Morgunblaðið - 24.06.1960, Side 13
Föstudagur 24. júni 1960
MORGUNBLAÐ1Ð
13
Við hðfum sofið á verðinum
Rætt við Lúðvik Hjálmtýsson
um þing norrænna veitinga-
manna
í gær átti blaðið stutt sam-
tal við Lúðvík Hjálmtýsson,
forstjóra, formann Félags
veitinga- og gistihúsaeigenda
hér á landi. Lúðvík er nýkom
in af þingi samtaka norrænna
veitinga- og gistihúsaeigenda,
sem haldið var að þessu sinni
í Helsingfors. Þing þetta sat
auk hans Þorvaldur Guð-
mundsson, veitingahúseig-
andi. Lúðvík er nú forseti
þessara norrænu samtaka.
A þessum árlegu þingum eru
rædd öll hagsmunamál og vanda-
mál þeirra manna, er reka veit-
ingastaði og gistihús. Þingið læt-
ur frá sér fara ýmiss konar álykt-
anir, sem sendar eru Evrópuráð-
inu, Norðurlandaráðinu og þær
þeirra sem fjalla um vandamál,
er snerta sérs-taklega eitthvert
Norðurlandanna, eru sendar
beint til ríkisstjórnar hlutaðeig-
andi lands.
í samlökunum í 10 ár
Lúðvík sagði, að íslendingar
hefðu nú verið í þessum sam-
tökum í 10 ár, en við höfum til
þessa jafnan litið á okkur sem
litlá bróður. Erindi það, sem ís-
lenzkir veitingamenn og gisti-
húsaeigendur ættu fyrst og
fremst inn í þessi samtök, væri
það að læra af reyslu nágranna-
þjóðanna og kynnast forystu-
mönnum á sviði þessarar atvinnu
greinar. Þarna væri tækifæri til
þess að skoða og kynnast öllum
nýjungum á sviði hótelrekstrar
og notfæra sér síðan þann lær-
dóm, þégar við íslendingar för-
um að byggja upp okkar eigin
rekstur. Þannig gæti okkur orðið
að miklu gagni hin áratugagamla
reynsla þessara þjóða.
um mannsæmandi aðbúð, þegar
þeir koma hingað, sagði Lúðvík.
„Troðarar“
í þessu sambandi benti hann á
dæmisögu um prestinn og organ-
istann. Þeir sátu saman og skegg-
ræddu um sálmana, er sungnir
skyldu og leiknir næsta messu-
dag. Þá háttaði svo til að sérstak-
an mann þurfti til þess að troða
orgeíið til þess að nokkurt hljóð
kæmi úr því. Var sá maður nefnd
ur troðari. Nú vildi svo til að
troðarinn hlýddi á samtal þeirra
prestsins og organistans, en þeir
urðu hans ekki varir. Kom svo
að messudeginum og skyldu nú
leiknir og sungnir þeir sálmar,
er presturinn og organistinn
höfðu ákveðið. En þá vantaði torð
arann. Þegar til hans náðist sagði
hann við prestinn. — Nú, mér
skildist að þið ætluðuð að sjá um
þetta sjálfir.
Það má því segja að við veit-
ingamennirnir gegnum hlutverki
troðarans.'Það er boðið til lands-
ins ýmsu stórmenni en ekki rætt
við okkur „troðarana“ né okkur
veitt sú aðstaða, sem nauðsynleg
er til þess að hægt sé að taka á
móti slíku stórmenni á mann-
sæmandi hátt. Það mun óhætt að
fullyrða, sagði Lúðvík ennfrem-
ur, að við íslendingar erum verr
á vegi staddir í hótel- og gisti-
húsamálum heldur en bæði Fær-
eyingar og Grænlendingar og þó
er hvorug sú þjóð í jafn þýðing-
armikilli þjóðbraut og við. Það
er einnig athyglisvert, að þær
þjóðir, sem um þessar mundir eru
að endurheimta sjálfstæði sitt,
legggja ríka áherzlu á einmitt
þessa atvinnugrein. Tökum t. d.
ríkið Ghana í Afríku. Eitt af
fyrstu verkum forystumanna
þess var að byggja upp í landinu
hótelrekstur.
Hér á landi vantar okkur hót-
ellöggjöf, sem okkur hentar og
rýmri og betri vínlöggjóí.
Vaxandi skilningur
Hér hefur ríkt til þessa algjört
skilningsleysi opinberra aðila á
þessum málum. Það er í rauninni
ekki nema tvennt, sem komið
hefur fram og beinzt hefur í þá
átt að bæta úr því vandræða-
ástandi sem hér ríkir. Ég vil
nefna það, að Gunnar Thorodd-
sen, fjármálaráðherra, flutti frv.
um ferðamálaráð og í annan stað
að Gylfi Þ. Gíslason menntamála-
ráðherra veitti vilyrði fyrir því
að hér yrði byggt stórt og mynd-
arlegt hótel. Af samvinnu okkar
veitinga- og gistihúsaeigenda við
núverandi stjórnendur landsins
hyggjumst við óhikað mega draga
þá ályktun að nú fari skilningur
þeirra mjög vaxandi á þörf endur
bóta í þessu efni.
Ég vil geta þess, sagði Lúðvík
ennfremur, að við Þorvaldur sát-
um boð í Kaupmannahöfn á leið
okkar heim frá Helsingsfors, þar
sem saman voru komnir ýmsir
forystumenn ferðamála á Norður
löndum. Þessir sömu menn höfðu
verið hér á íslandi í boði Flug-
félags íslands og því séð og
kynnzt staðháttum hér. Þeir
sögðu, að óumdeilanlegt væri, að
land okkar væri fagurt og að ís-
lendingar hefðu upp á margt að
bjóða sem aðrir ættu ekki. Það
væri því enginn vandi að laða
ningað ferðamenn. En þeir full-
yrtu, að eins og gistihúsamálum
okkar væri háttað nú í dag, gætu
þeir ekki boðið mönnum upp á
að sækja okkur heim.
Það má í rauninni segja, að
gestinum birtist andlit þjóðar-
innar á hóteli því, sem hann
dvelur á.
Danir fremstir
Að sjálfsögðu er það nokkuð
misjafnt á Norðurlöndum, hve
fullkominn aðbúnaður er til mót-
töku á ferðamönnum. Danir
standa í því efni allra Norður-
landaþjóða fremstir. Okkar hlut-
ur verður í þessu efni iang lak-
astur. Vínlöggjöf Finna er ekki
ósvipuð og okkar íslendinga, en
þeir gera mun meira á sviði veit-
ingahúsa- og gistihúsareksturs en
við. Ég get getið þess, sagði Lúð-
danskra króna og í ár er áætlað
að þessi upphæð verði mun
meiri. Þetta liggur bókstaflega I
því að Danir hafa langsamlega
frjálslyndustu hótel-, veitinga- og
vínlöggjöf allra þessara landa.
Danir hafa í þessum efnum mikið
frelsi, en þeir hafa einnig ríka
ábyrgðartilfinningu fyrir því, að
löggjöf þessi sé nýtt á virðulegan
og mannsæmandi hátt.
Nú verður að vakna
Að síðustu vil ég aðeins segja
þetta, sagði Lúðvík Hjálmtýsson.
Við veitinga- og gistihúsaeigend-
ur leggjum á það ríka áherzlu,
að nú verði vaknað og risið á
fætur og þessum málum hrint
myndarlega af stað. Ef við ætl-
um okkur að verða hlutgengir á
heimsmælikvarða, þá verðum við
að geta veitt gestum okkar mann-
sæmandi aðbúð. Það má ekki
koma fyrir, eins og skeði nú
.fyrir skömmu síðan, að farþegar
sem hingað komu með flugvél,
urðu að slá upp tjöldum við flug-
völlinn, til þess að hafa skýli
yfir höfuðið á meðan þeir dvöld-
ust hér.
Lúðvík Hjálmtýsson
vík, að í nágrenni Helsingfors er
frægur veitingastaður, sem heitir
Fiskatorpet. Er hann einn hinn
allra fullkomnasti þar í landi.
Veitingahús þetta ber sig ekki
fjárhagslega, svo að einstaklingar
geta ekki rekið það en eins og hér
er í Finnlandi einkasala á áfengi
í höndum ríkisins. Þessi áfengis-
einkasala hefur tekið að sér rekst
ur þessa fullkomna veitingahúss.
Og sama einkasala er nú einnig
að byggja stórt og glæsilegt
hótel í sjálfri Helsingfors.
Kynnast hótellöggjöf
Eitt af meginverkefnum okkar
á þessu þingi var að kynna okkur
hótellöggjöf hinna Norðurland-
anna. Félag okkar hér heima er
nú að vinna að því að fá flutt
frv. á Alþingi til nýrra hótellög-
gjafar, sem væri við okkar hæfi.
í því sambandi viljum við hafa
hliðsjón af því, sem gerist í þess-
um efnum á hinum Norðurlönd-
unum.
Eins og ég sagði áðan, er Dan
mörk í síauknum mæli að verða
eitt vinsælasta ferðamannaland
í norðanverðri Evrópu. Þess má
geta að gjaldeyristekjur af ferða-
mönnum voru í fyrra 600 millj.
Ársíundur Sam-
bands sunn-
lenzkra kvenna
32. ÁRSFUNDUR sambands sunn
lenzkra kvenna var haldinn að
Selfossi dagana 8.—9. júní 1960.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa yoru rædd ýmis framfara-
og menningaxmál sambandssvæð
isins.
Gerðar voru ályktanir um
áfengisvarnarmál og löggæzlu á
samkomum. Lýst var ánægju yfir
samstarfi Búnaðarfélags íslands
og Kvenfélagasambands fslands.
Mikla ánægju vakti samþykkt
laganna um orlof húsmæðra.
Sambandið hefur varið sjúkra-
sjóði sínum til áhaldakaupa fyr-
ir Sjúkrahús Selfoss.
Að aðalfundi loknum bauð Hús
mæðraskóli Suðurlands fundar-
konum til veizlu, var setið þar í
góðum fagnaði fram á nótt.
Mættar voru sem gestir fundar-
ins allar konur úr stjórn K f.
auk fleiri gesta.
Stjórn S.S.K. skipa þessar kon-
ur: - Halldóra Guðmundsdóttir,
Miðengi, form.; Anna Sigurkarls
dóttir, Eyrarbakka, ritari, og
Halldóra Bjarnadóttir, Selfossi,
gjaldkeri.
Bréf:
Bílstjórarnir við
E lliðaárbrýrnar
f þjóðbraut
Lúðvík kvað það koma mjög
skýrt fram, og aldrei vera ljósara
en einmitt á þingum sem þessum,
hve langt við íslendingar erum
á eftir nágrannaþjóðum okkar í
hótel- og gistihúsamálum. Við er-
um nú ekki lengur einangraðir,
heldur í miðri þjóðbraut og hér
hefur skapazt þýði'ngarmikil um-
ferðamiðstöð milli tveggja beims
álfa. Við bjóðúm heim konung-
um, forsetum og öðrum fyrir-
mönnum ýmissa þjóða. Við byggj
um upp meginhluta lífsafkomu
okkar á viðskiptum við aðrar þjóð
ir og í því sambandi þurfum við
að bjóða ýmsum áhrifamönnum
heim. En til þessa hefur jafnan
viljað gleymast, að við þurfum
að geta veitt öllum þessum mönn-
Sláttnr bafinn
unilir Eyjafjöllum
HVOLSVELLI, 18. júní. — Slátt-
ur er að hefjast um þetta leyti í
austursýslunni. Heyrzt hefur að
á nokkrum bæjum undir Eyja-
fjöllum sé þegar byrjað. Jafn-
framt er mér knnnugt um að
bóndinn á Stórólfshvoli er byrj-
aður. Almennt munu bændur
hefja slátt seinnipart næstu viku,
svo fremj að veðráttan haldist að
rnestu óbreytt því sem að undan-
förnu hefur verið.
Mikill áhugi reis meðal bænda
hér austurfrá um kartöflurækt
að þessu sinni og munu Hvol-
hreppingar vera þeirra fremstir
í því efni. — Fréttaritari.
Herra ritstjóri.
Klukkan rösklega átta í morg-
un höfðu tveir vörubílstjórar lagt
bílum sínum á veginum milli
brúnna tveggja á Elliðaánum og
sátu þar makindalegir að horfa
á laxveiðimenn. Á þessum stað
hafa orðið stórslys vegna bíla,
sem þar. stóðu kyrrir, en síðustu
árin hafa verið þarna greinileg
aðvörunarmerki og bílastöður al-
gjörlega bannaðar. Þetta er þjóð-
vegur, þar sem venjulegast er
ekið hraðar en inni í bænum og
þar af leiðandi miklu meiri slysa
hætta, ef útsýn er byrgð. Annars
ætti ekki að þurfa nein aðvör-
unarskilti á svona augljósum
hættustað; heilbrigð skynsemi
ætti að nægja hverjum bílstjóra
til þess að nema þarna alls ekki
staðar.
Nýlega varð geigvænlegt slys
í Langholtinu. Þrír drengir á
tveim skellinöðrum voru í kapp-
akstri og lentu í harkalegum
árekstri við bifreið, svo þeir voru
adlir fluttir í sjúkrahiús, einn
þeirra stórslasaður Drengirnir
voru allir nærri fermingaarldri
og því engir óvitar, en þessum
aldri fylgir oft skeytingarleysi og
ákafi meira en forsjá. Nokkur
skýring á þessum sorglega at-
burði má það vera, að einn drengj
anna mun vera mjög lagtækur og
hefur fengizt talsvert við við-
gerðir á reiðhjólum, og m. a.
gerði hann skellinöðruna gang-
færa, sem hann svo freistaðizt
til þess að prófa, þótt hann skorti
bæði aldur og réttindi til.
Flestum foreldrum mun þykja
kvíðvænlegt, þegar litli sonur-
inn eða dóttirin fara fyrst út á
götur borgarinnar ein síns liðs, og
mörg móðirin mun teija iitla
óvitanr. sinn heimtan úr helju,
þegar nann kemur inn af götunni
að kvöldi. En það er staðreynd að
flest Reykjavíkurbörn fara að
eimhverju leyti að bjarga sér sjálf
á götunni þegar þau eru orðin
þriggja ára, suim fyrr, þrátt fyrir
alla leikvellina. Um annað er
1 ekki að ræða, ef þau á annað
borð eru hraust og eiga að læra
að standa á eigin fótum. En há-
skinn, sem hvarvetna bíður þessa
litla fólks er öllum augljós, sem
eiga leið um götur bæjarins, ekki
sízt bílstjórunum.
Því miður verður víst seint
komið í veg fyrir að slys verði á
litlu óvitunum á götum höfuð-
borgarinnar, og glannaskapur
unglinganna býður víst lengi hætt
unum heim, — þrátt fyrir öll að-
vörunarorð foreldra og kennara.
En, það eru fullorðnu mennirnir
sem þó eru vargar í vélum um-
ferðarinnar. Mennirnir, sem
leggja bílum sínum á milli EU-
iðaárbrúnna og á önnur hættuieg
bannsvæði, eða vaða inn á aðál-
brautir eins og beljur. Sá maður
sem hefur öðlazt ökuskírteini á
þó sannarlega að hafa „normal"
skynsemi og fulla sjón. Hann á
að hafa það skýra dómgreind, að
hann viti, að á margefndum
stað á milli brúnna tveggja má
alls ekki stöðva bíl. Heldur ekki
á götuhornum, né utan við aðra
bíla, eins og sumir virðast þó
hafa fyrir sið, hvernig sem um-
ferð er háttað, kannski aðeins til
þess að spara farþegum tíu metra
gang í glampandi sólskini. Ef
dómgreindin skyldi samt ekki
vera í sem allra beztu lagi hafa
bæjaryfirvöldin sett upp heilan
skóg af aðvörunarskiltum um all
an bæ. Þau á hann alltaf að geta
séð, því blindur maður má ekki
aka bíl.
En það er ekki þetta, sem háir
þeim mönnum sem stöðva bíla
sína, eins og af handahófi á göt-
um bæjarlandsins, það er hvorki
skortur á dómgreind né sjón. Það
er kokhreystin, mannalætin. Um
að gera að sýna að hér er „svalur,
kaldur“ karl á ferð. Virðingar-
leysið fyrir settum reglum stað-
festir þetta alla daga um allan
bæ. Hitt er svo annað mál, að
þegar slys hefur orðið vegna
framkomu, þá vill ,svalinn“ oft
renna niður í buxurnar.
Þessir „köldu“ karlar, sem
vaða uppi með frekju í umferð-
inni hvenær sem tækifæri gefst
og lögregluþjónn er ekki sjáan-
legur, eru sem betur fer hreint
ekki svo ýkja margir. En þeir
setja ómenningarbrag á umferð-
lna og eru hættulegir. Þeir geta
ekki skotið sér á bak við óvita-
skap, né glannaskap fermingar-
aldursins. Þetta er sérstæður hóp
ur og sennilega einungis íslenzkt
fyrirbæri. Víða annars staðar í
menningarlöndum þætti meira en
lítið bogið við bílstjóra sem stöðv
aði t. d bifreið sína á umferðar-
götu til þess að spjalla við ná-
ungann, og lokaði veginum á með
an. En þetta sést enn í Reykja-
vík. — Með einhverjum ráðum
þarf að kenna þessum mönnum
mannasiði umferðarinnar, svo
slysahættan minnki.
Ekki er hægt að ljúka við þetta
mál án þess að bera verðugt lof
á alla bifreiðastjóranna, sem
sýna gætni og tillitssemi í um-
ferðinni Þessum mönnum fer sí-
fjölgandi, sem betur fer, og það
er vr nandi að þess verði skammt
að bíða að yfirgangur og frekja
hverfi með öllu af götum borgar-
innar. Það er raunar lífs nauð-
syn, ef vel á að fara í hinni miklu
umíerð sem fer árlega sívaxandi.
9/6. — JT. H.