Morgunblaðið - 29.05.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.05.1960, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 29. maí 1960 TVUÓSNIR eru nú mjög á dagskrá í heiminum — og hefir sennilega aldrei verið talað jafnmikið um slík mál eins og síðan U-2 flugvélin bandaríska var skotin niður yfir Ráð- stjórnarríkjunum 1. maí sl. og fundur hinna „stóru“ í París rann .út í sandinn vegna þeirrar hörðu af- stöðu, sem Rússar tóku til njósnaflugsins. — 'k — Undanfarna daga hefir það mál verið rætt í Örygg isráði Sameinuðu þjóð- anna að kröfu Rússa. En rétt í það mund, sem þær umræður voru hafnar, skutu vísindamenn banda- ríska flughersins á loft nýjum gervihnetti, sem blöð þar í landi nefna „a spy in the sky“ — loft- njósnarann. Má það sann- nefni kallast, því að gervi- tungl þetta, er nefnist MIDAS, er þannig útbúið, að það gefur samstundis viðvörun, ef stórum eld- flaugum er skotið á loft t. d. í Sovétríkjunum. — kr — Þessi „njósnari" fer þó hvergi yfir sovézkt land, en hins vegar hafa Bandaríkja- menn ekki dregið neina fjöð- ur yfir það, að þeir hyggjast á næstu árum koma upp heilu kerfi af gervihnöttum, sem ýmist eiga að fara ná- lægt Sovétríkjunum eða yfir þau og veita margvíslegar upplýsingar um það, sem þar er að gerast — til þess að tryggja sig fyrir skyndiáras þaðan. ir ■ Hernaðar- möguleikar Allt frá því að fyrsti gervihnötturinn sveif sinn fyrsta hring um jörð okkar uppi í háloftunum, hafa menn gert því skóna — og margir borið af þvi áhyggjur þungar — að slíkir yrðu notaðir til hernaðarþarfa á einn eða ann- an hátt. Það mátti líka heiLa augljóst hverjum leikmanni, hvílíkir möguleikar þama opnuðust í hernaðarlegu tilliti — og jafnframt, að öll líkindi væru til, að þeir yrðu notað- ir, á meðan samkomulagið milli austurs og vesturs enn einkenndist af þeirri spennu, sem grúft hefir eins og mara yfir heiminum á undanförn- um árum — og nú virðist, því „GEIMNJÓSNIR” Þessi mynd er tekin yfir vestanverðum Bandaríkjunum — úr 300 km móta fyrir skaga út í hafið — það er Kaliforníuskaginn. — Sérfræðingarnir eins og opna bók. • hæð. — Ofarlega sést ,lesa“ þessa mynd Gervihnettir — ,,vopn“ í köldu stríði stórveldanna miður, frekar færast í auk- ana eftir hinn hörmulega mxs- heppnaða „toppfund" í París. ir Vopn í „köldu“ s t r í ð í Og þetta með hernaðar- tilganginrx — er það ekki þeg- ar orðin staðreynd? — Gervi- hnettirnir verða eingöngu notaðir til geimrannsókna og veðurathugana, sögðu hernað- aðaryfirvöldin austanhafs og vestan — og vissulega haía þeir verið notaðir þannig og verða framvegis. En þótt ekki sé til þess vitað, að enn sem komið er svífi yfir höfðum okkar gervitungl hlaðin kjarnasprengjum, sem hægt sé að láta ríða yfir hnött okk- ar, hvar og hvenær sem er, þá virðast þessi „heimatilbúnu" himintungl þó nú þegar fyrst og fremst vera orðin ný vopn í höndum stórveidanna — sem stendur að vísu aðeins vopn í „köldu“ stríði en ekki „heitu“, sem betur fer. *k tlreltar aðferðir í sambandi við U-2 flug- □- -□ Bandaríkfa- menn hafa senl á loft „njósna- hnött“ — og von er á fleiri slíkum. — Ólík- legt er, að Rússar láti skutinn eftir liggja á þessu sviði -□ Uér sést eitt af hinum hugvitssamlegu og flóknu ljósmynda- tækjum, sem tekið geta skýrar myndir af yfirborði jarðar úr allt að 700 km hæð. vélina og hinn ógæfusama flugmann, Francis Powers, er það dapurleg staðreynd, að við það hættuspil voru í raun- inni notaðar algerlega úreltar aðferðir — og því fór nú sem fór. — Hinar áhættusömustu njósnir úr lofti er ekki leng- ur hægt að stunda í þotum. Þær eru allt of seinfærar og silalegar — jafnvel þær, sem hraðast og hæst komast. — „Nýtízku" loftnjósnir verður að framkvæma með gervi- hnöttum, sem geta tekið ljós- myndir af jörðinni úr nokkur hundruð kílómetra hæð og fara með slíkum ógnarhraða, að ógerlegt er að granda þeim með nokkrum þeim tækjum, sem nú eru til. — Gegn slík- um njósnum er enginn mót- leikur til — utan hvað and- stæðingurinn getur auðvitað stundað sínar njósnir með sama hætti. Og það munu Rússar eflaust gera — ef þeir eru ekki þegar byrjaðir á því. — k: — Þegar nokkru áður ' en MIDASI var skotið á loft, má segja, að Bandaríkjamenn hafi ráðið yfir öðrum „njósna- hnetti“, þótt sá muni raunar ekki notaður í slíkum til- gangi. Er hér átt við gervi- tunglið TIROS I, sem tekið getur 32 skýrar myndir af yfirborði jarðar úr allt að 700 km hæð, og sent þær til mót- tökustöðvanna á einni og hálfri klst. Gervihnöttur þessi er fyrst og fremst notaður í sambandi við veðurathugan- ir, en hann hefir vafalaust fært mönnum heim sanninn um, hvílíkir úrvals-njósnarar slik tæki geta verið. ■k MIDAS skæður ....... MIDAS-hnötturinn, sem nú er kominn á loft, tekur engar ljósmyndir — en hann hefir annars konar tæki, sem ekki eru gerð -af síðri hug- kvæmni en hinar ótrúlegu „geim-myndavélar“. — Lítt er vitað um þann hugvitssam- lega útbúnað, annað en það, að hann nemur infrarauða geisla, sem berast frá eld- flaugum, þegar þeim er skot- ið á loft — og sendir upplýs- ingar þar um til réttra aðila á skammri stundu. Nokkrir slíkir hnettir geta myndað miklu skjótvirkara viðvörun- arkerfi en hinar öflugustu ratsjárstöðvar. ■k ......SAMOS s k æ ð a r i En SAMOS-skeytið verð ur að líkindum skæðasta „vopn“ Bandaríkjanna á þessu sviði. SAMOS verður raun- ■ . - ■ t m mi Þær eru ekkert smásmíði eldflaugarnar, sem bera gervitunglin út í geiminn. — Bandaríkjamenn virð- ast nú óðum vera að draga á Rússa í eldflauga- tækninni. Það sýna hin mörgu vel heppnuðu „geimskot“ þeirra undan- farið — og Atlaseldflaug- in, sem þaut yfir 14 þús- und km vegalengd, frá Florida tii Indlandshafs, á dögunum. verulega fyrsti „opinberi“ njósnahnötturinn. — Stjórn- arvöldin í Washington hafa undanfarið ekki dregið neina dul á það, að með SAMOSI sé ætlunin að Ijósmynda lönd Ráðstjórnarríkjanna hátt og lágt. — Þar eru stór land- svæði, sem litlar upplýsingar liggja fyrir um. Og það var einmitt til þess að bæta úr þeim þekkingarskorti, að litla U-2 þotan var send í leiðang- ur sinn 1. maí. — Að vísu hefir ekki endanlega verið gengið frá fyrrgreindri „hern- aðaráætlun" — en standi ekki á fjárveitingum, má gera rað fyrir, að það viðvörunar- kerfi gervihnatta, sem Banda- ríkjamenn hafa á prjónunum, Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.