Morgunblaðið - 28.05.1960, Blaðsíða 8
8
MORCUNBLAÐIÐ
Laugardagur 28. maí 1960
— Gerðardómur
Framh. af bls. 1.
ttr var látinn fjalla um. Kvaðst
1». Þ. vera þeirrar skoðunar, að
rangt hefði verið, að láta ekki
það mál ganga hina venjulegu
dómstólaleið. í þessu sambandi
væri fróðlegt að vita, hvað ríkis-
stjórnin hyggðist fyrir í slíkum
málum framvegis.
Fjármálaráðherra, Gunnar
Thoroddsen svaraði síðan fyrir-
spurninni og mælti á þessa leið:
í>ar sem vitað er, enda viður-
kennt af háttvirtum fyrirspyrj-
anda, að tilefni fyrirspurnarinnar
er dómur 3ja hæstaréttardóm-
ara í máli ríkissjóðs og kaupfé-
lagsins Þórs á Hellu, út af brúar-
gerð á Ytri-Rangá, hefur mér
þótt rétt að láta öllum hv. alþm.
í té eintak af dómi þessum og
gera um leið nokkra grein fyrir
meðferð þessa máls Ég vil enn-
fremur beina því til hæstv. for-
seta, að leyft verði, að dómur-
inn verði prentaður í Alþingis-
tíðindum sem fylgiskjal með
svari mínu við þessari fyrirspurn.
Nokkru eftir að ég tók sæti í
ríkisstjórn þann 20. nóv. sl. kom
lögmaður kaupfélagsins Þórs,
Ólafur Þorgrímsson hæstaréttar-
lögmaður að máli við mig og
skýrði mér frá skaðabótakröfum
félagsins á hendur ríkissjóði, út
af þeirri ákvörðun, sem tekin
var á sl. ári af ríkisstjórninni,
skv. tillögu vegamálastjóra, að
breyta brúarstæði yfir Ytri-
Rangá frá því, sem gert hafði
verið ráð fyrir í skipulagsupp-
drætti af Hellukauptúni. Ég
kynnti mér málið og tjáði hrl. að
því loknu, að af hendi ríkissjóðs
yrði ekki samið um neinar skaða
bætur og engar bætur yrðu
greiddar af hendi nema að undan
gengnum dómi. Þessi afstaða var
í beinu framhaldi og í samvæmi
við þá ákvörðun, sem hæstvirtur
fyrrverandi forsætisráðherra,
Emil Jónsson, tók á sl. ári, þegar
stjórn kaupfélagsins tilkynnti þá
verandi stjórn bótakröfur sínar.
Nú kom tvennt til greina, ann-
að að láta málið ganga almenna
dómstólaleið, þ.e. fyrst til héraðs
dóms og síðan til hæstaréttar.
Hin leiðin var sú, að sérstaklega
tilnefndur gerðardómur fjallaði
um málið og felldi úrskurð í því.
Eftir að málið hafði verið
kannað ýtarlega í ráðuneytinu
varð það niðurstaðan, að fyrir
hagsmuni ríkisins væri sú Icið
in betri og hagkvæmari að
semja um gerðardóm, sem skip
aður væri þremur dómendum
hæstaréttar en láta málið
ganga fyrir hin tvö venjulegu
dómsstig.
Lögmaður kaupfélagsins Þórs
samþykktí fyrir hönd umbjóð-
anda síns þessa málsmeðferð og
19. febr. 1960 var af hálfu beggja
aðila undirritaður svofelldur
gerðardómssamningur:
„Með því að nauðsyn þykir bera
til að fá um það dómsúrskurð,
hvort ríkissjóður íslands kunni
að bera bótaskyldu gagnvart
kaupfélaginu Þór á Hellu í Rang-
árvallasýslu vegna fyrirhugaðra
breytinga á brúarstæðinu yfir
Ytri-Rangá og þá um leið á þjóð-
veginum á þeim slóðum, þá hafa
aðilar gert með sér svohljóðandi
;amkomulag:
1. Aðilar koma sér saman um
að tilnefna þrjá af dqmurum
Hæstaréttar íslands, er skipi
gerðardóm í máli þessu. Skal
niðurstaða dómsins verða endir
þeirrar þrætu.
2. Gerðardómurinn velur sér
.jálfur dómsformann.
3. Gerðardómurinn dæmir
bæði um bótaskylduna og um
upphæð bóta, ef til kemur.
4. Heimilt er gerðardóminum
að kveðja sér til aðstoðar sér-
fróða menn um mats- og virð-
ingargjörðir, eftir því, sem hann
telur nauðsyn bera til.
5. Gerðardómurinn getur
sjálfur hlýtt á framburð vitna.
6. Gerðardómurinn gefur mál
flytjendum aðilja tækifæri til
þess að upplýsa málið og fylgj-
ast með gangi þess með venju-
legum hætti.
7. Gerðardómurinn úrskurðar
sjálfur þóknun sína, svo og um
málskostnaðargreiðslu milli að-
ila.
Samningi þessum til staðfestu
rita aðilar nöfn sín undir samn-
ing þennan í viðurvist þar til
kallaðra vitundarvotta.
Reykjavík, 19. febrúar 1960,
f. h. ríkissjóðs,
Sigtryggur Klemenzson,
Sigurður Jóhannsson,
f. h. kaupfélagsins Þórs,
Olafur Þorgrímsson“.
Gerðardómur hefur tíðkast frá
fornu fari
Það hefur tíðkast frá fornu fari
að leggja mál í gerð, bæði ágrein-
ing milli einstaklinga og milli
hins opinbera og .einstaklinga.
Geta legið til þess ýmsar ástæður
en segja má, að höfuðástæður séu
þær, að gerðardómsmeðferð tekur
oftast skemmri tíma og er ódýr-
ari heldur en venjuleg málsmeð-
ferð. I mörgum lögum er svo fyrir
mælt, að ágreiningur, sem upp
kann að koma milli aðilja í sam-
bandi við tilteknar framkvæmd-
ir, skuli ekki ganga venjulega
dómstólaleið, heldur fara fyrir
gerðardóm. Ennfremur er altítt í
verksamningum um ýmsar fram-
kvæmdir, að samið er um það
fyrirfram, að ágreiningur, sem
upp kann að koma um fram-
kvæmd samningsins, skaðabætur
og annað, skuli ekki fara fyrir
venjulega dómstóla heldur dæmd
ur af gerðardómi. Og loks er það
algengt, þegar tiltekinn ágrein-
ingur er upp kominn, að aðiljar,
þ.á.m. ríkið telji sér betur henta
að semja um gerðardómsmeðferð
en venjulega dómstólaleið. Fyrir
þessu er fjöldi fordæma.
Mjög algengt að ríkisstjórnin
vísi málum til gerðardóma
Skal ég hér nefna örfá, þar sem
ríkisstjórnir Islands á undan-
förnum árum hafa talið rétt að
semja um gerðardómsmeðferð.
1) Árið 1950 kom upp ágreiningur
milli ríkisstj. Islands og útgerð-
arfélags Akureyringa út af kaup-
verði á togurum. Varð um það
samkomulag að láta málið ekki
ganga til dómstóla heldur skyldi
það lagt í gerð og skipuðu gerð-
ardóminn eins og nú, þrír dóm-
endur hæstaréttar, og kváðu
upp fullnaðarúrskurð niálinu.
2) Sams konar ágreiningur kom
upp milli ríkisstjórnarinnar og
hlutafélagsins Júpiters og var
hafður sami háttur á að leggja
málið í gerð. *
3) Árið 1951 kröfðust eigendur
jarðarinnar Þingness í Borgar-
firði skaðabóta frá ríkissjóði
vegna veiðiítaks í Grímsá í Borg
arfirði, en ríkissjóður var þar að-
ili vegna Hvanneyrar, Hests og
Reykholtskirkju. Landbúnaðar-
og kirkjumálaráðherra samdi þá
um það við eigendur Þingness að
láta málið ekki ganga venjulega
dómstólaleið heldur fara fyrir
gerðardóm. í þeim gerðardómi
var einn af dómendum hæstarétt-
ar og skipaði hann forsæti.
4) Árið 1952 hafði hlutafélagið
Björgvin uppi skaðabótakröfur á
hendur ríkissjóði vegna sölu á
ísvörðum fiski í Þýzkalandi.
Ríkisstj. ákvað að leggja málið
fyrir gerðardóm en ekki hina al-
mennu dómstóla. í honum átti
sæti einn af dómendum hæsta-
réttar og skipaði forsæti.
5) Árið 1953 varð ágreiningur
milli kennara Gagnfræðaskóla
Vesturbæjar og menntmrn. út af
launakjörum. Málið var lagt í
gerð og áttu þrír af dómendum
hæstaréttar sæti í þeim gerðar-
dómi.
6) Arið 1953 ákvað ríkisstj., að
gerðardómur þriggja tilgreindra
manna skyldi úrskurða bætur og
endurgjald til eigenda Hafna-
jarða í Hafnahreppi í Gullbringu
sýslu fyrir landssvæði og beitar-
rétt.
7) Árið 1954 var ákveðið, að
gerðardómur skyldi meta leigu á
landssvæði í Miðnesheiði úr landi
jarðarinnar Sandgerðis.
8) Arið 1951 var gerður samning-
ur milli Flugráðs fyrir ríkisins
hön'd og tiltekins verktaka um að
fulgera flugbraut í Egilsstaða-
landi í Suður-Múlasýslu. Enda
þótt í samningnum væri allná-
kvæm verklýsing, kom seinna tii
ágrainings milli aðflja, m. a.
vegna þess að verktaki hafði ekki
lokið verkinu á tilsettum tíma,
En verktaki taldi sig hafa orðið
fyrir töfum sem verksali, þ. e. a.
s. ríkið bæri ábyrgð á. Verktak-
inn gerði kröfu til skaðabóta-
greiðslu frá flugráði vegna
tafa þessara við framkvæmd
verksins og árið 1954 var
samið um það milli verktakans
og flugráðs, að gert yrði út um
kröfur hans á hendur ríkinu af
þrjggja manna gerðardómi.
9) Árið 1956 var samið um það,
að sérstakir þar til kvaddir menn
skyldu meta til fullnaðar tjón,
sem orðið hafði í landi Voga
í Vatnsleysustrandahreppi vegna
skotæfinga varnarliðsins.
10) Á árinu 1959 reis ágreining-
ur um það hvort ríkissjóður ætri
að greiða skaðabætur og þá
hversu háar fyrir takmörkun á
netalögnum í Hvítá í Borgar-
firði. Ríkisstj. ákvað aó láta mál-
ið ekki ganga hina venjulegu
dómstólaleið, heldur var gerðar-
dómi falið málið til úrskurðar.
Af þessu yfirliti, sem er eng-
an veginn tæmandi má sjá,
að það hefur verið mjög al-
gengt, að ríkisstjórnir á ýms-
um tímum sömdu um að
leggja deilumál, m.a. stór-
felld skaðabótamál, fyrir
gerðardóma en ekki fyrir hina
venjulega dómstóla.
Mikill sparnaður af þessari
málsmeðferð.
Ég gat þess áðan, hver væru
hin almennu rök fyrir því, að
stundum þætti betur henta, bæði
hjá einstaklingum og opinberum
aðilum að leggja mál í gerð held
ur en láta það fara hina venju-
legu dómstólaleið. Skal ég rekja
þe*ta nokkru nánar varðandi
þetta tiltekna mál. Ég vil segja,
að meginástæðan fyrir ákvörðun
um gerðardómsmeðferð, hafi ver
ið kostnaðarhliðin. Ég hef látið
reikna miðað við gjaldskrá lög-
mannafélags íslands, hver kostn-
aður hefði orðið við venjulegt
mál fyrir héraðsdómi og hæstar-
rétti og er þá að sjálfsögðu mið-
að við sömu niðurstöðu um bóta
greiðslur, eins og hinir 3 hæsta-
réttadómendur komust að. í slíku
máli fyrir héraðsdómi og hæsta-
rétti hefði þurft að kveðjá til
matsmenn, væntanlega bæði
undirm'at og yfirmat til að fram-
kvæma þá skoðun og það mat,
sem gerðardómendur sjálfir
inntu af hendi nú. Fyrir tveim |
dómstigum hefði málskostnaður
orðið, sem hér segir: Þóknun ,il
lögmanna fyrir báðum dómum
samkv. lágmarksgjaldskrá Lög-
mannafélagsins 174 þús. kr.
Kostnaður við undir- og yfirmat
lágmark 100 þús. kr. Annar
kostnaður a.m.k. 25 þús. kr.
Samtals hefði því kostnaður
við slíkt mál fyrir báðum
dómum orðið am.k. 299 þús.
kr. Kostnaður við gerðardóm
inn varð hins vegar sem hér
segir: Þóknun gerðardóms-
manna 57 þús. kr., þóknun
lögmanna 80 þús. kr., annað
kostnaður kr. 2 577,10. Sam-
tals varð því kostnaður við
gerðardóminn rúml. 139 þús.
kr., en hefði orðið fyrir tveim
dómstigum að minnsta kosti
299 þúsund. Samkvæmt þessu
munar a. m. " k. um 160
þús. kr., sem kostnaður hefði
orðið meiri við dómstólaleið-
ina heldur en gerðardóms-
meðferð og sem hafa bví spar-
ast ríkissjóði .
Komust hjá vaxtagreiðslum.
í þessu sambandi er þó ótalið
eitt stórt atriði, sem ég þó ekki
hef tekið með í þennan saman-
burð og það er vaxtaatriðið. Úr-
skurður gerðardómsins var á þá
leið, að kaupfélaginu voru dæmd
ar 750 þús. kr. í skaðabætur og
skuli ríkissjóður greiða 10% í
vexti frá 1. júní n.k., ef bæturn-
ar eru ekki inntar af hendi fyrir
þann tíma. Ef málið hefði farið
hina venjulegu leið og endan-
legur dómur hæstaréttar komið
fyrst eftir t. d. 2% ár, þá er
hugsanlegt, að hæstiréttur hefði
dæmt ríkissjóð til að greiða
vexti af skaðabótaupphæðinni
í 2-3 ár. Með núgildandi vöxtum,.
'AÐSÓKN að sýningu Haf-
steins Austmanns, listmál-
ara, sem opnuð var um síð-
ustu helgi í bogasal Þjóð-
minjasafnsins, hefur verið
mjög góð, og hafa 11 mynd-
ir þegar selzt. Er þetta
stærsta sýning á vatnslita-
myndum, sem haldin hefur
verið hér um árabil, en
myndirnar eru alls 38 að
tölu. Sýningunni lýkur á
sunnudag — og er opin dag
lega frá kl. 2—10. Myndin
er af tveim kunnum leik-
konum hér í bæ, þar sem
þær virða fyrir sér myndir
Hafsteins, hvort þær eru
svona fallegar af því, skal
látið ósagt, en þær hæfa vel
i myndunum.
m-
10%, nema vextir af þessu í 2
ár 150 þús. kr., í þrjú ár 225 þús.
kr. En þótt svo háir vextir, sem
nú eru haldist ekki svo lengi, þá
hefðu vextir fyrir þetta tímabil
þó bersýnilega numið á annað
hundrað þúsund krónum. Um
það atriði frá hvaða tíma vext-
ir hefðu verið dæmdir er ekkert
hægt að fullyrða, en ég taldi það
einnig nokkru skipta að eiga
ekki á hættu, að á ríkissjóð féllu
slíkar vaxtagreiðslur til viðbótar
hugsanlegri skaðabótaupphæð, ef
hægt væri hjá því að komast.
Niðurstaða meirihluta í hæsta-
rétti hefði orðið hin sama.
Fyrir gerðardóminum var að
sjálfsögðu fjallað nákvæm-
lega um sömu atriði og gert
hefði verið fyrir hinum reglu-
legum dómstólum, eins og
skýrt er fram tekið í gerðar-
dómssamningnum. Það er,
hvort ríkissjóður væri skaða-
bótaskyldur og ef svo væri,
þá um ákvörðun bótahæðar.
Niðurstaðan hlaut að verða sú
sama og jafnörugg fyrir þess-
um gerðardómi, sem skipaður
var þremur hæstarréttardóm-
urum, eins og ef hæstiréttur
hefði um málið fjallað.
Þegar samið er um gerðardóma
í málum, er það að sjálfsögðu
með margvíslegum hætti, hvern-
ig dómendur eru tilnefndir.
Stundum er tilnefndur einn mað
ur frá hvorum aðila og samkomu
lag um oddamann o.s.frv. í þessu
máli kom frá minni hendi ekkert
slíkt til greina, það var megin-
atriði og ákvörðunarástæða að
í þessum gerðardómi sæti hæsta
réttardómendur einir, til þess
þarmeð að tryggja, að niðurstað-
an gerðardómsins yrði sú sama
og orðið hefði í hæstarétti með
venjulegri málssóknarleið.
Að lokum sagði Gunnar Thor-
oddsen: Fyrirspurn háttvirts
þingmanns er á þessa leið:
Er það stefna rikisstjórn-
ar að láta gerðardóma fella úr-
skurði um skaðabótakröfur, sem
gerðar eru á hendur ríkissjóði í
stað þess að dómstólarnir fjalli
um þær? Og svar mitt við
fyrirspurninni er þetta. Ríkisstj.
mun, eins og fyrri ríkisstjórnir
meta það hverju sinni, hvort bet
ur henti hagsmunum ríkisins að
láta hina almennu dómstóla eða
gerðardóma fjalla um bótakröf-
u á hendur ríkissjóði og velja
þá leiðina, sem að hennar dómi
er hagkvæmust fyrir þjóðina.
Máske önnur niðurstaða
Þórarinn Þórarinsso-n kvaðst
ekki vera ánægður með svör
G. Th., sem hann kvað hafa verið
loðin og raunverulega út í hött.
Ef Hellu-málið hefði farið fyrir
hina almennu dómstóla hefði
málið fengið fullkomnari með-
ferð og niðurstaðan þá að öllum
líkindum getað orðið önnur. Hér
væri því um að ræða ranga
stefnu, sem ríkisstjórnin hefði
tekið upp.
Gunnar Thoroddsen tók aftur
til máls og kvað það varpa
nokkru ljósi á hugsunarhátt fyrir
spyrjanda, að nú ætti gerðardóms
meðferð að vera alröng og háska-
leg, þó að í þeim 10 tilfellum, sem
nefnd hefðu verið og öll hefðu
gerzt á undanförnum áratug,
hefði ekkert gagnrýnisorð komið
fram á þá málsmeðferð. Hefði þó
í mörgum þeirra mála verið um
stórfelldar fjárupphæðis að ræða
og „princip*1 mál. Þ. Þ. hefði ekki
dottið í hug að hreyfa nokkrum
athugasemdum þegar fyrri ráð-
herrar, í flestum tilfellum hans
eigin flokksbræður, hefðu samið
um að ganga framhjá hinum al-
mennu dómstólum og fara gerðar
dómsleiðina.
Furðuleg framkoma
Það væri máske ekki að undra,
þótt Þ. Þ. notaði hvert tækifæri
til að kasta hnútu að andstæð-
ingum sínum, og gera allar þeirra
gjörðir sem tortryggilegastar.
Hins vegar hefði ekki verið við
því að búast, að hann leyfði sér
á Alþingi, að vera með önnur
eins ummæli um dómara hæsta-
réttar og fram hefðu komið í
hans ræðu. Hann gæfi það fylli-
lega í skyn, að þessir 3 dómarar,
hefðu alls ekki kynnt sér málið
til fullnustu áður en þeir kváðu
Framh. á bls. 19