Morgunblaðið - 18.05.1960, Page 19

Morgunblaðið - 18.05.1960, Page 19
Miðvikudagur 18. maí 1960 MORCUNBLAÐIh 19 - Leikfél. Ólafsvikur Framh. af bls. 13 betra líf í öðru landi er stórkost- legt. f höndum Kristjáns Jens- sonar, var túlkunin mjög góð. Aftur á móti kunni ég ekki eins vel við gervið. Mér hefur alltaf fundist hlutverk Vermundar held ur leiðinlegt og litið veitt hon- um athygli en ég komst ekki hjá því nú að veita honum meiri at- hygli, því Alexander Stefánsson kom þarna með ágætan Vermund og gerði honum beztu skil. Ég hefi nokkrum sinnum séð Ævin- týrið áður, en sjaldan tekið betur eftir Vermundi en í höndum Al- exanders. Assessorinn leikur Hinrik Kon ráðsson og gerir honum skemmti leg skil og er hvergi banginn þótt margir viðburðir komi fyrir á skömmum tíma. Heilsteyptur allan tímann. Túlkaði vel þennan „strangheiðariega“ mann sem vildi halda upp merki ættar- innar. Kammerráðið lék Krist- inn Sigmundsson og sómdi sér ágætlega í því hlutverki, enda eins og skapaður 1 það. Kven- hluverkin voru einnig í góðum Ihöndum. Björg Finnbogadóttir lék konu kammerrráðsins og var leikur hennar tilþrifamikill á köflum en yfirleitt jafn allan tímann. Jóhanna var leikin af Sigrúmx Sigurðardóttur, lífleg og skemmtileg og sýndi hina góð- látu glettni á skemmtilegan og eftirminnilegan hátt. Láru lék Hrefna Bjarnadóttir. Var hún á köflum ágæt enn hefði mátt vera meira lifandi stundum. Hún skildi hlutverkið vel. Beztur fannst mér leikur hennar, þegar hún kom að aðvara Herlöv um kvöldið og ráðlegja honum flótt- ann. Þar stóð hún sig vel. Stúd- entana léku þeir Gunnar Hjart- arson og Vigfús Vigfússon og gerðu báðir hlutverkum sinum ágæt skil. Yfirleitt var eins og í upphafi segir skemmtilegur blær yfir þessari leiksýningu og stundin ánægjuleg og fljót að líða, ég vil segja alltof fljót. Leiktjöldin voru smekkleg og mjög falleg. Þau gerði Lárus Árnason frá Akranesi. Sérstaka athygli vöktu skógarsenan og senan af garði assersorsins. Ljósin á leiksvið- inu voru prýðileg og var þeim vel fyrir komið svo lelkurinn naut sín ágætlega. Ljósameist- axi var Tómas Guðmundsson rafvirki. Frú Kamilla Kristjáns- dóttir, Stykkishólmi annaðist und irleik. Hafði hún æft með fé- laginu og leikið undir í Ólafs- vík, en þar hefir leikurinn verið sýndur nokkrum sinnum undan farna daga. Þá hafði ég mjög mikla ánægju af og veitti sérstaka athygli að þarna á leiksviðinu var meiri- hluti hreppsnefndarinnar í Ólafs vík eða 4 af 5 fultrúm hennar. Var skemmtiegt að sjá hversu vel þeir stóðu sig og sameikur þeirra hinn prýðilegasti. Þakka ég svo gestunum komuna og Leik félagi Ólafsvíkur fyrir ánægju- lega kvöldstund. Ámi Helgason. ' * SJÁlFST/tÐISHÚSIÐ EITT LAUF revía í tveimur „geimum" SJÁLFSMÐISHÚSID Willys station '55 Til sölu er Willys station '55 með drifi á öllum hjól- um. Bifreiðin er í mjög góðu ástandi, hefur verið ekið rúmlega 30 þús. km. Uppl. veitir Gunnar Bjarnason JARÐSÖLUNNI Klapparstíg 26. Opið 1—7 — Sími 11858. Sundkennsla Vornámskeiðin í Sund'höll Reykjavíkur eru byrjuð. — Innritun í Sundhöllinni, sími 14059. óskast strax til eldhússtarfa. — Upplýs- ingar hjá yfirmatreiðslumanni, sími 19636 Leikhúsk j allarinn Sófasett Sem nýtt sóíasett og 3 falleg sófaborð til sýnis og sölu að Útlilíð 7. 1. hæð eftir kl. 17. Bátaeigendur athugið Þrír vanir sjómenn, með réttindi óska eftir að íeigja bát 15—25 tonna í sumar gegn góðum greiðslum. Til greina kæmi að kaupa næsta haust. Allar uppl. verða veittar i síma 19156 í dag og á, morgun. Miðstöðvarketill og frystivél til sölu StálsmiðjukeLill 8 ferm. með Rexoil-kynditæki, sömu- leiðis frystikerfi, hentugt fyrir verzlun eða stórt sveitaheimili. Til sýnis og sölu á Silfurteig 4 Reykja- vik. — Tilboð óskast. skemmta ★ ANDRÉS INGÓLFSSON spilar með hljómsveitinni. Vefrargarðurinn Dansleikur í kvöld kL 21 KK - sextettinn Söngvarar: ELLÝ og ÖÐINN SINFÓNlUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS TÓMLEIK4R í Þjóðleikhúsinu n.k. föstud. 20. maí kl. 20,30. Stjórnandi: dr. VACLAV SMETÁCEK Einleikari: BJÖRN ÓLAFSSON Efnisskrá : GLUCK: Forleikur að óperunni „Iphigenia in Aulis“ BEETHOVEN: Fiðlukonsert í D-dúr op. 61. SCHUMANN: Sinfónía nr. 4 í d-moU op. 120 Aðgöngumiðar seldir í Þjóðleikhúsinu. Félagssamtök óska að ráða vana stúlku til skrifstofustarfa frá næstu mánaðamótum. Góð menntun og málakunnátta nauðsynleg. Þarf að geta starfað sjálfstætt. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld, merkt: „Félagsstörf — 4399“. Norskar bœkur Höfum ennþá mikið af úrvalsbókum á norsku, með gamla verðinu. Pöntum norskar bækur, sem afgreiðast með stutt- um fyrirvara. — Skrifið greinilega höfunda nöfn, nöf útgefanda og nöfn bókanna. Bókabuð Æskunnar Sími 14235 Siglfirðingar í Reykjavík og nágrenni minnast afmælis Siglu- fjarðar, föstudaginn 20. maí með sýningu á REVÍUNNI EITT LAUF í Sjálfstæðishúsinu kl. 8,30 e.h. — Aðgöngumiðar seldir í Sjájfstæðishúsinu á morgun miðvikudag kl. 2,30—7 e.h. Aðgöngumiðasími 12339. NEFNDIN B * IJ Ð I M Dansleikur í kvöld kl. 9 SEXTETT ÁRNA ÍSLEIFSSONAR leikur. ★ Söngvari: Kolbrún Hjartardóttir ★ Sala aðgöngu- miða hefst kl. 8. 3 IJ Ð E M

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.