Morgunblaðið - 24.06.1960, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 24.06.1960, Qupperneq 3
í’ösfudasrur 24. iúní WORr,Ul\TiL AÐIÐ 3 ★ NÝLEGfA var frumsýnt nýtt leikrit eftir Terence Kattigan í Haymarket leikhúsinu í London. Það heitir „Ross“ og fjallar um einhverja sérkenni legustu persónu í síðari tíma sögu Bretlands, T. E. Law- rence. Aðalhlutverkið er í höndum einhvers mesta leik- ara sem uppi er, sir Alecs Guinness, enda fær ieikritið mjög góða dóma gagnr.ýnenda og leikur Guinness er hafinn til skýjanna. Arabíu-Lawrence varð nokk urs konar þjóðsagnahetja á árum fyrri heimsstyrjaldar- innar og er það enn. Hann var ofursti í brezka hernum og barðist sem skæruliði á móti Tyrkjum í Arabíu. Leikritið hefst í herbúðum í Uxbridge árið 1922. Því næst er horfið til baka til ársins 1916, þegar Lawrence var að byrja að skipuleggjí uppreisn Araba Lawrence meðal óbreyttu flugmannanna í Uxbridge-herbúðunum, þar sem hann gengur undir nafninu Ross. Gumness í leikriti Rattiugaiis sem ARABÚJ LAWRENCE gegn hinum tyrknesku yfir- drottnurum. Hápunktur leiks- ins er þegar Tyrkir taka Law- rence til fanga og hyða hann og auðmýkja á svívirðilegasta hátt. Taldi sig í röðum óbreyttra Eftir að Englendingar sviku loforðin, sem þeir höfðu gefið Aröbunum, afsalaði Lawrence sér ofurstanafnbótinni, tók sér dulnefnið, Shaw, og gekk í brezka flugherinn sem óbreytt ur vélamaður. Seinna skrifaði hann margar merkar bækur, m. a. .Seven Pilars of Wis- dom“, sem fjallar um Arabíu- stríðið. Árið 1935 fórst T. E. Lawrence í bílslysi. Terence Rattigan dregur upp haglega og leikræna mynd af þessum undarlega manni og leitast í leikriti sínu við að gefa svar við því Arabíu-Lawrence. Myndin var tekin í London árið 1913. — hvernig stóð á þvi að Law- rence kaus að fela sig bak við Ross nafnið í brezka flug- hernum. í seinni hluta leiks- ins, eftir fangavistina hjá Tyrkjum, finnst honum hann ekki lengur geta með vilja- kraftinum einum sigrazt á hættum stríðsins og spennunni í sínum eigin persónuleika. Einmanaleikinn leggst á hann og óbeit hans á ruddamennsku stríðsins fer vaxandi. 1 lok leiksins kemst upp hver Law- rence raunverulega er og hann neyðist til að yfirgefa fylgsni sitt í röðum óbreyttra dáta í brezka flughernum. Óendaleg þreyta , Jt . I þessu mikla, þreytandi hlutverki sýnir sir Alec Guin- ness kaldíhæðnina í skapgerð Lawrence, virðingarleysi hans fyrir yfirvöldum og óbifandi sjálfsagann, sem svo mjög ein- Sir Alec Guiness sem Ara- bíu-Lawrence í leikriti Ter- ence Rattigan. kenndi þessa dularfullu hetju. „Orð Doughty’s úr bókinni „Arabia Deserta“ gætu eins vel verið eftirmæli um Arabíu Lawrence: „Þetta er dautt land, og ef hann deyr þar ekki, þá flytur hann þangað ekkert annað með sér en ó- endanlega þreytu í beinum sínum“. STAKSIEINAR Dragnótin og almenningur Það er nú ljóst orðið, að mikil andstaða ríkir gegn því meðal almennings í flestum landshlut- um, að dragnótaveiðar innan fisk veiðitakmarkanna verði teknar upp að svo komnu máli. Segja má, að umsagnir þær, sem sjávar- útvegsmálaráðuneytinu hafa bor- izt frá einstökum byggðarlögum um fyrirhiugaða opnun fyrir drag nótaveiðum séu á eina lund. Yfir- gnæfandi meiri hluti þeirra, sem umsögn hafa sent, mótmæla drag nótinni. Eini landshlutinn, sem er ákveðinn með því að taka upp dragnótaveiðar innan fiskveiði- I takmarkanna, eru Vestmannaeyj- ar. Þegar þetta er ritað, eru jafn- vel horfur á því, að dragnóta- veiðar verði hvergi leyfðar fyrst í stað, nema við Vestmannaeyjar. Mikill meirihluti Albingis Eins og kunnugt er samþykkti Alþingi lögin um að heimila drag nótaveiðina með vissum skilyrð- um með miklum meiri hluta. f neðri deild greiddtu aðeins þrír þingmenn atkvæði gegn dragnót- inni en í efri deild 7. Nokkrir þingmenn í báðum deildum sátu einnig hjá við atkvæðagreiðsl- una. ísland með í stríði! Nú segja kommúnistar, að fs- land eigi að lýsa yfir „ævarandi hlutleysi“. Til fylgis við þessa stefnu reyna þeir að fleka alls konar nytsama sakleysingja. En fyrir örfáum árum töldu komm- únistar rétt, að íslendingar segðu stórveldi stríð á hendur. í riti ungra kommúnista var þá einnig m. a. komizt að orði á þessa leið: „Það er nauðsynlegt að berj- ast skarpri baráttu gegn þeim skoðunum, að ísland komi ekki stríðsundirbúningnum við og mtuni engan þátt eiga í stríði“. Já, þetta sögðu kommúnistar fyrir örfáum árum. Þá töldu þeir nauðsynlegt að berjast „skarpri baráttu“ „gegn þeim skoðunum að ísland komi ekki stríðsundir- búningnum við og muni engan þátt eiga í stríði“. Það var með öðrum orðum skoð un kommúnista í þá tið, að íslend ingar ættu að eiga þátt í stríði! Málshöfðun ákveðin gegn 4 i „frímerkjamálinu" mikla SÍÐDEGIS í gær sendi saka- dómaraembætfið blöðunum íréttatilkynningu þess efnis, að ákæruvaldið hafi fyrir- skipað málshöfðun gegn þeim 4 mönnum, sem einkum koma við sögu í „frímerkjamálinu“ svonefnda. Þá hefur ákæru- valdið einnig höfðað ínál gegn prentara þeim, sem átti hlut að því að yfirprenta frí- merkjaörk öfugt í Ríkisprent- smiðjunni Gutenberg á árinu 1957. Fréttatilkynning sakadom- ara er á þessa leið: Með' ákæruskjali dómsmála- ráðherra, dags. 15. þ.m. hefur opinbert mál verið höfðað á hend ur Einari Pálssyni, fyrrverandi 6krifstofustjóra Landssíma Is- lands, Pétri Eggerz Péturssyni, fyrrverandi póstmálaíulltrúa, Guðbjarti Heiðdal Eiríkssyni, stöðvarstjóra á Vatnsenda, og Knud Alfred Hansen, símritara. Þjófnaður í frímerkjageymslum Gegn ákærðu Einari Pálssyni og Pétri Eggerz Péturssyni er málið höfðað fyrir að hafa um mánaðamót janúar og febrúar 1959 tekið í Landssímaihúsinu hér í bæ, eina örk eða 100 stk. af 40 aura frímerkjum nánar til- tekinnar tegundar, og eina örk eða 100 stk. af 50 aura frímerkj- um nánar tiltekinnar tegundar, svo og 150 stk. af þristfrímerkj- um Kristjáns IX. en talið er að ákærði Einar hafi tekið arkirn- ar af 40 aura og 50 aura frímerkj- unum úr umslögunum og slegið eign sinni á þær að ákærða Pétri ásjáandi og með samþykki hans eða án þess að hann mótmælti því eða spornaði við því, og þrist- frímerkin hafi ákærði Einar tek- ið með beinu samþykki ákærða Péturs. í ákæruskjali er talið að þessi verknaður ákærðu Einars og Pét- urs muni varða við 1. mgr. 247. gr. og 138. gr. almennra hegning- arlaga nr. 19, 1940. Gegn ákærða Einari Péturssyni einum er málið höfðað fyrir að hafa fengið ákærða Guðbjart Heiðdal Eiriksson svo og í tvö skipti reynt að fá og í eitt skipti fengið ákærða Knud Alfred Han- sen til að bera rangt um tiltek- in atriði í yfirheyrslum í málinu. í ákæruskjali er þetta hátterni ákærða Einars talið varða við 142. gr. og 138. gr. sbr. 20. gr. og 22. gr. hegningarlaganna. Rangur framburður Gegn ákærðu Guðbjarti Heið- dal Eiríkssyni og Knud Alfred Hansen er málið höfðað fyrir rangan framburð í rannsókn málsins og er í ákæruskjali talið að með því hafi þeir brotið gegn 142. gr„ 146. gr. og 138. gr. hegn- ingarlaganna. Prentarinn kærður Ennfremur hefur dómsmála- ráðherra með ákæruskjali, dags. 15. þ.m. höfðað opinbert mál á hendur - Friðriki Ágústssyni, prentara, fyrir að hafa á árinu 1957 afhent eða gefið ákveðnum manni eina örk, 50 stk. af 35 aura frímerkjum, sem ákærði hafi á árinu 1954, þegar hann vann í Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg, annað hvort sjálfur eða fengið annan til að yfirprenta öfugt á frímerki þessi 5 aura verð gildi. í ákæruskjali er þessi verkn aður ákærða Friðriks talinn varða við 155. gr. og 138. gr. hegningarlaganna. Þess er krafist í báðum ákæru skjölunum að ákærðu verði dæmdir til refsingar, sviptir réttindum skv. 3. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga og til greiðslu sakarkostnaðar svo og í fyrra ákæruskjalinu, að ákærðu verði dæmdir til greiðslu skaða- bóta. Ákveðið hefur verið að þing- festing og munnlegur flutningur beggja mála þessara fari fram í sakadómi Reykjavíkur hinn 9. og 10. ágúst n.k. Á móti vopnleysi Hinn 14. október 1937 lýsti Ein- ar Olgeirsson því yfir í Þjóðvilj- anum, að virðing fyrir vopnlausri smáþjóð væri ekki lengur til. Engin trygging væri heldiur leng- ur í vopnleysi. Þess vegna væri hlutleysið fánýtt. Formaður kommúnistaflokks- ins komst m.a. að orði um þetta á þessa Ieið: „Frá því ísland fékk sjálf- stæði sitt 1918, hefur orðið svo stórfelld breyting á alþjóðahátt- um, að sú trygging, sem menn þú treystu á að nægja mundi fyrir sjálfstæði smáþjóðar eins og ís- lendinga: Virðing fyrir sjálfstæði þjóðar og drengskapar gegn vopn lausri smáþjóð, er nú horfin“. Snúast eins og vindhanar Þannig snúast kommúnistar eins og vindhanar á burst. Þegar Rússum hentar hlutleysi íslands þá krefjast íslenzkir kommúnist- ar „ævarandi li'utleysis“. Þegar Rússar eru á móti hlutleysi þá krefjast íslenzkir kommúnistar þess að íslendingar segi stórveld- um stríð á hendur og jafnvei vopnist! Það eru vissulega einfaldar sálir, sem láta kommúnista ginna sig til fylgis við yfirlýsingar sín- ar um „ævarandi hlutleysi".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.