Morgunblaðið - 28.05.1960, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 28.05.1960, Qupperneq 10
10 MORCVNBLAÐ1Ð Laugardagur 2&. maí 1960 J®tírt0iUSjM&l*ÍI> TTtg.: H.f Arvakur Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjorar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Asknftargjald kr. 45.00 á mánuði ínnanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. RÖDD FRIÐARINS UTAN UR HEIMI Danmörk brátt of lítil Lftir 200 ár verða íbúar land- sins átta sinnum fleiri en nú IN merka ræða, sem Bandaríkjaforseti hélt í fyrrakvöld var fyrst og fremst rödd friðarins og yfir- lýsing margreynds og.mikil- hæfs stjórnmálamanns, um að hann myndi halda áfram þrautseigri baráttu fyrir varð veizlu öryggis og mannhelgi í heiminum. En hún tók jafn- framt af skarið um það, að þróttmesta lýðræðisríki heimsins mun í engu slaka á árvekni sinni og viðleitni til þess að sameina frjálsar þjóð- ir í baráttunni gegn ofbeldis- öflunum. Enda þótt forsetinn léti þá von í ljós að samkomu- lag mundi takast við Rússa, lagði hann þó áherzlu á að lýðræðisþjóðirnar yrðu að standa vel saman og treysla varnir sínar þannig að eng- inn þyrði að hefja styrjöld. Eisenhower þakkaði þeim de Gaulle og Macmillan fyr- ir að hafa staðið drengilega við hlið sér á Parísarfundin- um þegar Krúsjeff gerði ítrekaðar tilraunir til þess að skióta fleygum á milli þeirra. Fyllstu árvekni Hinn frjálsi heimur fagnar yfirlýsingu Bandaríkjafor- pJÁRVEITINGANEFND * Alþingis hefur nýlega flutt þingsályktunartillögu um fimm ára áætlun um skógrækt. Er þar lagt til að ríkisstjórninni verði falið að láta fyrir næsta reglulegt Al- þingi undirbúa áætlun um framkvæmdir í skógrækt næstu fimm ár, miðað við það fjármagn, sem ríkisstjórnin telur auðið að verja til skóg- ræktar á þessu tímabili. í greinargerð er á það bent að fjárþörf skógræktarinnar hafi Vaxið mikið síðustu árin vegna mikillar aukningar á plöntuframleiðslu í gróðrar- stöðvum skógræktarinnar. Það er vissulega gleðileg staðreynd að skógrækt okkar Islendinga hefur fleygt fram á undanförnum árum. Á sl. 10 árum hefur tala gróður- settra trjáplantna tífaldazt og eru nú gróðursettar á ári hverju milli 1 milljón og 1,5 milljón plöntur. seta um að hann muni halda áfram baráttu sinni fyrir sáttum milli austurs og vest- urs. En hitt er ekki síður þýðingarmikið að hann lagði áherzlu á nauðsyn fyllstu ár- vekni og varnarundirbúnings af hálfu lýðræðisþjóðanna. Allt bendir til þess, að varð- veizla heimsfriðarins velti fyrst og fremst á því að of- beldisöflin viti að árás þeirra þýði tortímingu fyrir árásar- aðilann. Það sé í raun og veru orðið úrelt hugtak að tala um sigur í nútímastyrjöld. Slíka eyðileggingu og tortímingu hlyti hún að hafa í för með sér fyrir alla aðila. Til elleftu stundar Þetta þurfa þeir ofstækis og ofbeldismenn að vita og gera sér ljóst, sem láta sér til hugar koma að skera úr alþjóðadeilumálum með vopnavaldi. Um ræðu Eisenhowers forseta má annars segja það, að hún var rödd hins mikla mannvinar sem herst til elleftu stundar fyrir varðveizlu mannhelgi og friðar í veröldinni á voðalegum tímum. Nytjaskógar Því hef ur verið haldið fram af forystumönnum skógrækt- arinnar að við íslendingar getum á tæpum 100 árum orðið sjálfum okkur nógir að því er snertir timburfram- I leiðslu í landinu. Hafa gild | rök verið leidd að því að hér r' sé ekki um óhóflega bjartsýni að ræða. Með markvísu starfi eigum við að geta komið upp nýtjaskógum, sem fullnægja | timburþörfum okkar. En til þess að þessi hugsjón verði að veruleika þarf að vinna stöðugt og ósleitilega að gróð- ursetningu nytjaskóga fram- tíðarinnar. Þar má ekkert lat eða hik verða á. Á sviði skógræktarinnar verðum við að hugsa í öld- um en ekki árum. Það er verið að vinna fyrir kom- andi kynslóðir. En einnig núlifandi kynslóð mun njóta mikils góðs af skóg- ræktinni. Þ A Ð verður að stækka Danmörku — ef hún á áfram að geta hýst okkur öll, segja frændur okkar, Danir, og hafa sjálfsagt mikið til síns máls. — Og þeir halda áfram: —■ Á ári hverju leggja ný- byggingar, nýir vegir o.s.frv. undir sig um 100 ferkílómetra akurlendis — og það land verðum við að vinna upp annars staðar — og raunar meira til — því að án rækt- arlandsins getum við ekki lií- að áfram í landi okkar. Sem stendur höldum við raunar nokkurn veginn í við þessa þróun. Með því að byggja flóðgarða með jarðabótum ýmiss konar og með upp- þurrkun lands fær Danmörk árlega „bætur“ fyrir hið glat- aða ræktarland — en hvað verður eftir svo sem 200 ár, þegar íbúatalan hefir áttfald- azt, eins og áætlað er? Þá verður ekki lengur neitt rúm fyrir okkar ómissandi land- búnað — nema því aðeins, að við tökum okkur til nú þeg- ar, og byrjum að „bTeyta landakortinu“ fyrir alvöru. A En ef menn hyggjast raunveru lega stækka nytjalandið, þá verð- ur eina raunhæfa leiðin sú að b>ggja flóðgarða við ströndina — sem sagt hrífa land úr greipum hafsins. — Að vísu mun enn um nekkurt skeið unnt að rækta upp ailstór heiðalönd og mýrlendi, en því verða þó ávallt takmörk sett, hve mikið land verður numið með slíkum hætti — og þar við bætist, að ekki dugar að hugsa um það eitt að tryggja landbún- E.ðinum nægt landrými. Það verð- ur ekki síður að hafa fólksfjölg- unina í huga. • VÍSINDALEGAR RANNSÓKNIR Af þessum sökum verða menn fyrst og fremst að horfa til hafs, ef svo mætti segja. Það hefir ver- ið reiknað út, að með því að gera fyrirhleðslur á einum 100 stöðum, væri hægt að vinna nær 1500 fer- kílómetra lands frá Ægi konungi. — Stöðugt er unnið að vísinda- legum rannsóknum á þeim svæð- um, sem til greina koma í þessum efnum — en þar er um seinunnið verk að ræða. — Fyrst og fremst þarf að athuga, hvernig sjávar- botninn er, hvort hann er hentug- ■'— Uppi eru áætlanir um að ná um 1500 ferkm. lands úr greipum hafsins með byggingu flóð- garða á 100 stöðum. — Náttúruverndar- menn rísa önd- verðir gegn þeim hugmyndum.... _ ur eða ekki — síðan þarf að rann- saka, hvort „landnám" á þessum stöðum kynni e.t.v. að hafa óheillavænleg áhrif á fiskstofn- ana við ströndina o.s.frv. — A mörgum þeim svæðum, sem helzt koma til greina, eru klakstöðvar fiska — og alltaf, þegar miinnzt er á fyrirhleðslur, rísa fiskimenn og þeir, sem berjast fyrir náttúru verndun, upp á afturfæturna og mótmæla. — Og satt er það að til lítils er barizt, ef það, sem einum atvinnuvegi er fengið, er tekið beint frá öðrum. Þess vegna verður að flýta sér hægt, þrátt fyrir allt — og byggja á nákvæm um, vísindalegum rannsóknum eingöngu. Það er alls ekki svo mikið „fyr- irtæki" að breyta sjávarbotni í þurrlendi. Ekki þarf annað að gera en reisa flóðgarða undan ströndinni, dæla síðan vatninu út fyrir garðana — og fylla loks með grjóti og jarðvegi. Þar með er orðið fast land, þar sem áður var sjór. — Þetta hefir þegar verið reynt í Danmörku — hjá Óðins- véum. Þar voru 5 ferkílómetrar iands hrifnir úr greipum hafsins. — En betur má, ef duga skal — og hafa raunar þegar verið gerð- ar allmiklar áætlanir í þessu efni. M. a. er fyrirhugað að gera eyj- arnar Ærö, Langeland og Taas- inge landfastar með slíkum hætti. Þótt langt muni líða, áður en þær áætlanir verða að veruleika, má gera ráð fyrir, að svo verði ein- hvern tíma — en þarna fengist ca. 170 ferkm. landauki. Þá hefir verið talað um að þurrka upp hluta Smaalandshafsins og tengja þannig Sjáland og Mön saman. Þar fengjust nær 80 ferkm. lands — þannig mætti lengi telja. Eins og fyrr segir, hafa nátt- úruverndarmenn uppi mótbárur gegn þessum hugmyndum og færa fram ýmis rök máli sínu til stuðnings. — En hvort er þyngra á metunum — tillitssem- in við fegurð eða uppruna nátt- úrunnar og þá, sem hana vilja varðveita sem óspilltasta, eða skyldan gagnvart komandi kyn- slóðum sem eiga kröfu til að fá að búa í föðurlndi síríu við eins góð skilyrði og unnt er að veita? spyrja þeir, sem flýta vilja hinu nýja landnámi. Þeir segja, að þetta megi ekki vera tilfinningamál — og benda sífellt á þá staðreynd, að sl. ára- tug hafi 1000 ferkm. akurlendis horfið undir ný hús og vegi — — og að sú saga muni endurtaka sig næsta áratuginn og áfram. — Þetta tap verðum við að vinna upp, segja „landnámsmennirnir“, ef við eigum að hafa nægilegt oln bogarúm í framtíðinni — og næga fæðu til lífsframfæris. Við erum í alvarlegri og ábyrgðar- mikilli aðstöðu, segja þeir, — en vandamálin má leysa með því að sækja það gull í greipar Ægi, sem hér hefir verið drepið á. V e r ð u r þe: mynd af Da mörku, sem v höfum fest ok: ur í minni f því að við byr uðum að 1 æ i landafræði í barnaskólanum e. t. v. gerbrey þ e g a r barn barna-barna- börnin okk: hefja sína skól göngu? SKÓGAR FRAM TIÐARINNAR Danir hafa þegar hrifsað nokkurt land frá Ægi — en þess verð- ur væntaniega ekki langt að bíða, að hægt verði að taka mynd- ir sem þessa, af nýju landnámi, á mörgum stöðum í Danmörku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.