Morgunblaðið - 29.05.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.05.1960, Blaðsíða 13
íSunnudagur 29. maí 1960 MORCVNBLAÐIÐ 13 Istanbul, hin forna höfuðborg Tyrklands við Bosporussund. REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 28. maí „Takt og tone44 Þjóðviljinn býsnast yfir því, að mönnum skuli hafa ofboðið fram koma Krúsjeffs á Parísarfund- inum. Telur blaðið þær „um- ræður um „takt og tone“ harla óviðeigandi, enda farist þeim, er á þessu hafi orð, sízt að gerast „tíðrætt um það að öðrum beri að temja sér jómfrúlegan tepru- skap í orðavali". Þó að Þjóðvilj- anum sé háttvísi svo framandi hugtak, að hann til öryggis skýri á dönsku við hvað hann eigi, þá vita aðrir íslendingar frá fornu fari fullvel hvað háttvísi er og hafa ætíð talið hana henta í skipt- um manna á milli. Það er þó ekki eingöngu skort- urinn á háttvísi, sem fær mönn- um hvarvetna undrunar yfir framkomu Krúsjeffs heldur hafa þeir ekki síður beig af andanum, sem á bak við býr. Vonandi leiðir hann ékki til styrjaldar að þessu sinni, þó að sama hugarfar hafi hleypt tveimur heimsstyrjöldum af stað á þessari öld. Vopnin eru nú orðin svo ógurleg, að menn vona í lengstu lög, að þeim verði ekki beitt. Öllum kemur þó sam- an um, að heimsástandinu hafi stórlega hrakað við að Parísar- fundinum var hleypt upp. Hitt má Krúsjeff eiga að fram- koma hans sjálfs hefur síðan ver- ið mun hófsamlegri. Gamalkunn- ugt er, að hegðun einræðis- herra er oft óútreiknanleg. Aðal- hættan af hinu mikla valdi slíkra manna er, að dutlungar þeirra hleypi af stað atburðarás, sem enginn fær stöðvað en ófyrir- sjáanlegar hörmungar kunna að leiða af. Síðustu fregnir herma, að enn á ný hafi Krúsjeff hellt sér yfir Eisenhower með ábóta- skömmum. Heimsfriðurinn er ó- neitanlega valtur á meðan hann er kominn undir stillingu þvílíks orðháks. Tvrkland Herinn í Tyrklandi hefur nú sett ríkisstjórninni þar í landi af og tekið völdin í sínar hendur til að tryggja frjálsar kosningar eftir því, sem yfir er lýst. Fyrir íslendinga er erfitt að gera sér grein fyrir orsakasamhengi at- burðanna austur þar. Öll atvik eru svo gersamlega ólík því, sem við eigum að venjast Tyrkir eru hraust þjóð og um margt fremri a .m. k. sumum nágrönnum sín- um. En menning þeirra ér ger- ólík okkar. Þorri þjóðarinnar, a. m. k. sá, sem í sveitum býr, er t. d. enn ólæs og óskrifandi. Ýmsir menn þar í landi líta svo á, að meira öryggi fengist með því að eyða meira fé til mennt- unar þjóðinni en minna til her- kostnaðar. Menntunarleysið sé þjóðinni fjötur um fót, og hindri, að hún hagnýti með eðlilegum hætti þá möguleika, sem landið býr yfir. Hins vegar hefur her- inn nú hrint af stóli stjórn sem sífelt jók einræðistiltektir sínar og stjórnaði mjög á annan veg en í lýðræðislöndum tíðkast. Annarlegir stjórnarhættir Stjórnmálabaráttan í Tyrk- landi er hörð. Þar eigast helzt við forystumenn, sem áður voru allir í sama flokki og fylgjendur þeirra. Nú eru þeir skiptir í tvo flokka, aðrir t. d. kommúnistar koma lítt við sögu. Þrátt fyrir fornan félagsskap er mikill fjand skapur milli forystumanna. Þeir hittast t. d. aldrei í samkvæmum. Það stedur því ekki í sérstöku sambandi við óeirðirnar nú, að ráðherrar neituðu að koma í boð til indverska sendiherrans, þegar Nehru forsætisráðherra var þar á dögunum, vegna þess að for- maður stjórnarandstöðuflokksins Inonu, fyrrverandi forseti lands- ins var einnig boðinn. Þeim hætti, að forystumennirnir hitt- ist aldrei í samkvæmum, hefur verið haldið árum saman. Ríkisstjórnin hefur og gripið til ærið harðhentra aðfara til að hindra andstæðingana í mál- flutningi sínum, svo sem fang- elsun þingmanna og blaðamanna og útgáfu-banns á blöðum. Nokkru áður en óeirðirnar, sem nú hafa leitt til valdatöku hers- ins brutust út, bar svo við að Inonu, fyrrverandi forseti, ætlaði að halda ræðu úti á landi og fór þangað með járnbrautarlest. Stjórnin gerði sér þá lítið fyrir og varnaði lestinni með hervaldi að halda áfram, svo að Inonu var kyrrsettur á miðri leið. Hann er fyrrverandi hershöfðingi og frels ishetja úr baráttunni við Grikki á þriðja tug aldarinnar. Er hann varð þess var, hvað um var að vera, fór hann út og ávarpaði her foringjana, sem skipað hafði ver- ið að stöðva járnbrautarlestina. Vitnaði hann til gamals vopna- bræðralags og hét á sína gömlu félaga að duga sér nú Þeir heils-. uðu að hermanna sið og hleyptu lestinni af stað aftur. Daginn eftir voru þeir allir reknir úr stöðum. Ekki með öllu ólíkt Þó að margt sé öðru vísi en vera ætti í stjórnmálabaráttu okkar, þá erum við sem betur fer lausir við slíkar tiltektir. Játa verður, að menntunarskortur al- mennings kunni að gera kosning- ar n\eð þeim hætti, sem á vestur- löndum tíðkast þýðingarlitlar. Margir telja, að Inonu mundi hve nær sem hann vildi geta náð völdum með tilstyrk hersins. Hann óski þess þó ekki, heldur vilji völdin því aðeins, að hann fái þau á lýðræðislegan hátt. Hitt lét hann uppi ekki alls fyrir löngu, þegar honum aldrei þessu vant var leyft að hafa blaða- mannafund og blaðamenn fengu að senda ummæli hans úr laridi, hvað sem um birtingu þeirra heima í Tyrklandi var, að rík- isstjórninni væri haldið uppi með bandarísku fé. Bandaríkja- menn hafa flugstöðvar í landinu og hafa verið ósinkir á fé til ýmiss konar framkvæmda. Inonu taldi, að eins og á stæði væru þessar fjárveitingar íhlutun um stjórnmál landsins, því að án þeirra gæti stjórnin með engu móti hjarað, og bæru Banda- ríkjamenn þess vegna ábyrgð á tilvist hennar. Ef rétt er minnir það nokkuð á það hvernig V- stjórnin hér á landi hélt í sér lífinu með stöðugum lánveiting- um frá Bandaríkjastjórn m. a. fyrir tilstyrk Atlantshafsbanda- lagsins, þó að því væri í upphafi lýst yfir, að eitt af höfuðverk- efnum stjórnarinnar skyldi vera það að eyða vörnum Atlantshafs- bandalagsins á fslandi og reka Bandaríkjamenn héðan. Sú hót- un var notuð til að hvetja til nýrra og nýrra lánveitinga! „Skipiilagt almenningsálit44 Heimdallur hélt ágætan fund um þetta efni nú í vikunni. Þeir séra Jóhann Hannesson pró- fessor, Kristmann Guðmundsson skáld og Ævar Kvaran leikari héldu framsöguræður og voru þær allar, hver með sinum hætti, harla athyglisverðar. Óumdeil- anlegt er að kommúnistar skipu- orðið margreyndar. Við íslend-’ ingar þekkjum hins vegar svip- aðar aðfarir að nokkru frá fyrri tíð, áður en kommúnistar létu alvarlega að sér kveða. Sumir frumhöfundar Framsóknarflokks ins höfðu lært af hinum sömu meisturum og kommúnistar og beittu strax frá upphafi keim- Jíkum aðferðum og menn síðan hafa enn betur kynnzt hjá komm únistum. Þó að Framsóknarflokk urinn hafi breytzt um margt eru þessir starfshættir enn hafðir þar í heiðri. Var bara túrlsti Því verður ekki neitað, að um sinn má ná miklum og skjótum árangri með slíkum starfshátt- um. Lýðræðisunnendur skyldu þó varast að tileinka sér þá. Auð- vitað verða menn að gæta sín á því að festast ekki í áróðurs- snörur kommúnista eða annarra, sem svipuðum aðferðum beita. Hins vegar mega menn aldrei falla í þá freistingu að fordæma allt fyrir fram vegna þess eins, að það komi frá andstæðingum, eða þeim, er ekki hafa fengið rétta fullgildingu. Ekki má held- ur telja allt gott, sem meðhalds- menn gera, hvort heldur í stjórn- málum, listum eða öðrum efnum. Þar er um að gera að beita eigin dómgreind og gagnrýni. Slíkt kann að leiða til sundrungar og tvístrunar um stund en með því eru sköpuð skilyrði fyrir styrk- leika, sem bezt dugar, þegar á reynir. Gott dæmi þeirrar fullgilding- ar, sem sums staðar er látin öllu ráða, en íslendingar vilja um- fram allt forðast, er atvik, sem dr. Páll ísólfsson segir frá úr Moskvuferð sinni. Hann hitti kunningja sinn Katjurian í leik- húsi í Moskvu og spurði sá Pál, hvort hann væri þar sem túristi. Þegar í ljós kom, að Páll ferðað- ist á eigin vegum var hinn rússneski bróðir hans í hljómlist- inni ekki lengi að skjóta sér á braut. Má þó nærri geta, hversu dekrið hefði orðið mikið, ef Páll hefði ferðazt með sovézkan st j órnarstimpil. Einræði í íjármálum Eitt ráðið til að skipuleggja almenningsálit er að hafa ráð yf- ir fjármálastofnunum þjóðarinn- ar þ. á m. bönkum. Enginn vafi er á því, að einn banki gæti annazt öll fjármálaviðskipti fs- lendinga. Vafalaust myndi vera hægt að spara verulegt fé með því móti, og áreiðanlega yrði sá eini banki ekki stærri en svo, að hann væri talinn til smábanka meðal flestra annarra þjóða. Engu að síður hafa verið fleiri en einn banki lengst af frá því að sú starfsemi var hér upp tekin og þeim farið smáfjölgandi. Þetta hefur orðið svo ekki sízt vegna þess, að menn hafa viljað koma í veg fyrir einræði í fjár- málum. Þegar Hermann Jónas- son beitti sér fyrir breytingu bankalöggjafarinnar í tíð V- stjórnarinnar þóttist hann gera það til að hindra ofurveldi Sjálf- stæðismanna í bönkunum. Því- líkt ofurveldi þeirra var raunar ekki til. Búnaðarbankinn Tilgangur Hermanns var og allur annar, sem sé að tryggja yfirráð sín og félaga sinna í fjár- málakerfinu. Þetta sást bezt af því, að lögin um Búnaðarbank- ann voru látin vera óbreytt. Hann var þó eini ríkisbankinn, þar sem einn flokkur, Framsókn, hafði algjört einræði. Framsókn- armenn munu að vísu hafa lofað að gera á þessu breytingu en auð vitað var það loforð svikið. Bank anum sjálfum er það stórhættu- raunar hinn mætasti maður. en bankaráð hefur tekið fram fyrir hendur honum í hinum mikil- vægustu ákvörðunum. Starfið sjáift er einnig orðið svo um- fangsmikið, að einum manni er ekki ætlandi að leysa það af hendi. Eðli þess er og slíkt, að nauðsynlegt er, að fleiri en einn fjalli um. Upplýst er, að þegar bankastjórinn var forfallaður sökum lasleika gegndu tveir menn starfi hans og báru sig þó um flest saman við sjálfan banka stjórann. Má segja, að starfið hafi þá verið í þriggja manna höndum. Svo er að sjá sem Her- mann Jónasson finni nú, að hann hafi í þessu haldið öðru vísi á en skyldi, því að hann er farinn að tala um að tengja beri bænda- stéttina sterkari böndum við stjórn bankans en verið hafi. Hví í ósköpunum gerði hann það ekki á meðan hann hafði völdin? Því- líkt umtal nú sannar einungis, að jafnvel Hermann verður að játa, að núverandi skipan er með öllu ótæk. Verzlunarbanki Lögin um Verzlunarbanka eru allt annars eðlis. Verzlunarbank- inn á ekki að verða rikisstofnun. Lögfesting hans miðar að því einu að skapa honum starfsskil- yrði, svo að einstaklingar geti siðan tekið ákvörðun um hvort bankanum verði komið á fót og hann starfræktur. Þeir gera það ekki r ma því aðeins, að þeir telji sér það hagkvæmt. Segja má, að á Alþingi sé algjör ein- hugur um samþykkt þessa laga-. frumvarps. Einungis einn alþing- ismaður, Gisli Guðmundsson hef ur mælt á móti samþykkt frum- varpsins. Ef rökum hans hefði verið fylgt út í æsar, mundu þau leiða til þess, að einn banki væri látinn nægja fyrir alla þjóðina. Eins og fyrr segir þá hafa menn fyrir löngu komizt að raun um, að slíkt væri síður en svo heppi- legt. Hitt er annað, að of mikil fjölgun banka er auðvitað ekki æskileg. Að svo miklu leyti sem einstaklingar vilja sjálfir leggja fram sitt eigið fé og telja málum betur komið með eigin samtök- um en ríkisskipan málanna, þá er sízt ástæða til að amast við nýrri bankastofnun, heldur ber hún vitni um grósku í þjóðlífinu, á- ræði og framfarahug. Ein athugasemd Gísla var sú að nafn bankans ætti að vera „kaupmannabanki" en ekki verzl unarbar.ki, vegna þess að annar aðalþáttur verzlunarinnar, sam- vinnuverzlunin, væri hér ekki aðili. Útsvör Fróðlegt er að bera þessa at- hugasemd Gísla Guðmundssonar saman við það, sem Skúli Guð- mundsson hélt fáum dögum seinna fram í umræðunum um útsvör. Þá þóttist Skúli rökstyðja það ítarlega, að skipti félags- manna við samvinnufyrirtæki gæti aldrei verið verzlun. Hvað þau viðskipti í raun og veru væru, skýrði Skúli raunar ekki. Hitt taldi hann alveg einsýnt, að verzlun gæti þau ekki verið, og þess vegna mætti með engu móti leggja á þau veltuútsvar. Skúli Guðmundsson er oft hnyttinn en þarna tókst honum ekki vel, enda var hvorki málstaður né aðstaða góð. Endurskoðun útsvarslaganna er höfuðnauðsyn. Fjármálaráðherra hefur unnið mikið þarfaverk með því að beita sér fyrir þeirri ei.d- urskoðun. Auðvitað er hún ekk- ert áhlaupaverk. Hingað til hafa gilt upp undir 200 útsvarsstigar á öilu landinu. Nú er ætlunin að gera þetta svo miklu einfaldara, að einungis þrír útsv arsstigar verði lögfestir. Slík gerbreyting þarf að sjálfsögðu mikillar at- hugunar. Tillögurnar nú eru pess vegna einungis til bráðabirgða. Endurskoðun málsins heldur á- fram, þó að ekki hafi mátt draga að lögfesta bráðabirgðaskipan. Framh. á bls. 14 leggja almenningsálit með vís- indalegum hætti .Aðferðir þeirra eru hvarvetna hinar sömu og nú legt að vera lengur undir einka- forsjá lítillar klíku eins og verið hefur. Núverandi bankastjóri er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.