Morgunblaðið - 30.06.1960, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 30. júní 1960
Kommúnistar ráðasf að ósekju
á Landhelgisgæzluna
í ÞJÓÐVILJANUM í gær er
ráðizt að Uandhelgisgæzlunni
fyrir „linlega framgöngu“. Til-
efnið er það, að þess hefur ver-
ið gætt að taka ekki brezkan
togara, fyrr en öruggt mátti
telja að sanna mætti sök hans.
Á þann hátt hefur Landhelgis-
gæzlan forðað því, að hægt
væri að saka ísliendinga um
óbilgirni og vafasama vald-
beitingu. Hins vegar tók Land
helgisgæzlan að sjálfsögðu í
fyrradag þann togara, sem ó-
umdeilanlega var langt innan
fiskveiðitakmarkanna.
Með stillingu sinni og skyn-
samlegum athöfnum hefur
Landhelgisgæzlan enn orðið
okkur til sóma og málstað okk-
ar til hins mesta gagns, því að
augljóst er nú öllum, að það
voru Bretar, sem rufu „vopna-
hlé“ það, sem þeir sjálfir
höfðu boðað að mundi a.m.k.
standa fram í miðjan næsta
mánuð.
Gremja Þjóðviljans í garð
Landhelgisgæzlunnar er aug-
Ijóslega sprottin af því, að hún
hefur gætt þess að efna ekki
til átaka í þeim tilfellum, þeg-
ar erfitt kynni að hafa reynzt
að sanna sök togaranna. Á
þann hátt hefur verið komið í
veg fyrir að hatrammar deil-
ur og gagnkvæmar ásakanir
risu milli íslendinga og Breta
um það, hvorir hefðu átt frum
kvæðið að því að stofna til
nýrra átaka. Engum orðum
þarf að eyða að því, að slíkt
hefði getað stórskaðað hinn ís-
lenzka málstað, og samúð þá,
sem við njótum víða um heim.
Hins vegar fer ekki milli mála,
að einmitt þetta hefðu komm-
únistar talið allra ákjósanleg-
ast, því að slíkar ásakanir
hefðu verið líklegastar til að
spilla samskiptum okkar og
Breta.
Þessi framkoma kommún-
ista er enn ein sönnunin fyrir
því, að þá varðar ekkert um
málstað okkar, ef hægt er að
efna til árekstra og illdeilna,
sem húsbændur þeirra geta
hagnýtt sér til áróðurs.
Landhelgisgæzlunni ber hins
vegar að þakka sérstaklega,
eins og Mbl. minntist á í gær,
að hún sltyldi ekki falla fyrir
þeirri freistni að leggja til
atlögu við togara, sem að und-
anförnu hafa verið að ögra
varðskipunum á 12 mílna
mörkunum og jafnvel rétt inn-
an þeirra. Heldur gæta þess
vel, að fyrsti togarinn, sem
tekinn væri, yrði örugglega
sekur fundinn.
Með athöfnum sínum og
töku Northern Queen í fyrra-
dag hefur Landhelgisgæzlan
enn • leyst af hendi frábær
störf, á sama hátt og öll störf
önnur frá því að nýju fiskveiði
takmörkin gengu í gildi 1.
september 1958 og Bretar hófu
veiðar í landhelgi.
Kartöfluskortur i
landinu næstu vikur
afleiðing þess að Drangajök.ull fórst
— VIÐ töldum að tekizt hefði
að kaupa til landsins nægar kart
öflubirgðir unz hérlendar kæmu
á markaðinn og að skipin, sem
þær flyttu, myndu koma með
þær með reglulegu millibili og að
ekki kæmi til þess að landið
yrði kartöflulaust. Nú hefur
þetta farið á annan veg og fyrir
sjáanlegt að landið verður með
öllu kartöflulaust í tvær vikur
eða þar um bil.
Þannig komst Björn Guðmunds
son skrifstofustjóri Grænmetis-
verzlunarinnar að orði við M'bl.
í gær. Svo sem kunnugt er var
Drangajökull með kartöflufarm
er hann fórst í fyrradag.
Þær birgðir af nýjum kartöfl-
um sem töpuðust með Dranga-
jökli hefðu ásamt dálitlu magni
af dönskum kartöfium, einnig
nýrri uppskeru, sem von er á
með Gullfossi, nægt landinu öllu
í hálfan mánuð. Síðar koma
meiri birgðir frá Danmörku og
loks 500 tonn frá Póllandi, en
— Enn sild
Frh. af bls. 20.
síldar frá því á laugardaginn.
Þá fylltist höfnin þar af skipum
og löndunarstöðvun varð. — í
gærkvöldi voru enn í höfninni
10 skip, sem biðu löndunar.
Síldarverksmiðjan er nú farin
að vinna með fullum afköstum
6000 mál á sólarhring. Og innan
fárra daga verður hægt að taka
á móti síld til vinnslu í hina nýju
ristóru stálgeyma, sem rúma
37.000—38.000 mál síldar.
'Meðan löndumarstöðvunin hef-
ur staðið yfir á Raufarhöfn, hafa
allmörg skip farið með síld á
Austurlandshafnir, Neskaupstað
og Seyðisfjörð og i gærkvöldi
byrjaði Vopnafjarðarverksmiðj-
an að taka á móti síld til vinnslu.
Til Siglufjarðar höfðu 15 skip
farið.
Ekkert hefir verið saltað af
síld frá því á mánudag
★
SEYÐISFIRÐI, 29. júní: — Hér
eru erfiðleikar við löndun síldar-
innar, svo að fyrirsjáanlegt er að
þau skip sem bíða löndunar í
kvöld, alls 18 skip, eiga fyrir
höndum rúmlega sólarhringsbið.
Stafar þetta ef því að aðeins
annar löndunarkraninn hér er
virkur. Hinn, alveg nýr af nálinni,
bilaði þegar við fyrstu löndun og
hefur verið óvirkur síðan. Hér er
búið að landa alls um 5300 má’-
um. Eru þessi skip hæst sem
lönduðu 1 dag: Ársæil Sigurðs-
son 768 og Seley 761 mál. — Hin
skipin eru með 500—600 máJ.
Skipin sem löndunar bíða eru tal
in vera með alls um 10,700 mál.
Eru hæstu skipin Hilmir 750
xnái, Svanur RE 800, Hrafn Svein
bjarnarson 750 og Tálknfirðingur
700
★
NESKAUPSTAÐ, 29. júní: — Hér
mun síldarverksmiðjan hefja
vinnslu á föstudaginn. Snæfellið
frá Akureyri er með mestan afla
þeirra skipa sem hingað hafa kom
ið, með 1500 mál og Guðrún Þor-
kelsdóttir SU með 900 mál. Önn-
ur skip eru með 400—500 mál
★
HJALTEYRI: — Til Hjalteyrar-
verksmiðjunnar haf nú borizt til
vinnslu alls um 10,000 mál síld-
ar. Þar lönduðu í gær m. a. Akra-
borg 1283 málum, Auður 981 og
Rifsnes 900 málum.
★
KROSSANES: Hæstu skip sem
þangað komu í gær voru Björg-
úlfur með 1184 mál, Björgvin
1235, Súlan 1120 og Sigurður
Bjarnason 958.
iskifræðingarnir mjúg
bjartsýnir
Rannsóknarskipin farin frá Seyðisfirði
Seyöisfiröi, 29. júní.
FISKIFRÆÐINGARNIR,
sem hér hafa setið á rökstól-
um og rætt niðurstöður rann-
sókna sinna á síldargöngum
í N-Atlantshafi, kvöddust sd.
í dag í Félagsheimilinu. Áður
en þeir héldu til skipa sinna,
átti ég stutt tal við yfirmann
rússneska leiðangursins, þess
norska og þess færeyska. Var
vissulega gott í þeim hljóðið.
Foringi Rússanna sagði m. a.,
að yfirborð sjávarins hefði aldrei
verið jafnhlýtt og nú þau þrjú
sumur, sem hann hefði verið við
þessar síldarrannsóknir. Rússinn ,
sagði að þetta myndi hafa í för
með sér að síldin dreifðist öðru
vísi en áður. Hann sagði megnið
af síldinni halda sig djúpt norður
af íslandi og NV af Færeyjum.
Hann kvaðst og vilja lýsa ánægju
sinni með samstarf fiskifræðing-
anna á þessu sviði. Hann lagði
áherzlu á mikilvægi þess fyrir
þær þjóðir, er síldveiðar stunda
í N-Atlantshafi að áframhald
yrði á þessU samstarfi.
Norðmaðurinn Östvedt sagði
að hann hefði verið bjartsýnn á
horfurnar við ísland, er G. O.
Saars lét úr höfn 2. júní. 1 dag,
er við kveðjumst hér er ég ennþá
bjartsýnni enn þá.
Jakob Joensen frá Færeyjum
sagði að síðan hann hefði byrjað
að starfa við þessar síldarrann-
sóknir, hefði útlitið ekki verið
eins gott og nú.
Ingvar Hailgrímsson, leiðang-
ursstjóri, sagði að hann hefði
ekki frekar við það að bæta, sem
þegar hefði komið fram í sam-
tali Mbl. við hann. Merkilegust
er sú staðreynd að síidin er nú
komin í vestur- og suðurjaðar
Austur-íslandsstraumsins, sem
svo mjög hefur komið við sögu
undanfarin ár og haft hefur mikil
og slæm áhrif á göngu síldarinn-
ar hér við land.
Ingvar kvaðst fara til Reykja-
víkur á morgun og myndi þá
verða send út tilkynning um
heildarniðurstöður rannsókn-
anna. —■ K.
NA /5 hnúior SV 50 hnútor ' * 1 U Skúrir K Þrumur miz, KuUaskil ^ Hitoski! H H*» L Laq»
— Kinverjar
Frh. af bls. 1
Þegar Nepalarnir nálguðust
Kínverjana hófu hinir síðar-
nefndu skothríð og felldu for-
ingja landamæraliðsins. Síðan
réðust Kínverjar til atlögu inn
fyrir nepölsku landamærin. Þeir
tóku 16 landamæraverði til
fanga, misþyrmdu þeim og
rændu líki foringjans, sem hafði
fallið og tóku m. a. af honum úr.
Indversk blcð hafa að undan-
förnu birt fregnir af því að 200
þúsund hirðingar, sem búa á
þessu svæði Tíbet-megin landa-
mæranna hafi risið upp gegn
ógnarstjórn kommúnista. Hafa
miklir bardagar staðið á þessu
svæði. Hirðingjarnir eru lítt
vopnaðir, en búa um sig í fjalla-
skörðum og gera leifturárásir á
Kínverjana, oftsinnis að nætur-
lagi. Annars herma fregnir frá
Tíbet, að nær því öll þjóðin sé
nú í vopnaðri uppreisn gegn
hinni kínversku herraþjóð. Urn
3000 flóttamenn hafa komið yfir
landamærin til Nepals síðasta
mánuðinn.
■ SÍÐUSTU 2—3 daga hafa allar ugri er yfir S-Svíþj. Veldur
s loftvogir landsins staðið á hún N-hvassv. á Norðursjó. Á
s „hreinviðri", „fair“ eða „meg- þeim slóðum er líka kalt í
■ et smukt“, en samt hefur verið veðri, víðast 10—12 st. hiti við
; dumbungsveður og stundum sjó og 15 st. til landsins.
S rigning á vestanverðu land-
■ inu. Norðan lands og austan er Veðurspáin kl. 10 I gær-
s bjartviðri með köflum og hlýtt kvöldí: SV-land til Vestfjarða
S í veðri. Kl. 15 var víða 18 st. og SVmið til Vestfj.miða:
S
S
s
niti í innsveitum fyrir norðan Sunnan og SV gola, skýjað en
og austan. úrkomulítið.
Eins og kortið ber með sér, Norðurland til Austfjarða
erum við nú í norðanjaðri á og Norðurmið til Austfjarða-
miklu háþrýstisvæði Hins veg miða: SV og vestan gola, víða
ar er grunn lægð við S-Græn- þokuloft í nótt.
land og þokast hún NA eftir. SA-land og SA-mið: Hæg-
Önnur lægð og miklu kröft- viðri, léttskýjað með köflum.
þær koma í lok júlí. íslenzkar
kartöflur munu koma á mark-
aðinn kringum miðjan ágúst.
Björn Guðmundsson kvað
Grænmetisverzlunina nú þegar
hafa snúið sér að því að útvega
skip frá Hollandi og kaupa kart-
öflur í stað þeirra, sem sukku
með Drangajölki. Ef vel gengur
standa vonir til þess að þetta
leiguskip verði komið hingað til
Reykjavíkur eftir tvær vikur.
Að lokum gat Björn Guð-'
mundsson þess að verðmæti kart
öflufarmsins með Drangajölki
vær metið á rúma eina milljón.
— Landhelgin
Frh. af bls. 1
gæzlunnar strax í fyrrakvöld. —.
Var yfirmanni herskipsins tjáð,
að ef hann ætlaði að hindra töku
togarans, yrði hann að flytja
varðskipsmenn þaðan sjálfur, þar
eð þeir myndu ekki verða sóttir
frá varðskipinu.
Að lokum skýrði Gunnar Berg
steinsson Mbl. frá því, að gengið
hefði verið frá skýrslu til dóms-
málaráðuneyíisins um málið.
MÁLIÐ AFGREITT í DAG
Mbl. spurðist fyrir um það hjá
dómsmálaráðuneytinu seint í
gær hvort því hefði borizt skýrsla
Landhelgisgæzlunnar um atburð-
inn við Grímsey í fyrradag.
Ráðuneytiff skýrffi frá því,
aff skýrslan hefffi ekki borizt
fyrr en undir kvöld og hefði
því ekki unnizt tími til að
taka máliff til meffferffar í
ráðuneytinu í gær, en þaff
yrffi væntanlega gert fyrir há-
degi í dag og máliff afhent ut-
anríkisráffuneytinu.
ENGINN í LANDHELGI
Þess skal að lokum getið, að
samkvæmt upplýsingúm, er MbL
aflaði sér seint í gærkvöldi, var
enginn brezkur togari að veiðum
innan fiskveiðitakmarkanna í
gær og hafði því ekki dregið til
frekari tíðinda í þessum efnum.
DREYMl
YKKUR VEL!
í seinni fréttum frá Reuter í
gær er frekar rakiff efni tilkynn-
ingar brezka flotamálaráðuneyt-
isins um atburðinn. Þar segir
m. a. aff Bretar hafi á engan hátt
beitt valdi viff aff bjarga togar-
anum frá íslendingum.
Skipstjórinn á Northern Queen
skýrffi brezku sjóliffunum frá því,
aff hann hefði lokaff sig inni í
klefa sínum, þegar íslenzku varff-
skipsmennirnir fóru aff beina
byssum aff honum. Þá sagffi hann
aff íslendingarnir hefðu reynt aff
brjóta niffur hurffina að klefa
hans og ætlað aff flytja hann yfir
á Þór í hraðbát.
Ennfremur segir I tilkynningu
flotamálarálðuneytisins aff ís-
Iendingamir hafi slíffraff skamm-
byssumar, þegar brezku sjóliff-
arnir komu um borff og þá hafi
þeir einnig kastaff fyrir borff Utl-
um sandpokakylfum sem þeir
voru búnir.
Þegar íslendingamir voru aft-
ur farnir yfir í Þór og gagnkvæm
mótmæli höfffu veriff borin fram
sendi herskipið Duncan ljósmerki
til Þórs á þessa lciff: „Góða nótt.
Ég vona aff við hittumst aftur
viff betra tækifæri“.
Og Þór svaraffi: „Ég vona þaff
líka. Dreymi ykkur vel“.