Morgunblaðið - 29.06.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.06.1960, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 29. júnl 1960 Útg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsso Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. AFVOPNUNAR- RÁÐSTEFNAN ‘T'FTIR að fundur leiðtoga stórveldanna fór út um |>úfur vegna hinnar dæma- lausu framkomu Krúsjeffs, hiafa menn ekki verið sérlega bjartsýnir á árangur af við- ræðum um afvopnun og bann við kjarnorkusprengjutilraun um. — Afvopnunarráðstefna hinna 10 ríkja hefur þó haldið áfram fram að þessu. í fyrra- dag skeði það hinsvegar að íulltrúar kommúnistaríkj- anna gengu allir af fundi ráð- stefnunnar um það leyti, sem fulltrúar Vesturveldanna hugðust leggja fram nýjar tillögur í afvopnunarmálun- um. 1 forsæti á þessum sögulega fundi beitti hinn pólski fund- arstjóri einnig mestu bola- brögðum. Þessi framkoma kommúnista er fordæmd um allan hinn frjálsa heim, en jafnframt lýsa menn hryggð sinni yfir því, að sífellt virð- ist halla á ógæfuhliðina í alþjóðamálum. Að svo miklu leyti sem kommúnistar hafa álitið, að með þessari framkomu sýndu þeir kænsku í áróðursstríð- inu, þá er enginn vafi, að þeim hefur yfirsézt. Er líka full ástæða til að ætla, að þessi framkoma þeirra eigi sér dýpri orsakir. Það er nú ljóst orðið, að mikil átök eiga sér stað bæði milli kommún- istaríkjanna og eins innan þeirra um völdin. Fer nú vart lengur á milli mála, að þeir sem harðsnúnastir eru og andvígastir friðsamlegri lausn heimsvandamála, hafa náð yfirhöndinni. í forystu fyrir þeirri liðsveit eru Kínverjar, sem neita að beygja sig undir alræði Moskvu. Hafa þeir að undanförnu unnið að því að afla sér liðveizlu meðal kommúnista um víða veröld og jafnvel seilzt til áhrifa í hinum íslenzka kommúnista- flokki, eins og Morgunblaðið hefur áður skýrt frá. Þessi hatramma valdabar- átta kommúnistaríkjanna end urspeglast svo í afstöðu þeirra til heimsmálanna. Er nú erfitt að spá nokkru um framvindu mála, því að sann- ast sagna virðist það nánast undir tilviljunum komið, hver öðrum skákar á taflborði ein- ræðisríkjanna. Von mann- kynsins um frið er þannig í höndum valdasjúkra ofbeldis- manna, sem nú á síðustu vik- um og mánuðum hafa sannað, að í sögunni er ekkert sam- bærilegra við framkomu þeirra en atferli Hitlers sál- uga og liðsveita hans. BOÐA VERKFALL AU tíðindi hafa gerzt, að atvinnuflugmenn hafa ákveðið að boða til verkfalls hinn 6. júlí nk., ef eigi hafa íyrir þann tíma tekizt samn- ingar við flugfélögin. Við þessar fréttir rifjast það upp, að það voru flugmenn, sem riðu á vaðið með verkfalls- hótanir 1957 og fengu þá verulegar kjarabætur. Mun þessi stétt nú hafa hvað bezt kjör þeirra, sem heildarsamn- inga hafa við atvinnurekend- ur. — Það má vel vera, að flug- mönnum einhversstaðar er- lendis sé greitt hærra kaup en hér á íslandi. Sannleikurinn er líka sá, að flestar stéttir aðrar búa nú hér við lakari kjör en í nágrannalöndunum vegna hinnar röngu stjórnar- stefnu, sem um langt skeið hefur verið fylgt hér á ís- landi. Sú röksemd að erlendir flugmenn hafi betri kjör en íslenzkir verður því léttvæg, því að sömu rökum gæti sér- hver stétt önnur beitt. Almennar kjarabætur fást því aðeins að um framleiðslu- aukningu sé að ræða og fram- leiðsluaukning verður ein- ungis hérlendis svo framar- Iega sem hin nýja og frjáls- lynda stjórnarstefna fær að sigra. Það hefur reynslan bæði hér og erlendis sannað. Það verður því að teljast óbil- girni ef sú stétt, sem hvað bezt er launuð, ætlar að ríða á vaðið til að torvelda þá endurreisn atvinnulífsins, sem nú stendur yfir. Með þeim athöfnum vinna flug- menn ekki einungis tjón þjóð- arheildinni heldur einnig sín- um eigin hagsmunum, því að kjör þeirra í framtíðinni byggjast einmitt á því að almenn hagsæld og velmegun verði hér ríkjandi. Vonandi leysist þessi deila friðsamlega, en alveg er óhætt að fullyrða, að flug- menn munu ekki njóta sam- úðar almennings í landinu, ef þeir hyggjast halda fram freklegum kröfum og stöðva hinn mikilvæga atvinnurekst- ur, sem flugið nú er fyrir ís- lendinga. UTAN UR HEIMI Kröfur konunúnista HungruS fólksmergðin reynir að verða sér úti um ögn af hrís. í sambandi við nýafstaðna heimsókn Eisenhowers Banda- ríkjaforseta til nokkurra landa í Austur-Asíu hefur hin kommún- íska stjórn á meginlandi Kína enn borið nokkuð á góma meðal fólks. Meðan Eisenhower stóð við á Förmósu, þar sem þjóðernis- sinnastjórnin undir forystu Chi- ang Kai-Shek hefur aðsetur, tal- aði hann m. a. um „herskáar og einræðiskenndar kröfur komm- únistastjórnarinnar í Peking til að vera talin fulltrúi allrar kín- versku þjóðarinnar". Lýsti for- setinn enn einu sinni yfir stuðn- ingi bandarísku stjórnarinnar við þjóðernissinna og Chiang Kai- Shek og hét þeim fullum stuðn- ingi, ef kommúnístar gerðu inn- rás á Formósii. Meðan þessu fór fram, héldu strandvirki á smá- eyjunum, sem sigla verður fram hjá á leið frá meginlandinu út til Formósu, uppi aðvörunarskot- hríð. Athyglisverð bók 1 mjög athyglisverðri — en að vísu dálítið hlutdrægri bók — sem Wolf Schenke hefur skrifað og nýlega er komin út í Dan- PEKING, 27. júní. — (Reuter). — Fjölmennur útifundur var hald- inn í Peking í dag til þess að mótmæla heimsveldisstefnu Bandaríkjanna og jafnframt til að undirstrika heitingar um frelsun Formósu. Sungu menn byltingarsöngva og and-banda- ríska söngva. Ræðumenn á útifundi þessum lögðu mikla áherzlu á að frelsi gæti ekki haldizt í austurlönd- auk þess sem auðsærrar samúð- ar verður víða vart. Þetta hefur mótað nokkuð efnismeðferðina, en þó er ljóst, að höfundurinn er ekki kommúnisti. Hann ýkir ekki, og það sem máske er mikils verðast, í bókinni koma fram ýmis einstök atriði, Sem í heild gefa glöggar myndir og ger'a þessa tímabæru bók mjög athygl isverða lestrar. Afstaða gagnrýnd Bókín leggur áherzlu á, að hin opinbera afstaða bandarísku stjórnarinnar til kommúnista- stjórnarinnar í Peking sé mjög vafasöm — en eins og alkunna er, hefur stjórn Bandaríkjanna ekki viljað viðurkenna þá síðar- nefndu. Þvert á móti sé sann- gjarnt, að Bandaríkjamenn veittu henni viðurkenningu sína, því að hvað sem annars megi um komm um, nema því aðeins að Banda- ríkjamönnum yrði bægt frá Formósu. Vöruðu þeir við því að taka trúanlegt tal Bandaríkja- manna um frið. Stjórnmálafulltrúi kínverska hersins, Liu, réðist mjög á Eisen- hower forseta og sagði, að hann reyndi að viðhalda ótryggu á- standi í austurlöndum með ítök- um í Japan, Suður-Kóreu og á Formósu. viljað viðurkenna kommúnista- stjórnina í Peking og heldur ekki aðild hennar að samtökum Sam- einuðu þjóðanna. Þar eigi nú sæti fulltrúar Chiang Kai-Sheks og stjórnar hans — en fyrir hverja sitji þeir? Formósu, einn vesælan hershöfðingja og brögð- ótta eiginkonu hans. (Lauslega þýtt úr dönsku) Traustur eína- hagur ívrsta boðorílið MOSKVU, 27. júní: -— „Þjóðir sósíalisku ríkjanna eru nú þeirr- ar skoðunar, að styrjöld sé ekki óhjákvæmileg .... heimsstyrjöld sé ekki nauðsynleg til að sósíal- isminn sigri allann heiminn“, sagði í forystugrein, sem birtst í dag undir tveggja dálka fyrir- sögn á forsíðu Právda, aðalnaál- gagns kommúnistaflokksins. Var þar rætt um kommúnista- þingið í Rúmeníu og sagt, að þar hefðu sjónarmið Krúsjeffs hlotið einlægan stuðning. Var lögð áherzla á það, að kommúnista- ríkin einbeittu sér nú að efna- hagslegri uppbyggingu, en leggðu til hliðar í bili deilur og ágrein- ing um túlkun einstakra liða fræðikenninganna, sem kommún istar hafa að leiðarljósi. „Frelsa" þeír Formósu? K IN A er að flatarmáli eins stórt og Evrópa — allt frá Atlantshafi til Úralfjalla. Þar býr nær fjórðungur af íbúum jarðar eða um 600 milljónir manna. Fátt eitt af því, sem innan endimarka landsins gerist, fréttist út um víða veröld — en öllum er þó Ijóst, að víðtækar breytingar hafa átt sér stað þar á undanförn- um árum. Erfitt er að geta sér til um, hver verði þróun mála á meginlandi Kína næstu árin eða hvenær gera megi ráð fyrir að þetta mann- marga .ríki fari að láta opin- berlega að sér kveða á vett- vangi heimsmálanna svo að í einhverju samræmi sé við þann ofurmátt, sem búið get- ur í slíkum fólksgrúa. mörku undir nafninu „Hið nýja stórveldi“ er einmitt fjallað um afstöðu Bandaríkjanna til Kína á liðnum árum. Bókarhöfundur hefur dvalizt í Kína um alllangt skeið og ber bókin þess glöggt vitni. Hann hefur kynnzt ástand- inu í landinu eins og það var fyrr á árum og nú upp á síðkast- ið, og dregur hvergi dul á, að hann hafi tekið við það ástfóstri, únistana segja hafi þeir þó greitt úr þeirri ringulreið, sem skapazt hafði í skjóli þeirrar spillingar, er ríkti í stjórnartíð Chiang Kai- Shek á meginlandinu. M. a. hafi þeim tekizt að efla bæði land- búnað og iðnað í landinu. Óttinn við að þetta nýja heims veldi nái áhrifum á stjórnmála- sviðinu sé ástæðan til þess, að bandaríska stjórnin hafi ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.