Morgunblaðið - 28.05.1960, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 28. maí 1960
Skrifstofustúlka
verður ráðin að innflutnings- og heildverzlun.
Hún þarf að geta vélritað á ensku og dönsku. Æski-
legt er verzlunarskóla eða stúdentspróf. Umsókn
ásamt meðmælum sendist Morgunblaðinu merkt:
„333 — 3944".
F ramtíSaratvinna
Ðugleg vel nienntuð stúlka óskast þann 1. sept. 1960,
til þess að vinna á lækningastofu í nágrenni Reykja-
víkur. Launakjör mjög góð, ef hæfni er fyrir hendi.
Meðmæli, upplýsingar um fyrri störf, og menntun
fylgi umsókn er sendist á afgreiðsu blaðsins fyrir 15.
júní merkt: „Framtíðaratvinna — 3505".
SKIPSTJÓRA -
VÉLSTJÖRA
Vantar reglusaman skipstjóra og vélstjóra
á rúmlega 50 tonna bát strax.
Uppl. í síma 22681.
Rösk stúlka
óskast nú þegar í eldhúsið.
Uppl. gefur ráðskonan í síma 14292.
ELli og hjúkrunarheimilið Grund.
Afgreiðslustúlka
óskast í matvörubúð.
Uppl. í síma 11451 og 22649.
AÍvörun
Samkvæmt i 5. grein lögreglusamþykktar Reykjavík-
ur má á almannafær eigi leggja eða setja neitt það,
er tálmar umferðinni. Eigendur slíkra muna, svo
sem skúra, byggingarefnis, umbúða, bifreiðahluta
o. þ. h. mega búast við að þeir verði fjarlægðir á
kostnað og ábyrgð eiganda án frekari viðvörunar.
Lögreglustjórinn í Reykjavik, 25. maí 1960.
Sigurjón Sigurðsson.
Keflavík
Samkvæmt samþykkt Byggingamefndar Keflavíkur
er öllum óheimilt að standa fyrir byggingum í Kefla-
vík nema þeir hafi fengið til þess leyfi nefndarinnar.
Þeir sem þegar hafa fengið slík leyfi skulu nú endur-
nýja þau annars teljast þau úr gildi fallin. Umsóknir
ásamt nauðsynlegum skilríkjum sendist skrifstofu
minni Hafnargötu 27.
Byggingarfulltrúinn í Keflavík.
Vélbátur til sölu
Höfum til sölu 38 lesta vélbát í mjög góðu ástandi.
Vél Caterpillar 1% ára gömul. Nýr SIMRAD mælir.
TRYG
F&STE16N1R
Austurstræti 10, 5. hæð
simi 13428 og 24850
eftir kl. 7 simi 33983.
Margrét Þorsteinsdóttir
húsfreyja — áttrœð
HINN 27. þ. m. átti Margrét Þor-
steinsdóttir, húsfreyja frá Kald-
rananesi áttræðisafmæli.
Vildi ég með örfáum orðum
minnast þessarar ágætu konu og
senda henni kveðju mína og færa
henni þakkir fyrir ógleymanlega
kynningu frá liðnum árum.
Hún er fædd að Kaldrananesi
í Strandasýslu 27. mai 1880. For-
eldrar hennar voru hin þekktu
merkishjón, Þorsteinn Guð-
brandsson Sturlaugssonar frá
Rauðseyjum, af víðkunnum breið
firzkum ættum og Svanborg Guð
brandsdóttir frá Syðri-Brekkum
á Langanesi og er sá ættbogi
einnig víðþekktur og dreifður
víða um land.
Fluttist Margrét með foreldr-
um sínum frá Kaldrananesi að
Bjarnarnesi í sama hreppi árið
1895, þá 15 ára, og ólst þar upp
til fiþlorðins aldurs. Þótt Mar-
grét gengi ekki menntabraut, í
æsku, í venjulegum skilningi
þess orðs, þá aflaði hún sér á
æskuskeiði hollrar og raunhæfr-
ar fræsðlu, bæði í bóklegum og
verklegum efnum, enda var hún
\ senn bæði greind og fjölhæf.
A uppvaxtarárum sínum dvaldi
hún um tveggja vetra skeið í Ól-
afsdal, — á líinu nafnfræga
menningar- og menntasetri, og
naut þar tilsagnar bæði í hann-
yrðum og bóklegum fræðum. En
auk þess hlaut hún í föðurgarði
hollt og giftudrjúgt veganesti,
því heimili foreldra hennar, Þor-
steins og Svanborgar, var ann-
álað fyrir myndarskap, reglu-
semi og snyrtimennsku í allri
umgengni.
Árið 1907, giftist Margrét Matt-
híasi Helgasyni, búfræðingi frá
Bræðrabrekku í Strandasýslu,
gáfuðum manni og mikilhæfum
á alla lund og fluttust þau, árið
1910 frá Bjarnarnesi, ásamt for-
eldrum Margrétar aftur að Kald
rananesi, þar sem þau bjuggu
um 40 ára skeið, eða til ársins
1950. Allt samstarf og samlíf
þeirra hjóna, Matthiasar og Mar-
grétar var frá fyrstu tíð með
þeim ágætum að fágætt má teljá.
Heimili þeirra var talandi vott-
ur um einhug þann og samræmi
sem ríkti í öllum áformum og
athöfnum þeirra hjóna, enda stóð
Kaldrananes í búskapartíð þeirra
tvímælalaust í fremstu röð önd-
vegisheimila Strandasýslu að
myndarskap og menningu og fögr
um heimilisháttum. — Á þess-
um árum áttu margir leið að
Kaldrananesi. Húsbóndinn hafði
með höndum flest trúnaðarstörf
í hreppnum. Hann var oddviti,
hreppstjóri, símastjóri og bréf-
hirðingamaður, auk margra ann-
ara starfa er á honum hvíldu.
Auk þess var Kaldranaes kirkju-
staður, þar var samkomuhús
hreppsins og þar voru iðulega
haldin námskeið að vetrarlagi,
fyrir bæði karla og konur.
Verkahringur húsfreyjunnar
hlaut því að verða ærið víður
og erilsamur, þar sem risna og
hverskyns beinleikar stóðu öll-
um til boða, er að garði bar,
helga daga sem virka.
Mundi slíkt starfssvið nú á tím
um reynast flestum ofviða eða
ókleift. Með hljóðlátri ástúð og
ljúfu viðmóti og umhyggju innti
húsfgreyjan á Kaldrananesi af
höndum hlutverk sitt með sér-
stökum myndarbrag og rausn.
Það var sem ósýnilegar hendur
væru með í starfi að reiða fram,
vistir og föng og hlynna að þeim,
sem á einhverju sviði höfðu þörf
fyrir hlýja og nærgætna hönd.
Þeim hjónum Matthíasi og
Margréti varð þriggja barna auð-
ið: Eru tvö þeirra á lífi: Þor-
steinn, skólastjóri á Blönduósi,
kvæntur Jófríði Jónsdóttur frá
Ljárskógum og Svanborg, gift
Stefáni Jónssyni, múrarameist-
ara í Reykjavík. Halldór son
sinn, hinn mesta efnismann,
misstu þau, aðeins 17 ára að aldri.
Þá ólu þau hjónin upp tvær fóst-
urdætur, Kristínu Magnúsdóttur
og Sigurveigu Jónsdóttur, sem
báðar eru giftar.
Heimili þeirra hjóna í Kald-
rananesi bar á sér blæ hinna
fornu, íslenzku höfuðbóla, sem í
senn voru vígi og miðstöðvar
héraðanna og sem sendu frá sér
þjóðholla menningarstrauma
bæði í fræðilegum og verkleg-
um efnum. Ef slíkum heimilum
fækkar í sveitum landsins, verð-
ur þjóðlífið stórum fátækara á
eftir og héröðin risminni, jafn
vel þótt vinnuvélum fjölgi og
húsburstir rísi hátt frá jörðu.
Árið 1950 brugðu þau hjónin
búi að Kaldrananesi og fluttust
til Reykjavíkur og hafa síðan
dvalið hjá Svanborgu dóttur
sinni og manni hennar að Lang-
holtsvegi 14.
Þótt starfsþrek Margrétar sé
að mestu þorrið eftir langan og
annaríkan ævidag og þótt skugg-
ar byrgi henni dagsins ljós, nýt-
ur hún engu að síður mikillar
birtu, sem fellur umhverfis hana
frá ástríkum eiginmanni, börn-
um og kærum vinum, sem um-
vefja hana ástúð og hlýju. Yfir
henni hvílir einnig, enn sem fyrr,
hinn tigni virðulegi blær mildi
og ljúfmennsku. Á ásjónu henn-
ar Ijómar björt og fögur heið-
ríkja og friður. Það er hin innri
birta, sem stafar frá hlýju, göf-
ugu og lífsfróðu hjarta.
Þeir geislar falla eins og sól-
stafir á vegu ástvinanna og munu
ylja þeim langa ævi.
Ég vil á þessum timamótum
senda þessari kæru vinkonu
minni einlægar blessunar- og
árnaðaróskir og þakka henni alla
kynningu og fagrar minningar,
sem naumast munu fölna, þótt
árin líði.
Þorsteinn Jóhannesson.
Jóhonnes Norfnson — minning
uðust 5 börn og eru 4 þeirrá á
lífi. Friðþjófur loftskeytamaður á
Gullfossi, Sigríður húsfrú, Krist-
;án skrifstofumaður og Bergljót
Alda, enn í foreldrahúsum. Son
sinn Hindrik Valdimar misstu
þau 1957. Þau hafa búið allan
sinn búskap í Hafnarfirði og heim
ili þeirra lengst af verið að Hell-
isgötu 7.
Sú kynslóð og þeir sjómenn
sem ruddu brautina á sviði tog-
veiða Islendinga, er nú óðum að
hverfa af sjónarsviðnu. Jóhann-
es var einn af þeim er réðust á
togarann „Coot“ frá Hafnarfirði
1905, þá 15 ára gamall, en með
hingað komu þess skips og þeirri
reynslu sem af því fékkst fengu
menn trú á því að togaraútgerð
gæti verið arðvænleg, eins og
síðar átti eftir að koma enn betur
í Ijós.
Það var harður skóli sem ungir
menn gengu í á þessum skipum,
því að þá var engu leift af því
sem menn gátu, og þeir sem ekki
-'étu bugast í því harki, lögðu
grundvöllinn að þeim ævintýra-
legu framförum og lífi sem við
höfum lifað hin síðari ár.
Jóhannes var einn af þess-
um mönnum, hann eyddi öilum
sínum beztu árum á togurunum,
var lengst af bátsmaðui, énda
verkmaður í bezta lagi og með
afbrigðum áreiðanlegur, og trúr.
Ungir menn sem lærðu til
verka undir handleiðslu hans- og
meðal þeirra var sá sem þetta
ritar — fengu notadrjúgt vega-
nesti enda þótt þeim stundum
þætti hann full eftirgangssamur
um að vel væri unnið að neta-
bætingu eða öðru en það vgr þá
heldur ekki hætta á að í ljós
kæmi að kastað hefði verið hönd-
um að verki, þegar að á reyndi,
því að það kom þá alltaf í Ijós
að það sem hann taldi nógu vel
gert, var vel gert. Jóhannes var
dagfarsprúður maður, hann var
fáskiptin um annarra hagi og lét
lítið á sér bera út á við. Það var
gott að vinna með honum og af
honum gátu ungir menn margt
lært. Ég sendi ástvinum hans
samúðarkveðjur um leið og ég
kveð hann og þakka honum löngu
liðna samveru, en hann var einn
af mínum hugþekku félögum á
sjónum um lengri tíma.
Sigurjón Einarsson
skipstjóri.
I DAG verður gerð útför Jó-
hannesar Narfasonar frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði, én hann
andaðist 21. þ. m. að Sólvangi
eftir stranga og erfiða legu.
Jóhannes var fæddur í Hafnar-
firði 9. október 1889. Foreldrar
hans voru þau hjónin Narfi Jó-
hannesson sjómaður og Sigríður
Þórðardóttir. Hann var elztur 8
systkina og að þeirrar tíðar hætti
fór hann snemma að létta undir
sem kallað var, og 11 ára hóf
hann sjómennsku á skútum, og
stundaði sjó þaðan af meðan að
kraftar entust, eða þar til að
honum bilaði sjón og hafði hann
þá stundað sjóinn í full 51 ár.
Jóhannes var á tímabili nokk-
uð við útgerð riðinn, hann var
hluthafi í m.b. ,Falken“ sem gerð
ur var út frá Hafnarfirði og síð-
ar varð hann hluthafi í b.v. „Geys
ir“, en það skip strandaði við
Okrneyjar 1936 á heimleið frá
Englandi. Jóhannes Narfason var
kvæntur eftirlifandi konu Guð-
rúnu Kristjánsdóttur. Þau eign-
Tveir bílskúror til leigu
2 samliggjandi bílskúrar í fokheldu ástandi eru til
leigu, gegn því að leigutaki taki að sér að fullgera
þá. Stærðin er ca. 40 ferm. Tilboð sendist Morgun-
blaðinu merkt: „3943“.