Morgunblaðið - 29.06.1960, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.06.1960, Blaðsíða 18
ía MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 29. júni 1960 Tvö heimsmeí og þrjú bandarísk mei Frábær árangur í sundi LOS ANGEX.ES, 25. júní: — Frá bær árangur náðist á aiþjóðlegu sundmóti, sem haidið var í Los Angeles um síðustu helgi. Tvö Heimsmet í 200 m baksundi kvenna f 200 m baksundi kvenna kom Lynne Burke í mark á heims- Christine Von Saltza, 16 ára stúlka frá Los Gatos, Kaliforníu, er í fremstu röð þeirra er Bandaríkjamenn gera sér vonir um að vinni gullverðlaun á Ólympíuleikjunum. Chris mun keppa í 100 m og 400 m frjáls-aðferð. Með hinu nýja bandaríska meti hennar glæðast enn vonirnar um sigurmöguleika hennar. Hér á myndinni sést hún við æfingu, ásamt þjálfara sínum, George Haines. Iieimsmet og þrjú bandarísk voru sett, auk góðs árangurs í flestum greinum. Heimsmet í 400 m fjórsundi.. í 400 m fjórsundi syntu fyrsti og annar maður báðir undir heimsmetinu 5.13.3 mín., en hand íiafi þess er Ian Black frá Skot- landi. Fyrstur kom í mark George Harrison og synti hann vega- lengdina á 5.05,3 mín. George er nemandi við Stanford háskól- ann. — Annar varð Gary Hein- rich á 5.05.4 mín, en hann er nemandi við háskólann í Cincinn ati. meti 2.36.3 mín. Er það 0.8 sek- úndum betri tími en hið viður- kennda heimsmet japönsku sund konunnar S. Tanaka, sem hún setti á sl. ári. Brike er 17 ára og á heima í Flushing, New York, Bandarískt met í 100 m frjáls- aðferð, kvenna. Ghris Von Saltza, 16 ára gömul stúlka frá borginni Los Gatos, Kaliforníu, varð sigurvegari í 100 m frjáls-aðferð fyrir konur og synti vegalengdina á nýju bandarísku meti, 1.01.7 mín., eldra metið var 1.02 mín. Tími Von Saltza er 0,3 sek betri, en Dawn Frazer vann sama sund á Olympíuleikunum í Melbourne. Danska knattspyrnu- Olympíuliðið valið Í5ANSKA landsliðsnefndin hefur valið 18 af þeim 19 leikmönnum, sem velja á til fararinnar til Hóm. Mennirnir, sem valdir voru eru þessir: Húsavík o<* Saiiðár krókur keppa SAUÐÁRKRÖKI, 28. júní: — Um síðustu helgi var háð á Sauðár- króki bæjakeppni milli Húsavík- ur og Sauðárkróks í knattspyrnu og handknattleik. Fór þessi keppni fram á vegum Tindastóls og Völsunga. Urslit urðu þau, að Sauðár- krókur vann alla leikina, knatt- spyrnuna, 1. flokk með 3:1; 3. flokk drengja með 5:1 og hand- knattieik kvenna með 8:5. Veður var ágætt og föru leik- irnir allir vel fram. — jón. Henry From, AGF, Erik Gaard höje, Esbjerg og Per Funch Jen- sen, K.B., Poul Andersen, Skovs hoved, Poul Jensen, Vejle og Börge Bastholm Larsen, Köge, Arne Karlsen, KB, Bent Hansen, 1903, Hans Chr. Nielsen, AGF, Flemming Nielsen, AB, og Bent Krog, KB, Poul Pedersen, AIA, Harald Nielsen, Fredrikshavn, Henning Enoksen, Vejle, Jörn Sörensen, KB, Tommy Troelsen, Vejle, John Danielsen, 1909 og Poul Meyer, Vejle. Nítjándi mað urinn verður valinn eftir lands- leikinn við Grikkland, en hann fer fram nk. sunnudag Liðið á móti Grikklandi er val- ið úr þessum mönnum, en auk þess leikur Jörgen Hansen, Næst ved í stöðu hægri innherja, en hann hefur verið frá landsliðinu síðan 1957, en hefur nú hlotið náð nefndarinnar aftur. Joe Alkire frá San Diego varð sigurvegari í 100 m frjáls að- ferk karla á bandarískum met- tíma 55.1 sek. Beztum tíma í þessu sundi hafði áður náð Ástral íumaðurinn John Henricks og | er hann því handhafi hins við- urkennda mets, sem er 55.7 sek. Miklar vonir. Hinn frábæri árangur, sem sund fólk í Bandaríkjunum, bæði karl ar og konur hafa náð að undan förnu lyftir mjög undir háar von ir Bandaríkjamanna að verða aftur leiðandi þjóð í sundi á Ol- ympíuleikunum, en í síðustu Ol- ympíuleikum voru það Ástral- íumenn, sem fóru með flest gull verðlaunin heim. KR-mótið í kvöld SÍÐARI hluti frjálsíþrótta- móts KR, sem fresta varð í síðustu viku vegna veðurs, fer fram í kvöld á Laugardags- vellinum og hefst keppnin kl. 20.30. — Ákveðið er að farið verði eftir tímaseðli, eins og gert var fyrri hluta mótsins, en það þótti takast mjög vel. Þátttaka er mikil og flestir beztu frjálsíþróttamenn lands ins meðal kependa. Keppt verður í eftirtöldum greinum: 100 m, 400 m og 1500 m hlaup, stangarstökk, lang- stökk, 100 m hlaup sveina, spjótkast, kúluvarp, 400 m grindahlaup og 1000 m boð- hlaup. O’Brien bandarískur meistari Landsleikur við Dani í handknattleik kvenna EKSTRABLADET, danska hefir það eftir íþróttafrétta- ritara sínum á Norðurlanda mótinu í handknattleik kvenna að íslenzku stúlkurnar hafi náð ótrúlegum árangri í handknattleik á sl. þrem ár- um. Frammistaða þeirra hafi aflað þeim virðingar, sem meðal annars komi fram í því að líklegt sé að íslenzku stúlk urnar leiki landsleik við Dani áður en þær fari heim til ís- lands. Fréttaritarinn segir að þessu ætti að vera auðvelt að koma við, þar sem íslenzku stúlk- urnar munu dvelja í Dan- mörku fram á sunnudag. Ráðgert er að leikurinn fari fram síðari hluta þess- arar viku og verður leikið í Roskilde-íþróttahöllinni. Red Boys unnu 3:2 Tilþrifalítill leikur og lélega dœmdur Á MEISTARAMÓTI Bandaríkj- anna í frjáls-íþróttum vann Parry O’Brien kúluvarpskeppn- ina með 19.06 metra kasti. Bill Nieder varð annar með 1905 og Dave Davis þriðji 18.96 metra. í þessari keppni sannaði Parry O’Brien hina miklu keppnis- hörku sína. Báðir keppinautar O’Brien á þessu móti hafa kastað lengra en hið viðurkennda heims met hans. Það virðist kaldhæðni örlag- anna að, að keppninni lokinn varpaði Nieder kúlunni tvívegis yfir 19.50 metra. EF VALLARGESTIR hafa verið farnir að gera sér vonir um að Red Boys færu héðan án þess að vinna leik, urðu þær vonir að engu í fæðingunni í gær- kvöldi, er Luxemborgarmenn- irnir sigruðu Fram-Valur-Þrótt- arliðið 3:2 á Melavellinum, eftir mjög daufan og áhrifalítinn leik af beggja hálíu. Red Boys áttu þó heldur frumkvæðið í leikn- um og beztum leik náðu þeir á síðustu mínútunum, en þá var „samsteypan“ orðin tætingsleg og því vart von á betra. Breytt lið. Red Boys mætti til þessa leiks með mjög breytt lið frá fyrri leikjum og auk þess léku þeir nú í bláum og hvítum búningi. Það kom þó brátt fram að vara- mennirnir gáfu ekkert eftir hvað leik og knattspyrnugetu snerti og oft og tíðum náði liðið mun heil- steyptari leik en þeir hafa náð fyrr. Þetta má að vísu þakka því að Fram-Valur-Þróttar Iðið veitti þeim mun minni mótstöðu en KR og Akranes gerðu, en samt sem áður var það álit flestra, sem á leikinn horfðu að þetta hafi verið bezti maður liðsins til þessa. Bezti maður liðsins var sem fyrr Letsoh, sem lék ýmiSt mið- framvörð eða v. innherja. í fyrri hálfleiknum tókst Rúnari Guð- mannssyni að halda honum að mestu leyti niðri, en í síðari hálf- leiknum fékk snillingurinn oft tækifæri til að njóta sín og var þá Rúnar oft leikinn býsna grátt. Varamarkmaðurinn, sem lék nú í marki, stóð sig prýðilega, þótt hann væri sýnilega mjög hrædd- ur við mölina. Af öðrum leik- mönnum var hægri útherjinn Nueremberg, yngsti leikmaður liðsins mjög góður og gerði lands- liðsbakverðinum Árna Njálssyni lífið oft grátt. Tætingurinn Lið Fram-Vals- og Þróttar var í alla staði mjög tætingslegt og hvergi nærri því að uppfylla þær kröfur, sem úrval úr tveim fyrstu deildarliðum og einu 2. deildar liði ættu að gera. Það má ef til vill til sanns vegar færa að liðið hafi verið fyrst og fremst valið með hliðsjón af því að koma að sem flestum liðsmönnum Þróttar, en þótt svo hafi verið hefði verið hægt að búast við mun sterkara liði. Bergsteinn beztur Bezti maður samsteypunnar var Bergsteinn Magnússon, sem lék nú sinn bezta leik á sumrinu og var tvímælalaust bezti maður vallarins. í fyrri hálfleik átti Guð mundur Óskarsson nokkuð góðan leik, en linaðist upp í síðari hálf- leiknum. Guðjón Jónsson og Grétar Jóhannsson áttu og góðan leik, og fékk Guðjón nokkur tækifæri til að sýna að hann er traustur leikmaður. Hefði þessir menn notið fulls stuðnings með- leikmanna sinna hefðu mennirnir frá Luxemborg ekki farið með sigur frá þessum leik. Mörkin Við leikhlé var markatala 2:2 og er það mjög rétt mynd af gangi leiksins. Luxemborgar- mennirnir skoruðu fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu. Geir Kristjánsson, sem lék í markinu í forföllum Björgvins Hermanns- sonar, hafði varið skot, en knött- urinn hrökk aí honum fyrir fæt- ur eins framherja Red Boys, sem sendi til Letsch, en Rúnar Guð- mannsson var of hræddur við hættuna og brá Letsch og dóm- arinn dæmdi vítaspyrnu, sem Kuffer skoraði auðveldlega úr. Níu mínútum síðar jafnar Berg steinn eftir að hafa einleikið frá miðju, skemmtilega og leikandi vel. Á vítateig losaði hann sig augnablik við knöttinn en Jón Magnússon skildi hvað Berg- steinn ætlaði og gaf aftur til Bergsteins, sem skorar örugglega af markteig. Tveim minútum síðar launar Bergsteinn Jóni góða aðstoð og sendir til hans vel lagðan bolta, sem Jón mætir á vítateigshorni vinstra megin. Jón sendi tafar- laust skot að marki og knöttur- inn lá í vinstra horni Luxemborg armarksins. Þessar mínútur og næstu sjö mínútur voru bezti leikkafli fram ! línunnar og var Bergsteinn þar , aðal frumkvöðullinn. En Red Boys létu sér ekki þetta lynda og skora á 41. mín., eftir herfileg mistök í vörn samsteypunnar. — j Markið skoraði innherjinn Stock hausen. Fimmtán mínútur voru af sið- ari hálfleik, er Red Boys skoruðu þriðja mark sitt og var þar Letsch að verki. Hann fékk knöttinn ut- an við vítateig og skaut föstu skoti að markinu, sem þó Geir átti að geta varið. Bergsteinn Magnússon meidd- ist er rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum, og ætlaði útaf og varamaður var tilbúinn að koma inn í hans stað, en þá mót- mælti þjálfari Luxemburgar- manna og varð Bergsteinn þá á- fram inni, en ekki svipur hjá sjón frá því fyrr í leiknum. " Dómarinn Grétar Norðfjörð þótti alleinkennilegur í dómum sínum og öllum háttum meðan leikurinn fór fram og voru sum- ar ákvarðanir hans ofar flestra skilningi. — A.A. Tvö heims- met Á ÍÞRÓTTAMÓTI í Moskvu bætti rússneska íþróttakonan Irina Press heimsmet sitt í fimmtarþraut úr 4880 í 4959 stig. Á sama móti setti Evrópu- meistarinn Krzysakowia nýtt heimsmet í 3000 metra hindr- unarhlaupi, er hann hljóp vegalengdina á 8.31.4 mín. Gamla metið átti landi hans Chromik og var það 8.32 mín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.