Morgunblaðið - 24.06.1960, Page 6

Morgunblaðið - 24.06.1960, Page 6
MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 24. júní 1960 t> Eimskipafélagi íslands bæfist 10. skipið t'armgjaldataxtar þurfa endurskoSunar við 1 skipasmíðastöð Álaborgur. — Frú Kristín Vilhjálmsson, sem skýrði skipið, og S. M. Krag, forstjóri skipasmíðastöðvarinnar. EINS og skýrt var frá í blað- inu í fyrradag, var hinum nýja Brúarfossi Eimskipafé- lags Islands hleypt af stokk- unum í skipasmíðastöð Ála- borgar sl. þriðjudag. Er hann 10. skip félagsins, en á síðasta ári hafði það auk þess fjögur leiguskip í förum. í ársskýrslu Eimskipafélagsins, sem gefin var út fyrir aðalfund- inn 3. júní sl. er rætt nokkuð um aukna erfiðleika við að halda uppi flutningum landa á milli. Segir í skýrslunni m.a. á þessa leið: Hækkuðu um 51% — Gengisbreytingin, sem ný- lega var lögleidd, hefur að sjálf- sögðu mikil áhrif á rekstur Eim- skipafélagsins. Um síðustu ára- mót skuldaði félagið afgreiðslu- mönnum sínum erlendis um 15 millj. kr. vegna útgjalda skip- anna í erlendum höfnum. Auk þess voru ógreidd iðgjöld af vá- tryggingum, skuld við olíufélög o. fl. aðila, sem námu nokkrum milljónum króna. Vegna mikillar tregðu á yfirfærslu, höfðu skuld- KAUPMANNAHÖFN, 22. júní:— Einkaskeyti til Mbl.: — Danska bókaforlagið „Rosenkilde og Bagger" gefa nú út annað bind- ið af „Early Icelandic Manu- script in Facsimile" og hefur prófessor Jón Helgason séð um útgáfuna. í þessu bindi er „Codex Scardensis", helgisagnir, en upp- runalega handritið er frá 1300. Var það lengi í eigu fjölskyldunn ar á Skarði. Reyndi Árni Magn- ússon að kaupa handritið, en fékk ekki. Lét hann guðfræði- stúdenta þá skrifa eftir því og var sá texti síðan geymdur í Kaupmannahöfn. ir þessar safnazt fyrir á liðnu ári og hafði aðeins lítill hluti þeirra fengizt yfirfærður áður en gengisbreytingin varð. Skuldir þessar hækkuðu um 51% í ísl. krónum við gengisbreytinguna, og er sýnilegt að sú hækkun flutn ingsgjaldanna, sem leyfð var í sambandi við gengisbreytinguna, nægir ekki til þess að jafna þenn- an halla. Afskriftir þurfa að verða meiri f»á skuldaði félagið vegna skipa kaupa um 32 millj. króna um- fram inneignir í erlendum bönk- um, og hækka þær skuldir um tæplega 17 millj. kr. vegna geng- isbreytingarinnar. Hækkar verð m.s. Selfoss og skips þtss, sem er í smíðum, þannig verulega og leiðir að sjálfsögðu að því, að afskriftir þurfa að verða meiri af þeim skipum, og tekjur félags- ins þurfa að verða mun hærri en verið hefur til þess að félagið geti afskrifað þessi skip sín svo sem löglegt er“. Flutningsgjaldið fer allt í lestunarkostnað í ársskýrslu Eimskipafélagsins er einnig skýrt frá því, hvernig handrit þetta, voru seldar á upp- boði árið 1945. Nýi eigandinn var óþekktur. Lánuð til Ijósmyndunar Brezkur málafræðingur, Des- mond Slay, sem síðar vann að rannsóknum á Árnasafni, fór á stúfana til að reyna að finna hinn nýja eiganda „Codex Scardens- is“ — og tókst það. Fékk hann nú danska sendiráðið í London sér til aðstoðar og tókst að fá handritið lánað til Arnasafnsins. Var handritið ljósmyndað þar með útfjólubláum geislum. Þetta annað bindi kemur að- eins út í 250 eintökum. — Páll. verðlagseftirlit hafi raskað hlut- föllum milli hinna ýmsu flokka flutningsgjaldskrárinnar. Flutn- ingsgjöldum á sumum vöruflokk- um, kornvörum og ýmsum neyzlu vörum, hafi verið haldið niðri, en hækkanir leyfðar fyrir flutn- ing á ýmsum öðrum . vörum. Stefna þessi hafi leitt til þess, að nú fari nálega allt flutningsgjald- ið fyrir kornvörur frá New York til að greiða lestunarkostnað vör- unnar í erlendum höfnum, en lít- ið sem ekkert verði eftir handa skipinu, sem flytur vöruna. Er birt í skýrslunni tafla sem sýnir hve flutningsgjald fyrir ýmsar vörutegundir er miklu lægri með skipum Eimskipafélagsins milli New York og Reykjavíkur en hið almenna flutningsgjald, sem gild- ir yfir Atlantshafið milli New York og Liverpool. Svohljóðandi skýringar fylgja töflunni: — Eftirfarandi tölur sýna þenn an mismun mjög glöggt, en mið- að er við flutningsgjaldið fyrir hvert tonn af nokkrum algeng- um vörutegundum, umreiknað eftir núverandi gengi dollar (kr. 38,10 fyrir $ 1,00). Að vísu er sjóleiðin nokkru lengri frá New York til Liverpool (3075 sjómíl- ur) en til Reykjavíkur (2500 sjó- mílur) en sá mismunur á vega- lengd réttlætir þó hvergi nærri þann mikla mismun, sem er á flutningsgjöldunum, ekki sízt þegar tekið er tillit til þess að vörur, sem skrásettar eru beint til hafna úti á landi, eru flutt- ar án nokkurs aukakostnaðar fyr ir móttakanda til viðkomandi hafnar. Soyamjöl Maísmjöl Hænsnafóður Hveitiklíð .... Kaffi ....... Málningarefni Þurrkaðir ávextir .... — — Fappír ............... — — Heimilistæki rafmagns — teningsf. Gúmmískófatnaður .. — — Vefnaðarvörur .........— — Skófatnaður ...........— — Nauðsyn að endurskoða farmgjaldatax Þá er«í ársskýrslu Eimskipa- félagsins vikið að nauðsyn á end- N.Y.—Rvík N.Y.—Liverpool (Conference Rates) kr 682.75 — 1.066.68 1.194.81 1.237.37 1.962.91 1.194.81 1.536.19 2.048.25 96.68 96.68 96.68 96.68 urskoðun farmgjaldataxta og seg- ir þar um á þessa leið: — Ekkert hefur enn gerzt í þessu máli, annað en það, að félagið hefur fengið leyfi til hækkunar flutningsgjaldanna til bráðabirgða í sambandi við geng isbreytingarnar 1958 og 1960, þó að frádreginni áðurnefndri 5% lækkun flutningsgjaldanna í febr. 1959, án þees að nokkur „heildar- endurskoðun á farmgjaldataxtan um“ hafi farið fram. En eigi Eim- skipafélagið að geta búið vi8 sæmilegt rekstraröryggi í fram- tíðinni og þjónað hlutverki sínu svo sem til er ætlazt, verður þessari endurskoðun taxtans eigi skotið á frest öllu lengur. Ccdex Scardensis pr. 1000 kg. kr 477.60 — 477.60 — 477.60 — 477.60 — 634.48 — 759.36 — 919.32 — 919.32 — 20.50 — 28.62 — 34.42 — 34.42 Skipti um eigendur Síðan hvarf upprunalega hand ritið sporlaust, ef svo mætti segja en skaut skyndilega upp á upp- boði í London árið 1836. Einrt af þáverandi mestu bókasöfnur- um í heimi, Philips frá Cfhelten- ham, keypti „Codex Scardensis" á þessu uppboði en síðustu leif- ar bókasafns hans og þ. á má í litklæðum AKRANESI, 21. júní: — Það er nýtt, sem aldrei hefir áður skeð hér í bæ að 17. júní fóru menn í litklæðum standandi á vörubíl um helztu götur bæjarins. Lék einn á harmoniku. Hafði unga kynslóðin mjög gaman af þessari nýbreytni. — Oddur. • Fallegar sögur í útvarpið Kona ræðir menningarhlut- verk útvarpsins í bréfi til Velvakanda, minnist margs sem henni finnst gott í flutn- ingi þess, en kvartar um ann- að, sem henni þykir miður fara. Einkum beinir hún gagn rýni sinni að útvarpssögunni, Alexis Sorba’s, sem hún finn-‘ ur margt til foráttu. Síðar í bréfinu segir: — Ég vil nú biðja þá, sem þessum málum ráða, að vera vandari í valinu og láta lesa fyrir okkur fallegar sögur, sem lyfta huganum og gera menn göfuga og góða, en hætta að lesa sögur, sem all- ar benda niður í svaðið. * Rigning og súld Nú eru menn sem óðast að fara í sumarfrí og verður því tíðræddara um veðrið en endranær. Hér sunnanlands hefur ekki verið mikið um sólskin að undanförnu, en norðanlands og austan hefur verið nokkru sólríkara. Er því dauft yfir mörgum sumarfríismanninum þessa dagana, ekki sízt þeim, sem höfðu gert ráð fyrir að liggja úti og sleikja sólskinið alla frídagana. Þá hefur stöðug úr- koma einnig lamandi áhrif á hugarfar manna og viðmót og er það því von vor, að senn bregði til uppstyttu og menn ☆ FERDINAND ☆ geti farið að sleikja sólskinið og taka gleði sína. • Stirð afgreiðsla í fyrradag gerði kona nokk- ur sér ferð í bæinn með tvær dætur sínar ungar. Er þær höfðu lokið nauðsynjaerindum var ákveðið að gera sér daga- mun og farið inn á ísbar og beðið um ís og hristing. Þeg- ar veitingarnar komu, reynd- ist hristingurinn ekki með því bragði, sem um var beðið og þegar leiðréttingar var óskað snerist afgreiðslustúlkan hin versta við, og vildi hvorki viðurkenna mistök sín né leið- rétta þau. Er konan bað um viðtal við forstjóra fyrirtækis- ins, fékk hún engin svör og gekk því út án þess að hafa fengið að gera annað en greiða fyrir það sem hún ekki neytti. Þetta atvik er ekki stór- vægilegt og við fyrstu sýn finnst manni það ekki skipta miklu máli hvort eitt eða ann- að bragð er að hristingi. En það hlýtur að vera krafa við- skiptavina til afgreiðslufólks, að það sýni fuilla kurteisi og taki til greina réttmætar að- finnslur, sem eru settar fram af hófsemi. Konan, sem fyrir þessu varð, sagði Velvakanda, að hún hefði ætíð áður fengið mjög góða afgreiðslu á þess- um umrædda ísbar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.