Morgunblaðið - 24.06.1960, Síða 23
Föstudagur 24. júní 1960
MOTtGVNBI.AÐlÐ
23
Ferstikla opnar í endurbætt
um húsakynnum
Sjálfsafgreiðsla tekin upp til flýtis-
auka fyrir ferðafólk
VEITINGAHÚSIÐ Ferstikla
í Hvalfirði hefur nýlega tekið
til starfa, en rekstur þess hef-
ur legið niðri yfir vetrarmán-
uðina. — Hafa gagngerðar
breytingar verið framkvæmd
ar á húsakynnum og lóðinni
í kring. Blaðamönnum var í
fyrradag boðið upp eftir til
þess að kynnast starfsemi
veitingahússins og virða fyrir
sér endurbæturnar, sem þar
hafa verið gerðar.
Veitingahús hefur verið starf-
rækt að Ferstiklu frá stríðslok-
um og var upphaflega rekið af
Búa Jónssyni bónda, en árið
Reksturstap
á H amrafelli
AÐALFUNDUR Sambands ís-
lenzkra samvinnufélaga var sett-
ur að Bifröst í Borgarfirði 22. þ.
m. Forstjóri sambandsins, Er-
lendur Einarsson, gat þess í
skýrslu sinni, að félagsmenn
samvinnufélaganna hefðu verið
30.928 í árslok 1959, sem er
nokkru fleira en í árslok 1958.
Á árinu seldi sambandið innlend
ar afurðir fyrir 520 millj. kr.,
landbúnaðarafurðir fyrir 257,4
millj. kr.„ sjávarafurðir fyrir
172.7 millj. og iðnaðarvörur frá
samvinnuverksmiðjum fyrir 93.0
millj.
Rekstrarafkoma batnaði á ár-
inu. Tekjuafgangur varð 5.2
millj. er varið hafði verið 10.8
millj. til afskrifta.
Erlendur Einarsson gat þess í
skýrslu sinni að rekstur m.s.
Hamrafells hefði gengið mjög
erfiðlega á árinu og rekstrartap
af helmingshluta Sambandsins
orðið 5,6 millj., er 10% hafði ver-
ið varið til afskrifta. Er það 1.1
millj. hærra en árið áður.
Kveðjur á þjóð-
hátíðardaginn
Á f>JÓÐHÁTÍÐARDAGINN 17.
júní bárust utanríkisráðherra
ýtnsar heillaóskir, þ. á. m. frá
utanríkisráðherrum Brazilíu, ísra
els, Júgóslavíu og Kúbu, frá sendi
herrum Finnlands, Hollands, ftal-
íu, Júgóslavíu og Spánar, svo og
frá ræðismönnum íslands í Barce
lona, Sao Paulo, Tel Aviv og
Genf.
(Frá utanríkisráðuneytinu).
• 140 stúdentar frá Cambridge
eru famir vestur um haf með
Boeing 707 farþegaþotu tii sum-
ardvalar í Kanada, þar sem þeir
munu bæði starfa ogr ferð'ast um
i 3 mánuði.
FARIN verður ierð í Landmanna
laugar á vegum ferðadeiidar
Heimdallar næstkomandi laug-
ardag.
Lagt verður af stað frá Valhöll
við Suðurgötu kl. 2 eftir hádegi
en komið til baka að kvöldi
sunnudags.
Nánarj upptýsingar gefnar á
skrifstofu Heimdallar milli 2—6
í dag og á morgun (simi 17102).
1952 urðu eigendaskipti, og var
þá þegar hafizt handa um breyt-
íngar og endurbætur, en á þessu
vori hefur innri búnaður veit-
ingahússins tekið algerum stakka
skiptum. Hitakerfi hússins hefur
verið endurnýjað, svo og •af-
lagnir og ljósaútbúnaður. Nýir og
stórir gluggar hafa verið settir á
framhlið hússins, allt hefur ver-
ið málað utan og innan, og veit-
ingasalurinn innréttaður með
harðviði og spónflísum. Vafnings
jurtir teygja sig upp eftir veggj-
um salarins og blóm hafa verið
sett niður á blettinum framan við
húsið, og verður þar aðstaða fyr-
ir gesti að taka sólbað.
Eigendur Ferstiklu leggja
mikla áherzlu á fljóta og góða
afgreiðslu og hafa í þeim tilgangi
Mennirnir fundnir
Framhald af bls. 24.
Niels Underbjerg skýrt frá því í
neyðarskeytinu, að hann og menn
hans væru að yfirgefa skipið og
myndu fara upp á ísinn. Fregnum
bar ekki saman um hve m.argir
menn voru á selveiðaranum, ým-
ist eru það sex eða 10 sem talað
er um í fréttastofufregnum.
Héðan frá Reykjavík fór dansk
ur Catalínaflugbátur um klukk-
an 9 í gærmorgun, til þess að
reyna að finna skipbrotsmenn-
ina. í gærkvöldi bárust þær fregn
ir frá áhöfn flugbái>is, sem þá
var lentur á Kulusuk flugvelli
við Angmagssalik, að dimmviðri
hefði komið í veg fyrir leitina.
Þessi danski selveiðari sem er
50 tonna skip mun hafa verið við
Kangerdlugssuaq-f jörð þegar slys
ið varð. Herma Reutersfregnir
að í síðustu skeytum Underbjergs
skipstjóra á Kiki, hafi skipstjór-
inn lýst ástandinu um borð í skipi
sínu með þeim orðum að skip
hans hafi lent inni í rekísnum,
sem hafi skollið á skip h'ans. Var
ísinn þá búinn að skrúfa skipið
svo niður að framan að stefnið
var komið á kaf, en afturstefnið
var þá komið á loft og stóð skrúf-
an hátt upp úr sjó.
Underbjerg skipstjóri sagði að
það væri von sín og manna sinna
tekið upp sjálfsafgreiðslukerfi,
fyrir farþega áætlunarbifreiða,
og hefur þessi nýjung það í för
með sér að veitingar verða mikl-
um mun ódýrari heldur en ef
þær væru bornar á borð í saln-
um. Telur veitingastjórinn,
Magnús Sumaliðason, að 30
manna bíll þyrfti ekki að hafa
lengri viðdvöl, en 20 mínútur,
þó að allir farþegar keyptu þar
veitingar á þennan hátt. Alls
rúmar salurinn um 90 manns.
Úti á hlaðinu er stór söluskúr og
eru þar á boðstólum alls kyns
vörur fyrir ferðafólk, m. a. nið-
ursoðnar matvörur og ýmir vara-
hlutir í bifreiðar, auk olíu og
bensíns. Fullkomið hátalarakerfi
hefur verið lagt um allan staðinn
fyrir stjórnendur langferðabif-
reiða til þess. að tilkynna brott-
för sína. — Þess skal að lokum
getið, að veitingahúsið Ferstikla
verður opið allan ársins hring l
héðan í frá, en hingað til hefur I
það einungis starfað að sumar-
lagi, og verður þetta eðlilega til •
mikilla hagsbóta fyrir þá sem
leið eiga um Hvalfjörð að vetri
til. —
að komast yfir ísspöngina með
léttibátinn frá skipinu, og freista
þess að komast á honum upp að
strönd Grænlands. Hann taldi
fjarlægðina frá ísnum að strönd-
inni um 10 mílur. Á þessum slóð-
um ganga há björg í sjó fram,
mikið ísrek er þar og sægur blind
skerja.
Laust fyrir miðnætti var kom-
ið gott veður á leitarsvæðinu og
háskýjað. Annar danskur Kata-
línubátur var þá kominn til sög-
unnar. Hafði hann verið á Straum.
firði, kom til Kulusuk og tók elds
neyti og hélt svo einnig til leitar.
— Þá voru og rétt ókomnar til
Keflavíkur tvær björgunarvélar
frá bandaríska flughernum. Þær
komu frá Prestwick og héldu
skömmu síðar til Grænlands og
taka þátt í leitinni. önnur er af
Skymaster-gerð, búin fullkomn-
ustu leitartækjum. Hin er einnig
sérlega útbúin, Albatross-flug-
bátur, sem gæti lent á auðum sjó
á leitarsvæðinu, því þar er nú
stillt veður.
Norska fréttastofan sagði, að
norsk flugvél, sem vinnur að ljós
myndun selastofnsins við A-
Grænland, tæki einnig þátt í leit
inni. Sú vél var þó á Reykja-
víkurflugvelli enn í gærkvöldi.
Varðskipið Öðinn, sem statt
var fyrir norðan þegar fréttin
barst, hélt áleiðis að ísnum, '>n
sneri aftur um miðnættið.
— SUS-síðan
Framh. af bls. 17
árangurinn. Persónuleg kynning
þáttakenda innbyrðis er tvímæla
laust mjög gagnleg svo og það
að kynnast viðhorfum annarra
þjóða til heimsmálanna.
Umræður voru mjög fjörugar
allan tímann og voru menn
ófeimnir við að láta skoðanir
sínar í ljós. Leitazt var við að
jafna allan skoðanamismun með
samkomulagi og tókst það ágæt-
lega þrátt fyrir það að þátttak-
endur voru úr mjög ólíkum stjórn
málaflokkum. En eitt var öllum
þátttakendúm sameiginlegt, að
allir vildu þeir virða og vernda
lýðfrelsi og vestræna menningu
með samvinnu lýðræðisþjóðanna.
★
•
Þess má að lokum geta, að i
Chicago var tekinn upp tveggja
tíma sjónvarpsþáttur um stjórn-
mál í Evrópu og Ameríku. —
Ræddust þar við 8 þátttakenda í
ráðstefnunni, sex frá Evrópu,
einn frá Bandaríkjnum og einn
frá Kanada. Guðmundur Garð-
arsson var einn þeirra, sem þai
komu fram og var honum m. a.
falið að flytja lokaávarp fyrii
hönd þátttakenda allra.
Þætti þessum verður sjónvarp-
að um Bandaríkin í dag á vegum
ABC sjónvarpsstöðvarinnar.
B. B.
2 hjólkoppar
af V.W. töpuðust síðdegis í gær milli Keflavíkur
og Reykjavíkur, ásamt skrauthringjum í felgur.
Vinsamlegast skilist Sverri Þórðarsyni, Morgun-
blaðinu. —
Þakka innilega öllum sem sýndu mér vinsemd og hlý-
hug á 70 ára afmæli mínu 14. þ.m.
Ingibjörg Jónsdóttir, Akureyri.
Ég þakka hjartanlega öllum þeim er glöddu mig með 1
heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á afmælisdegi
mínum 5. júní 1960. — Guð blessi ykkur öll.
Guðbjörg Andrésdóttir.
Innilega þakka ég samstarfsfólki mínu og öðrum vin-
um og vandamönnum fyrir viná,ttu og rausn á sjötugs-
afmæli mínu 8. júní s.l.
Einar Sigurðsson, Guðrúnargötu 7.
Innilega þakka ég öllum sem á margvíslegan hátt
glöddu mig á 75 ára afmælisdegi mínum 14. júní.
Kærar kveðjur.
Júníus Jónsson.
Þakka hjartanlega öllum er glöddu mig á einn eða
annan hátt á 80 ára afmæli mínu þann 27. maí s.l.
Guð blessi ykkur öll.
Oddgeir Þorkelsson, Ási.
LOVÍSA JÓNSDÓTTIR
Brekkustíg 6,
andaðist 22. þ. m. á Elliheimilinu Grund. — Jarðarförin
ákveðin síðar.
Systkini hinnar látnu.
Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir og afi
GUNNAR JÖNSSON
kaupmaður,
lézt að heimili sínu Hverfisgötu 69, 22. þ. m.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Konan mín og móðir okkar
RANNVEIG S. JÓNSDÓTTIR
Þernumýri, Vesturhópi,
sem andaðist að Hrafnistu 19. júni verður jarðsungin að
Breiðabólstað Vesturhópi 26. júní kl. 2 e. h. — Kveðjuat-
höfnin verður í Fossvogskirkjunni kl. 10,30 f. h. laugard.
Minningarathöfninni verður útvarpað.
Valdimar Jónsson og dætur.
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi
HANNES JÓNSSON
frá Spákonufelli, Vesturgötu 5, Hafnarfirði,
sem andiðst 17. júní verður jarðsunginn frá Fríkirkj-
unni Hafnarfirði laugardaginn 25v júní kl. 10,30 fyrir
hádegi.
Sigurborg Sigurðardóttir, börn og tengdaböm.
Innilegustu þakkir öllum þeim, er sýndu okkur samúð
og velvilja í sambandi við andlát og jarðarför dóttur okkar
DAGMAR HULD
Ennfremur þökkum við læknum, hjúkrunarfólki og
öllum þeim öðrum, sem léttu henni baráttuna síðustu vik-
urnar, með lipurð og hlýju.
Patreksfirði í júní 1960.
Bára Halldórsdóttir, Árni G. Þorsteinsson.