Morgunblaðið - 18.05.1960, Page 24
1
Íbróttasídan
er á bls. 22.
9f0tniiMUk
112. tbl. — Miðvikudagur 18. maí 1960
Flóttamenn í Berlín
eru á bls. 13.
Höfum unnið okkur traust með
hreinskilni og sanngirni
Frá Varðarfundi í gœrkvöldi
A VARÐARFUNDINUM,
' sem haldinn var í gærkvöldi
flutti Bjarni Benediktsson,
dómsmálaráðherra ræðu um
landhelgismálið, þar sem
hann varpaði skýru ljósi á
störf Genfarráðstefnunnar og
j þróun alls málsins.
1 upphafi ræðu sinnar vék
ráðherrann að því, að ekki væri
nema eðlilegt, að nýir atburðir
tæki hugi manna, ekki sízt þeg-
ar fregnir berast af meiri við-
sjám milli stórvelda en nokkurn
tíma áður frá styrjaldarlokum.
Fregnirnar af framferði Krús-
jeffs minna okkur á atburði þá,
sem tvívegis áður hafa hent. —
Fyrst 1914 kröfur og hótanir
Austurríkismanna á hendur
hinu serbneska ríki og síðar hátt-
erni Hitlers og Mussolinis 1938
og ’39. Þá eins og nú voru að-
ferðir til að auðmýkja andstæð-
inginn látnar sitja í fyrirrúmi
fyrir málefnalegri lausn.
Hvað sem um njósnaflug
Bandaríkjamanna má segja, þá
kemur hneykslun Rússa óneitan-
lega kynlega fyrir sjónir. Banda-
ríkjamenn hafi sjálfir harðast
gagnrýnt njósnaflugið og Eisen-
hower lýst yfir, að sams konar
aðferðir verði ekki endurteknar.
Framkoma á borð við þá, sem
Krústjeff viðhefur nú í París,
hefur tvívegis hleypt af stað
styrjöld og er því ekki að undra,
ijþótt menn séu nú svartsýnir.
En það er heldur ekki úr vegi
að gera sér grein fyrir þessum
átökum stórveldanna, þegar rætt
er um Iandhelgismálið, því að
atvikin á Genfarfundinum voru
samtvinnuð þeim.
MálstaSur Islands styrkist
Ræðumaður vék síðan að
átökunum á ráðstefnunni og
kvað okkar sendinefnd hafa ver-
ið lausari við hinn mikla áróð-
ur en margar aðrar, þar sem
stefna okkar hefði ætíð verið
skýr og menn ekki gert ráð fyr-
ir, að neinu yrði þar um þokað.
Menn geta verið ósammála
okkur, en við verðum ekki sak-
aðir um að hafa blekkt neinn.
Við vorum staðráðnir í að
tryggja 12 mílna fiskveiðitak-
mörk okkar með alþjóðasam-
þykkt og ná þeim rétti til frek-
ari útfærslu siðar, sem unnt
værL Við kepptum að því, að
ráðstefnan bæri árangur, ef
þetta tækist ,en ætíð var Ijóst,
að víð mundum greiða atkvæði
gegn tillögum, sem skemmra
gengju.
Brá ráðherrann síðan upp
skýrri mynd af því, sem gerðist
hak við tjöldin í Genf og rakti
sérstaklega átök stórveldanna
um víðáttu hinnar almennu
landhelgi, sem fyrst og fremst
voru hemaðárlegs eðlis, þó að
ræðumenn viðurkenndu það
aldrei beinlínis.
Rússar og fylgiríki þeirra
héldu fast við 12 mílna land-
helgi og ljóst var hvaðan þær
| ráðagerðir voru komnar, að
hindra með öllum ráðum, að Is-
lendingar tryggðu rétt sinn, þó
að almenn regla um ótakmark-
aða 12 mílna fiskveiðilandhelgi
yrði ekki samþykkt.
Máli sínu lauk dómsmálaráð-
herra, með því að undirstrika,
að menn mættu ekki halda, að
allir örðugleikar væru úr sög-
unni. Enginn efi væri á því, að
sakaruppgjöfin hefði mjög
styrkt málstað íslands og aukið
á virðingu og vinsemd í okkar
garð. Enda væru hófsemd og
sanngirni vissulega öruggasta
leiðin til að fá endanlegan sigur.
Ráðherranum þakkað
Að frumræðunni lokinni tók
Júlíus Havsteen fyrrv. sýslumað-
ur til máls. Þakkaði hann Bjarna
Benediktssyni ræðuna, sem hann
kvað hafa verið með sömu ágæt-
um og allar aðgerðir hans í
Genf. Ræddi hann síðan al-
mennt nokkuð um landhelgis-
málið.
IHiií við
bryggju kl. 6
Hafnarfirði — Maí, hinn nýi
togari bæjarútgerðar Hafnar-
fjarðar, leggst hér upp að
bryggju klukkan 6 síðdegis í
dag.
Þá kvaddi Ólafur Thors, for-
sætisráðherra, sér hljóðs og
þakkaði dómsmálaráðherra af-
skipti hans af landhelgismálinu
og hina glæsilegu frammistöðu
í Genf. Bað hann fundarmenn að
hylla Bjama Benediktsson með
húrrahrópi.
Er fundarmenn höfðu tekið
undir orð forsætisráðherra,
kvaddi Bjarni Benediktsson sér
hljóðs. Þakkaði hann hlýhug
ræðumanna og fundarins og gat
þess, að samvinnan við utanrík-
isráðherra í Genf hefði verið
með ágætum og fæfði einnig
þakkir fyrir ágæta samvinnu
þeim Hans G. Andersen, Davíð
Ólafssyni, Hendrik Sv. Björns-
son og Jóni Jónssyni.
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son form. Varðar stjórnaði fund-
inum. Mælti hann nokkur orð
í upphafi fundarins og sleit hon-
um með lokaorðum.
Tvœr
íkveikjur?
í GÆRKVÖLDI var slökkvi-
liffið kallað að Austurvelli, en
í Vallarstræti, við bakdyr raf
tækjaverzlunar Júl. Björns-
sonar stóð stór umbúðakassi í
björtu báli. Rétt hjá þar sem
kassinn stóð er stór rúða í
sýningarglugga verzlunarinn-
ar. Við hinn mikla hita frá
bálinu í kassanum sprakk rúð
an með háum hvelli og hrundi
niður á götuna. Á verzluninni
urffu ekki aðrar skemmdir né
varningi og ekki komst neinn
reykur þar inn.
Fullvíst er talið að þarna
hafi verið um íkveikju að
ræða og í gærkvöldi voru
brunaverðir ekki grunlausir
um, að svo hafi einnig verið
í bröggunum sem brunnu suð
ur í Fossvogi í gærdag.
Fóstbræðrum mjög
vel tekið í Noregi
Frú Soffía og Magnús Kjaran með brjóstmyndinni eftir Einar
Jónsson myndhöggvara. — Myndin er tekin á heimili þeirra
að Hólatorgi 4. (Ljóms. Mbl. Ól. K. M.)
Lionsfélagar heiðra
Magnús Kjaran
t TILEFNI af sjötugsafmæli Magnúsar Kjarans létu Lionsklúbb-
arnir á Islandi í sameiningu steypa brjóstmynd af honum í brons.
— Mynd þessa mótaði Einar Jónsson myndhöggvari fyrir 9 árum
og hefur hún verið geymd í safni hans.
Sl. mánudag heimsóttu nokkr-
ir forvígismenn Lionshreyfingar-
innar Magnús Kjaran og frú
Soffíu konu hans og færðu þeim
bronsmyndina, sem klúbbarnir
hafa Iátið gera. Afhenti Árni
Kristjánsson umdæmisstjóri af-
mælisbarninu brjóstmyndina. —
Magnús Kjaran þakkaði þann
heiður, sem sér væri sýndur og
það vináttuþel, sem bak við hann
lægi. Óskaði hann að brjóstmynd
in yrði geymd í húsakynnum
Lionshreyfingarinnar á íslandi.
Magnús Kjaran var forgöngu-
maður um stofnun fyrsta Lions-
klúbbsins hér á landi.
BJÖRGVIN, 17. maí. — Karla-
kórinn Fóstbræður söng í Staf-
angri þann 15. maí. Aðsókn að
samsöngnum var ágæt og voru
blaðadómar mjög lofsamlegir. Að
lokinni söngskemmtuninni buð'u
íslenzk-norska félagið og Sören-
sen ræðismaður íslands, kórnum
í bátsferð. Þá sátu söngvararnir
boð heima hjá Árna G. Eylands.
Þann 16. maí söng kórinn í
Haugasundi. Geysileg hrifning
var meðal áheyrenda og allar mót
tökur frábærar. Kórnum var m.a.
haldinn veizla í ráðhúsi borgar-
innar og ræðismaður íslands bauð
kórfélögum heim til sín.
2000 í sundlaugunum
og margir á Langasandi
ALLIR þeir, sem komu því við
í gærdag, munu hafa notað veð-
urblíðunnar til einhverskonar
„sóldýrkunar". 1 sundlaugunum
var gífurleg þröng allan liðlang-
an daginn og höfðu komið þang-
að yfir 2100 manns.
Talsvert innan við þriðjungur
sundgestanna lauk hinni íþrótta-
legu skyldu sinni að synda 200
metrana. Höfðu baðverðir laug-
anna í gærkvöldi fært inn nöfn
640 tvörundruðmetra sundgarpa
þann daginn.
Og fréttaritari Mbl. á Akranesi
símaði í gærkvöldi að mikil
þröng manna hefði verið á hinni
skemmtilegu baðströnd þeirra
Akurnesinga, Langasandi, þar
sem fólk á öllum aldri naut veð-
urblíðunnar. — En einkum voru
það börn og unglingar sem fóru
í sjóinn, en margir höfðu fengið
sér sjóbað í námunda við bryggju
Sementsverksmið j unnar.
Á fulla skemmu cf vara-
hlutum í fjarskiptatœki
FYRIR um það mánuði gerðist
það, að einn af starfsmönnum
flugmálastjórnarinnar, Arnór
Hjálmarsson, flugumferðarstjóri
á Reykjavíkurflugvelli keypti
nærri því fulla skemmu af vara-
hlutum í alls konar vélar og
áhöld, sem notuð eru til fjar-
skiptaþjónustu í lofti og á landi.
Þessir varahlutir hafa verið
geymdir í stórri skemmu suður
á Reykjavíkurflugvelli og mun
kaupandinn sjálfur tæpast enn
vita til fullnustu hve miklar vara
hlutabirgðir það eru, sem hann er
orðinn eigandi að. Margt af þeim
tæjum, sem þar eru, munu vera
mjög dýrmætt.
Þessir varahlutir allir eru
komnir í skemmuna frá varnar-
liðinu á Kelfaví'kurflugvelli. Eru
þeir þar í sínum upprunalegu
umbúðum, einsog gengið var frá
þeim í verksmiðjunum, sem fram
leiddi þá. Síðan komust þeir sem
hvert annað „varnarliðsgóss" í
hendur sölunefndar varnarliðs-
eigna.
Nefndin mun hafa leitað til
Landssíma íslands, sem líkleg-
ustu stofnunina um að hafa not
fyrir varahlutina, og boðið sum-
um að kaupa allar birgðirnar fyr
ir, að því er frétzt hefur um 800
þúsund krónur. Það varð ekki af
því að síminn keypti varahlutina.
Þá hafði Arnór Hjálmarsson kom
ið til skjalanna og fengið vara-
hlutina keypta fyrir mun lægra
verð en sölunefndin hafði í fyrstu
ætlað að selja þá á.
Hljómleikum
frestað
VEGNA ófyrirsjáanlegra atvika
varð að fresta þjóðlagasöng
Engel Lund, sem átti'að vera í
gærkvöldi í AusturbæjarbíóL
Laugarásbíó
opnaði í gær
HIÐ nýja kvikmyndahús Dvalar-
heimilis aldraðra sjómanna,
Laugarásbíó, hafði frumsýningu
í gærkvöldi á stórmyndinni
South Pacific. Hefur hið nyja
kvikmyndahús Todd-AO-sýning*
artæki, sem eru hin fullkomn'
ustu, sem til eru hér á landi. —
Henrý Hálfdánarson bauð gesti
velkomna fyrir hönd sjómanna-
dagsróðs og lýsti hinu nýja sam-
komuhúsi. Kvikmynadsýningin
er hin glæsilegasta. Meðal gesta
voru forsetahjónin og ráðherrar.
Sýningunni lauk um miðnætti.
íbúðiirbra^ganum
var bjargað
ELDUR kom í gærdag upp í
braggaþyrpingu suður í Fossvogi,
fyrir neðan kirkjugarðinn þar og
varð þarna mikið bál á svip-
stundu. Þegar bílar slökkviliðs-
ins komu á vettvang, var einn
bragganna alelda, en hinir tveir
í yfirvofandi hættu. Annar þeirra
er íbúðarbraggi.
Tveir bragganna voru notaðir
sem geymslur fyrir alls konar
drasl. Brunnu braggarnir að inn-
an ásamt því, sem í þeim var, en
sjólfir braggarnir stóðu uppi, þc
þeir verði trúlega rifnir. Íbúðar-
braggann tókst slökkviliðinu með
sínum góðu slökkvitækjum að
verja, svo á honum urðu engar
skemmdir. Bragginn fylltist af
reyk, og eitthvað af vatni mun
hafa komizt þar inn fró bruna-
slöngunum.