
hann kveðst enn sem fyrr reiðu-
búinn að sitja toppfund þar sem
rætt væri um alþjóðavandamál.
Hins vegar myndi hann ekki sitja
fleiri áróðurssamkundur.
— Par'is
Framh. af bls. 1.
heimsækja hús sem Eisenhower
bjó í, er hann var yfirmaður herja
Atlantshafsbandalagsins.
Einn blaðamaðurinn spurði,
hvort þetta þýddi, að „toppfund-
urinn" ætti nú að flytjast úr
París og upp í sveit. Hlógu allir
að þessari spurningu, sem er þó
svo táknræn fyrir ástandið hér.
Þó er það athyglisvert, að þegar
maður er staddur hér, þá finnst
manni eins og stórviðburðirnir
gerist þó allt sé með kyrrum
kjörum.
Pressa frá hernum
Sumir hérna halda, að ástæð-
an til framkomu Krúsjeffs sé
sú að hann sé undir pressu frá
hemum, en Malinovsky mar-
skálkur virðist fylgja honum
eftir næstum því hvert fótmál.
Ég spurði talsmann Rússanna,
W. S. Egerizev, hvort þetta væri
rétt. Hann svaraði: — Okkar
stefna er ekki stefna einstaks
manns, heldur allrar stjórnar-
innar og kommúnistaflokksins.
Þrátt fyrir þetta álíta menn,
að einhver breyting hljóti að
hafa orðið í Rússlandi, sem knýi
Krúsjeff nú til að breyta um
stefnu. Sumir telja, að Rússar
séu orðnir hræddir við „sambúð“
við önnur ríki.
Ummæli Bohlens í gær þykja
mjög athyglisverð, þar sem hann
upplýsti að Krúsjeff hefði sagt,
að rússnesk innanríkismál væru
hér í spili. Bohlen kveðst ekki
fyrr hafa heyrt slíka yfirlýsingu
frá Rússum.
Fer Krúsjeff
Ég spurði talsmann Rússanna,
hvort Krúsjeff færi á morgun, ef
ekki væri gengið að úrslitakost-
um hans.
Hann svaraði játandi en bætti
því við að Krúsjeff væri reiðu-
búinn að ræða skilyrðin utan dag
skrár. Hins vegar gerum við okk-
ur ekki ánægða með annað en
að skilyrðunum sé fullnægt.
Annars fer Krúsjeff með flugvél
til Berlínar á morgun.
Ég spurði þá: — Haldið þér
raunverulega, að Krúsjeff fari á
morgun
Talsmaðurinn anzaði: — Þér
getið svarað yður sjálfur.
Sagt er að allra síðasta mála-
miðlunar-tilraunin hafi verið
gerð í kvöld. Selwyn Lloyd ræddi
við Gromyko um sættir, en
Gromyko hafnaði þeirri mála-
miðlun tafarlaust.
Ritgerðasamkeppni
meðal unglinga 13-16 ára
-« Red Foster, hljómsveitarstjóri
Ágætir hljómleikar
Red Foster
HLJÖMLEIKAR Red Foster og
félaga hans úr bandaríska flug-
hernum á mánudagskvöldið,
vökstu óskipta ánægju viðstaddra
og að verðleikum.
Hljómsveitin er auðheyrilega
mjög vel samæfð og meðferðin á
viðfangsefnunum því góð. Öll lög
in voru leikin af öryggi, hvort
sem um var að ræða jasslög, dæg
urlög eða suðræn (latin music).
Af einstökum lögum mætti vekja
athygli á Caravan, í útsetningu
Duke Ellingtons, Fat Man Boogie
(hér væri smekklegra að píanó-
leikarinn léki boogie woogie solo
í laginu að einleik hans ólöstuð-
um), Mabo lagið var í mjög
skemmtilegri útsetningu og
Honky Tonk hressilegt Boogie
lag o. fl. o. fl. Aðal einleikarinn
á hljómleikunum var hljómsveit
arstjórinn Red Foster, sem lék
af smekkvísi á saxófóninn.
Trompetleikarinn Bill Wieser lék
einnig einleik í nokkrum lögum
og virðist efnilegur, en dálítið
hikandi eða taugaóstyrkur. Píanó
leikarinn og trommarinn voru
líka ágætir en raddsetningar lag-
anna gáfu þeim lítil tækifæri til
einleiks.
Tenórsöngvarinn Dean Schultz
söng lögin I Belive og Without
a Song, með ágætum og var
skemmtilegur á sviðinu, en hægi
valsinn „He“ „fór alveg í vask-
inn“ í uppfærslunni en aðeins
vegna þess að hann var leikinn
alltof hratt. Mátti söngvarinn
hafa sig allan við að koma text-
anum fyrir.
Harmóníkuleikarinn Alex Urb
an lék þrjú lög við mikla
hrifningu, en leikur hans hreif
mig ekki og átti raddsetn-
ing laganna frekar sök á því en
einleikarinn sem virtist allfær.
Það má segja um hljómleika
þessa, að þeir voru vel heppnaðir.
Við fáum aldrei að hlusta á
svona stóra innlenda danshljóm
sveit, og ættum því að nota tæki-
færið í kvöld er hljómsveitin leik
ur aftur í Austurbæjarbíói. —
Fólk ætti ekki að láta orð eins
og „jass“ fæla sig frá að hlusta
á hljómsveitina, því prógrammið
er létt og auðvelt. (Þetta er jú
á vegum Náttúrulækningafélags-
ins).
Aðsókn var dræm og má
kenna Keflavíkur og íslenzka út-
varpinu um sem hella yfir okkur
lélegri rokkmúsik sí og æ.
Hljómsveitinni og stjórnanda
bárust blóm. Kynnir var Baldur
Georgs.
Á. f.
FÉLAGIÐ Samtök um vestræna
samvinnu hefur ákveðið að efna
til ritgerðasamkeppni unglinga
á aldrinum 13—16 ára. Mega
þátttakendur velja milli tveggja
ritgerðarefna. „Æskan og lýð-
ræðið“ nefnist annað efnið, en
hitt „Vestræn samvinna“.
Veitt verða tvenn verðlaun, og
eru þau fólgin í ókeypis ferð til
Kaupmannahafnar og dvöl í
sumarbúðum utan við borgina
dagana 13.—27. ágúst næstkom-
Jarðgöng
á þjóðvegum
KJARTAN J. Jóhannsson fylgdi
í gær úr hlaði í efri deild Al-
þingis frumvarpi sínu og Magn-
úsar Jónssonar um jarðgöng á
þjóðvegum, sem lýst var hér í
Mbl. í gær.
Rakti Kjartan J. Jóhannsson
efni frumvarpsins og gerði grein
fyrir veigamestu röksemdum
þess. Auk hans tóku til máls
þeir Ásgeir Bjarnason og Ólaf-
ur Jóhannesson, sem báðir voru
málinu hlynntir, en töldu þó
vafasamt, hvort rétt væri að
taka fé til lengri jarðganga úr
brúarsjóði.
Atkvæðagreiðsl-
ur í Neðri deild
Á FUNDI Neðri deildar Alþingis
í gær fóru m.a. fram tvær at
kvæðagreiðslur, sem frestað var
í fyrradag. Var þar í öðru lagi
um að ræða frumvarp ríkis
stjórnarinnar um lækkun útflutn
ingsskattsins, sem vísað var til
2. umræðu og fjárhagsnefndar.
Hins vegar var frumvarp sjávar-
útvegsmálanefndar Neðri deildar
um takmarkaðar dragnótaveiðar
í fiskveiðilandhelgi. Því var
einnig vísað til 2. umræðu, en þar
scm nefndin bar það fram, þótti
ekki ástæða til að vísa því til
hennar aftur.
andi. 1 sumarbúðum þessum
munu dveljast 28 danskir ungl-
ingar og jafnmargir unglingar
frá ríkjum Atlantshafsbanda-
lagsins utan Danmerkur. Munu
tveir unglingar frá hverju landi
valdir til fararinnar, og verða
þeir allir valdir með hliðsjón af
ritgerðasamkeppninni í hverju
landi um sig.
Ritgerðirnar skulu vera allt að
því þrjár venjulegar vélritaðar
síður að lengd. Upplýsingar um
fullt nafn, aldur og heimilisfang
fylgi ritgerðum.
Frestur til að skila ritgerðum
er til 10. júní næstkomandi, og
sé þeim skilað í pósthólf 1096,
Reykjavík.
Síðasta kvöld
leiksöpmnar
I KVÖLD verður flutt í útvarpíð
framhaldsleikritið „Ekið fyrir
stapann“, eftir Agnar Þórðarson.
Þetta verður 13. og síðasta leik-
kvöldið.
Margir hafa fylgzt með leikrit-
inu af miklum spenningi. Hefur
spenna í leiksögunni farið mjög
vaxandi. Menn velta því fyrir sér
hvernig höfundurinn muni skilja
við aðalpersónu sögunnar Benna.
Leiksaga þessi er rituð í hroll-
vekjustíl.
Lífeyrissjóður
togarasjóiuanna
I GÆR var samþykkt á Alþingi
sá viðauki við lögin um lífeyris-
sjóð togarasjómanna nr. 49 frá
12. júní 1958, að iðgjöld sjóðfélaga
og launagreiðenda skuli hvíla
sem lögveð á hlutaðeigandi tog-
ara og ganga fyrir öllum öðrum
veðum.
Cunnar Jónsson
Lögmaður
við undirrétti or h-*estarétt.
Þingholtsstræti 8. — Sími 18259-
7 tonn skildu
á milli
FRÉTTARITARI Mbl. í Sand-
gerði símaði í gær, að nú væri
vetrarvertíðinni lokið en þar
hafa barizt um aflakóngssætið vél
bátarnir Helga og Víðir II. — Var
Helga aflahærri. Er báturinn með
1057 tonn í 93 róðrum. Víðir H
er með 1050 tonn í 92 róðrum.
Næstir koma Mummi með 995
tonr, í 94 róðrum og Steinunn
gamla með 934 tonn í 91 róðri.
Alls er afli Sandgerðisbáta á
þessari verðtíð, en þaðan reru
16 bátar 11,569 tonn í 1313 róðr-
um og jafngildir það 8,8 tonna
meðalafla í róðri. í fyrra var afli
19 báta 11,640 tonn í 1265 róðr-
um og árið þar áður voru 18 bát
ar með 10880 tonn í 1365 róðr-
Árrisul og “glöð á
góðum degi” mett og
vel undir daginn búin,
þannig er gott að vita
börnin fara að heiman.
framleitt úr heilkorni er ný tegund
morgunmatar þrungin heilnæmi.
LIF gullnlr, litlir ferhyrningarstökklr
og girnilegar til átu frá fyrstu skeið tif
síðustu munnfylli. Góður skammtur
af LIF með mjólk hefir að geyma gnógt
hinna nauðsynlegustu næringarefna, (
eggjahvítu-efni, járn, fosfór, B-vítamín —
sem endast lengi dags. Og svo þarf
engan sykur með LIF.
Berið LIF
fram sem mor-
gunmat og sjáið
glaðna yfir mannskaþ-
num.