Morgunblaðið - 24.06.1960, Síða 20

Morgunblaðið - 24.06.1960, Síða 20
I 23 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 24. júní 1960 FORLEIKUR. Það var að kvöldi tuttugu og eins árs afmælis Carmonu Leigh, að James Hardwick sá hana í fyrsta sinn. Hann sat í leikhús- stúku með Trevorhjónunum, og er hann leit yfir- salinn þveran, kom hann auga á hana. Hún sat á öðrum gyllta stólnum, sem var beint andspænis honum í stúk- unni hinum megin. Hún var í hvítum kjól og með ofurlitla loð- skinnskápu, sem hún hafði látið falla á stólbakið. Hún hallaðist fram á olnbogann á bríkina fyrir stúkunni og leit yfir salinn til hans. Raunverulega sá hún hann þó ekki. Hugur hennar var of fullur af þessu merkisafmæli og svo perlunum, sem Ester Field hafði gefið henni, og vitanlega leikn- um, sem hún átti að fara að horfa á, og loks af því, sem Alan Field hafði hvíslað að henni er þau gengu upp stigann. Hún sá ekk- ert nema sínar eigin hugsanir, sem allar snerust um vonir og hamingju. En James Hardwick sá þarna það, sem hann hafði verið að bíða eftir alla sína aevi. Ást við fyrstu sýn er raunverulega til. Það sá hann að minnsta kosti nú. Ekki að hann gæti lýst því með orðum, nú eða síðar. .. Og hann hélt áfram að horfa. Hann sá unga stúlku með fín- gert, alvarlegt andlit og dökkt hár, og fremur fölleita. Hann fór að hugsa um það, og andlitssvip- urinn varð hörkulegur og alvar- legur, og varirnar samanbitnar. Hann hefði getað verið að hug- leiða eitthvert efni, sem gilti líf eða dauða. Stúlka getur verið föl af því að hún er þreytt .... eða hrygg .... eða sjúk. En þessi stúlka, sem hann nú var að horfa á, var ekkert af þessu. Fölvi hennar var skær og bjartur. Augun voru dökk. Ekki brún, heldur einhvern veginn mjög dökkgrá. En augnabrúnirnar voru svartar og ef til vill voru það þær, sem gerðu fölvann svona áberandi. James gat ekki hugsað skipulega um þetta. Það var ’rétt eins og mynd, sem festist í huganum, þannig að hvert smá- atriði geymist um aldur og ævi. En nú ruglaðist myndin. Stóra, vingjarnlega konan, sem sat hjá henni, sagði eitthvað við hana, og maður, sem hafði staðið að baki þeim, kom nú og settist á þriðja gyllta stólinn. Hann var hávaxinn, ljóshærður og áber- andi fríður. Ermin á loðkápunni straukst við handlegginn á hon- um. Hann ýtti henni frá sér, hlæj andi. Unga stúlkan leit við. Nú kom ofurlítill roði í kinnar henn- ar. Þau brostu hvort til annars. Trevor ofursti urraði 1 eyrað á James: — Sérðu fólkið þarna hinum- megin? Pabbi stúlkunnar var bezti vinurinn, sem ég hef nokk- urntíma átt — Georg Leigh. Dó í bílslysi — og þau hjónin bæði. Gerði mig að öðrum forráða- manni Carmonu. Jæja, nú er hún tuttugu og eins árs í dag, svo að nú getur hún gert hvaða vitleysu, sem henni kann að detta í hug. — Það er engin ástæða til að kalla það neina vitleysu, sagði frú Trevor í rellutón. — Það eru víst fáar stúlkur, sem ekki myndu gleypa við honum Alan Field. Nú kom hermennskan upp í málrómi ofurstans: — Þá væru þær sæmilega vit- lausar, góða mín. James bað þess með sjálfum sér, að þau færi ekki að rífast. Alan Field? .... Hvað hafði hann annars heyrt um Alan Field? Einhvern veginn var það að bögglast fyrir honum, að hann hefði heyrt eitthvað um hann, og það fyrir ekki svo löngu. Eitthvað misjafnt, ■ en hann gat bara ekki komið því fyrir sig í bilL Frú Trevor var að draga í land. — Það er náttúrlega ekki von, að karlmönnum liggi vel orð til hans. Til þess er hann of lagleg- ur. — Ég er ekkert hrifinn af ung- um mönnum, sem eru of laglegir, góða mín. Þrátt fyrir hálfsextugs aldur, gat Maisie Trevor enn sett upp glettnisbros og það gerði hún nú. — Þú ert afbrýðissamur, sagði hún og rak upp hvellan hlátur, sem svo mjög hafði hrifið ung liðsforingjaefni, þegar hún var sautján ára. James hugsaði með sjálfum sér, hvað þessi hlátur væri heimskulegur og var honum þó vel til konunnar. Og hvernig ofurstinn gat þolað þetta! En það komst sennilega upp í vana. Og sjálfur hugsaði hann nú um Car- monu og ekki annað. Trevor ofursti hafði eitthvað verið önugur við konu sína og hún leitaði þá á náðir James. — Þú ert auðvitað á sama máli og Tom — þið karlmennirnir haldið alltaf saman og styðjið hverir aðra. En eins og ég segi, má Carmona prísa sig sæla, ef hún nær sér í svona laglegan mann. Hún er indæl stúlka og það allt, og svo hefur hún lag- legar tekjur af eignum sínum. Tom hefur haft eftirlit með þeim fyrir hana, eins og þú veizt. Hins vegar er hún ekkert sérstakt fyr- ir augað — eða finnst þér það? En Alan er þar flestum fremri. Vitanlega á hann ekkert til, svo að þetta getur jafnað sig upp. Þau eru alin upp saman, eins og þú veizt — að minnsta kosti eft- ir að hún missti foreldrana sína. Ó, hræðilegt! Þetta er Ester Field, sem er þarna með þeim; hún er systir Georgs heitins, pabba hennar Carmonu. Hugsa sér, að frægur málari skyldi vilja svo kauðalega konu, en vit- anlega átti hún aura, og hann var ekki orðinn frægur þá. Finnst þér ekki asnalegt, hvern ig menn fá ekki það sem þeir vilja fyrr en það er orðið um seinan. Núna, þegar hann er bú- inn að vera dauður í tíu ár, þekkja allir nafnið hans. Hann hét Penderel Field. Já, nafnið er asnalegt, en getur samt verið gott í auglýsingar. Ester er stjúpa Alans, svo að þau Car- mona eru svona næstum systkin, vitanlega ekki í alvöru, en þú skilur hvað ég á við. Það var leiðinlegt, að hann Alan skyldi þurfa að fara úr hemum. Ekki hef ég hugmynd um, hvers vegna hann gerði það, en ég vissi, að Ester þótti það afskaplega leiðinlegt, og ég er viss um, að hún vill gjarna, að hann eigi hana Carmonu. Nú tók ofurstinn fram í: — Við skulum vona, að hún sé ekki svo vitlaus. Og bezt að hafa sém allra fæst orð um brott- för hans úr hernum. Og þú skalt ekki vera að orða hann nema sem minnst við hana Carmonu — heyrirðu það, Maisie? Hann sneri sér að James. — Ég er hræddur um, að þú hafir ekki mikið gaman af þessu hjali. Frú Trevor tók upp knipplinga vasaklút og snuggaði, móðguð. — Nei, veiztu nú hvað, Tom! James flýtti sér að segja, að sér leiddist alls ekki — hann hefði áhuga á fólki. Honum datt í hug, að ef til vill yrði það hægð arleikur að fá ofurstann til að fara með hann hinumegin í hlé- inu og kynna hann Carmonu. Það var ekkert líklegra en að hann ætti þangað erindi, hvort sem var, til þess að óska henni til hamingju með afmælið, og þá var auðvelt að fá að slást í för- ina. Auðvelt — jú, kannski, en það varð bara, því miður, ekki úr því. Frú Trevor fékk sem sé eitt „kastið" sitt. Henni leiddist leik- ritið, og henni fannst Tom hafa verið ruddalegur. Henni varð óglatt og bjóst við yfirliði, og sagðist verða að fara. Nú hafði James ekið þeim í leikhúsið, svo að ekki kom annað til mála en að hann æki þeim heim aftur. Hann hafði séð Carmonu Leigh — en svo heldur ekki meira. Eldsnemma næsta morgun lagði hann af stað austur í Asíu og var meira en ár í þeirri ferð. Daginn eftir heimkomuna sá hann hana aftur. Hann var á leið til Trevor-hjónanna, þar sem hann ætlaði að dvelja í leyf- inu. Nú sat hann í járnbrautar- klefanum og hugsaði með sér, að gott væri að vera kominn heim aftur. En það skrítna við að koma svona heim, var það, að manni fannst einhvern veginn sjálfsagt, að ekkert hefði breytzt heima fyrir, meðan maður var í burtu. Þarna fór maður að heiman og vitanlega gerðist ýmislegt sögu- legt hjá manni sjálfum, en hins vegar fannst manni ekkert hafa getað gerzt hjá þeim, sem heima sátu. Tom gamli Trevor mundi stunda blómaræktina sína í sveit inni og Maisie mundi leiðast þar og nudda í kalli sínum að Skáldið og mamma litla 1) Bölvuð endaleysa! Hver heldur þú að fari til Marz í svona fötum.... 2) Já, en góða kona! Svona myndir eru einmitt fyrir mig.... bíó- 3) .... Þú heldur þó ekki, að ég kunni ekki að meta neitt annað en Marsbúa? a r á á — Jón skal passa þig, jafnvel i Við tökum næstu lest sem kemur þótt þú séert blindur. Við verð- hér við að taka vatn og förum um góðir vinir, það skaltu sjá!1 langt langt í burt, þangað sem skreppa til höfuðstaðarins viku og viku, til þess að heimsækja kunningjana og koma í leikhús. En svo fór hann að hugsa um Carmonu. Auðvitað gætu Trevor hjónin sagt honum, hvar hún væri og hvernig henni liði. Þó að hún væri ekki beinlínis í þeirra félagsskap, var það þó ekki svo víðsfjarri. Og á árun- um frá tuttugu og eins til tuttugu og þriggja geta orðið margar breytingar í lífi ungrar stúlku, enda þótt hann vildi ekki við- urkenna fyrir sjálfum sér, að þær gætu orðið til þess að stía þeim sundur fyrir fullt og allt. Hann vildi ekki trúa því, að hún hefði gifzt Alan Field. í hvert sinn sem hann hafði í fjarveru sinni hugsað til heimkomu, var það heimkoma til Carmonu. Einu sinni eða tvisvar hafði hann heyrt hennar getið, aðallega í bréfum frá Maisie Trevor, þar sem hún minntist á, að „fólk segði“, að hún væri trúlofuð Alan Field. Hún var þá ekki gift honum enn. Nei, hún var ekki gift Alan Field. Einhvern veginn hafði hann verið þess viss, allan tím- ann, að hún myndi aldrei gift- ast honum heldur James Hard- wick. Nú var lestin að koma inn I stöðina og um leið var önnur lest að fara út. Þær voru aðeins á hreyfingu þegar þær mættust, og í sama bili sá hann Carmonu Leigh. Þau horfðu sem snöggvast hvort á annað, því að bæði sátu við glugga. Hann kipptist við. Hann tók eftir fölvanum á and- liti hennar, en það var ekki sami fölvinn sem hann hafði séð í fyrra skiptið. Þá hafði hún verið hamingjusöm og ánægð, en það var hún ekki nú. Hún hafði ekki haft tíma til að dylja þennan svip fyrir honum. Ef hún var föl núna, stafaði það af hjartasorg. En lestirnar héldu áfram og hún var horfin. sólin er hlý allan veturinn! Á meðan . . . — Ég sé ekki Bangsa . .. Hvar skyldi hann vera? — Ég skildi úlpuna mína eftir hérna, Markús, en hún er horfin! SHtltvarpiö Föstudagur 24. júní: 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 Tónleikar: „Gamlir og nýir kunningjar**. 15.00 Miðdegisútvarp. — (Fréttir 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Þættir um sjómennsku á Stokks eyri; II: Formenn og vermenn (Guðni Jónsson próf.). 21.00 Kórsöngur: — Alþýðukórinn syngur undir stjórn dr. Hall- gríms Helgasonar lög eftir Jón Leifs, Sigursvein D. Kristins- son, Hallgrím Helgason o. fl. 21.30 Utvarpssagan: „VaðlaklerkurM eftir Steen Steensen Blicher, í þýðingu Gunnars skálds Gunn- arssonar; II. (Ævar R. Kvaran leikari). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Vonglaðir veiði- menn" eftir Oskar Aðalstein; III. (Steindór Hjörleifsson leik- ari). 22.30 I léttum tón: Lög frá útvarpinu í Berlín. 23.00 Dagskrárlok. Laugardagur 25. júní: 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.) 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sigur jónsdóttir). 14.00 Laugardagslögin. — (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Tvísöngur: Börge Lövenfalk og Bernhard Sönnerstedt syngja glúntasöngva eftir Wennerberg; Folmer Jensen leikur undir á píanó. 20.45 Smásaga vikunnar: „Sonurinn'* eftir Mariku Stiernstedt, 1 þýð- ingu Arna Gunnarssonar fil. kand. (Baldvin Halldórsson leikari). 21.15 Tónleikar: — Susse-Romande hljómsveitin leikur forleikinn að „Rakaranum í Sevilla" eftir Rossini og „Lindina", ballett- svítu eftir Delibes; Victor Olof stjórnar. 21.30 Leikrit: „Húsið í skóginum" eft ir Tormond Skagestad. Þýðandi: Hulda Valtýsdóttir. Leikstjóri: Ðaldvin Halldórsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. ' 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.