Morgunblaðið - 29.06.1960, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.06.1960, Blaðsíða 19
Miðvik'udagur 29. júní 1960 MORGUNBLAÐIÐ 19 20 styrkir raun- vísindadeildar STJÓRN Raunvísindadeildar Vís indasjóðs hefur lokið úthlutun styrkja ársins 1960. Alls bárust að þessu sinni 30 umsóknir, að upphæð nálægt hálfri annarri milljón króna. Veittir voru 20 styrkir, og nema þeir 649 þúsund krónum al'ls. Styrkjunum má skipta í þrjá aðalf lokka: Dvalarstyrkir til visindalegs sérnáms og rannsókna Þessir styrkir eru ætlaðir ung- um og efnilegum vísindamönnum til vísindaiðkana og þjálfunar við vísindastofnanir, erlendar eða innlendar. Hæstu styrkirnir mið- ast við það að styrkþegi helgi sig því verkefni, er hann hlýtur styrk til, a. m. k. eitt ár. Styrkur til ársdvalar var 60 þús. kr. fyrir gengisbreytinguna, en er nú 80 þús kr. Að þessu sinni voru að- eins þrír heilir slíkir styrkir en fimm hálfir. 80 þúsund krónur hlutu: Sigurður Jónsson licencié es lettres, til rannsókna í líffræði og frumufræði þörunga við Sor- bor.ne-háskóla í París. . Þorleifur Einarsson, cand. geol., til frjórannsókna (pollenanalyse) á ísl. mómýrum. Þorleifur lýkur væntanlega doktorsprófi í Þýzka landi innan skamms, en mun stunda frjórannsóknirnar í Berg- en. Þorstein Sæmundsson, B. Sc. Hon., til stjarnfræðilegra rann- sókna á áhrifum sólar á jörðu, einkum með tilliti til breytinga á jarðsegulsviði. Þorsteinn lauk háskólaprófi í Skotlandi fyrir tæpum þremur árum, en hefur síðan unnið að þessum rannsókn um í London. 40 þúsund krónur hlutu: Einar Tjörvi Elíasson, verk- fræðingur, til rannsókna á sliti í legum véla við tækniháskólann í Glasgow. Guðmundur Ragnar Ingimars- son, verkfræðingur, til rannsókna á vegagerð við háskólann í Mic- higan. Sigmundur Magnússon, lælcnir, til sérnáms í blóðsjúkdómum og notkún geislavirkra efna í lækn- isfræði. Námið er stundað í Bandaríkj unum. Tómas Helgason, læknir, til Helgilónleikar annað kvöld HAFNARFIRÐI — Sjöundu og síðustu helgitónleikarnir að þessu sinni verða í Þjóðkirkj- unni annað kvöld og hefjast kl. 9. — Hafa fyrri helgitónleikar verið yfirleitt vel sóttir, en á þeim hafa ýmsir aðilar komið fram og verk flutt bæði eftir innlenda og erlenda höfunda. — Séra Garðar Þorsteinsson prófast ur hefir haft prestsstarfið á hendi og organleikari kirkjunnar, Páll Kr. Pálsson stjómað söngflokki kirkjunnar og leikið á orgelið. Að þessu loknu verður organ- leikur, sem Marin G. Neumann annast, Helmut Neumann leikur á selló og Kristinn Hallsson syng ur með undirleik Páls Kr. Páls- sonar. Prestur verður séra Garð ar Þorsteinsson. Að þessu sinni verða einungis leikin og sungin verk eftir er- lend tónskáld, svo sem Men- delssohn, Bach, Max Reger, Couperin og Torelli. — Við út- göngudyr gefst kirkjugestum kostur á að gefa í sjóð til kaupa á stundaklukku í kirkjuna. Eins og fyrr segir verða þetta síðustu helgitónleikararnir að þessu sinni, en verða svo upp tekin aftur í haust. — Þeir hefj- ast kl. 9 annað kvöld (fimmtu- dag). —G. E. framhalds rannsókna sinna á tíðni geð- og taugasjúkdóma. Tómas hefur unnið að þessum rannsóknum um langt skeið og tvívegis áður hlotið styrk til þeirra úr Vísindasjóði. Þorkell Jóhannesson, læknir, til sérnáms í lyfhrifafræði (farma kologi) við vísindastofnun Kaup mannahafnakháskóla í þess&ri grein. Styrkir vegna rannsóknarverk- efna einstaklinga Baldur Johnsen, héraðslæknir, til næringarrannsókna og til þess að gera yfirlit um ástand mann- eldismála hérlendis. 15.000 kr. Friðrik Einarsson, dr. med., til eftirrannsókna á sjúklingum, er skornir hafa verið vegna skjald- kirtilsjúkdóma. 15.000 kr. Gunnlaugur Snædal, læknir, til eftirrannsókna á sjúklingum, er verið hafa til meðferðar á Lands- spítalanum vegna krabbameins í brjósti 15.000 kr. Björn Sigurbjörnsson, M.Sc., til að ljúka rannsóknum sínum á ísl. melgresi. Björn hefur tvívegis áður fengið styrk til þessa verk- efnis. Hann vinnur að því við Cornell-háskóla. 10.000 kr. Guðmundur Örn Árnason, skóg fræðingur og Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, til lofslagsrann- sókna með sérstöku tilliti til skóg ræktar. Til þessa verkefnis var einnig veitt á síðastliðnu ári. Styrkurinn er bundinn því skil- yrði, að a. m. k. jafnhátt framlag fáist frá öðrum aðiljum 19.000 kr. Ingimar Öskarsson, grasafræð- ingur, vegna starfa við Evrópu- flóruna 8.000 kr. Jens Pálsson, mannfræðingur, til mannfræðirannsókna í Dala- sýslu 15.000 kr. Styrkir til stofnana og félaga Bændaskólinn á Hvanneyri, til kaupa á efnarannsóknartækjum, 20.000 kr. Búnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans, til kaupa á mælitækj- um vegna nýrra jarðvegsrann- sókna, 20.000 kr. Grasafræðideild Náttúrugripa- safnsins, til kaupa á rannsókna- tækjum, 45.000 kr. Dýrafræðideild Náttúrugripa- safnsins, til starfrækslu fugla- merkingastöðvar á Miðnesi, 5.000 kr. íslenzka stærðfræðafélagið, handa tveimur ungum verkfræð- ingum til að kynna sér rekstur rafeindareiknivéla, 22.000 kr. ★ Eftir vísindagreinum má flokka styrkina svo: Efnafræði, stærðfræði, stjörnu- fræði: Þrír styrkir, samtals 122,- 000 kr. Læknisfræði, líffræði, lífeðlis- fræði: Sex styrkir, samtals 165,- 000 kr. Jarðfræði, jarðvegsrannsóknir: Tveir styrkir, samtals 100.000 kr. Grasafræði, dýrafræði: Sex styrkir, samtals 163.000 kr. Veðurfræði: Einn styrkur, 19,- 000 kr. Verkfræði: Tveir styrkir, sam- tals 80.000 kr. ★ Stjórn Raunvísindadeildar skipa: Dr. Sigurður Þórarinsson, form., dr. Finnur Guðmundsson, dr. Gunnar Böðvarsson, Júlíus Sig- urjónsson prófessor og Leifur Ás- geirsson prófessor. MÁLFLUTNINGSSTOFA Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson Aðalstræti 6, III hæð. Símar 12002 — 13202 — 13602. Ferrari sigursœ'ir LE MANS kappaksturinn í Frakk landi var háður um síðustu helgi í úrhellisrigningu. Lauk kapp- akstrinum með glæsilegum sigri ítalskra Ferrari bifreiða. 55 bifreiðir mættu til leiks, en aðeins 25 þeirra luku keppni. Sigurvegarar voru Belgarnir Gendebien og Frere í Ferrari bif reið, en Ferrari bifreiðir voru einnig í öðru, fjórða, fimmta og sjöunda sæti. I þriðja sæti var brezk Aston Martin bifreið, í áttunda Ghevro- let Corvette. Jaguar bifreið og Maserati bif reið, sem hófu keppni, urðu að hætta vegna bilana. NÁMFSLYS ABERTILLERY, Wales, 28. júní. <NTB, Reuter). — Að minnsta kosti þrjátíu og sjö námumenn létu lífið er sprenging varð á 350 metra dýpi í kolanámunni Six Bells í Wales, við landamæri Eng lands. Voru rúmlega 40 menn að vinnu á slysstaðiuum er spreng- ingin varð. Sex hópar björgunarmanna vinna að því að grafa göng nið- ur á slysstaðinn til að koma þeim til bjargar, sem enn kunna að vera þar á lífi, en óttazt er að allir námumennirnir verði látnir áður en tekst að ná til þeirra. Sprengingin var það öflug að hús í Abertillery nötruðu. Einn þeirra sem fórst við sprenginguna var staddur í 900 metra fjarlægð. G A S . Um 700 menn voru að vinnu 1 námunni þegar sprengingin varð. Margir þeirra sem komust lífs af voru illa meicViy og brennd- ir. En þeir sem voru ósærðir sneru sér þegar að björgunar- störfum. Það háir nokkuð björg- uninni, að gas hefur myndast í námunni. Kanaríufuglar, sem settir voru niður námugöngin, drápust svo til samstundis. Kanadiskir námsstyrkir MENNINGARSTOFNUNIN Can- ada Council hefir nú úthlutað námsstyrkjum fyrir árið 1960-61, og hefir íslandi þar verið veittur einn styrkur, að upphæð $2000,00, auk ferðakostnaðar. Styrk þenn- an hefir hlotið Sveinn Skorri Höskuldsson, Granaskjóli 23, Reykjavík. Mun hann stunda framhaldsnám í bókmenntasögu við háskólann í Winnipeg, jafn- framt mun hann kanna heimildir um dvöl íslenzkra raunsæishöf- unda í Kanada, einkum Gests Pálssonar og Einars Hjörleifsson- ar Kvaran. Jón G. Þórarinsson, orgelleik- ari, sem hlut styrk frá Canada Council fyrir námsárið 1959—60 til náms í tónlistarfræðum hefir verið veittur viðbótarstyrkur á þessu ári til framhaldsnáms vegna sérstaks dugnaðar og á- stundunar við nám sitt á sl. ári. FÉLAGSLÍF ÚLFflR JflCOBSEN FERDflSKRIFSTOFfl Suslurilrzti 9 Simi: 13491 Kynnist landinu. — 14 daga sumarleyfisferð hefst 2. júlí um Kjalveg, norður og austurland að Stapafelli í Öræf- Frá Ferðafélagi Islands Sex 1 Vz dags ferðir um helgina. Þórsmörk, Landmannalaugar, Kjalvegur og Kerlingafjöll, Hekla, Haukadalur í Biskups- tungum, Húsafellsskógur. Lagt af stað í allar ferðirnar á laugardag kl. 2 frá Austurvelli. Fimm daga ferð um Snæfells- nes og Dalasýslu. Upplýsingar í skrifstofu félags- ins, Túngötu 5, símar 19533 og 11798. RAGNAR JQNSSON hæstarettarlögmaður Vonarstr. 4 VR-húsið. Sími 17752 Lögfræðiscörf og eignaumsýsla Gís/i Einarsson héraðsdómslögmaður. Máifiutningsstofa. Laugavegi 20B. — Sími 19631. RF.ZT 40 AUGLÝ& 4 í UORGUNPLAÐII>'U ♦ Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda vinsemd á 80 ára afmæli mínu. — Guð blessi ykkur öll. Sigurlína Kolbcinsdáttir frá Ósi Hjartkæi eiginkona mín SIGNÝ M. EIRÍKSDÓTTIR lézt að heimili sínu Hrísateig 4, 26 þessa mánaðar. Fyrir hönd aðstandenda: Haraldur Sigurðsson Faðir okkar INGÓLFUR TÓMAS HELGASON sjómaður, Blönduhlíð 27, andaðist 28. þ. m. — Jarðarförin auglýst síðar. Börn og tengdabörn hins látna. Maðurinn minn og faðir okkar, arsæll brynjólfsson sjómaður, Seljavegi 9 andaðist þ£mn 27. þessa mánaðar Arndís Helgadóttir og böm Eiginmaður minn, HALLDÖR SKAPTASON verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. júní kl. 10,30 f.h. Hedvig Skaptason Móðir mín og tengdamóðir, GUDBJÖRG STEFANSDÓTTIR lézt aðfaranótt 28. júní á sjúkrahúsi Akureyrar. Elín Sigurjónsdóttir, Gísii Bjarnason i Grenivöllum 32, Akureyri. Konan mín, móðir okkar og tengdamóðir, MARGRÉT MAGNtSDÓTTIR Víðistöðum verður jarðsungin fimmtudaginn 30. þ.m. kl. 2 frá Frí- kirkjunni, Hafnarfirði. Bjarni Erlendsson, Kristbjörg Bjarnadóttir, Guðmundur Sveinsson, Guðjón Bjarnason Ólöf Erlendsdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Alúðarþökk færi ég hinum mörgu fyrir samúð og hjálp við fráfall og útför mannsins míns, SIGURGEIRS JÓHANNSSONAR Sérstaklegar þakkir ber Skógræktar- og ungmannafé- lagi Skilmannahrepps ög kvenfélagi sveitarinnar fyrir frábæra aðstoð mér veitta og börnum mínum. Fyrir mína hönd og þeirra. Ingibjörg Guðiniindsdóttir, Litlu-Fellsöxl, Skilmannahreppi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.