Morgunblaðið - 29.05.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.05.1960, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 29. maí 1960 TTtg.: H.f Arvakur Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsíngar: Arni Garðar Krístinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Asknftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. RÁÐSTEFNA A.S.Í. OÁÐSTEFNA Alþýðusam- bands íslands um kjara- málin stendur nú yfir. Af at- hygli mun verða fylgzt með gerðum þessarar ráðstefnu því að líklegt er, að þar fáist prófsteinninn á það, hvort samtök þessi eigi að þjóna hagsmunum verkafólks og launþega almennt, eða hvort pólitískum ofstækismönnum tekst að hagnýta þau í til- raunum sínum til niðurrifs- starfa. Ráðstefnan kemur saman á þeim tíma, er allar stéttir þjóðfélagsins hafa tekið á sig nokkrar byrðar um stundar- sakir til þess að rétta við efnahag landsins og firra frá frekari skuldasöfnun erlend- is. Full ástæða er til að ætla að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar, þ. á. m. meðlima verkalýðssamtaka sé fús á að taka þessar byrðar á herðar nú um nokkurt skeið, fremur en fresta þeim um eitt eða tvö ár, þótt það væri hægt, sem allsendis er þó óvíst. Er líka alveg vafalaust að sú af- staða er skynsamleg, því að frestun þess að rétta við hallabúskapinn, mundi aðeins leiða til þess, að byrðarnar yrðu margfalt meiri síðar. Gera verður ráð fyrir að fulltrúum á Álþýðusambands ráðstefnunni séu þessi sann- indi ljós. Þess vegna-mun reyna á þroska hvers einstaks við úrlausn þeirra vanda- mála, sem um er að ræða. Þeir sem einlæglega vilja vinna að hagsmunamálum samtaka sinna munu gjalda varhug við tilraunum til að skapa þjóðinni erfiðleika. Hinir, sem blindaðir eru af pólitísku ofstæki, munu vafa- laust leitast við að fá gerðar samþykktir um það, að efna skuli til stéttastríðs í þjóðfe- laginu. í kaupgjaldsmálum er stefna ríkisstjórnarinnar ái- veg skýr og rétt er að undir- strika hana hér einu sinni enn, svo að hún fái engum dulizt. Stjórnin hefur lýst því yfir, að hún muni ekki gerast aðili að neinum vinnu- deilum. Hún kveðst munu standa gegn kauphækkunum, sem leiði til þess eins að byrð- unum verði á ný velt yfir á allan almenning, í sköttum eða hækkuðu vöruverði. Hún bendir á þau augljósu sann- indi, að raunverulegar kjara- bætur geta því aðeins fengizt að framleiðsluaukning verði. í þessum yfirlýsingum stjórn- arinnar felst tvennt. Annars vegar að verkfallsrétturinn verður nú gerður virkur. á ný, þar sem atvinnurekend- um verður ekki heimilað að velta nýjum kauphækkunum yfir á almenning. En á hinn bóginn er það líka ljóst að atvinnurekendur munu ekki fáanlegir til að samþykkja kauphækkanir, nema þeir beri óhóflega mikið úr být- um, eða þá að þeir munu láta undan kaupkröfum og draga saman seglin, en við það kynni að skapast alvarlegt atvinnuleysi. Ábyrgð þeirra manna, sem nú efndu til vinnudeilna, yrði því-mikil. Slíkar deilur gætu aðeins endað á tvennan hatt, annað hvort að vinnuveitend- ur stæðu gegn öllum kaup- hækkunum þar til verkfall færi út um þúfur, eða þá að þeir féllust á launahækkanir eftir langt verkfall, en drægju saman atvinnurekst- ur sinn, þannig að alvarlegt atvinnuleysi gæti skapazt. Einhverjir kynnu að segja að þriðja leiðin væri til, þ. e. a. s. að fella gengið að nýju, ef um verulegar kauphækkanir verður að ræða. Gegn þeirri leið mun ríkisstjórnin standa í lengstu lög. En ofstækis- mönnum er rétt að segja það skýrt og skorinort, að fjórða leiðin, sem þeir sækjast eftir, er alls ekki fyrir hendi. Kommúnistar myndu helzt æskja þess, að vinnudeilur leiddu til þess að uppbóta- stefna yrði tekin upp að nýju og stjórnarstefnan hryndi. Sú leið væri alvarlegust fyr- ir allan landslýð, og sérstak- lega þó launastéttirnar. Þess vegna mun aldrei horfið að henni aftur meðan núverandi ríkisstjórn er við völd. Og i þar sem stjórnarflokkunum er það fullljóst, að ný upp- bótastefna mundi leiða yfir þjóðina hið mesta böl, þá ber þeim skylda til að standa ó- bifanlega gegn öllum tilraun- um til að innleiða hana á ný. Þeir eiga því ekki annarra kosta völ, en að hika hvergi, hvað sem á gengur. Einnig þetta er rétt að leiðtogar kommúnista og Framsóknar viti, því að þá er þeim líka ljóst, að skemmdarverkin geta ekki þjónað þeim tii- gangi, sem þeim ér ætlað, þ. e. a. s. að kollvarpa ríkis- stjórninni. Af öllum þessum ástæðum verður að treysta því að full- trúar á ráðstefnu A.S.I hug- leiði öfgalaust þá ábyrgð, sem þeim er lögð á herðar og forðist að efna til átaka, j sem mest munriu skaða laun-J þega. UTAN UR HEIMI Þessl teikníng gefur nokkra hug-mynd um, hvernig milljónarinn Otto Zweig liugsar sér neðanjarðarbrautina. Risafyrirtæki EINN af mestu auðjöfrum Vestur-Þýzkalands eftir stríð hefir gert áætlun um mikil- fenglegar framkvæmdir, sem allt virðist benda til, að verða muni að veruleika á næstunni, nú þegar fylkis- þingið í Rhein-Westphalen veitti henni einróma stuðning á dögunum. — Milljónarinn, sem um ræðir, er Otto Zweig, sem grætt hefir óhemju fé, m. a. á framleiðslu plastum- búða, — og áætlun hans fjallar um það að byggja neðanjarðarjárnbraut — ekki í einni borg, heldur milli margra bæja og borga. Með Vestur-þýzkur milljónari vill byggja neðan- jarðarbraut um Ruhr-hérað 1.0 0 0 000000000 0 0 0 t þessari miklu neðanjarðar- braut hyggst auðjöfurinn tengja saman allar helztu borgir Ruhr-héraðsins — og aflétta þannig umferðaröng- þveiti því, sem nú háir svo mjög þessu mikla iðnaðar- svæði Vestur-Þýzkalands. — 'k — Ruhr er þéttbýlasta landsvæði Vestur-Þýzkalands — með ca. 2500 íbúa á hvern ferkílómetra lands. — Umferðin á þessu svæði er nú slík, að það má oft telj- ast meiri háttar „fyrirtæki“ að komast frá einni hinna 23 storu iðnaðarborga til annarrar. Einteinungar Það er þetta vandræða- ástand, sem Zweig ætlar að binda endi á með neðanjarðar- braut sinni. Hún á að vera á tveim hæðum. 1 neðri hlutanum eiga járnbrautarlestirnar að ganga, og verða það einspora vagnar, eða einteinungar, eins og þeir munu hafa verið nefndir á íslenzku (monorail). — í efri helmingi jarðgangnanna hugsar Zweig sér hins vegar, að koma megi fyrir ýmiss konar starfsemi — jafnvel geti minni háttar iðn- fyrirtæki fengið þar inni, auk þess sem þar verður til húsa hvers konar þjónusta í sambandi við neðanjarðarbrautirnar, bráða birgða-sjúkrahús o. fl. — Við allar endastöðvar er gert ráð fyrir rúmgóðum bílastæðum, svo að menn geti skilið eftir bíla sína og skotizt með skjótum hætti til næstu borgar með hinni hraðskreiðu neðanjarðar- braut. A Þúsundir milljóna Þetta verður að sjálfsögðu ákaflega dýr framkvæmd — og mun óhætt að telja kostnaðinn í þúsundum milljóna í íslenzkri mynt. En milljónarinn telur, að ekki muni það verða sérstak- lega erfitt vandamál að útvega nauðsynlegt fé — mörg stór- fyrirtæki og auðugir einstakling- ar muni sjá sér hag í að leggja þar nokkuð af mörkum, auk þess, sem bæði fylkisstjórnm og sambandsstjórnin í Bonn muni eflaust styrkja fyrirtækið með ríflegum fjárveitingum. —~'k — Ef svo fer, sem nú horfir, að þessi risavaxna hugmynd Otlo Zweigs verði samþykkt endan- lega, má gera ráð fyrir, að fram- kvæmdir við hina miklu neðan- jarðarbraut hefjist eftir svo sem eitt ár. Rússnesk dæmisaga Kemur hún höfundi sínum í klandur? MENN tala nú um það, að „járntjaldið“ hafi verið þétt á ný eftir njósnaflug Banda- ríkjamanna yfir Rússlandi 1. maí sl. og upplausn „topp- fundarins“ um miðjan mán- uðinn. — Þrátt fyrir það si- ast þó enn í gegnum það ýms- ar athyglisverðar fréttir. — -k — I bókmenntatimaritinu „Novy Mir“ birtist fyrir skömmu smá- saga eftir rithöfundinn Vladi- mir Dudintsev, sem árið 1956 var mjög umræddur um allan heim — og olli innanlandsólgu — með skáldsögu sinni „Ekki af einu saman brauði“. • Dæmisaga Fyrrgreind smásaga Dudint- sevs er eins konar dæmisaga — DUDINTSEV — fær hann skömm í hattinn? þar sem talað er um land nokk- urt eða heim, þar sem eilíft sól- skin ríkir annars vegar, en myrkrið situr ætíð í hásæti á hinum helmingnum. — Aðalper- sóna sögunnar er ungur vísinda- maður, sem er að dútla við til- raunir með að „framleiða“ sól- skin I hinum myrka hluta heims- ins — þ. e. „gervisólskin“. — Þrátt fyrir vísindamennsku sína og göfugan ásetning, eyðir hann mestu af tíma sínum við að horfa á sjónvarp. • Sinnaskipti Hinn ungi vísindamaður komst í náinn kunningsskap við eldri „kollega" sinn, sem er haldinn alls konar hugsjóna- grillum, og verður fyrir slíkum áhrifum frá honum, að hann snýr sér af alhug að vísindastarfi sínu — og uppgötvar „gervisólskin- ið“, sem hann hefir svo lengi haft í huga. 1 sögunni er einnig fjallað um bófaflokk nokkurn og foringja þeirra. Fremja þeir hin mestu spjöll lengi vel — en loks fer svo um foringjann ,að hann tek- ur sinnaskiptum og tilkynnir opinberlega ,að hann óski einsk- is heitar en að bæta fyrir synd- ir sínar og fá að starfa sem lög- hlýðinn borgari. — En ekki hef- ir hann fyrr birt yfirlýsingu sína en ræningjaflokkurinn ræður honum bana — sem liðhlaupa. - 'k - Margir hafa þótzt sjá líkingu mikla með ræningjaforingjanum í sögunni og Krúsjeff, forsætis- ráðherra Ráðstjórnarríkjanna — og með bófaflökknum og rússneska kommúnistaflokknum. — Menn hafa einnig veitt því at- hygli, að rithöfundurinn virðist sérstaklega hafa greitt fyrir þessari samlíkingu með því að láta ræningjaforingjann eiga sama fangamark og Krúsjeff. • Ef til vill .... Menn segja, að Dudintsev hafi hér notað líkingamálið lil þess að fá komið á framfæri smásögu, sem á beint við okkár tíma — og meira að segja síð- ustu vikurnar. En þá er spurn- ingin — hefir hann gert það nógu „sniðuglega", þannig, að ekki verði hægt að hafa á því, sem kallað er. — Ef honum hef- ir ekki tekizt það, og komizt hann í vandræði vegna þessarar smásögu sinnar — en „innan- lands-veðurspá“ Sovétríkjanna nú sem st^ndur gæti vissulega bent til þess, að svo yrði — ja, þá er það víst ekki í fyrsta skipti. Og, sé það rétt, sem eftir hon- um er haft, þá er hann ekki ó- viðbúinn slíku: — „Ég hefi feng- ið að kenna á því oft og mörg- um sinnum. — Sex daga vikunn- ar er mér úthúðað. Þann sjöunda hlýt ég hrós og heiður — ef til vill.... “

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.