Morgunblaðið - 29.06.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.06.1960, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 29. júní 1960 MORGVNBLAÐIÐ 3 Brezki togarinn, varðskipið Þór og brezka herskipið Duncan. — Landhelgin Frh. af bls. 1 ur frá Akranesi og aðstoðar síld- veiðibáta ef með þarf. Fleiri fyrir innan Þá er Mbl. enn fremur kunn ugt um það, að 13 brezkir tog- arar hafi verið að veiðum á þessum slóðum, þar á meðal nokkrir aðrir innan fiskveiði- takmarkanna, innar en Nort- hern Queen, en þeir sigldu all- ir út fyrir takmörkin þegar í stað. Northern Quenn var að hífa inn trollið þegar Þór kom að togaranum. Tilkynning Landhelgisgæzlunnar Mbl. fékk svohljóðandi tilkynn ingu um mál þetta frá Land- helgisgæzlunni; „Um kl. 14,30 í dag kom flug- vélin Rán að brezka togaranum Northern Queen GY 124 að veið- um um 2 sjóm. innan fiskveiði- takmarkanna norðvestur af Grímsey. Flugvélin hafði sam- band við varðskipið Þór, sem var á svipuðum slóðum og kom þeg- ar á vettvang. Frá varðskipinu var togarinn einnig staðsettur innan fiskveiðitakmarkanna, og tókst Þór að koma mönnum um borð í togarann þegar hann var að taka inn vörpuná. Skipstjóri togarans lokaði sig inni í brúnni og einnig var loft- skeytaklefanum læst, þannig að varðskipsmenn komust ekki þangað inn. Skömmu síðar kom brezka herskipið Duncan og setti sjóliða vopnaða kylfum um borð í togarann, áður en hægt væri að færa hann til hafnar. Skipherra Þórs, Þórarinn Björnsson, mótmælti þessum að- Brutust iiin SIGLUFIRÐI, 28. júni. — Lög- reglan hér tók í nótt tvo inn- brotsþjófa, sem lagt höfðu leið sína í pylsuvagn, sem hér er starfræktur. Var hér um tvo að- komumenn að ræða, .annan frá Keflavík, en hinn frá Hafnarfirði. Gistu þeir fangageymslur lög- reglunnar í nótt. — Stefán. gerðum herskipsins og krafðist þess að herskipið léti togarann af hendi. En skipherra Duncans taldi- atburðinn hafa skeð á opnu hafi og neitaði að sleppa togar- anum, og krafðist þess að varð- skipsmenn yrðu sóttir þangað. Eftir nokkurt þóf fluttu svo sjó- liðar af Dunean varðskipsmenn yfir í Þór. — Mótmælti skipherra Þórs harðlega öllu þessu ofbeldi herskipsins“. ★ Eftir að Genfar-ráðstefnunni um víðéttu landhelginnar lauk, ákváðu brezkir togaraeigendur sem kunnugt er, að togarar þeirra skyldu ekki fara inn fyrir 12 milna mörkin næstu 3 mánuði. Sá tími er ekki útrunninn fyrr en um miðjan næsta mánuð. Frá því hefir verið skýrt hér i blaðinu, að brezkir togaramenn hafi ailoft verið að veiðum alveg á 12 mílna mörkunum og jafnvel farið inn fyrir þau, þó ekki lengra en svo, að erfitt mundi hafa reynzt að sanna sekt þeirra, ef þeir hefðu verið teknir af varð skipum. Virðast togaramenn með þessu háttalagi hafa verið að reyna á það hvort verndar væri að vænta frá brezkum herskip- um, ef íslenzku- varðskipin reyndu að taka þá. Togararnir hafa sífellt gerzt ágengari í þessum ögrunum sín- um, og er skemmzt að minnast at- burðanna við Hvalbak s.l. fimmtu dag. 1 gær taldi Landhelgisgæzl- an, að engin vafi g æti leikið á því, að um freklegt brot væri að ræða af hálfu Northern Queen Hlaut hún því að skerast í leik- inn og og hindra lögbrot togar- ans. Hins vegar verður að telja að Landhelgisgæzian hafi farið skyn samlega að, er hún varaðist að efna til árekstra, þar sem vafi gæti leikið á um íéttmæti aðgerð- anna. Þess vegna verða íslending- ar ekki sakaðir um tilraunir til að efna til árekstra eða æsinga í þessu máli, né heldur bera þeir ábyrgð á því, ef þessi atburður verður til þess að spilla á ný sam- skiptum Breta og íslendinga. Samtal Breta í GÆR heyrði fólk á Norður- landi samtal milli tveggja brezkra togara um atburðina við Grímsey. Var annar Bret- inn að skýra hinum frá því, að Þór hefði sett menn um borð í Northern Queen. — Hvað gerðist, spurði þá hinn. — Það eru líka komnir menn um borð frá Duncan, svo þetta er allt í lagi, — við höfum þetta. — Já, það getur verið, svar- aði hinn, en hann var örugg- Iega fyrir innan línuna. Síðan fóru þeir að tala um fiskiriið. Brezki togarinn og varðskipið Þór. STAKS1EIIMAR Formannaskipti hjá SÍS Sigurður Kristinsson hefur nú látið af formennsku í stjórn Sam bands íslenzkra samvinnufélaga. Margir höfðu gert ráð fyrir því, að sá maður sem um langt skeið hefur verið varaformaður stjórn- ar Sambandsins, yrði nú kosinn formaður í stað hans. En niður- staðan varð ekki sú. Eysteinn Jónsson, sem verið hefur vara- formaður SÍS, var ekki kosinn formaður. í stað hans var kosinn einn af reyndustu kaupfélags- stjórum landsins, Jakob Frí- mannsson, framkvæmdastjóri Kaupfélags Eyfirðinga á Akur- eyri. En bak við þessa kosningu liggur löng barátta og mikil átök bak við tjöldin innan foringja- liðsins og meðal leiðtoga Fram- sóknarflokksins. Liðsoddar Fram sóknar höfðu ákveðið að Eysteinn Jónsson skyldi verða formaður SÍS, eftir að Sigurður Kristinsson hefði látið af því starfi. Skyldi með því innsiglað enn hið nána samband milli Framsóknarflokks ins og samvinnufélaganna. En mikillar andspyrnu gætti þegar í upphafi meðal SÍS-manna gegn þessari fyrirætlun leiðtoga Framsóknarflokksins. Töldu margir samvinnumenn það mjög óheppilegt að undirstrika þannig, að SIS væri aðeins hjáleiga frá höfuðbóli Framsóknar. Verkfallshættan Tíminn ræðir í gær í foryStU- grein sinni aðvörun Ólafs Thors, forsætisráðherra, í þjóðhátíðar. ræðu sinni gegn þeirri hættu, sem hlotizt gæti af verkföllum, eins og nú er málum komið í hinu ís- lenzka þjóðfélagi. Tíminn kemst síðan að orði á þessa leið: „Undir þau orð forsætisráðherr ans er óhætt að taka, að verkföll væru næsta óæskileg. Þetta gera launastéttirnar sér vissulega ljóst. Þær vilja að núv. stjórn- arstefna fái nokkur tækifæri til þess að sýna sig í framkvæmd. Nú gerast ekki heldur neinir til þess að æsa til tafarlausra verk- falla, eins og foringjar Sjálf- stæðisflokksins gerðu strax eft- ir að efnahagsráðstafanirnar höfðu verið gerðar vorið 1958, og voru þær þó launastéttunum hvergi nærri eins tilfinnanlegar eins og þær sem nú voru gerðar. Samt fóru forkólfar Sjá'lfstæðis- flokksins þá strax af stað og hvöttu til kauphækkana og verk- falla." „Rífa verður niður — a Aðalmálgagn Framsóknar- flokksins viðurkennir þannig, aS verkföll „væru næsta óæskileg“, eins og málum horfir nú. Blaðið segir líka, að nú hvetji enginn til verkfalla. En er því nú í raun og veru þannig farið? Hafa ekki kommúnistar einmitt haldið uppi heiftþrunginni bar- áttu gegn efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar með allskonar hótunum um að ,,rífa þurfti nið- ur skaðræðiskerfi ríkisstjórnar- innar“? Og hafa ekki Framsókn- armenn einmitt tekið undir þetta? Vissulega hafa þeir gert það. En sá skilningur Tímans, sem kemur fram í þeira ummælum hans „að verkföll væru næsta óæskileg“ er auð- vitað góðra gjalda verður. Hitt er vitað, að Framsóknarmenn voru allra manna ákafastir í því á fulltrúafundi Alþýðusambands íslands um daginn, að hvetja til verkfalla og annarra ráðstafana til þess að eyðileggja viðreisnar- ráðstafanir rikisstjornrinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.