Morgunblaðið - 18.05.1960, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 18.05.1960, Qupperneq 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 18. maí 1960 Slupíro tóm enn 12 EFTIR W. W. JACOBS — Markham! sagði hann allt í einu. — Já, herra. — Farið þér og náið þessu ati af auganu á yður, þér getið ann- ars fengið blóðeitrun. Ef það verður verra á morgun, skuluð þér fara til læknisins. — Já, herra, þakka yður fyrir, sagði brytinn. Hann hellti í portvínglas, þakk látur á svip og vandaði sig óvenjulega. Síðan gekk hann til herbergis síns í stórum betra skapi. — Ef hann er ekki heiðursmað ur, þá er hann að minnsta kosti bezta eftirlíking, sem ég hef séð, sagði hann um húsbónda sinn. — Og svo er hann svo skilningsgóð- ur. 7. Frú Ginnell tók á móti Knight svo að segja með opnum örmum. Peplow, sem stóð álengdar og beið þess að verða kynntur, varð næstum hneykslaður á öllum þeim innileik. Sjálfur kom hann fram með formfastri kurteisi. — Þetta er bezti vinur minn, sagði Knight. — Ég hef haft eftir lit með honum, árum saman, og ekki veit ég hvað hann væri án mín. — Ég væri sennilega allur í lagi, sagði Peplow móðgaður. — Þakklátsemin hefur aldrei verið nein höfuðdyggð hjá hon- um, stundi Knight og sneri sér að gömlu konunni. — Fékk ég kannske ekki hana kjörfrænku mína til að bjóða þér hingað, svo að þú gætir hangið aftan í ung- frú Blake? spurði hann. — Er það kannske' ekki að sjá þér borgið? — Við skulum koma að borða, sagði frú Ginnell hlæjandi. — Karlarnir eru úti í bílnum, Pope er að læra að aka. — Það vildi ég gjarna sjá, sagði Knight og settist. — Er það íyrsti timinn hjá honum? — Nei, þriðji, sagði frú Gin- neil. — Hann hefur nú fengið nýjan bíl, það var eitthvað að hinum. Hann sagði, að sýrið hefði allt í einu bilað. — Hvað sagði Biggs um það? spurði Knight og brosti breitt. Þú stöðvaðir hann í tæka tíð Markús. Fijót Jóna, við verðum einnig — Hann sagði, að hr. Pope væri aðdáanlega rólegur, og fékk tíkall fyrir, sagði frú Gin- nell og deplaði augum. — Það er enginn vafi, að stýr- ið hefur verið í lagi hjá Biggs, sagði Knight. — Verst að ég skyldi ekki vera þarna. Ég hefði aldrei þagað fyrir minna en tíu pund. Ætli nokkur hafi meitt sig? Frú Ginneil hristi höfuðið. — Sir Edward Talwyn var eitthvað óhraustur á taugunum, en ekki þó neitt til skaða. — Það var verst, sagði Knight. — Ef svo hefði verið, hefði Biggs fengið meira en tíkall hjá Fred. Sérðu hann oft? — Hann kemur hingað endrum og eins, svaraði gamla konan. — Vinur hans, Tollhurst höfuðs- maður, er í sumardvöl hjá hon- um og þeir koma hingað stund- um saman. — Hvers konar maður er þessi Tollhurst? spurði Knight með áherzlu. — Hnan hefur ferðazt mikið og lent í allskonar ævintýrum víðsvegar um heiminn. Pope hlustar venjulega á sögurnar hans, gapandi. Þú færð að sjá hann á föstudaginn. Knight varð hugsi. — Er hann ungur? Laglegur? spurði hann. — Svona milli hálf-fertugs og fertugs, gæti ég trúað. Og ekki vil ég beinlínis kalla hann lag- legan. — Eins laglegur og ég? — Skárri, svaraði frú Ginnell hiklaust. — Ef þú þarft að hlæja, Fred, sagði Knight, — þá gerðu það eins og manneskja, en ekki ofan í súpudiskinn. Þegar þú kynnist frú Ginnell betur, muntu sjá, að hún talar oft þvert um huga sinn. Það er hennar aðferð til að gera að gamni sínu. — Hárrétt, sagði frú Ginnell, iðrandi og brosti blíðlega. — Afsökunin er tekin til greina, syaraði Knight. — En ég bið enn eftir þinni afsökun, Fred. — Sjálfs'agt, svaraði Peplow Skrifaðu hana sjálfur, og svo skal ég skrifa nafnið mitt undir. — Þeir luku nú við ágæta mál að stöðva Finn áður en honum tekst að eyðileggja segulbands- 3póluna. tíð og samkvæmt tillögu frú Ginnell, fluttu þau sig síðan út á svalirnar, til þess að drekka kaffið og reykja vindlinga með. — Ég vona, að þú sért góð við frú Penrose, sagði Knight við gömlu konuna. — Það er nú hægast, svaraði hún. — Ég kann ágætlega við hana. — En frú Jardine? — Líka. Ég verð að kunna vel við hana af því ég er svo hrif- inn af ungfrú Blake, frænku hennar. — Það eru allir, greip Peplow fram í með þakklætissvip og kaf roðnaði um leið. — En hitt get ég ekki almenni lega gizkað á, hvað þær muni segja, þegar þær komast að því, að ég þekki ykkur, sagði frú Ginnell. — O, þær verða bara hissa, sagði Knight, — kannske ofur- lítið tortryggnar. Látum oss sjá: hvar eigum við að hafa hitzt. í Mentone, var ekki svo? — O, við skulum ekkert vera að hugsa um það, fyrr en þar að kemur. Það er engin ástæða til að fara langan veg á móti vand- ræðunum, heldur lofa þeim að koma sjálfum. Og oft koma þau alls ekki. — Ég hefði ekki átt að vera að taka hann Fred með mér, sagði Knight hugsi. — Það er of mikið að hafa okkur tvo. En ef þú hefðir séð tárin koma fram í fallegu augun hans, þegar ég stakk upp á því.... — Maður skyldi halda, að þú værir húsbóndinn hérna, sagði Peplow ergilega. — Þetta er mín frænka, sagði Knight. — Ég tók mér hana fyr- ir kjörfrænku fyrst og fremst í eiginhagsmuna skyni, en svo seinna tók ég hana sjálfrar henn ar vegna. — Því hefði ég byrjað á í þín- um sporum, svaraði Peplow óvænt. Frú Ginnell stóð upp. — Ég kann ekki almennilega við að fara að roðna á mínum aldri, sagði hún. — Komið þið út í hest húsið og lítið þið á nýja hestinn og kerruna. James gaf mér hvort tveggja í vikunni sem leið. Allt í lagi Finnur, komdu nú niður áður en þú meiðir þig! Þessi spóla mun koma að góðu — Og nú, sagði Knight, er þeirri skoðun var lokið, — skul um við ganga út í hinn græna lund og tala um alvarlegri hluti. Hvað finnst þér Peplow ætti að fara í á föstudaginn? Og eigum við að koma fram strax, eða blanda okkur í hópinn og láta finna okkur seinna, rétt eins og tvær fagrar skeljar í fjöru? — Betra að láta finna ykkur seinna, svaraði frú Ginnell. — Þarna verður sandur af fólki og þið getið gefið ykkur fram þeg- ar líður á kvöldið og endurnýjað kunningsskap ykkar við frú Pen rose. Knight kinkaði kolli til sam- þykkis og svo vandlega fór hann eftir fyrirmælum gömlu konunn- ar, að honum ofbauð alveg sjálf- um, hversu vel tókst. Þegar sam kvæmið hófst, áðurnefndan föstu dag, kom hann með Peplow sér við hlið, gangandi neðan frá tjörninni, og er hann sá Carsta- irs á svölunum, gekk hann beint þangað. — Hvernig skemmtirðu þér? spurði Carstairs. Knight leit á Peplow og Pep- low stundi. — Ágætlega, svaraði Knight gremjulega. — Þetta geturðu ekki verið þekktur fyrir, Carsta- irs. Nei, svei mér þá alla daga! Carstairs lyfti brúnum. — Nú, vitanlega er það ekki allt þér að kenna, sagði Knight. — Finnst þér það, Fred? Peplow, sem var ekki sem allra glaðlegastur á svipinn, hik- aði. — Nú, hann á sjálfsagt þetta vatn eða tjörn eða hváð það nú er, sagði hann loksins. — Víst svo, svaraði Knight. Það ætti að fylla þennan poll upp. Hann er hreinasta mann- drápsgildra. — Einu sinni varstu samt hrif inn af tjörninni, sagði Carstairs. — Já, allir geta átt sín veiku augnablik, sagði Knight. — En nú er það mín ákveðna skoðun, að hún skemmi landareignina. Ef ég ætti hana skyldi ég ann að hvort moka ofan í hana eða hafa þar krókódíla, sem éta kven fólk. — Það er nú ekki gott, ef ein- hver fer þar í bað. En hvað geng- ur eiginlega að þér? — Það gengur það að mér, að fínustu tilfinningar okkar hafa verið særðar, svaraði Knight. — Við erum orðnir að athlægi hjá manntegundum eins og Tollhurst og Talwyn, svo að ekki séu aðr- ir nefndir. Ég hélt þó, að þessi garðveizla væri gerð okkar vegna. — Það var hún líka, að nokkru leyti, svaraði Carstairs brosandi. — Viltu hlusta á hann, Fred? sagði Knight. gagni þegar rannsóknarnefnlin >firheyrir þig. — Ég er að bera mig að þvi, sagði Peplow. — Aldrei á ævi minni hef ég verið dreginn svona á asnaeyr- unum, hélt Knight áfram. — Ég kom hingað í þeim tilgangi að hitta Seacombe og Fred ætlaði að hitta ungfrú Blake, og útkom- an verður sú, að alla þá stund, sem þær eru ekki hnýttar aftan í einhvern dreka, erum við það. — Hnýttar aftan í? Dreka? sagði Carstairs steinhissa. — Já, hvað annað er hægt að kalla frú Penrose og frú Jardine í þessu sambandi? sagði Peplow meðan vinur hans var að ná and- anum eftir sína ræðu. — Frú Jardine er þó verri — ekkert ann að en gömul blóðsuga og sníkju- dýr. Og hverja þá stund, sem hún hangir ekki í ungfrú Blake, hangir Talwyn í henni. Carstairs horfði rólega á vin sinn. — Og hvað kemur þetta tjörninni minni við, ef ég má spyrja. — Við vorum úti á þessari bannsettu tjöm þinni, sagði Knight og hvæsti af vonzku. — Ég hefði þó mátt segja mér það sjálfur, að frú Penrose hefði ekki neitt gott í huga, jafn almenni- leg og hún var við mig. Rétt eins og henni væri það einhver ánægja að sjá mig. Hún bað okk ur að róa sér og frú Jardine út á tjörnina, svo sem fimm minút- ur og nú erum við búnir að vera að skvampa, klukkutímunum saman, um þennan bölvaða horn sílapoll þinn. aiíltvarpiö Miðvikudagur 18. maí 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. — 12.50— 14.15 „Við vinnuna": Tónleikar af plötum. (13.30 „Um fiskinn**). 15.00 Miðdegisútvarp. — 16.30 Veðurfr. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.40 Tilkynningar. 19.25 Veðurfregnir. 20.30 Erindi: Lönd fortíðar og framtíð- ar; II. erindi: Ættlönd Aríanna (Rannveig Tómasdóttir). 21.00 Einsöngur: Nan Merriman syng ur frönsk lög; Gerald Moore leik ur undir á píanó. 21.30 „Ekið fyrir stapann'*. leiksaga eftir Agnar Þórðarson, flutt und- ir stjórn höfundar; síðasti kafli. Sögumaður Helgi Skúlason. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Leikhúspistill (Sveinn Einarsson) 22.30 „Um sumarkvöld**: Kristín Anna Þórarinsdóttir, Steindór Hjörleifs son, Oswald Helmuth, Fats Wall- er, Nora Brocksted, Yves Mont- and, Judy Garland, Helmuth Zacharias, Lotte Lenya og Rog- er Wagner-kórinn skemmta. 23.00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 19. maí 8.00—10.20 Mor^unútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. 12.50— 14.00 „A frívaktinni*', sjómanna þáttur (Guðrún Erlendsdóttir stjórnar). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Borgfirðingakvöld, — dagskrá í umsjá Klemenzar Jónssonar og Páls Bergþórssonar. a) Guðmundur Böðvarsson skáld flytur frásöguþátt: Gist í Gilsbakkaseli. b) Guðrún Arnadóttir frá Odds- stöðum les borgfirzk minn- ingarkvæði. c) Jón Helgason rithöfundur flyt ur frásögu: Feðgar á flæði- skeri. d) Páll Bergþórsson veðurfræð- ingur og Borgfirðingakórinn flytja rökkursöngva: gamla húsganga og grein um þá eftir Kristleif Þorsteinsson; dr. Hallgrímur Helgason set- ur út lögin og stjórnar kórn- um. 21.45 Islenzk tónlist: a) „Agnus Dei“ eftir Þorkel Sig- urbjörnsson (Kór Hamline há skólans í Bandaríkjunum syngur; Robert Holliday stjórnar). b) Concerto grosso eftir Jón Nordal (Leikhúshljómsveitin i Helsinki leikur; Jussi Jalas stjórnar.) 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Smásaga vikunnar: „Drykkju- maður“ eftir Frank O’Connor (Andrés Björnsson þýðir og les) 22.35 Sinfónískir tónleikar: Sinfonia espressiva eftir Gösta Nyström (Konserthljómsveitin í Stokkhólmi leikur: Tor Mann stj.). 23.10 Dagskrárlok. Skáldið off mamma litla 1) Og hvernig vegnar eldri drengnum yðar? 2) Spilar hann enn á píanó? 3) Nei, nei, það gerði hann bara fyrstu árin slaghörpu! nú spilar hann á a r L ú ó

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.