Morgunblaðið - 30.06.1960, Side 6
6
MORCUNBLAÐIO
Finsmtudagur 30. júní 1960
SKRIFAR UM
* KVIKMYNDIR
Austurbæjarbíó:
RlKASTA STtJLKA HEIMSINS
Dönsk kvikmyndagerð hefur
tekið miklum framförum á síð-
ustu árum, eins og myndir þær,
sem hingað hafa borizt bera með
sér. „Karlson stýrimaður", sem
sýnd var í Hafnarfjarðarbíói,
„gekk“ þar frá sl. jólum og þar
tu nú fyrir nokkrum dögum.
Mun það einsdæmi hérlendis að
kvikmynd sé sýnd svo lengi sam-
fleytt. En myndin var bráð-
skemmtileg og vel leikin og stóð
að allri gerð fyllilega samanburð
við góðar kvikmyndir frá þeim
þjóðum sem fremstar eru í kvik-
myndaframleiðslu. — Nú er
sýnd hér í Austurbæjarbíói ný
dönsk kvikrrynd, „Rikasta stúlka
heimsins", sem vafalaust verður
mikið sótt, enda er myndin í
alla staði hin ágætasta, efnið
bráðfyndið og myndin prýðilega
gerð og eftir því vel leikin, enda
fara þar margir af þekktustu
leikurum Dana með hlutverk.
Hinir vinsælu og fáguðu söngv-
arar, Nina og Friðrik, fara með
allmikil hlutverk og gera þeim
góð skil auk þess sem söngur
þeirra er með ágætum, en það
er þó fyrst og fremst afbragðs-
góður leikur annarra, einkum
hinnar ungu og efnilegu leik-
konu Birgitte Bruun, Poul Reich-
hardts og Gunnars Laurings, sem
vekur hrifni áhorfenda og gefur
myndinni hvað mest gildi. Reynd
ar mætti nefna fleiri leikendur
I þessu sambandi, því að í mynd-
inni má heita að valinn maður sé
í hverju hlutverki. — Myndin
fjallar um unga stúlku, Lísu
Hoffmann (Nina), dóttur dansks-
amerísks olíukóngs, en hún hefur
flúið úr svissneskum klaustur-
skóla með unnusta sínum Jacque
(Friðrik), sem er frægur calypso
söngvari. Er meginefni myndar-
innar leitin að hjónaleysunum,
sem fara úr einu landi í annað
og syngja við mikinn orðstír. —
Leitin ber að vísu árangur, en
áður hefur margt skemmtilegt
gerzt, sem hér verður ekki rakið.
Sem sagt: Bráðskemmtileg og
ágæt mynd, sem ég mæli ein-
dregið með.
GAMLA BÍÓ:
Örlög manns
ÞETTA er rússnesk kvikmynd
frá Mosfilm Studio í Moskvu,
gerð eftir samnefndri sögu eftir
Mikael Sjolokhof. Mér hafa
verið send nokkur hefti af tíma-
ritum Soviet Film, með enskum
texta og ágætum myndum, og
má af þeim sjá að Rússar leggja
mikla áherzlu á að gera kvik-
myndir sínar sem bezt úr garði
og byggja þær jöfnum höndum
á klassiskum og nýjum rússnesk-
um bókmenntum. Fullmikið hef-
ur gætt áróðurs í þeim myndum
rússneskum, sem hingað hafa bor
izt, en sumar myndirnar hafa þó
ekki veiið þannig. — I mynd
þeirri, sem hér um ræðir, gætir
þessa lítt eða ekki. Myndin fjall-
ar um ógnir síðari heimsstyrjald-
ar, og er hún gerð af óhugnan-
legu raunsæi. Lýsir hún hrotta-
legri meðferð fanganna í fanga-
búðum nazista, ýkjulaust að
Afvopnunartil-
lögur Bandaríkj-
anna
— Afvopnunin verði framkvæmd
í þrem áföngum
HINAR nýju afvopnunartil
lögur Bandaríkjanna, sem
fram voru lagðar í þann
mund er 10-ríkja afvopn-
unarráðstefnan í Genf fór
út um þúfur á dögunum,
gera ráð fyrir afvopnun í
3 áföngum, sem hver um
sig eru i mörgum liðum:
FYRSTI ÁFANGI
1) Sett verði á fót á vegum
Sameinuðu þjóðanna alþjóð-
leg eftirlitsstofnun til uppbygg
ingar, eftir því sem afvopnun-
inni miðar áfram.
2) Lagt verði bann við því,
að flugvélar eða önnur farar-
tæki séu stöðugt á sveimi með
gereyðingarvopn.
3) Gerðar verði ýmsar ráð-
stafanir til að koma í veg fyrir
skyndiárásir, einkum skiptist
austur og vestur á eftirlits-
mönnum.
4) Alþjóðlegt eftirlit verði
haft með hvers kyns herstöðv-
um á landssvæðum þeirra, er
samkomulagið undirskrifa.
5) Fækkað verði niður í 2,5
milljónir manns í herjum
Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna — og sambærilega í her-
liði annarra ríkja.
6) Tiltekin vopn, sem sam-
komulag næst um, skulu sett
í geymslu undir alþjóðlegu
eftirliti í þeiin löndum, sem
vopnin framleiða.
7) Stöðvun á framleiðslu
kjarnaefna, jafnskjótt og eft-
irlitskerfið er nægilega full-
komið til að tryggja að enginn
geti farið á bak við slíkt sanv-
komulag.
8) Samkomulag milli aðild-
arríkjanna um lækkaða fjár-
veitingu til varna og hernaðar.
ANNAR ÁFANGI
1) Herafli Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna verði minnk
aður í 1,7 milljónir manna
hvor.
2) Minnkaður verði forði að
ildarríkjanna af kjarnorku-
sprengjum og öðrum vopna-
búnaði að því marki, sem sam
komulag næst um.
3) Enn frekari samdráttur í
fjárveitingum á hernaðarsvið-
inu til samræmis við fækkun
í herafla og hergöngum.
4) Komið verði á fót alþjóð-
legu gæzluliði undir merkjum
Sameinuðu þjóðanna.
manni virðist, eftir því sem sög-
ur herma af þeim óendalegu
þjáningum, sem fangarnir áttu
þar við að búa. En þegar maður
sér það atriði myndarinnar, getur
maður ekki varizt þeirri hugsua
að epn er ekki sögu þrælabúð-
anna lokið. — Jafnvel ekki með-
al þeirra voldugu þjóða, sem
hæst tala um mannréttindi og
flest friðarþingin halda. — Efni
þessarar myndar verður hér ekki
ÞRIÐJI ÁFANGI
1) Dregið verði svo úr her-
afla og herbúnaði, að svari
einungis til þess styrks, sem
nauðsynlegur er hverju ríki til
að halda uppi friði í sínu eig-
in landi.
2) Það sem eftir er af vopn-
um, þar á meðal gereyðingar-
vopnum, og tækjum til fram-
leiðslu á þeim, verði annað
hvort eyðilagt eða breytt til
notkunar í friðsamlegum til-
gangi. Hinn alþjóðlegi liðsafli
fái ákveðin vopn og tiltekið
magn af þeim til sinna þarfa.
3) Minnkuð fjárframlög í
hernaðarskyni að því marki
sem samxæmist þeim fámenna
liðsafla, sem eftir er.
4) Algjör stöðvun vopna-
framleiðslu umfram það sem
nauðsynlegt verður fyrir ör-
yggisliðin innan ríkjanna og
alþjóðalöggæzlusveitir Sam-
einuðu þjóðanna.
í.tillögunum er gert ráð fyr-
ir, að fullur jöfnuður ríki við
framkvæmd afvopnunarinnar,
þannig að engin þjóð, hvort
sem hún er aðili að samkomu-
laginu eða ekki, geti náð yfir-
burðaraðstöðu á hernaðarsvið-
inu. Hvert einstakt skref skal
stigið innan tiltekins frests,
sem aðilar verða ásáttir um.
.011 aðildarríkin byrji samtím-
is á hinum einstöku áföngum
afvopnunarinnar, jafnskjótt og
undirbúningsathuganir hafa
farið fram og eftirliskerfið er
fært um að gegna hlutverki
sínu. Þegar Öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna telur, að ein-
um áfanga afvopnunarinnar sé
að fullu náð og aðstaða sé til
að hafa fullt eftirlit með fram-
kvæmd þess næsta, skal á ný
láta til skarar skríða.
rakið. Aðeins skal þess getið að
hún segir frá rússneskum her-
manni, sem hefur verið í fanga-
búðum nazista og að ófriðnum
loknum kemur að heimili sínu
Framh. á bls. 19
'f.
i
HHÍihpiiii:::::::;
:5i:s:5:;|:ii:ii:i;::;
* Ekkert launungarmál
Klemenz Jónsson leikari
skrifar í tilefni af bréfi þorps-
konu, sem birtist í fyrradag:
Varðandi skrif „Þorpskonu“,
sem svo nefnir sig, og þér
birtuð grein eftir í gær vil ég
leyfa mér að gera svohljóð-
andi athugasemd:
Það er síður en svo laun-
ungaimál, að leikur sá, sem
við ætlum að sýna út á lands-
byggðinni og hér í bænum,
undir nafrnnu „Lillý verður
léttari“ hafi verið sýndur hér
áður. Leikfélag Reykjavíkur
sýndi leikritið haustið 1951
og hét hann þá „Dorotihy eign-
ast son“. Einar Pálsson leik-
ari þýddi leikinn og er það
sama þýðingin, sem við not-
um nú, en Einar hefur nú yf-
irfarið þýðinguna og óskaði
eftir að nafni leiksins væri
breytt. Þegar leikurinn var
sýndur í Kaupmannahöfn, hét
hann á því ágæta máli
„Vivian venter sig“ enda tek-
ur höfundur fram, að leyfilegt
sé að breyta nöfnum í þýð-
ingu. Þess ber og að geta, að
það er ekkert einsdæmi að
breytt sé um nafn á leik, þeg-
ar hann er sýndur í öðrum-
löndum og má í því sambandi
geta þess, að leikrit Clifford
Odets, er var sýnt hér undir
nafninu „Vetrarferðin“ var
kallað „Winters Journey“ í
Englandi en „Country girl“ í
New York.
• Fékk góða dóma
Þegar L. R. sýndi leikinn
1951 hlaut hann ágæta dóma
og nægir í því sambandi að
vitna til blaðaummæla Sig-
urðar Grímssonar í Morgun-
blaðinu 11. nóv. 1951: „Leik-
húsgestir tóku leiknum með
miklum fögnuði og voru hyllt
ir með blómum og dynjandi
lófataki." Um leikritið segir
hann: „Leikritið er ágætlega
samið og bráðfyndið:“. L. R.
sýndi leikritið 12 sinnum á
sínum tíma, að því er þáver-
andi formaður leikfélagsins
hefur tjáð mér, en þá varð að
hætta sýningum vegna veik-
inda eins leikarans.
Blaðamenn frá tveimur
blöðum hér í Reykjavík hafa
verið á æfingum og hefur
þeim verið sagt, að L. R. hafi
sýnt þetta leikrit undir nafn-
FERDIIMAINID
inu „Dorofchy eignast son“ og
sýnir það, að við höfum ekki
verið að „plata sveitamann-
inn“ eins og þorpskona kemst
að orði. Auk þess er grein í
leikskránni, þar sem tekið er
fram að leikurinn hafi verið
sýndur hjá L. R. og að þýð-
andinn hafi kosið að hafa ann
að nafn nú. Það er algjör ný-
ung, ef það er ókostur við
leiksýningu, að elzta og virðu-
iegasta leikfélag landsins L. R.
hefur sýnt leikinn eins og
„Þorpskona" gefur í skyn. Við
höfum heldur aldrei tekið það
fram, að þetta væri „nýr gam
anleikur“ eins og stendur í
sömu grein. En við höfum aft-
ur á móti sagt, að leikurinn
hafi verið frumsýndur 1951 1
London.
Þessi ágæta „Þorpskona"
virðist hafa mikinn áhuga fyr-
ir leiklist og er það sannarlega
lofsvert. Ég vil leyfa mér að
bjóða þessum einlæga leik-
húsaðdáanda á leiksýningu
okkar „Lilly verður léttari“
og er henni heimilt að taka
maka sinn með og börn.
• Heldur fljót á sér
Þorpskonan hefur sýnilega
verið heldur fljót á sér. En
hún hefur það sér til afsök-
unar að í þeim fréttum, sem
birzt hafa, hefur ekki verið
minnst á að þessi tvö leikrit
væru þau sömu. En þegar við-
töl blaðamannanna tveggja
koma á prent, og einnig leik-
skráin, (sem Velvakandi ;á
próförk af), þá sannfærist hún
um að ekki hefur verið ætlun-
, f in að halda því leyndu að hér
: f ■* væri um sama leikritið að
, ! ; ræða, sem L. R. sýndi undir
-if öðru nafni 1951.