Morgunblaðið - 29.06.1960, Blaðsíða 2
2
MORCVNTtT AÐ1Ð
Miðvilfudagur 29. júní 1960
Sjórinn heitari
og síldin vestar en áður
Frá fundi fiskifrœðinga á Seyðisfirði
SEYÐISFIRÖI, 28. júní: — I
dag hófst hér fundur fisklfræð
inga, sem unnið hafa að rann-
sóknum á Norðurhöfum að
undanförnu. Skipin rannsök-
uðu eftirtalin svæði:
Ægir og Óðinn voru fyrir
Vestur- og Norðurlandi, aust-
ur og suður tii Seyðisfjarðar.
Teman frá Færeyjum rann-
sakaði svæðið milli íslands og
Færeyja norður að Seyðisfirði.
Norska skipið Johannes Hjort
rannsakaði svæðið þar norður
af allt til Jan Mayen. Rúss-
neska skipið Persej var norð-
an og austan við Jan Mayen.
G. O. Saars var mjög djúpt
norður af íslandi, norðan við
leitarsvæði Ægis og vestur af
rússneska skipinu.
Á fundinum hér í dag báru
vísindamennirnir saman bæk-
ur sínar. Virðist hafa komið
í ijós, að á leitarsvæði allra
skipanna er hitastig efstu laga
sjávarins hærra en meðaltal
síðustu 10 ára. Mætti af því
draga þá ályktun, að síldin
héldi sig nær yfirborðinu en
áður.
Einnig hefur komið í ljós,
að öll síld, sem fundizt hefur,
er komin vestur í suðurhaf
Austurlandsgrunnsins og er
það miklu vestar en áður hef- .
ur verið.
Fundur fiskifræðinganna
heldur áfram í dag.
— Fréttaritari.
Afvopnunarráðstefnunni frestað
GENF, 28. júní (Reuter).
FULLTRÚAR Vesturveldanna á
afvopnunarráðstefnunni komu
saman til fundar í dag og ákváðu
að fresta ráðstefnunni um óá-
kveðinn tíma. Ormsby Gore benti
á, að þar sem utanríkisráðherr-
ar fjórveldanna hefðu boðað til
þessarar ráðstefnu, yrði henni
ekki formlega slitið enda þótt
kommúnistar neituðu viðræðum.
Fulltrúarnir biðu í 10 mínútur
eftir fulltrúum kommúnista, sem
gengu af fundi í gær, en þeir
voru þá þegar farnir að undir-
búa heimför sína.
Ormsby Gore yar í forsæti og
skýrði frá tilraun sinni til að tala
við Zorin eftir fundinn í gær, en
hann hafði aðeins endurtekið um
mæli sín frá fundinum. Vestrænu
fulltrúunum var þá enn ekki
kunnugt um bréf, sem Krúsjeff
ritaði Vesturveldunum, en þar
— Drangajökull
Frh. af bls. 1
or er reyndur sjómaður og hef
ur um Iangt skeið verið fyrsti
stýrimaður á skipinu, en þetta
var hans fyrsta ferð sem skip-
stjóri.
Aðrir skipverjar voru:
Georg Franklínsson, I. stýrimað-
ur, Hverfisgötu 102.
Finnbogi Kjeld, II. stýrimaður,
Ytri-Njarðvík.
Helgi Þorkelsson, I. vélstjóri,
Kleifarvegi 5.
Sveinbjörn Erlingsson, II. vél-
stjóri, Efstasundi 63.
Tryggvi Oddsson, III. vélstjóri,
Skúlagötu 56.
Bjarni Sigurðsson, loftskeytamað
ur, Njarðargötu 31.
Árni Jónsson, bryti, Víðihvammi
í Kópavogi.
Haraldur Helgason, matsveinn,
Ásgarði 123.
Þórður Geirsson, bátsmaður, Ból-
staðahlíð 33.
Gunnar Bjarnason, háseti, Nes-
kaupstað.
Guðjón Erlendsson, háseti, Ás-
garði 39.
Ævar Þorgeirsson, háseti, Birki-
mel 8B.
Gylfi Pálsson, háseti, Innri-Njarð-
vík.
Þorlákur Skaptason, háseti, Tóm-
asarhaga 44.
Karl Jónsson, smyrjari, Tómas-
arhaga 57.
Drangjökull var 621 smálest að
stærð, byggður í Svíþjóð 1948 og
talinn gott sjóskip. Yfirbygging
var í skutrúmi, og þar voru íbúð-
ir skipverja, eldhús, stjórnklefi,
loftskeytaklefi og véiaiúm.
sagði m. a. að Bandaríkjamenn
hefðu mest staðið gegn sovézku
tillögunum. Einnig afhenti Krú-
sjeff sendiherra Dana, Norð-
Bylting
í Tíbet
Katmandu, Nepal,
28. júní (Reuter)
TILKYNNT var í Kata-
mandu að Kínastjórn hafi
opinberlega skýrt frá því að
kínverski herinn væri að
bæla niður byltingu á landa
mærum Tíbets og Nepal.
Sagði í tilkynningu Nepal-
stjórnar að Kínverjar hafi
heitið því að strax og upp-
reisnarmenn hafi verið sigr-
aðir, muni kínverski herinn
draga sig til baka frá Ianda-
mærunum.
Þetta er í fyrsta sinn að
kommúnistar viðurkenna að
bylting standi yfir í Tíbet
gegn ógnarstjórn þeirra.
Áður höfðu óstaðfestar
fregnir um að bardagar geis
uðu um 65—110 kílómetrum
innan landamæra Tíbet.
manna og Vestur-Þjóðverja orð-
sendingu varðandi ráðstefnuna.
Eftirlit óhjákvæmilegt.
Ormsby Gore sagði á blaða-
mannafundi í dag, að menn
skyldu athuga að afvopnun gæti
aldrei orðið án þess að að Rúss-
ar samþykktu eftirlit með henni,
en það hafa Rússar kallað að
„lögleiða njósnir".
Gore sagði, að kommúnistar
hefðu gengið af fundi til þess
að koma í veg fyrir að tillögur
Bandaríkjanna yrðu lagðar fyrir
ráðstefnuna og sýnt þar með að
þeir hefðu ekki komið þangað til
annars en sýna Vesturveldunum,
og þá sérstaklega Bandaríkjunum
fyrirlitningu.
Upplausn ráðstefnunnar hefur
vakið almenna reiði á Vestur-
löndum og telja dagblöð fram-
komu Rússa ósæmilega og sví-
virðilegu atlögu við vonir mann-
kynsins.
í opinberri tilkynningu, sem
gefin var eftir fundinn í dag,
sagði, að fulltrúamir hefðu óskað
eftir því, að allar skýrslur um
ráðstefnuna yrðu afhentar af-
vopnunarnefnd Sameinuðu þjóð-
anna en síðan Allsherjarþinginu
og Öryggisráðinu.
Norskt skip að sökkva
í Siglufjarðarhöfn
Sœlgœtisát minnkandi
ÍSLENDINGAR borða minna og | neyzlan úr 130.397 í 138.111 Það
ber að hafa í huga að á þessum
tíma hefur íslendingum að sjálf-
sögðu fjölgað.
minna af brjóstsykri, súkkulaði
og karmellum með hverju árinu
sem liður. Aftur á móti fer kon-
fekt og lakkrísneyzlan heldur
vaxandi. Þessar upplýsingar eru
í maí-hefti Hagtíðinda. -
Brjóstsykurframleiðslan var
árið 1955 101.660 kg. árið eftir
114.693 kg., en hefur síðan farið
minnkandi, niður í 93.779 kg. ár-
ið 1959. Átsúkkulaðineyzlan hef-
ur farið sílækkandi á þessum ár-
um ár 129.538 kg. í 84.094., suðu-
súkkulaðineyzlan hefur líka lækk
að, og karmelluneyzlan úr 86.113
í 63.813. En lakkrísneyzlan hefur
á þessum 5 árum hækkað úr
33.310 kg. í 43.397 og konfekt
Gjöi til SVFÍ
NÝLEGA hefur Siysavarnafélagi
íslands borizt gjöf að upphæð kr.
1.900 00 frá þeim hjónunum Sig-
ríði Guðmundsdóttur og Bern-
hard Ölafssyni, Strandgötu 19,
Ólafsfirði, til minningar um for-
eldra Sigríðar, hjónin Freydísi
Guðmundsdóttur og Guðmund
Oiafsson.
Slysavarnafélaginu hefur áður
borizt miningargjöf frá sömu
hjónum.
SIGLUFIRÐI, 28. júní. — Um
kl. hálfsex í morgun kvöddu
skipverjar á norska skipinu Tor-
vag frá Bergen dyra á lögreglu-
stöðinni hér og skýrðu frá því,
að mikill leki hefði komið að
skipi þeirra og skjótrar hjálpar
þyrfti við, ef það ætti ekki að
sökkva við bryggjuna. Skipið lá
við svonefndan Öldubrjót nyrzt
í Siglufj arðarhöfn.
Brá lögreglan skjótt við og
liðið hér og jafnframt var kallað
á varðskipið Þór, sem var á sigl-
ingu út af firðinum. Tókst að
dæla skipið með aðstoð Þórs og
forða því að það sykki.
Ekki er vitað hvað lekanum
olli og virðist skipið þétt og leka-
laust nú. Torvag er 184 brúttó-
lestir að stærð og kom hingað
með tómtunnur, salt og krydd.
Varningurinn virðist lítið sem
setti sig í samband við slökkvi- ekkert skemmdur. — Stefán.
Ljós yfir land
hirðisbréf til presta og safnaða á íslandi
eftir herra Sigurbjörn Einarsson, biskup
ÚT er komin hjá Bókaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar bókin
LJOS YFIR LAND eftir herra
Sigurbjörn Einarsson biskup. Bók
in fjallar um kristna trú, kirkju
og nútímann í landi voru og er
rituð af mikilli hreinskiln og rétt
sýni. Beinir biskupinn orðum
sínum til allra sem láta sig mál-
efni kirkju og kristni emhverju
varða.
Bokin er 200 bls. að stærð og
skiptist í 10 aðalkafla og marga
undirkafia.
Aðalkaflarnir heita: Immanúel,
Kirkjan, Heilög ritning, Boðun
orðsins, Um stefnunmun í kirkj-
unni, Fögnum fyrir Drottni, Hið
unga ísland, Ríki og kirkja
NA /5 hnúfar\ X Snjókoma / SV 50 hnútar\ > ÚSi \7 Skúrir K Þrumur WS& Kufdaski/ Hitaski/ H Hal L Lagi 1
» -
LÆGÐIN við Grænland 'hef- 15° á Egilsstöðum kl. 15, en
ur grynnzt og breiðzt norður kaldast á Dalatanga, 8 .
... ... ,, . f , , Benda rná á, að við Kristjans-
eftir, en ekkx nalgazt Island sand . Grænlandi var ANA.
að neinu ráði, og ræður há- rol(._
þrýstisvæðið hér veðri. Var Veðurhorfur:
góðviðri um allt land í. gær, Hægviðri, skýjað, en víðast
þó ekki verulega hlýtt, mest úrkomulaust. Hiti 9—11 stig.
Sigurbjörn Einarsson biskup
Prestur og söfnuður og Lokaorð.
Ljós yfir land fæst í bókabúð-
um en félagsmenn í Almenna
bókafélaginu geta fengið hana á
lægra verði í skrifstofu félagsins
að Tjarnargötu 16, ef þeir panta
hana sérstaklega.
MANILA, 27. júní. — Um 500
fiskimanna frá Filipseyjum er
saknað. í dag gekk mikill hvirfiL
vindur yfir Mið- og Suður-Luzon
og er óttazt, að mennirnir, sem
vora til sjós á Manila-flóanum,
hafi drukknað í hamförunum. —-
Miklar skemmdir urðu einnig á
mannvirkjum. Þetta er annar
meiriháttar hvirfilvindurinn á
Filips/yjum í þcssum mánuði.