Morgunblaðið - 28.05.1960, Síða 13
Laugardagur 28. maí 1960
MORGUTSBL AÐIÐ
13
— Blaðamanna-
fundurinn
Framh. al bls 11
þóttist mundu taka þátt í topp-
fundinum, ef Bandaríkjamenn
viðurkenndu auðmjúkir brot sitt,
refsuðu fyrir það og lofuðu að
endurtaka það aldrei aftur. Ef
Eisenhower settist á skólabekk og
gerði játningar sínar eins og
Bería forðum, sagðist hann koma
á fundinn. Hann vissi að Eisen-
hower hafði enga löngun til að
leika hlutverk Bería, skilyrðum
hans yrði því aldrei fullnægt. En
þegar Bandaríkjamenn kváðust
mundu hætta njósnafluginu, lét
hann þau orð sem vind um eyru
þjóta. Það var ákveðið, þegar
hann kom til Parisar að enginn
toppfundur yrði. Njósnaflugið
var átylla, almenningsálitið bæði
heima og erlendis krafðist skýr-
ngar á breyttri afstöðu Rússa.
Fyrir einstakan, en ekki einstæð-
an klaufaskap Bandaríkjamanna
flaug njósnaflugvélin upp í hend-
urnar á þeim, þegar þeim kom
það bezt. En af hverju vitum við
að njósnaflugið, sem var auðvitað
mjög alvarlegt afbrot, ekki síður
en njósnir Rússa í Ástralíu og
Bandaríkjunum, var aðeins tylli-
ástæða? Vegna þess að á blaða-
mannafundinum viðurkenndi
Krúsjeff að hann hefði vitað um
njósnaflug Bandaríkjamanna,
þegar hann ræddi við Eisenhow-
er í Camp David, sagðist þó ekki
hafa viljað ympra á því vegna
þess að andrúmsloftið hefði ver-
ið gott og Ike hefði beðið hann
um að kalla sig „my friend“
(hann sagði „my friend“ á ensku
og þá hlógu allir). Ekkert hafði
breytzt, þegar Powers var tekinn
annað en það að Krúsjeff fékk
enn eina sönnun fyrir þessu flugi.
Njósnaflugið var því ekki orsök-
heldur afleiðing og hefur raunar
ekki haft önnur pólitísk áhrif
en þau að veikja aðstöðu Banda-
ríkjamanna í löndum eins og
Japan, Pakistan og Noregi.
Það er eitthvað meira sem ligg-
ur hér til grundvallar en klaufa-
skapur Herters. Það hefur eitt-
hvað gerzt í Rússlandi, einhver
breyting á orðið. Krúsjeff er fórn
ardýr þessarar breytingar. Stefna
hans hefur aldrei átt upp á pall-
borðið í Peking og hefur nú einn-
ig beðið ósigur í Moskvu, a. m. k.
um stundar sakir. Við skulum
fara varlega í að fagna ósigri
Krúsjeffs, því enginn vafi er á,
að hann hefur verið flestum
Kremlverjum betri viðureignar
og hættan á styrjöld hefur verið
mun minni í hans tíð en t.d. á
dögum Stalíns. En hvað um Vest-
urveldin? Hafa þau nokkurn
tíma gert alvarlega tilraun til að
skoða stefnu hans í ljósi þeirrar
erfiðu aðstöðu sem hann hefur
verið í heima fyrir? Ég held ekki.
En þeim er vorkunn. Hvenær
hafa kommúnistar sýnt að þeir
séu traustsins verðir?
Mér fannst stundum meðan ég
hlustaði á Krúsjeff eins og
gremja hans og hatur ættu ræt-
ur að rekja til þeirra vonbrigða
sem hann segist hafa orðið fyrir
í samskiptum sínum við Vestur-
veldin. Það var eins og hann
hefði búizt við einhverju af Eisen
hower sem hann ekki fékk, og
hann gæt ekki fyrirgefið, að for-
seti Bandaríkjanna skyldi vitandi
vits stuðla að ósigri hans heima.
Hér í Chaillot hef ég heyrt að
Eisenhówer hafi gefið Krúsjeff
eitthvað undir fótinn í Þýzka-
landsmálunum, en finnst það ó-
sennilegt mjög. Hitt er trúlegra
að Krúsjeff hafi misskilið Banda
ríkjaforseta í vináttuvímunni, því
í sannleika sagt fannst mér þessi
maður, sem þarna stóð, dálítið
barnalegur með köflum. Undir
lok blaðamannafundarins slokkn
uðu ljósin og hátalararnir fóru
úr sambandi, þá varð hann hrygg
ur eins og barn, enda held ég
honum þyki afskaplega gaman að
tala, en svo þegar hátalararnir
komust aftur í samband, benti
hann á þá, hló og klappaði sam-
an höndunum eins og það hefði
■ verið kveikt á jólatré. Þetta er
aðeins lítið dæmi, en segir samt
sína sögu.
Hvað sem þessu líður hefur
Krúsjeff ofboðslegt hatur á Eisen
hower sem birtist í alls konar sví-
virðingum, og þó er mér sagt að
túlkarnir sem báðir voru rúss-
neskir hafi dregið úr stóryrðum
hans í þýðingunum og mildað orð
hans til muna, enkum þau sem
hann notaði um Bandaríkjafor-
seta og ekki er hægt að hafa
hér eftir á prenti. Þetta var ekki
einungis tónn kalda stríðsins,
heldur miklu fremur tónn per-
sónulegs haturs og rótgróinnar
fyrirlitningar. Krúsjeff gerði sér
augsýnilega far um að sverja af
sér kunningsskapinn við Eisen-
hower, en ég spyr: Getur nokk-
ur maður gripið til svona orð-
bragðs nema «á sem í örvæntingu
)sinni veit að hann á aðeins
tveggja kosta völ: þessara .ljótu
orða eða gálgans? Eða getur ver-
ið að þetta sé sú eina diplómatía
sem 20. öldin skilur og virðir?
Tíminn svarar. Tíminn og þau
lönd, þar sem sérhvert orð jer
gildra, sérhvert bros snara. „Að-
eins eitt orð frá mér og við verð-
ið höfðinu styttri", sagði Caligúla
ett sinn. „Hvor okkar er meiri,
ég eða Júpíter?" spurði hann við
annað tækifæri. Þetta hefði Pétur
miklí eins vel getað sagt, Stalín
líka. Krúsjeff sagði: „Vitið þið,
hvér hér stendur andspænis ykk-
ur . . .?“ Hvað veröldin hefur
lítið breytzt á þessum 2000 árum
sem hafa liðið síðan villimennsk-
an sat í hásæti Rómaríkis. Og
svo á að fara að flytja þetta
mentalítet yfir á næstu stjörnur.
ur, sem þarna situr líka andspæn-
is okkur og mælir okkur út með
sínum skriðdrekaaugum, sem
leita að sérhverjum hávaða í saln
um eins og ljóskastarar að stroku
föngum. Þegar Malínovski hafði
áttað sig á, að hann var ekki á
fundi Æðstaráðsins sat hann sem
fastast, klappaði örsjaldan, brosti
tvisvar og leit einu sinn á úrið
sitt, þegar honum var farið að
leiðast. Hann er myndarlegur
maður, farinn að hærast, kjálk-
arnir sterklegir. Kjarval hefur
lýst sumum mönnum svo, að þeir
væru óskarphéðnastir allra. Mal-
inovski er skarphéðnastur allra
sem ég hef séð. Ekki vildi ég eiga
líf mitt undir góðmennsku þess-
ara köldu augna.
Maðurinn sem stóð andspænis
okkur í Chaillot í gær og hegðaði
sér sem óður væri átti að mínu
viti ekki annars úrkosta. Hann
stóð þarna og gat ekki annað. Það
horfir enginn upp á það möglun-
arlaust að Noregur sé skotinn úr
hendi hans, og skiptir ekki máli
hver það reynir, hvort hann heit-
ir Eisenhower, Mao Tse Tung,
ónefndur Stalinisti heima í
Moskvu eða Malinovski marskálk
Athyglisverðasta augnablik
fundarins þótti mér þegar Krus-
jeff greip fyrsta tækifærið sem
bauðst til að hylla Malinovski og
nefna hann hetju tveggja heims-
styrjalda sem aldrei hefði brugð-
izt landi sínu, en ætíð verið því
góður og sannur sonur. Aldrel
hefði Stalín sagt svona á blaða-
mannafundi. Hann þurfti þess
ekki. En marskálknum líkaði lof-
ið vel, hann brosti feimnislega og
varð dálítið rjóðari í kinnum, en
bak við brosið bjó eitthvað sem
enginn vissi hvað var nema hann
sjálfur. Ætli hann hafi ekki verið
að hugsa um örlög fyrirrennara
síns, þjóðhetjunnar Zhukovs
landvarnaráðherra, sem nú liggur
gleymdur og grafinn á einum af
þessum pólitísku öskuhaugum
sem eru svo táknrænir fyrir okk-
ar tíma? Maður fann að hann
var ákveðinn í að fara aðra leið,
hvað sem það kostaði. Augljóst
var að marskálkurinn tók bezt
undir mál Krúsjeffs, þegar hann
dembdi úr þjóðernisfötunni yfir
salinn. Þá varð forsætisráðherr-
ann stoltur eins og fermingar-
drengur og hélt áfram eitthvað á
þessa leið: Það getur verið að
pabbi ykkar eigi fína bíla, en
pabbi minn ætlar bráðum að
kaupa miklu fínni bíl. Ég þekki
þennan tón frá því ég var dreng-
ur. Hann verkar eins og eitur á
sálina. Sumir verða alltaf að
grípa til hans öðru hverju. Hann
er tiltölulega skaðlaus þangað til
forsætisráðherra heimsveldis
hrópar yfir veröld alla: „Þolin-
mæði okkar er á þrotum", sagði
Krúsjeff og átti við samninga um
framtíð Þýzkalands. Mér fannst
ég hefði heyrt þessi orð áður.
Þá voru þau sögð á þýzka tungu.
Ég er ekki með þessu að segja
að Malinovski sé kaldrifjaður
hernaðarsinni, til þess hef ég
hvorki heimild né ástæðu, en hitt
þykist ég viss um, að hann hafi
ekki í hyggju að vera með „flekk
lausar hendur og hreina sál“, þeg
ar Noregur verður skotinn úr
hendi Krúsjeffs. Hann veit að
það er mjótt bil milli þessa kank-
vísa bross og kreppta hnefans
sem sneri að okkur blaðamönn-
unum í gær. Og Krúsjeff veit að
hann lendir í rússneska sendi-
ráðinu í Mongólíu, ef Malinovskl
eða einhver annar Kremlverji
verður fyrri til að kreppa hnef-
ann. Þá fáum við enn einu sinni
að sjá rotturnar flýja sökkvandi
skipið og þessi „einhver" segir
við þær eins og Caligúla forðum:
„Ég hef hugsað mér að gera uppá
haldshestinn minn að konsúl, því
það hafa hvort sem er svo margir
asnar orðið konsúlar, og hvi ætti
þá ekki slíkur gæðingur að geta
orðið konsúll?“
Og ný ísöld gengur í garð.
SKIPAUTGCRB RIKISINS
BALDUR
fer til Sands, Ólafsvikur,
Grundarfjarðar, Stykkishólms og
Flateyjar á þriðjudag. — Vöru-
móttaka á mánudag.
Eimreiðin 65 ára
NÝLEGA er komið út fyrsta hefti
Eimreiðarinnar árið 1960. Eru nú
liðin 65 ár, síðan Eimreiðin hóf
göngu sína, en tímaritið var stofn
að i Kaupmannahöfn árið 1895
undir ritstjórn Valtýs Guðmunds
sonar. Hefur það komið út ósiit-
ið síðan og aldrei fellt niður ár-
gang.
Árið 1955 keypti Félag ísl. rit-
höfunda og nokkrir félagar úr
því ritið af þáverandi eiganda og
ritstjóra, Sveini Sigurðssyni, sem
þá hafði gefið hana út í rúm 30
ár. Þá varð Guðmundur Gíslason
Hagalín ritstjóri Eimreiðarinnar
tvö næstu árin og þriðja árið
ásamt þeim Helga Sæmundssyni
og Indriða G. Þorsteinssyni. Sl.
ár var Þóroddur Guðmundsson
frá Sandi ritstjóri Eimreiðarinn-
ar. —
Með þessum árgangi hefur orð-
ið sú breyting á, að Ingólfur
Kristjánsson hefur gerzt aðaleig-
andi Eimreiðarinnar ásamt Fé-
lagi íslenzkra rithöfunda og jafn
framt tekið við ritstjórn hennar.
Hefur nokkur breyting orðið á
ritinu, m.a. hefur letur verið
smækkað og spássíur minnkaðar,
en brotið er af sömu stærð og
áður var. Er ráðgert að ritið
komi aðeins úr þrisvar á ári í
stað fjórum sinnum áður.
Fjölbreytt efni
Eimreiðin er að vanda mjög
fjölbreytt að efni og prýdd fjölda
mynda. Af greinum má nefna
„Eimreiðin 65 ára“ eftir Ingólf
Kristjánsson, „Valtýr Guðmunds-
son — aldarminning“ eft. Þórodd
Guðmundsson, ,,Nýr þáttur í rit-
réttarmálum islenzkra höfunda"
eftii'Björn Th. Björnsson, „Barna
sjúkdómar tækninnar" eftir
Helga Sæmundsson og „Boðskap-
ur leiklistar“ eftir Gylfa Þ. Gísla
son. Ennfremur eru þar frásagnir
„Á vegum Steingríms“ eftir Guð-
mund G. Hagalín, „Sjötíu ára
stúdentsafmæli“ eftir Ingólf
Kristjánsson, „Þúsund ára hátíð
Snæbjarnar Galta“ eftir Sigur-
jón Jónsson, ljóð eftir Kristján
Sig. Kristjánsson, Gest Guðfinns-
son, P. B. Shelley og Helgu Þ.
Smára og smásögur eftir Dylan
Thomas og Ragnar Jóhannesson,
o. fl. Forsíða Eimreiðarinnar hef
ur og breytt um svip, er hún teikn
uð af Stefáni Þór, mjög smekk-
lega í þrem litum.
Hörður Ólafsson
og domtúlkur i ensku.
Iögfræðískrifstofa. skjalaþýðandi
Austurstræti 14.
Sími 10332, heima 35673.
OPINBEKA STOFNUN
vantar mann
með verzlunarprófi í stöðu fulltrúa. Umsóknir ásamt
upplýsingum um menntun, fyrri störf og aldur send-
ist afgreiðslu blaðsins, merkt: „Fulltrúi — 3942“.
Skrifstofan verður lokuð
til 15. júní n. k. — Uppl. í síma 15391.
l'ORVALDUR ÞÓRARINSSON
hæstaréttarlögmaður.
Bókamenn
Opna í dag Fornbókaverzlun á Laufásvegi 4,
með ísl. og erlendar bækur.
SIG. Þ. BJÖRNSSON.
íbúð óskast
4ra herb. í Hvassaleiti eða Laugarneshverfi. 3 full-
orðnir í heimili. Uppl. í síma 35352 milli kl. 10—12
fyrir hádegi.
tffgiisttfrfafrib
óskar eflir ungling til
blaðburðar í eflirtalið hverfi:
KRINGLUMÝRI
Fulltrúastaða
Fulltrúi óskast til starfa í skrifstofu skipulagsstjóra
Reyk j avíkur bæj ar.
Æskilegt er að umsækjandi hafi stúdentsmennt-
un og þekkingu og reynslu í tæknilegum störfum.
Laun samkvæmt launasamþykkt Reykjavíkur-
bæjar.
Nánari upplýsingar í skrifstofu skipulagsstjóra,
Skúlatúni 2.
Umsóknir skulu hafa borizt eigi síðar en 5. júní
næstkomandi.
Skiplagsstjóri Reykjavíkurbæjar.
Nemendamót
Nemendasamband Samvinnuskólans heldur annað
nemendamót sitt að Bifröst dagana 4. og 5. júní n.k.
Ferð verður frá Sambandshúsinu kl. 13,30 á laugar-
dag.
Fjölbreytt dagskráratriði:
Matur og gisting á staðnum.
Þátttaka tilkynnist sem allra fyrst til Magneu
Sigurðardóttur, Starfsmannahaldi SÍS.