Morgunblaðið - 29.06.1960, Blaðsíða 8
8
lORCVyvr4 010
Miðvik'udagur 29. júní 1960
„Þoð vekur strax vonir
þegar blessuð sólin skín
44
sagði bóndinn, er sólin hellti geislum
sinum yfir Flóann i gær
EFTIR svo óvenjulegan hrak-
viðrakafla vekur það strax von-
ir þegar blessuð sólin skín aft-
ur, sagði Gunnar Sigurðsson,
Aiigæsir drepn-
or við Gunnars-
hóima
BÚSTJÓRINN á búinu að
Gunnarshólma uppi við Lækj-
arbotna, sagði Morgunblaðinu
svo frá í gær, að skotmenn
hefðu verið á ferðinni þar efra
tvær nætur nú með stuttu
millibili.
Fyrri nóttina drápu þeir
eina af fullorðnum gæsum bús
ins, og fannst hún öll sundur-
skotin. Fyrir nokkrum dögum
fannst svo gæsarungi frá því
í vor, helsærður nokkrum riff
ilskotum. Hér virðast vera á
ferðinni menn, sem einhverja
fróun finna í því að murka lfið
úr fuglum.
bóndi í Seljatungu, í símtali við
Mbl. síðdegis í gær, en þá var
komið sólskin austur í Flóa og
bændur strax orðnir léttari á
brúnina.
I síðustu viku var hér svo
slæmt veður fjóra daga, að ekki
var vinnandi úti. Bændur hér í
sveit, og ég held almennt hér
fyrir austan, hafa í þessari ó-
þurrkasömu tíð, haldið að sér
höndum við túnaslátt. Gras er
nú allgott og hæfilegt til sláttar.
Ef nú dregur til sólfars, sem er
einlæg von okkar allra, þá mun
grasið hraðvaxa. Ég tel víst að
bændur muni nú ekki bíða boð-
anna, heldur hefja túnaslátt al-
mennt.
Ef heyskapartíð yrði hagstæð,
mun gott fóður aflast, en á síð-
asta sumri aflaðist yfirleitt lé-
legt hey vegna óþurrkanna miklu.
En þegar verið er að ræða um
heyskaparhorfur, þá hafa menn
eins og alltaf spáð ýmsu, en flest-
ir óttast að sumarið muni verða
votviðrasamt. Eitt af því, sem
hrakviðrin hafa orsakað, er að
ekki er farið að rýja lambær.
Virðist bændum fé fara illa úr
ull.
Óöinn og Rán sóttu
veikan norskan sjómann
AÐFARANÓTT þess 22. þ.m.,
veiktist skipverji á norsku veiði-
skipi mjög hastarlega og var álit
ið, að sprungið hefði í honum
maginn. í>egar þetta skeði var
skipið statt 12 mílur norður af
Kolbeinsey og reið á að koma
manninum sem fyrst undir lækn-
is hendur en löng leið tii
lands. Norska sendiráðið bað
Slysavarnafélag íslands að beita
Caffnfræðaskóli
O
Ansturbæjar
I GAGNFRÆÐASKÓLA Austur-
bæjar gengu 79 nemendur undir
landspróf miðskóla. Úrslit urðu
þau, að 77 stóðust miðskólapróf,
þar af 64 með framhaldseinkunn
í landsprófsgreinum (6 og þar
yfir), eða 81%.
Fjórir nemendur hlutu ágætis-
einkunn í landsprófsgreinum:
Hrafnhildur Lárusdóttir, 9.00,
Jón Hjaltalín Stefánsson, 9.14,
Gylfi Knudsen, 9.16 og Sven Þór-
arinn Sigurðsson, 9.66, en það er
hæsta einkunn, sem nokkur
nemándi skólans hefur hlotið á
landsprófi. Auk þeirra, sem nú
er getið, hlaut Margrét Þ. Guð-
laugsdóttir ágætiseinkunn á mið-
skólaprófinu í heild, 9.02. Þeir
nemendur, sem mest sköruðu
fram úr, fengu verðlaunabækur
frá skólanum fyrir ástundun og
ágætan námsárangidr. Auk þess
hlutu 3 nemendur, Gylfi Knud-
sen, Páll Bragi Kristjónsson og
Sven Þórarinn Sigurðsson, verð-
launabækur frá Landfræðifélag-
inu fyrir ágæta kunnáttu
landafræði.
Krús jeft ekki
pennalatur
NEW YORK, 27. júní. — Krús-
jeff hefur ritað Dag Hammar-
skjöld og óskað þess, að afvopn-
unarmálið verði tekið upp í dag-
skrá næsta allsherjarþings S.Þ.
Krúsjeff hefur og skrifað leiðtog-
um Vesturveldanna og er efni
bréfsins á sömu lund og ræða
Zorins á afvopnunarráðstefnunni
í Genf í morgun.
sér fyrir því að fengin yrði þyr-
ilvængja eða sjóflugvél til að
sækja manninn.
Leitað var fyrst til Sjóbjörg-
unarliðsins á Keflavíkurflugvelli,
en það treysti sér ekki að senda
þyriivængju út á hafið eða lenda
þar á sjóflugvél en bauðst til að
senda vél til Grímseyjar að sækja
manninn. Landhelgisflugvélin
Rán taldi heldur ekki gerlegt að
lenda út á hafi en var tilbúin að
taka manninn í Grímsey og flytja
hann til Akureyrar. Var þá Varð-
skipið Óðinn sem var statt fyrir
norðan land fengið til að fara á
móts við norska skipið, var mað-
urinn fluttur yfir í varðskipið á
hafi úti, sem svo sigldi á fullri
ferð með manninn til Grímseyjar
þar sem Rán tók við honum, og
flutti hann á Sjúkrahúsið á Akur
eyri þar sem allt var tilbúið að
taka á móti manninum, sem
ekki reyndist eins alvarlega veik-
ur og haldið var og fór nann úr
sjúkrahúsinu fyrir helgina.
Er sjómaðurinn kom til Akur-
eyrar færði Sesselja Eldjárn, for
maður kvennadeildarinnar á
Akureyri honum blómvönd frá
Slysavarnafélaginu.
Norska sendiráðið ý Reykjavík
hefur sent Slysavarnaíélaginu
þakkarbréf fyrir aðstoð þess.
Gróðursetning í Haukadal.
Haukadalur og
H úsafel I sskógur
FERÐAFÉLAG fslands leitar nú
eftir nýjum bækistöðvum fyrir
'helgarferðir, þ. e. laugardags- og
sunnudagsferðir. Eins og kunn-
ugt er, heldur félagið uppi reglu
bundnum ferðum í helztu sælu-
hús sín allar helgar um hásum-
arið, en þau eru við Kjalveg,
Landmannalaugar og í Þórsmörk.
Allt eru þetta vinsælir staðir og
fagrir, enda dveljast nú orðið
margir vikutíma þar í orlofi sínu.
Hins vegar eru þetta nokkuð
langar ferðir, og sumum (en
ekki öllum) finnst of mikill tími
fara í bílferðina í hlutfalli við
dvöl á áfangastað.
Það væri því æskilegt að hafa
aðgang að nokkrum notalegum
dvalarstöðum ekki allfjarri
Reykjavík og í greiðu vegarsam-
bandi, fyrir þá er það kjósa.
Þrír staðir hafa einkum verið
tilnefndir: Þjórsárdalur, ná-
grenni Geysis og Húsafellsskóg-
ur.
En það er óreynt hvort fólk
unir sér á þessum stöðum. Þess
vegna efnir F. í. nú til helgar-
ferða í Húsafellsskóg og í ná-
grenni Geysis í tilraunaskyni og
verða fyrstu ferðirnar kl. 14 á
laugardag 2. júlí og komið aftur
á sunnudagskvöld.
Báðir þessir staðir hafa margt
til síns ágætis. Sú var tíðin, að
menn sóttu hingað frá fjarlægum
löndum til þess að sjá Geysi. —
Nú er daufara yfir honum. Næsti
bær við Geysi er Haukadalur,
hið forna höfðingjasetur. Þar
hefur skógrækt ríkisins miklar
framkvæmdir með höndum, og
standa vonir til þess, að Hákon
skógræktarstjóri verði með í ferð
inni um næstu helgi og sýni gest-
um skógarteigana í Haukadal og
segi helztu atriði úr sögu stað-
arins.
Menn verða að hafa með sér
tjöld og viðleguútbúnað, en hins
Biskup íslands á 1000 óro
afmæli Hróarskeldudómkirkju
BISKUPINN yfir íslandi, herra
1 Sigurbjöm Einarsson, er fyrir
skömmu kominn úr ferðalagi til
Danmerkur, þar sem hann þá
boð dönsku kirkjunnnar til þess
að vera viðstaddur hátíð Hróars-
keldudómkirkju til minningar
um að þúsund ár eru liðin frá
því er Haraldur konungur blá-
tönn lét skírast og reisti fyrstu
kirkjuna í Hróarskeldu. Hátíðin
stóð dagana 12. og 13. júní sl.
Auk biskups íslands voru bisk-
upar frá öllum Norðurlöndum
samankomnir á hinni merku há-
tíð.
Við hátíðamessuna, sunnudag-
inn 12. júní, sem var sjónvarpað,
var öll konungsfjölskylda Dan-
merkur viðstödd, svo og margt
annarra stórmenna.
í hádegisverðarboði, að lokinni
hátíðamessunnni, afhenti biskup
íslands, eintak af Guðbrands-
biblíu, ljósprentað, sem gjöf frá
kirkju íslands.
Gat hann þess í ræðu við það
tækifæri, að í Hróarskeldu var
fyrsta íslenzka bókin prentuð,
Nýjatestamennti Odds Gottskálks
sonar. Var það eitt hinna mörgu
íslenzku handrita sem fór til
Danmerkur, en þetta handrit
kom aftur.
í hátíðamessu Dómkirkjunnar,
mánudaginn 13. júní, prédikaði
biskup íslands.
vegar má minnast þess, að greiða
sala er við Geysi og auðsótt um
að stinga sér í sundlaugina, ef
menn óska. Enn fremur er ráð-
gert að aka út að Brúará á sunnu
dag og ganga þar um tfcóga
eftir því, sem tími leyfir. Tjald-
að verður við Laugará, og hefur
Kristbergur bóndi á Laug heitið
hvers konar vinsamlegri fyrir-
greiðslu, sem hann mætti í té
láta.
í annarri leiðinni verður ekið
um Ytrihrepp og Skálholt.
í Húsafellsskóg verður einnig
farið’kl. 14 á laugardag. Þar er
náttúrufagurt svo sem kunnugt
er. Þar málaði Asgrímur marg-
ar fegurstu myndir sínar. Á
Húsafelli mun einnig verðagreiða
sala fyrir þá, er óska, en þó ekki
gisting.
Frekari upplýsingar fást að
sjálfsögðu í skrifstofu F. í., Tún-
götu 5. Fararstjóri að Geysi
verður Jón Eyþórsson, en í Húsa
fellsskógi Páll Jónsson og e. t.
v. dr. Sigurður Þórarinsson. —
Þess má geta, að sæluhúsið í
Kerlingarfjöllum er algerlega
lokað ferðamönnum um sinn
vegna viðbyggingar, sem þar fer
fram. Hins vegar eru áætlunar-
ferðir um helgina á Hveravelli,
Landmannalaugar og Þórsmörk
og Heklu.
J. Ey.
Ekki tímahært
að íjolga
meniitaskólum
FÉLAG menntaskólakennara hélt
aðalfund sinn á Akureyri dagana
20. og 21. júní sl. Á fundinum
voru rædd ýmis hagsmunamál
menntaskólanna og menntaskóla-
kennara og allmargar samþykkt-
ir gerðar.
Eftirfarandi samþykkt gerði
fundurinn í einu hljóði um
menntaskóla og húsnæðismál
þeirra: „Fundurinn telur ekki
tímabært að fjölga menntaskólum.
í landinu meðan óleyst eru hús-
næðisvandamál þeirra mennta-
skóla, sem fyrir eru, og kennara-
skortur háir starfsemi þeirra. —
Fundurinn vill sérstaklega beina
þeirri áskorun til stjórnarvalda,
að þau leysi svo fljótt, sem verða
má, hið alvarlega húsnæðisvanda
mál, elzta og stærsta mennta-
skóla landsins, Menntaskólans í
Reykjavík“.
í stjórn félagsins næstu tvö ár
voru kosnir: Gunnar Norland, for
maður, Guðni Guðmundsson, rit-
ari, Guðmundur Arnlaugsson,
gjaldkeri, og meðstjórnendur frá
Akureyri og Laugarvatni skóla-
meistararnir Þórarinn Björnsson
og Jóhann Hannesson.
— Hófu búskap
Framh af bls. 6.
var allur bústofninn. Það var
nægur heyskapur á völlunum
fyrir þessar skepnur. Svo brut-
um við land og gerðum kart-
öflugarða. Það var okkur líka
til nokkurra búdrýginda þarna,
að við seldum veitingar. Á þess-
um árum var m,ikil mannaferð
um Laugardalsvelli, enda í þjóð-
braut, þegar farið var milli Þing
valla og Laugardals. Komum
við þarna upp dálítilli greiða-
sölu, keyptum veitingatjald,
sem notað hafði verið í sam-
bandi við konungskomuna 1907
og seldum í því- mjólk, smurt
brauð og þess háttar. Högnuð-
umst við á veitingasölunni og
búskapnum um 200 krónur þetta
eina ár, sem við bjuggum í hell-
inum.“
En hugsuðuð ykkur þó til
hreyfings?
„Já, þetta gat náttúrlega ekki
orðið neinn framtíðarbúskapur
þarna í hellinum., og þegar ég
frétti um laust jarðnæði lét ég
það ekki fram hjá mér fara. Úr
hellinum fluttunum við að
Minni-Borg í Grímsnesi og
bjuggum þar í 2 ár. Síðan 10 ár
að Kringlu og loks 3 ár í Aust-
urey, og var það síðasta jörðin,
sem við bjuggum á fyrir aust-
I an. Aðal ástæðan fyrir því að
við fluttumst að austan, var sú,
að dóttir okkar þurfti að vera
undir læknishendi fyrir sunnan.
Svo var það einhverju sinni,
þegar ég var á ferð í Reykjavík,
að ég frétti að Eskihlíð C væri
til sölu. Ég beið ekki boðanna,
gerði þegar út um kaupin, fór
síðan suður í Hafnarfjörð og
sagði lausri Austureynni, en um
boðsmaður jarðarinnar átti
heima þar. Þegar ég kom sagði
ég konunni, hvað ráðizt hefði í
suðurferðinni, og lét hún það
gott heita, þótt ég hefði engin
samráð getað haft _við hana um
þessa ákvörðun. Ég kunni að
mörgu leyti vel við mig í Hlíð, en
þar rákum við kúabú í rösk 15
ár. Túnin okkar voru 5—6 hekt-
arar, en þau eru nú öll horfin
undir húsin í Hlíðahverfinu. Síð-
asta árið, sem við bjuggum þar
var Bretinn kominn í nábýli við
okkur, og þó að aldrei kæmi til
beinna árekstra, kunni ég heid-
ur illa við þessa nágranna. Ég
gat ekki fellt mig við að breyta
mínum siðvenjum, þótt þeir væru
eitthvað að pota byssustingjum
sínum og tólum, og ég fór allra
minna ferða um túnin með
mykjuvagn og aðra flutninga án
þess að hirða nokkuð um þeirra
„um,ferðareglur“ og vék aldrei úr
vegi fyrir þeim. Stundum kom
það fyrir í óþurrkatíð á sumr-
in, að ég færi út á næturna að
hirða um hey, og voru þeir þá ein
lægt með ljóskastarana á mér,
en það vara bara ágætt að rifja
flekkina í skini ljóskastara. En
ég varð nú samt hálf leiður á
þessu þvargi. Bærinn var líka sí-
fellt að fala túnin, svo að það
varð úr að ég seldi allt saman.
Ég var kvaddur niður á borg-
arstjóraskrifstofur og þar settust
að mér nokkrir ráðamenn bæj-
arins og inntu mig eftir því, hvað
ég vildi fá fyrir eignina. Og ég
var svo vitlaus að álpast til þess
að nefna ákveðna upphæð — en
á samri stundu varð mér ljóst
að ég hafði gert mestu skyssu
ævi nainnar. Allir steinþögnuðu
og var sem þeir mættu ekki mæla
langa hríð, en loks var mér boð-
ið að staðfesta tilboð mitt með
undirskrift, og þar með var Hlíð-
in seld og sveitabúskap okkar
hjónanna lokið. Þá keyptum við
hér húsin Þingholtsstræti 15, og
ég stofnaði Indriðabúð. Hana rák-
um við svo í 12 ár, en höfum leigt
hana síðustu árin. Og úr þessu
held ég þetta bjargist hjá okkur
þótt við höfum engin umsvif i
ellinni". I.K.
FILMUR, FRAMKOLLUN
KOPERING
FÓTOFIX, Vesturveri.