Morgunblaðið - 24.06.1960, Síða 8
8
MORGVISBl AÐIÐ
Föstudagur 24. júní 1960
Frá mótmælaaðgerðum kommúnista og jafnaðar manna í Japan. Mótmælahóparnir stöðvuðu allar
járnbrautasamgöngur í Tókíó með því að setjast á teinana.
meirihlutavaldið ráða í þingsöl-
unum.
Kishi forsætisráðherra ætlaði
að nota heimsókn Eisenhowers
sér til persónulegs framdráttar,
en þegar hún fórst fyrir breytt-
ust atvikin í persónulegan ósigur
fyrir hann. Það er nú talið full-
víst, að hann verði að segja af
sér og efnt verði til nýrra kosn-
inga í haust eða vetur.
Það er undarlegt, að hin harða
andspyrna gegn öryggissáttmála
Japans og Bandaríkjanna skuli
koma upp einmitt nú, eftir að
Rússar hafa, ef svo má segja,
kastað grímunni og sýnt alheimi,
að þeir meintu lítið með öllu
friðarhjalinu. Hinn nýi samning-
ur var aðeins framlenging á
eldra samningi og þó sá munur
gerður á, að japönsk stjórnar-
völd höfðu miklu meiri áhrif en
áður á reglur varðandi banda-
rískar herstöðvar í landinu.
Eigin öryggi stofnað
í hættu
Atburðirnir í Japan benda til
þess, að skilningur japönsku
þjóðarinnar á kommúnistahætt-
unni sé ekki nógu vakandi, eða
að hún sé farin að gera ráð fyrir
að Bandaríkjamenn verji hana (
fyrir öllum hættum, hvað sem á -
Erlendir vibburbir — Vikuyfirlit
Eisenhower komst ekki til Japan
— Brottnám Linses rifjast upp
Niðurlæging Eisenhowers
Eisenhower Bandaríkjaforseti
hefur mátt þola allmikla niður-
lægingu tvisvar með stuttu milli-
bili. f bæði skiptin hefur utan-
ríkisstefna Bandaríkjanna, sem.
Eisenhower hefur sjálfur tekið í
sínar hendur eftir fráfall Dulles,
beðið nokkurn hnekki.
Ég er hræddur um að þetta
atafi mikið af því að nú er komið
síðasta valdaár Elsenhowers og
forsetakosningar fyrir höndum í
Bandaríkjunum innan fárra mán-
aða. Fyrir rúmu ári hélt Eisen-
hower fast við það, að hann
myndi ekki sitja ráðstefnu með
Krúsjeff, nema sterkar líkur
væru fyrir samkomulagi. En
strax um haustið kom Krúsjeff í
„vináttuheimsókn" til Bandaríkj-
anna og bræddi Eisenhower með
innantómu hjali, til að breyta af-
Stöðu sinni. Og allir vita, hvernig
það fór.
Þá hefur Eisenhower tekið upp
þann sið rúmt síðasta árið sem
hann situr að völdum að fara í
langar ferðir og formlegar, há-
tíðlegar heimsóknir til fjölda
landa. Svo er að sjá sem fyrir-
mynd hans hafi verið sjálfur
Krúsjeff, sem gerðist á sínum
tíma frumkvöðull nýs þáttar í
alþjóðaskiptum, hinna svonefndu
persónulegu kynna þjóðaleiðtog-
anna.
Á yfirborðinu hefur verið feiki
mikið um dýrðir í þessum heim-
sóknum, hvort sem þær hafa ver-
ið í Suður-Asíu, Norður-Afríku,
Suður-Ameríku eða Austur-Asíu.
Fólk af ýmsum þjóðernum hefur
þyrpzt í tugþúsundatali út á
stræti til að horfa á Eisenhower
aka framhjá í vagni sínum, eins
og konunglega persónu.
Raunverulegt gagn af ferða-
lögunum hefur hin svegar verið
lítið, stundum minna en ekkert.
Eftir afboðið í Japan er þess nú
að vænta, að þessum ferðum for-
setans fari að fækka, enda hefði
kostnaði af þeim frá byrjun ver-
ið betur varið í að reyna að bæta
bandarísku utanríkisþjónustuna,
auka tungumálaþekkingu starfs-
manna hennar og stuðla að bætt-
um skilningi innan hennar á hög-
um ótal þjóða um heim allan, sem
hugsa ekki á ameríska vísu.
Lét eins og ekkert væri
Eisenhower hlaut aðdáun um
heim allan fyrir stillingu sína á
Parísarráðstefnunni undir fúk-
yrðum og dólgshætti Krúsjeffs.
Þegar þjóðaleiðtogarnir héldu
hver til síns heima frá París, var
samúð almennings um víða ver-
öld með Eisenhower, er hafði í
hvívetna komið fram sem heið-
ursmaður og sýnt ýtrasta vilja á
að hefja viðræður um alþjóða-
vandamálin. Sú samúð hlýtur þó
sumsstaðar að hafa blandazt undr
un yfir því að Eisenhower, leið-
togi öflugasta ríkis í heimi skyldi
láta bjóða sér þetta, — að hann
skyldi ekki svara dólgshætti Krús
jeffs fullum hálsi. Ef til vill hef-
ur það fremur stafað af veik-
leika Eisenhowers á þessu síðasta
valdaári hans, að hann hafðist
ekkert að. Það mátti jafnvel
skilja af sumum ummælum hans,
að ekkert væri að gera við fram-
komu Krúsjeffs, jafnvel að hon-
um kæmi þetta lítið við, þar sem
hann yrði ekki forseti Bandaríkj-
anna eftir nokkra mánuði.
Viðbrögð Eisenhowers urðu hin
sömu, er hann varð að þola þá
niðurlægingu, að hætta við Japan
för, kominn hálfa leiðina þangað.
Hann lét þá eins og ekkert væri,
eins og þetta allt skipti hann í
rauninni litlu máli.
Orsakir andúðar
Atburðirnir í Japan eru þó svo
alvarlegir, að þeir koma honum
og bandarískum ráðamönuum
vissulega við. Tilefni þeirra var
gerð nýs öryggissáttmála milli
Japan og Bandaríkjanna, og þó
innanríkiserjur og flokkadrættir
blönduðust inn í málið, verður
ekki hjá því komizt, að viðhorf
fólks til Bandaríkjamanna settu
svip sinn á allar æsingarnar. Var
ljóst, að nægar orsakir ertinga
og andúðar eru í sambúð þjóð-
anna, Það mun t.d. lengi loða við
Bandaríkjamenn í Japan, að það
voru þeir, sem vörpuðu atóm-
sprengjum á tvær japanskar borg
ir í stríðslok. Framkoma þeirra
í hernámsliðinu í Japan eftir
striðið var heldur ekki til fyrir-
myndar. Að vísu voru Japanir
sigruð þjóð, sem hafði gefizt upp
skilyrðislaust, en sigraðar þjóðir
eiga þó væntanlega um síðir að
gerast hlutgengir aðiljar að sam-
starfi þjóðanna og hér gildir hið
sama og í öllum öðrum viðskipt-
um hvítra manna við aðra litaða
kynstofna, að hroki og skilnings-
leysi á högum þeirra kemur til
með að hefna sín.
Nú er þó rétt að taka það fram,
að það er greinilegt að aðeins
lítill minnihluti japönsku þjóðar-
innar stóð fyrir ólátunum. í Tok-
yo-borg búa um 10 milljónir
manna. Þó tóku sjaldnast meira
en nokkrar þúsundir þátt í mót-
mælaaðgerðunum. Á stærsta mót
mælafundinum sem haldinn var
sem sigurhátíð eftir að heimsókn
Eisenhowers hafði verið aftur-
kölluð voru um 300 þúsund
manns. Það er að vísu mikið fjöl-
menni, en þó varla meira en 3%
af íbúatölu borgarinnar.
. /
Hörkutólið Kishi
Það er hörmulegt, að þessi
minnihluti, sem túlkaði vilja
sinn í göturóstum, skyldi fá tæki-
færi til að vinna sigur með hót-
unum í garð Eisenhowers. Það
stafar fyrst og fremst af því, að
þau öfl þjóðfélagsins, sem hlynnt
eru áframhaldandi samstarfi við
Bandaríkin og skilja nauðsyn
varna gegn kommúnistahætt-
unni hafa ekki verið nægilega
áhugasöm eða samhent í málinu.
Það er t. d. vitað að stjórnar-
flokkurinn í Japan er mjög klof-
inn og standa harðar persónu-
legar erjur milli Kishi forsætis-
ráðherra og keppinauta hans. —
Kishi hefur verið harður í horn
að taka í stjómmálaþrætum und-
anfarinna ára og eignast fjöl-
marga persónulega fjandmenn í
öllum flokkum. Þegar hann tók
það til bragðs að hraða sam-
þykkt öryggissáttmálans litu and
stæðingar hans á það sem enn
eitt dæmið um harðfylgi hans.
Ofan á þetta bætist sem fyrr
segir andúð á Bandaríkjamönn-
um og enn að Jafnaðarmanna-
flokkur landsins, hefur verið
hnigandi flokkur, sem hefur
stöðugt verið að tapa fylgi meðal
kjósendanna og því hefur hann
að þessu sinni látið kommúnista
leiða sig út í æsingastarfsemi. Er
það vissulega hnekkir fyrir jap-
anskt þingræði, að aðal-stjómar-
andstöðuflokkurinn skyldi fara
með röksemdaleiðslu sína út á
strætin í stað þess að menn
skiptist á skoðunum og láti
dynur. Ef viðhorfin verða slík
kemst það e. t. v. upp í vana, r.ð
hún þurfi sjálf ekkert að leggja
af mörkum til að vernda frelsi
sitt og öryggi. Vafalaust myndu
fáir Japanar æskja þess að verða
aðnjótandi þeirrar náðar að fá
slíka ofbeldisstjórn yfir sig eins
og þá sem nú ræður ríkjum í
Kína. En innanlandserjurnar
vilja oft blinda menn, svo að þeir
horfa ekki í það, þótt þeir stofni
jafnvel öryggi eigin þjóðar í
hættu.
Dr. Walter Linse lézt eftir 17 j
mánaða pyntingar og fangavist.
Ef litið er hinumegin á hnött-
inn í Vestur-Evrópu er miklu
almennari skilningur manna á
nauðsyn landvarna gegn hinni
geigvænlegu árásarhættu úr
austri. Þar hafa bandarískar
sveitir einnigx bækistöðvar og
ríkir þar almennur skilningur á
því, hve þýðingarmikil nærvera
þeirra er til að tryggja frelsi
Evrópuþjóðanna.
Bandaríkjamenn hafa lýst því
yfir, að þeir vilji ekki hafa bæki-
stöðvar í neinu landi gegn vilja
þjóðarinnar, sem það byggir. Ég
held, að svarið við atburðunum
í Japan sé að gera þessari eyþjóð
það ljóst, að bandaríska herliðið
þar verður flutt á burt ef harð-
vítugar innanlandsdeilur eiga að
ríkja um dvöl þess þar. Að vísu
má telja víst að mikill meirihluti
japönsku þjóðarinnar fylgi ör-
yggissáttmálanum og þess er
vænzt að stjórnarflokkurinn
vinni enn sem fyrr fullkominn
kosningasigur, ef nýjar kosning-l
ar fara fram. Hitt er svo annað
mál, að stjórnmálaflokkar, sem
að öðru jöfnu ættu að standa að
skynsamlegu fyrirkomulagi land
varnarmálanna, hafa dregið ör-
yggismál landsins á ábyrgðar-
lausan hátt inn í persónulegar
innanlandserjur. Ég held að það
yrði síður hætta á slíku ef Banda
ríkjamenn gerðu Japönum ljóst,
að landvarnarmál eyjaklasans
eru fyrst og fremst á ábyrgð
eyjaskeggja sjálfra. Jafnframt
þyrfti að gera verulegar umbæt-
ur á umgengnisreglum banda-
ríska setuliðsins í Japan við inn-
borna menn.
Linsé kemur aftur
við sögu
1 vikunni heyrðist nafn þýzka
lögfræðingsins dr. Walters Linse
nefnt í fréttunum. Menn hafa
kannski gleymt þessu nafni, enda
eru nú um átta ár, síðan austur-
þýzkir kommúnistar rændu hon-
um úr Vestur-Berlín, fángelsuðu
og pyntuðu.
Walter Linse var einn af for-
ustumönnum samtaka frjálsra
lögfræðinga í Vestur-Berlín. —.
Þetta voru aðallega samtök lög-
fræðinga frá Austur-Þýzkalandi,
sem höfðu ekki getað sætt sig
við lögbrot, yfirtroðslur, vald-
níðslu og dómsmorð sem komm-
únistastjórnin á rússneska her-
námssvæðinu iðkaði í enn stærri
stíl en nasistar höfðu nokkru
sinni gert. Þeir höfðu því um-
vörpum flúið land, farið til Vest-
ur-Berlínar og þar höfðu nokkrir
þeirra stofnað með sér hugsjóna-
samtök til að reyna af veikum
mætti að veita austur-þýzkum
almenningi vernd gegn ofbeldis-
verkum kommúnistanna.
Starfsémi þeirra fólst einkum í
því að afla sem víðtækastra upp-
lýsinga um glæpaverk austur-
þýzku kommúnistastjórnarinnar.
Safnað var skýrslum aðallega frá
flóttafólki um fangabúðir og
pyntingar austur-þýzku lögregl-
unnar. Haldin var skrá yfir hand
tökur og líflát saklauss fólks og
safnað upplýsingum um fram-
komu embættismanna og ýmiss-
konar opinberra erindreka í A-
Þýzkalandi.
Þegar glöggar fregnir fengust
af valdníðslu embættismanna og
gerræðisverkum tóku samtökin
sig oft til og sendu viðkomandi
embættismönnum bréf, þar sem
tilkynnt var að fylgzt væri með
athöfnum þeirra og að þeir
mættu búast við maklegum
málagjöldum fyrir ósæmilega og
brotlega framkomu, þegar hægt'
yrði að koma lögum yfir þá. —
Skýrslusöfnun samtakanna varð
og mjög mikilvæg út í frá, því
að þaðan fékk allur heimur ör-
uggar upplýsingar um glæpa-
starfsemi valdhafanna á rúss-
neska hernámssvæðinu.
En hinn 8. júlí 1952 bárust
fréttir af því að dr. Walter Linse
hefði verið rænt. Hann var að
leggja af stað heiman frá sér kL
7,30 um morgun. Nokkrir aðrir
vegfarendur voru sjónarvottar að
atburðinum. Hann var á gangi
eftir gangstéttinni, þegar maður
nálgaðist hann og virtist sem
hann ætlaði að biðja hann um
eldspýtu. En er þeir mættust tók
ókunnugi maðurinn fram jám og
sló Linse í andlitið með því. Sam-
tímis kom annar maður aftan að
honum og hélt höndum hans.
Linse reif sig lausan og hljóp
að bifreið sem þar stóð og virt-
ist vera leigubíll. En í stað þess
að hann fengi hjálp þaðan voru
fleiri árásarmenn í bílnum. Hann
var dreginn inn í bílinn, sem ók
á brott með miklum hraða.
Bílstjóri á sendiferðabíl hafði
séð þessa viðureign og fór nú að
elta ræningjabílinn. Skömmu
seinna kom annar bílstjóri í hóp-
inn. En ræningjarnir skutu á
þessa eltingamenn og köstuðu út
nöglum sem voru sérstaklega
gerðir til að stinga gat á hjól-
barða. Hundruð manna meðfram
leiðinni sáu ræningjabílinn, sem
geystist í áttina til rússneska
hernámssvæðisins og þegar hann
kom að landamerkjunum var
greinilegt að landamæraverðir
kommúnista voru viðbúnir. Þeir
Framh. á bls. 1