Morgunblaðið - 29.05.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.05.1960, Blaðsíða 8
8 M O R C |7 IV P T Aitifí Sunnudagur 29 maí 1960 í3040 stiga hita með SEX Afríkuþjóðir fá frelsi á þessu ári, þar á meðal Kongó, sem losnar frá Belgíumönnum. Á þeim slóðum er ekki sem frið- samlegast um þessar mundir og þegar hingað berast fregnir það- an, eru þær jafnan um óeirðir. Þess vegna barst talið fyrst að því, er ég hitti íslenzka konu, nýkomna frá Kongó. — Maður getur alltaf búizt við uppþotum og það er satt að segja ástæðan fyrir því að ég kom nú heim með krakkana, til að bíða hér átekta fram yfir 30. júní, þegar Kongóbúar taka stjórnina í sínar hendur, sagði Margrét Thors, en hún og maður hennar, Þorsteinn Jónsson, flugstjóri, búa I Leopoldville. — Hvað gerist þá? — Ekkert, vonandi. En ástand- ið er þannig í Kongó, að svert- ingjarnir skiptast í tvo flokka, sem berjast um völdin. Neðra- Kongómenn mynda aðallega Abako-flokkinn, undir forystu Kasa Vubu, en forystumaður Efra-Kongómanna er Lumumba, sem oft heyrist nefndur í frétt- um. Báðir hafa að undanförnu lofað fólkinu í blöðum sínum, gulli og grænum skógum, svo sem skattfrelsi, ókeypis öllum ferðalögum, vörum úr verzlun- um fyrir lítið sem ekkert og jafnvel minnzt á að allir geti kvænzt hvítum konum, sem þykir ákaflega eftirsóknarvert. En nú nálgast frelsisstundin, 30. júní. Atkvæðagreiðsla byrjaði 13. maí og sagt er að báðir aðilar séu orðnir ákaflega hræddir við loforðin sín og óöruggir. Forystu- mennirnir hafa líka lýst því yfir I kosningaræðum, að þeir muni sjá um það að hinum aðilanum verði ekki vært í stjórn, ef þeir verði ekki kjörnir sjálfir. Þess vegna veit enginn hvað gerist. Alltaf eru að gjósa upp óeirðir milli hinna ýmsu kynflokka í landinu, og ekki alls fyrir löngu lenti lögreglumönnum, sem allir eru svartir, og svörtum hermönn- um saman, er báðir voru að' stilla til friðar í sveitaþorpi. Þar sem það verður eina lögregluliðið eft- ir að belgíski herinn fer, sló óhug á marga við þær fréttir. Hvítar konur eru því yfirleilt farnar með börn sín, enda vill maður ógjarnan taka ábyrgð á því að vera þar með böm sem stendur. Allar mínar vinkonur voru farnar heim, svo ég hefði ekki einu sinni getað komið telpunum þremur fyrir meðan ég væri í sjúkrahúsi til að ala fjórða barnið. Og enginn veit hverju af þjónustufólkinu má treysta, ef til óeirða kemur. Um 5 þús. manns bíður eftir að kom- ast úr landinu núna, þar af 2000, sem ekki hafa far. Mennimir eru yfirleitt kyrrir. Álitið er að hvað sem verður ef deilur harðna. Þeir hata Belgíumenn, einkum Flæmingjana, og ekki er álitið að Suður-Afríkubúar muni eiga þar upp á pallborðið í fram- tíðinni. En t. d. Bretar og Bandaríkjaménn eru vel þokk- aðir. Sennilega á trúboðsstarf- semi þeirra þátt í því. Trúboð- arnir hafa alltaf komið fram við Svertingjana sem menn og jafn- ingja. — Við höfum ekki nema gott eitt af Svertingjunum að segja. En maður lærir að fara varlega. Það er hægt að dæma eftir hávaðanum í trumbunum, hvort hætta er á ólátum, sem venju- lega verða í sambandi við funda- höld hjá þeim. — Tekur ekki á taugarnar að Margrét Thors með dæturnar þrjár eðlur og kóngulær fyrir húsdýr svarta stjórnin muni sjá sér haghlusta á trumburnar? í að hafa þá framvegis, því ekk- ert er til af sérmenntuðum mönnum í landinu, aðeins um 20 Svertingjar háskólagengnir og enginn þeirra læknir eða verk- fræðingur. Sem sagt, maður vonar að allt gangi vel. „Madam" afskaplega snjöll — Er mikið af hvítu fólki í Kongó? — í Leopoldville eru um 30 þús. hvítir. Þeir búa í miðborg- inni og svertingjahverfin í kring. En þegar Kongó hefur fengið frelsi verður Luluabourg inni í landi höfuðborg, og hún er nær eingöngu byggð svörtum. Þar ráða ríkjum tveir kynflokkar, sem í tvö ár hafa átt í erjum, samið og barizt á víxl. — Er ekki kurr í garð hvíta fólksins? — Ennþá gera Svertingjarnir greinarmun á hvítu mönnunum Hlið tjaldbúða Keflvíkin ga á síðasta móti. — Nei, það kemur upp í vana og fer eftir hitanum hve vand- lega Húsinu er lokað á kvöldin. Maður verður latur í hitanum og hættir að hugsa, eins og Svertingjarnir. Annars er bezla vörnin að hafa hund. Svertingj- arnir eru allir dauðhræddir við hunda, sem eru fljótir að sjá það og elta þá. Við höfum sauðmein- lausan hund, en heldur ijótan, og bílstjórar flugfélagsins koma ekki alveg upp að húsinu til að sækja Þorstein nema hundurinn sé lokaður inni. Þetta eru alveg eins og börn. En hundurinn gerir það gagn, að enginn getur komið inn í húsið á nóttunni án þess við vöknum. — Já, þú minntist á hita. Hvað er heitc þarna? — Svona 30—40 stig á Celcius á heita tímabilinu, sem nú er að ljúka, og 20—30 eftir að kólnar. Munurinn er ekki ýkja mikill, en á kalda tímanum er oftast skýj- að á morgnana. Þegar kemur þrumuveður og ausandi rigning- arskúr fer ég venjulega út og stend í rigningunni. Það þykir Svertingjunum skrýtið. Þeir standa og skríkja og gera grín að „madame“. Sjálfir fara þeir ekki á fætur og láta sér ekki detta í hug að mæta x vinnunni ef rignir að morgninum. En þetta er nú mín bezta upplyfting. Hit- inn hefur svo lamandi áhrif á mann. Annars fengum við kæli- kerfi í svefnherbergið nýlega, og síðan eru þjónarnir klukkutíma að sópa gólfið þar. Þeir geta ekki skilið að vél framleiði kuldann og finnst madame afskaplega snjöll að geta látið kólna svona. AUs kyns orma- og húðsjúk- dómar Ingibjörg litla, dóttir Margrét- ar, kemur inn. Ég spyr hvort hún hafi meitt sig aftan á lær- inu. Nei, þetta reyndist bara vera sandormur, sá eini sem eftir Skátamót í Botnsdal 1 SUMAR gengst Skátafélag Akraness fyrir skátamóti í Botns dal í Hvalfirði. Mótið hefst mið- vikudaginn 29. júní og stendur til 3. júlí. Þegar er vitað um all-mikla og almenna þátttöku ýmissa skáta- félaga, en mótið er fyrst og fremst ætlað skátum, drengjum og stúlkum af Suðvesturlandi. Ekki er ennþá hægt að fullyrða lim fjölda skátanna, sem koma, en búast má við 400—600 skátum frá 15 skátafélögum. Mótasvæðið verður það sama, sem reyndist svo skemmtilegt á Baden-Powell-mótinu í Botnsdal 1957. Þar skiptist á skógarrunnar og falleg rjóður. Mun hvert skátafélag koma þar fyrir sinni eigin tjaldbúð með hliði, fánum og öðru sem tilheyrir tjaldbúðum skáta. Þar munu skátarnir reisa sína borg með flestu, sem r.auð- synlegt er í venjulegu umhverfi heima. Matreiðslu alla og tjald- búðastörf annast skátarnir sjálf- ir og er það megin þáttur í starfi skátafélaga, að skátinn geti hjálp að sér sjálfur. Dagskráin verður fjölbreytt og leitazt við að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Umhverfið í Botnsdal og næsta nágrenni býður upp á mikla nátt úrufegurð og hin beztu skilyrði til iðkunar allskonar skáta- íþrótta. Allt í kring eru tignar- leg fjöll: Botnssúlur, Hvalfell, Þyrill. Eða staðir, sem gaman er að sjá, svo sem Hvaveiðistöðin, einn hæsti oss landsins: Glymur, og dýpsta vatn landsins: Hval- vatn, Skógarkjarrið og heiðar- drögin eru tilvaldir staðir til alls konar skátaleikja. Miðvikudagur: Skátar setja upp tjaldbúðir sínar. Mótssetning. — Varðeldur. Fimmtudagur: Gönguferðir á Framh. á bls. 23. er af um 20, sem komust þarna undir húðina og þvældust þar fram og aftur um hríð. Þessi virðist alltaf lifna við aftur, hvernig sem að er farið. Talið berst nú að sjúkdómum, sem við hér þekkjum ekki, og kvikindum, sem við höfum aldrei augum litið. — Ég álít að maður þurfi að læra heilmikið um hitabeltis- sjúkdóma, áður en farið er til Kongó, segir Margrét. Fyrsla árið mitt þar var ósköp erfitt, því ég var svo fákunnandi um þessi atriði og stelpurnar voru alltaf lasnar. Nú veit ég nokkurn veginn hvað ber helzt að varast og hvernig. T.d. er hitamismun- urinn svo mikill, að gæta verður þess að loka gluggum um mið- nættið, og við tökum öll eina töflu af kínínblöndu á dag, til að varast malaríung, sem moskítóflugurnar bera. Áður lét nýlendustjórnin sprauta vikulega DDT yfir borgina og þá var ástandið ágætt hvað þetta snerti, en nú þegar Belgíumenn eru að fara, er því hætt. Annars er nokkuð erfitt að verja krakkana fyrir sjúkdóm- um, sem algengir eru meðal Svertingjanna, því svört og hvít börn eru saman í barnaskóla, og í Svertingjunum eru alls konar orma- og húðsjúkdómar og einnig talsverð brögð að berkl- um, enda sóðaskapurinn óskap- legur. — Er þá ekki ungbarnadauð- inn mikill? — Jú, en einnig hjá hvíta fólkinu, því ekki er hægt að bólusetja ungbörnin gegn öllum þeim sjúkdómum, sem þarna ganga. Það er hræðilegt að koma í kirkjugarðinn, því í um þriðj- ungi af gröfunum hvíla ungbörn. En úr því við erum að tala um ungbörn, dettur mér í hug, að sjálfsagt þætti ungbarnaeftirlit- inu hér það lítt til fyrirmyndar að sjá mæður með nýfædd börn- in bundin aftan á sig. Höfuð barnsins dinglar, því það hefur engan stuðning. En kannski er þetta bara gott fyrir börnin og ein ástæðan fyrir því hve fal- lega svertingjakonur bera höfuð- ið - og hve tígullegar þær eru í fasi. Þær bera líka allt á höfð- inu. Algengt er að sjá konu með eitt barn aftan á sér, annað ófætt og 3—4 á eftir sér og svo með hlass á höfðinu. Einum til tveimur metrum á undan gengur svo maðurinn uppábúinn. Gróðurinn klipptur vegna slangnanna — Hvernig er með skorkvik- indi og slöngur? — Nóg af þvi. Að vísu hef ég aldrei séð slöngu í garðinum okk ar, en krakkarnir hafa séð þær í skólagarðinum. 1 Leopoldville verða allir að hafa garðinn sinn vel hirtan og allan gróður klippt an og snoðinn, svo að slöngur geti ekki leynzt þar. Eftirlits- menn fara um garðana á morgn- ana. Háar sektir liggja við að hafa ekki garðinn í lagi. Stóru kóngulærnar, sem kall- aðrar eru „Black Widow“ eru nú víst í skógunum. En hjá mér eru bara litlar kónguiær og eðlur, sem ég vil gjarna hafa, því þær eyða öllum flugum úr húsinu. Maurarnir eru heldur leiðinleg- ir, en þeir gera engum mein, og stóru kakkalakkarnir eru ósköp hvimleiðir, og bezt að losna við Þá. ■— Hvernig er að halda heim- ili í Leopoldville? Nokkrir erfið- leikar með húsjálp? — Nei, síður en svo, nóg fram- boð af vinnu. Borgarstjórnin hef- ur verið að reyna að koma í veg fyrir að utanbæjarfólk streymi til borgarinnar, vegna atvinnu- leysis. En ef Svertingi er skyld- ur einhverjum borgarbúa í 20. lið, þá getur hann komið og sezt upp hjá honum. Þeir eru ætt- ræknasta og gestrisnasta fólk sem hugsast getur. Fái aðkomu- maðurinn ekki vinnu, nú þá bjargast þetta einhvern veginn og hann er velkominn. Mjólkurpotturinn 25 kr. — Huernig er með matarút- veganir. Er dýrt að lifa? — Það er nóg af ávöxtum og grænmeti. Fiskur er hreinasta lúxusvara, annað skaplegt, nema mjólk og áfengi. 3 pela flaska af mjólk kostar 27 franka eða tæp- ar 19 kr., svo það er dýrt að vera þarna með börn. — Nokkur vandræði með skóla fyrir krakkana? — Nei, nei. Kennslan fer fram á frönsku eða flæmsku og skól- arnir eru strangir. Það er ekkert sem heitir að svikjast um. Allur tími barnanna skiptist milli skóla og heimavinnu frá 1. sept. fram í miðjan júlí. Ég tók skólabækurn- ar með og íelpurnar verða að lesa meðan þær eru hér, annars geta þær ekki sezt aftur í skól- ann sinn, þegar við komum aftur til Kongó. í skólanum eru bæði hvít og svört börn. Kaþólsku skólárnir byrjuðu að taka við svörtum börnum og ríkisskól- arnir fóru að dæmi þeirra. — Okkur hefur orðið tíðrædd- ast um óeirðir, hita og skorkvik- indi, svo halda mætti að þarna væri allt annað en gott að búa, sagði Margrét að lokum. En sann- leikurinn er sá, að okkur hefur líkað ljómandi vel. Ef þar verð- ur sæmilega rólegt, þá vil ég fara aftur til Kongó og í bjart- sýni trúi ég því að ekki verði langt þangað til. — E. Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.