Morgunblaðið - 29.06.1960, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 29.06.1960, Qupperneq 20
Svifflugmót Sjá bls. 11. 244. tbl. — Miðvikudagur 29. júní 1960 IÞROTTIR eru á bls. 18. Verðfall, sem hefur mikil áhrif íslenzkan sjávarútveg — segir Þórður Þorbjarnarson 7 a MIRTÐ verðfall hefur orðið á fiskmjöli á heimsmarkaðinum og þykir framleiðendum mn allan heim horfurnar bágar. Varla er ofsagt þó áætlað sé, að framleiðslan umfram eftir- spurn sé nú um 100 þús. tonn, en talið er að sl. ár hafi fisk- mjölsframleiðslan í heild numið um 1,5 millj. tonna, sagði dr. phil. Þórður Þor- bjarnarson í viðtali við Mbl. í gær, en hann er nýkominn heim af fundi stjórnarnefnd- ar Alþjóðasamtaka fiskmjöls- framleiðenda, sem haldinn var í Hamborg. Straumhvörf Frá því á miðju fyrra ári hef- ur verðfallið orðið 30% eða meira á fiskmjölinu og eru horfur á að framleiðslan aukizt enn. Það er því höfuðverkefni þessara sam taka að auka neyzlu fiskimjölsins, enda aldrei verið jafngott tæki- færi og nú, því fóðurnotendur greiða sem stendur lægra verð fyrir einingu eggjahvítuefnis 1 fiskimjöli en fyrir eggjahvítuefn- in í fóðurkökum, þ. e. jurta-eggja hvítuefni. Allt fram á síðasta ár var eggjahvítuefni fiskimjölsins mun hærra í verði. Þessum straumhvörfum á mark aðinum veldur hin geysimikla framleiðsluaukning Peru — og frá Chile berast þær fregnir, að framleiðslan þar fari örtvaxandi, sagði Þórður. Getur breytzt, ef . .. í fyrra framleiddu Peru-menn 285 þús. tonn af fiskmjöli og á- ætlað er, að þeir framleiði 450 þús. tonn í ár. Margir eru þeirr- ar skoðunar, að framleiðsla þeirra fari upp í 600 þús. tonn eða jafn- vel meira. Til samanburðar má geta þess, að framleiðsla íslend- inga var í fyrra um 64 þús. tonn. Það er því augljóst, að bilið milli framleiðslu og eftirspurnar gæti breikkað enn nokkuð á næstu árum — og þá hætta á enn meira verðfalli, sagði Þórð- ur. En málin geta líka snúizt við, ef hægt verður að auka neyzl- una til muna. Peru í samtökin? Þau lönd, sem mestra hags- muna eiga að gæta í þessu sam- bandi hafa nú bundizt samtökum — og það var einmitt fundur þeirra samtaka, sem ég sótti. — Hafa farið fram viðræður við for ráðamenn fiskimjölsframleiðsl- unnar í Peru um það hvort þeir mundu fáanlegir til að ganga í þessi samtök — og bendir allt til þess að svo verði. Er þá fyrst hægt að gera sér vonir um að hægt verði að stemma stigu fyr- ir sílækkandi fiskmjölsverði. Chile-menn eru líka komnir í spilið. Þeir hafa farið að dæmi Peru og hafið víðtæka uppbygg- ingu fiskmjölsiðnaðarins — og er það mál manna, að framleiðsla þeirra verði komin upp í 200 þús. tonn innan fárra ára. Hve mikiL áhrif Helztu neyzslulönd fiskimjöls- ins eru England, Þýzkaland og Bandaríkin — og er mjölið eink- um notað til hænsna- og svína- eldis. En með sameiginlegri áróð ursherferð Alþjóðasamtaka fisk- mjölsframleiðenda yrði sennilega hægt að auka neyzluna til muna. Hins vegar er ógerningur að segja fyrir um það hversu lágt verðið á eftir að fara — og hversu lengi við verðum að búa við þetta lága verð. "En það er atriði, sem kem- ur vafalaust til með að hafa mik- il áhrif á íslenzkan sjávarútveg. Einn bílanna þriggja sem brunnu í fyrrinótt. (Ljósm. Mbl.) Skeiðilatar- kirkju geiinn altariskross VÍK, 25. júní: — Við fermingar- guðsþjónustu í Skeiðflatarkirkju á hvítasunnudag var kirkjunni afhent vegleg minningargjöf. Er það ljómandi fallegur altaris- kross gefinn til minningar um hjónin Hallgrím Brynjólfsson, f. bónda, og Sigurveigu Sveinsdótt- ur, sem lengi bjuggu á Felli í Mýr dal. Börn þeirra hjóna gáfu kross inn. Sóknarpresturinn þakkaði gjöfina fyrir hönd kirkju og safnaðar. — Fréttaritari. Stórtjón af völdum bruna f Bílasmiðjunni MIKIÐ brunatjón varð í gær- morgun snemma hér í bænum, er éldur kom upp í einni deild hins mikla fyrirtækis Bílasmiðj- unnar við Suðurlandsbraut. — í brunanum stórskemmdust eða eyðilögðust þrír fólksbílar. Það var kl. 4,20 1 gærmorgun að slökkvistöðinni var tilkynnt að grunsamlega mikinn reyk legði upp frá verkstæðisbygg- ingu Bílasmiðjunnar. Er bruna- verðir komu á vettvang, var mik ill eldur í verkstæði því, sem annast sætaáklæðningu og klæðn ingu fariþegarýmis bíla. Þar inni stóðu í eldinum þrír bílar. Mik- ill eldur logaði í miklum birgð- lögðust margir nýir stólar, sem fullgerðir voru og fara áttu í nýjan langferðavagn sem taka átti í notkun næstu daga. í hart nær tvo tíma var slökkvi liðið að ráða niðurlögum elds- ins. Mikil verðmæti í efni og unninni vöru fóru forgörðum, Allskonar vörur til starfsins brunnu. Bílarnir þrír stór- skemmdust allir. Einn þeirra er bíll Olafs læknis Jóhannssonar, nýlegur bíll, sem Guðni Þórðar- son ferðaskrifstofustjóri á. Þriðji bíllinn var 2 dyra „sportbíll“. Ekki er vitað með hverjum hætti eldsupptökin urðu. Síðasti í fyrakvöld, yfirgaf verkstæðið um klukkan 10 um kvöldið. Brunatjónið er metið á hundr- uð þúsunda. um af efni. Og í eldhafinu eyði- maðurinn, sem hætti vinnu þar Féll og af hestbaki beið bana BLÖNDUÓSI, 28. júní: — Það slys varð í gær, að Sigtryggur Benediktsson á Brúsastöðum í Vatnsdal, sem var á leið frá Blönduósi að Höllustöðum, féll af hestbaki og beið bana. Nánari atvik eru þau, að Sig- 150—200 milljóna fyrir þjóðarbúið — segir Sturlaugrur Böðvarsson tap EF verð á lýsi og fiskimjöli hækkar ekki á heimsmark- aðinum munu Islendingar tapa 150—200 milljónum í ár miðað við framleiðslu síðasta árs, sagði Sturlaug- ur Böðvarsson, útgerðar- maður á Akranesi, er Mbl. átti tal við hann í gær. Og það er ekkert, sem bendir til að verðið hækki, bætti hann við. Fram á mitt síðasta ár var heimsmarkaðsverð á fiskmjöli miðað við eggj ahvítueiningu 18’6—20’6 shillingar, en nú hefur það farið lægst niður í 9’3 shillinga. Verðlækkunin er því yfir 50%. Úr 150 i 48. Undanfarin ár hafa engir erfiðleikar verið á því að selja fiskmjöl. Það hefur selt sig sjálft. Sama er að sega um lýsið. En nú er erfitt að selja hvort tveggja. Við liggjum með 8—10 þúsund tonn af lýsi í landinu. Á sama tíma í fyrra var allt selt. í ársbyrjun í fyrra var verð á lýsistonninu á heimsmarkaði 70—75 sterl- ingspund. Nú er það komið niður í 48—55 pund. Ég man þá tíð, þegar lýsistonnið fór á 150 pund og þar yfir. Það var upp úr styrjaldarárunum, sagði Sturlaugur. Geysilegt verðfall. Og það eru Perúmenn, sem valda þessu verðfalli á fiski- mjölinu .Árið 1950 framleiddu þeir um 12 þúsund lestir af mjöli. Áætlað er, að fram- leiðsla þeirra verði 6—800 þús. tonn á næsta ári. En fyrir nokkrum árum voru einungis 5—600 þúsund tonn á hinum frjálsa markaði. Perúmenn ausa fiskinum upp úr sjónum, eins og sandi. Mesturhluti fiskiðnaðarþeirra byggist á þessari ansjóvetu, en svo heitir fisktegundin, sem þeir veiða í mjölið. Þetta er smáfiskur, minni en síld, segja þeir.Þar fyrir utan sjóða þeir eitthvað lítilræði niður. Ég sá í erlendu blaði á dög- unum, að danskt síldarmjöl, sem áður var á $ 140 tonnið, er nú boðið fyrir $ 70 tonnið frítt um borð í Danmörku. — Perú-menn bjóða sitt mjöl á $ 85 tonnið, komið um borð til Hamborgar. Þetta er það síð- asta. Áður var þorskmjöl talið betra og var verðmeira á mark aðinum en síldar- og karfa- mjöl. Nú er allt í sama lága verðflokkinum. tryggur hélt frá Blönduósi áleið- is til Höllustaða í Svínavatns- hreppi laust eftir hádegi í gær. Hafði hann tvo til reiðar. Um þrjúleytið sáust hestar hans gengt Hnjúkahlíð, sem er um 3 km frá Blönduósi. Var því ekki veitt sérstök athygli. í morgun komu hestar Sig- tryggs til Blönduóss með reið- tygjum. Var hans þá þegar leit- að. í kvöld fannst lík Sigtryggs í vegkantinum gengt Hnjúkahlíð. Hafði hann látizt þegar er hann féll af hestinum, en nánari at- vik slyssins eru ekki kunn. Sigtryggur var á sjötugsaldri. ■—Fréttaritari. Alhvítt oi hagli í 18 stiga hita KÓPASKERI, 28. júní: — í gær var blíðskaparveður og 18 stiga hiti hér um slóðir. En svo undarlega bar við, að skyndilega kom hagléi svo mikið að alhvítt varð víða í fjöllum og víða í byggð. Ilalglið féll beint til jarð- ar og var sums staðar þaö mikið að skaflar mynduðust milli húsa. í Klifshaga var úrfellið slíkt að, miklir læk- ir runnu eftir vegum þegar er haglið tók að bráðna í hitanum. Á næsta bæ, Sand- fellshaga, sem er í eins kíló- meters fjarlægð frá Klifs- haga, kom aftur á móti okki eitt einasta hagl úr lofti. Hér á Kópaskeri féll ekk- ert hagl, en fjöll hér fyrir austa hvítnuðu. — Fréttaritari. 1 MAÍMÁNUÐI var vöruskipta- jöfnuðurinn óhagstæður um 22,1 millj. kr., útflutt fyrir 187 millj., en innflutt fyrir 209,1 millj. Fyrstu 5 mánuði ársins eða til maíloka var vöruskiptajöfnuður- inn óhagstæður um 236 millj., fluttar út vörur fyrir 1033 millj., og inn fyrir 1269 millj., þar af skip fyrir 101 millj. í fyrra var vöruskiptajöfnuður inn í maí óhagstæður um 81 millj. og frá jan.—maí óhagstæð- ur um 197 millj. Mikil síld út af Raufarhöfn RAUFARHÖFN, 28. júni. — Frá því kl. 7 á mánudagsmorgun til jafnlengdar í dag bárust hingað um 40 þúsund mál síldar úr 70 skipum. Kl. 9 í morgun var tekið fyrir löndunina sér og fóru um 200 fullfermd skip út úr höfninni eftir að létt hafði verið á þeim undir siglinguna til Siglufjarðar. Bræðsla er í fullum gangi og gengur vel. Þrær verksmiðjunnar hér taka aðeins 2500 mál, en unnið er að stækkun þeirra og verður viðbót- arrýmið fyrir 37,500 mál. Verður það tilbúið eftir u. þ. b. viku. Síðdegis í dag var mikil síld um 65 mílur ANA af Raufarhöfn. — Mörg skip sprengdu nætur sín. ar þar en mörg fengu einnig góð- an afla. Hér er gott veður og gott útlit með veiðina. Síldin er mögur og misjöfn. ★ Frá Akureyri var símað í gær- kvöldi, að Auðunn og Snæfell væru á leið til Krossaness, Auð- unn með 1600 mál og Snæfell með 1100. Mörg síldarskip leituðu á Aust fjarðahafnir og kom fyrsta síld- in til Seyðisfjarðar og Norðfjarð- ar í gærkvöldi. Er allt tilbúið til síldarmóttöku þar. Á Vopnafirði er hins vegar ekki hægt að taka á móti síld fyrr en eftir tvo daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.