Morgunblaðið - 24.06.1960, Side 5
Föstudagur 24. júní 1960
MORGVNLL.4ÐIÐ
5
V' •-•-.V,* »
—o--
— Heyrðu góða mín, kallaði
eiginmaðurinn. Mamma þín er í
símanum. Á ég að koma með
stól handa þér.
Árnað heilla
65 ára er á morgun, 25. júní,
Sigurður Guðmundsson, Urðar-
stíg 6, Reykjavík.
Sjötug er í dag Ragnheiður
Árnadóttir, húsfrú, Tröllatungu,
Kirkjubólshr., Strand.
f dag verða gefin saman í hjóna
band á Hólum í Hjaltadal, stud.
philol Hörn Harðar, Stórholti 21,
Rvík og stud. oceon Gunnar
Ragnars, Siglufirði. Séra Björn
Björnsson, prófastur, framkvæm-
ir vígsluna.
17. júní opinberuðu trúlofun
sína ungfrú Margrét Sigurðar-
dóttir, öldugötu 14. Hafnarfirði
og Sigm/undur Eiríksson, pípu-
lagnivgarmaður, Kársnesbraut 28
Kópavogi.
Tvær stúlkur báru saman bæk-
ur sínar um ballið kvöldið áður.
— Og þegar við löbbuðum út
í skóg, þá var tunglskinið svo
bjart og fallegt, að maður gat
lesið blöðin eins og í dagsbirtu.
— Jemundur minn, sagði hin.
— Hvað gerði hann?
— Gerði hann? Las blöðin auð-
vitað.
—o—
Snjall náungi í París hefur ný-
lega tekið að gefa út vikublað,
sem heitir „Blað hinna óánægðu“.
Þar birtast eingöngu bréf frá les-
endum, sem þurfa að kvarta und-
an einhverju, svo sem umferða-
löggjöfinni, skattkúguninni, léleg
um vörukaupum, dónaskap em-
bættismanna, eyðslu og óráðsíu
hins opinbera o. s. frv. Blað
nöldurseggjanna flýgur út og
stækkar stöðugt, svo að allar
horfur eru á að hannesáhorninu-
stétt Frakka verði brátt útdauð.
— Hver er bezti lögfræðingur-
inn í bænum?
— N.N., þegar hann er ófullur.
— En hver er þá sá næstbezti?
— N.N. fullur.
Mennskur maður brást buldustúlku.
Móðir hennar hefndi dóttur sinnar og
lét manninn farast i lendingu, en vitj-
aði síðan móður hans í draumi og
kvað:
Hér f vörum heyrist bárusnarl,
höld ber kaldan ölduvald á faldi,
sveltupiltar söltum veltast byltum,
á sólarbóli róla f njólugjólu.
Öfgir tefla afl við skeflurefla,
sem aS þeim voga, boga, toga, soga!
En sumir geyma svima f draumarúmi,
sofa ofurdofa í stofukofa.
Skrifstofur Loftleiða í Ham-
borg hafa nýlega flutt úr
Reesendamm 1 í nýtt húsnæði
að Esplanade 38/39. Er það
skammt frá Alstervatni, í
hjarta borgarinnar. Meðfylgj-
andi mynd er úr hinni nýju
skrifstofu.
Skipaútgerð ríkisins: — Hekla fer
írá Rvík kl. 18 á morgun til Norður-
landa. Esja er á Austfjörðum. — Herðu
breið er á Vestfjörðum. — Skjaldbreið
er á Vestfjörðum. — Herjólfur fer frá
Reykjavík kl. 21 í kvöld til Vest-
mannaeyja.
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: —
Katla er á leið til Kotka. — Askja er
í Napoli.
H.f. Jöklar: — Drangjökull er í
London. — Langjökull er á leið til
Ventspils. — Vatnajökull er í Ventspils.
Skipadeild SÍS: — Hvassafell er í
Rvík. — Arnarfell losar á Norðurlands-
höfnum. — Jökulfell er á leið til
Gautaborgar. — Dísarfell er á leið til
Hornafjarðar. — Litlafell losar á Aust-
fjörðum. — Helgafell er í Þorlákshöfn.
— Hamrafell er á leið til Aruba.
Eimskipafélag íslands h.f.: — Detti-
foss er á leið til Ventspils. — Fjallfoss
er á leið til Hamborgar. — Goðafoss er
í Hamborg. — Gullfoss er í Kaupmh.
— Lagarfoss fer frá Rvík í kvöld aust-
ur um land. — Reykjafoss fór frá Rvík
kl. 5 í morgun til Akraness. — Selfoss
er á leið til New York. — Tröllafoss
er í Hamborg. — Tungufoss er á leið
til Fur.
Flugfélag íslands h.f.: — Millilanda-
flug: Gullfaxi fer til Glasgow og
Kaupmannahafnar kl. 08:00 í dag, vænt
anlegur til baka kl. 22:30. Fer sömu leið
kl. 08:00 í fyrramálið. — Hrímfaxi fer
til Oslóar, Kaupmh. og Hamborgar kl.
10:00 í fyrramálið. — Innanlandsflug í
dag: Til Akureyrar (3 ferðir), Egils-
staða, Fagurhólsmýrar, Flateyrar,
Hólmavíkur, Hornafjarðar, Isafjarðar,
Kirkjubæjarklausturs, Vestmannaeyja
(2 ferðir) og Þingeyrar. — A morgun:
Til Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða,
Húsavíkur, Isafjarðar, Sauðárkróks,
Skógasands og Vestmánnaeyja (2 ferð-
ir. —
Læknar fjarveiandi
Bergþór Smári, fjarv. 24. júní til 5.
ágúst. Staðg.: Arni Guðmundsson.
Bjarni Konráðsson til 18/7. Staðg.:
Arinbjörn Kolbeinsson.
Björn Gunnlaugsson, læknir verður
fjarverandi til 4. júlí n.k. Staðg.: Ol-
afur Jónsson, Pósthússtræti 7.
Guðjón Klemenzson, læknir Njarð-
víkum frá 13. júní til 25. júni. Stað-
gengill Kjartan Olafsson, héraðslækn-
ir, Keflavík.
Guðmundur Eyjólfsson fjarv. 27.—30.
júní. Staðg.: Erlingur Þorsteinsson.
Halldór Arinbjarnar frá 13/6—1/7.
Staðgengill Henrik Linnet.
Haraldur Guðjónsson fjarverandi
frá 7. júní í mánuð. Staðg.: Karl Sig.
Jónasson.
Jóhannes Björnsson 18/6—25/6. —
Staðg.: Grímur Magnússon.
Jón Þorsteinsson fjarverandi júní-
mánuð. Staðgengill Olafur Jónsson.
Kristján Þorvarðarson verður fjar-
verandi til 15. júlí. Staðg. Eggert Stein
þórsson.
Olafur Geirsson, fjarv. 23. júní til
25. júlí.
Ragnhildur Ingibergsdóttir verður
fjarverandi til júlíloka. Staðg. Brynj-
úlfur Dagsson, héraðslæknir í Kópav.
Sigurður S. Magnússon læknir verð-
ur fjarverandi frá 14. marz um óákv.
tíma. Staðg.: Tryggvi Þorsteinsson,
Stefán Olafsson, fjarv. 23. júní til
25. júlí. — Staðg.: Olafur Þorste.'nsson.
Víkingur Arnórsson til 1. ágúst. Stað
gengill: Axel Blöndal.
Dömur
Á baðströndina:
Baðfatatökur: — Frottesloppar, Sundbolir, Sund-
hettur, Sólbaðsbrjóstahaldarar, Bikini. ,
hjá Báru.
íbúð í Koupmannahöfn
4 herb. nýtízku íbúð í Hellerup í Kaupmannahöfn, 20 mín.
ferð frá miðborginni, örskammt frá strönd og skóglendi,
fæst leigð með innanstokksmunum frá 9. júlí um eins
mánaðar skeið, í skiptum fyrir afnot af þokkalegum bíl
á Islandi á sama tíma. Sími 17165 á skrifstofutíma.
Styrktarfélag vangefinna
auglýsir
Óskum að ráða skrifstofustúlku nú þegar. Ennfrem-
ur unglingspilt til sendiferða. Ráðningartími 3—4
mánuðir. Upplýsingar á Skólavörðustíg 18. Sími
15941 frá kl. 14—17 daglega.
Síldarstúlkur
Nokkrar duglegar stúlkur óskast 4 síldarstöð á
Siglufirði. Fríar ferðir og gott húsnæði fyrir að-
komustúlkur. Nánari upplýsingar veita Ráðningar-
stofa Reykjavíkur og Kristinn Halldórsson, sími 5
Siglufirði.
Iðnaðar- eða skrifstofuhúsnæði
Iðnaðar- eða skrifstofuhúsnæði ,sem er hæð ca. 340
ferm. að stærð á mjög góðum stað í bænum er til
sölu nú þegar. Uppl.í síma 15508 milli kl. 4 og 7.
Sex herb. íbúð
í vesturbænum til sölu. Nánari upplýsingar gefur:
MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA
Finars B. Guðinundssonar, Guðalug Þorlákssonar,
Guðmundar Péturssonar
Aðalstræti 6, HE. hæð (Morgunblaðshúsinu)
Símar: 1-20-02 — 1-32-02 — 1-36-02.
Til sölu
Þriggja og fjögurra herbergja íbúðir í nýbyggingu
við Stóragerði. Seljast tilbúnar undir pússningu að
Nánari upplýsingar gefur:
MÁLFLUTNIN GSSKRIFSTOFA
Einars B. Guðmundssonar, Guðalug Þorlákssonar,
Guðmundar Péturssonar
Aðalstræti 6, III. hæð (Morgunblaðshúsinu)
Símar: 1 20-02 — 1-32-02 — 1-36-02.
Vélbátur til sölu
Vélbátur 28 tonna eikarbyggður með nýuppgerðri
Caterpillarvél 115 ha. er til sölu nú þegar með mjög
góðum skilyrðum. Báturinn er sérstaklega hentugur
til dragnótaveiða.
FYRIRGREIBSLUSKRIFSTOFAN
Fasteigna og verðbréfasala
Austurstræti 14, 3. hæð
Sími 12469 eftir kl. 5.