Morgunblaðið - 30.06.1960, Síða 11

Morgunblaðið - 30.06.1960, Síða 11
Fimmtudagur 30. júní 1960 MORnnp/nr.AÐiÐ 11 Utsvarslagabreytingin 'jAr eftir Jónas Guðmundsson Eftirfarandi grein birtist í síðasta hefti „Sveitarstjórn- armála", sem er málgagn Sambands íslenzkra sveitar- félaga. Er hún birt hér í heild með leyfi höfundar hennar. ★ FRÁ ÞVÍ Samband islenzkra sveitarfélaga hóf starfsemi sína hefur það verið eitt af megin- viðfangsefnum þess, að fá fram gagngerða endurskoðun á löggjöf inni um tekjustofna sveitarfé- laganna. í því sambandi má benda á, að þegar á fyrsta þingi sambandsins — stofnþinginu 1945 — var gerð eftirfarandi sam þykkt: „Stofnþing Sambands íslenzkra sveitarfélaga samþykkir að skora á ríkisstjórnina að láta fara fram sem fyrst gagngerða endurskoð- un á löggjöf þeirri, sem fjallar um tekjustofna sveitarfélaganna. Sérstaklega nauðsynlegt telur þingið að útsvarslögin verði ræki lega endurskoðuð og upp í þau tekin m. a. nánari ákvæði um reglur þær, er fylgja ber við álagningu útsvara, en nú eru þar og að tryggt verði að á þann aðaltekjustofn — útsvörin verði ekki gengið af öðrum aðilum, nema sveitarfélögum sé jafn- framt séð fyrir tekjum á annan hátt. Þingið veitir stjóminni heim- ild til þess að skipa nefnd sveit- arstjórnarmanna, er starfi milli þinga, til þess að gera tillögur um fast kerfi fyrir álagningu út- svara, sérstaklega að því er tek- ur til hreppsfélaganna, og felur þingið stjórninni að koma þeim tillögum á framfæri þegar end- urskoðun útsvarslaganna fer fram.“ Á hverju landsþingi síðan og öllum fulltrúaráðsfundum hefur þessi krafa verið endurnýjuð í einhverri mynd, en ríkisvaldið jafnan daufheyrzt við þessum sjálfsögðu og nauðsynlegu ábend ingum, þar til núverandi ríkis- stjórn og þingmeirihluti tóku mál þetta upp á sl. vetri. Afleið- ingin af því, að svo lengi hefur verið reynt að koma sér hjá því að taka þetta mikla nauðsynja- mál þjóðarinnar föstum tökum og fá á þvi skynsamlega lausn, hefir orðið sú, að undanþágustefn an er nú að því komin að sliga mörg sveitarfélög. Fleiri og fleiri fyrirtæki, stofnanirogstarfs hópar hafa með lögum eða samn ngum orðið undanþegin sjálfsögð um gjöldum til sveitarsjóðanna og við það er byrðaþunginn sí- fellt að færast meira og meira yfir á launafólk yfirleitt, svo að útsvarsbyrðarnar á því eru orðn ar að hreinum drápsklyfjum. Svo er einnig komið nú, að far- ið er að undanþiggja með lög- um ýmsa vinnu útsvörum. Undanþeginn útsvarsgreiðslum er nú mestallur rekstur samvinnu félaga í landinu, stærstu útflutn- ings- og dreifingarfyrirtækin, mörg stærstu Iðnaðar- og verzl- unarfyKrtækjanna, ef ríkissjóður eða sveitarsjóðir koma að ein- hverju leyti nálægt þeim rekstri öll starfsemi banka og sparisjóða, öll hin umfangsmikla happdrætt- isstarfsemi, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Sveitarstjórnunum hefur verið það vel ljóst hvert stefnt hefur í þessu efni. Þannig bar skattamálanefnd fulltrúaráðs Sambands íslenzkra sveitarfélaga fram, og fékk samþykkta á full- trúaráðsfundi sambandsins 1957, eftirfarandi tillögu: „Þar sem vaxandi ósamræmis gætir í álagningarreglum sveitar félaganna við niðurjöfnun út- svara, skorar fulltrúaráðsfundur- inn á Alþingi og ríkistjóm að láta, þegar á þessu ári, fara fram endurskoðun á reglum um álagn ingu útsvara og hafa um það sem nánust samráð við Samband ís- lenzkra sveitarfélaga, jafnframt varar fulltrúaráðsfundinn við Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra þvi, að einstök sveitarfélög fari inn á þá braut að veita einstök- um starfshópum ívilnanir í út- svarsálagningu, meðan endur- skoðun á álagningarreglum hefir ekki farið fram“. Þessi samþykkt sýnir Ijóslega í hvert óefni er komið. ★ Þegar engar leiðréttingar feng ust í þessum efnum hjá Alþingi og híkiastjóm, báru sveitarfé- lögin fram þá kröfu að fá nýja tekjustofna með útsvörunum, sem voru sífellt að rýrna sem tekjustofn. Ekki féþkst heldur nein áheyrn þar um. Þegar þing menn úr kaupstöðunum höfðu samtök um það á þingi 1952 að fá hluta af söluskattinum handa sveitarsjóðum, og er frumvarp þar um var samþykkt til ann- arrar umræðu í neðri deild, hót- aði þáverandi ríkisstjórn að segja af sér, ef því máli ýrði lengra haldið. Þannig hefur þetta geng- ið undanfarin fimmtán ár eða lengur. Þá hefur það og verið eitt af áhugamálum sveitarfélaganna að fá athugað, hvort ekki væri skyn samlegt að taka landsútsvar af stofnunum, sem reka starfsemi, er nær til alls landsins, og ekki þarf af eðlilegum ástæðum sér- staklega að vera bundin við eitt sveitarfélag öðru fremur, s. s. ýmsar ríkiseinkasölur, Samband íslenzkra samvinnufélaga, bank- ar o. fl. slík fyrirtæki. Öllum er ljóst, að hér er erfitt að draga mörkin, en fullkomlega er þessi hugmynd þess verð, að hún sé gaumgæfilega athuguð. Ekki hefur það heldur fengizt. Afleiðing þessarar kyrrstöðu hefur svo orðið sú, að sveitarfé- lögin hafa farið lengra og lengra út á þá braut að hækka veltu- útsvörin, sem eru mjög umdeild tekjuöflunarleið, svo þau eru nú orðin sums staðar allt að því 20% af heildarútsvarsupphæð- inni í viðkomandi sveitarfélagi, Önnur, ekki óveruleg afleið- ing þessarar undanþágustefnu hefur verið sú, að sveitarfélögin hafa, vegna beinnar vöntunar á fé til starfsemi sinnar, lent í margvíslegum vanskilum með skuldbindingar sínar og hefir þetta ekki hvað sízt komið niður á ríkissjóði og ýmsum rkisstofn- unum, svo sem t. d. Trygginga- stofnun ríkisins, atvinnuleysis-! tryggingasjóði o.fl., og í því að ábyrgðir, sem ríkissjóður hefurj gengið í þeirra vegna, hafa á hann fallið. Sveitarstjórnarmenn og samtök' þeirra hafa séð hvert stéfnir í þessum efnum og hafa bent á leiðir, sem fara mætti til að forða algjöru hruni og upplausn. En þeim hefur ekki verið sinnt fyrr en nú, að núverandi fjármála- ráðherra, Gunnar Thoroddsen, sem einnig fer með þann þátt sveitarstjórnarmálefna, sem að tekjuöflun sveitarfélaga ss*ýr, I hefur hafizt handa um að fá þau tekin til rækilegrar endurskoð- j unar. Núverandi ríkisstjórn hefur, sýnt lofsverða viðleitni í því að reyna að mæta þeim óskum, sem' sveitarfélögin hafa komið fram' með í þessum efnum á undan- förnum árum, og án þess að hlut ur nokkurs annars sé þar van- metinn, má óhætt fullyrða, að það eru vafalaust fyrst og fremst j verk Gunnars Thoroddsen fjár-1 málaráðherra, a# svo röggsam- lega og myndarlega hefur verið J tekið á þessum málum nú, sem raun ber vitni. Gunnar Thoroddsen hefur einna mesta reynslu í þessum efnum allra núlifandi manna hér j lendra, þar sem hann hefur um! tuttugu ára skeið verið borgar- j stjóri í Reykjavík og því orðið daglega að glíma við þessi vandj leystu og vanþakklátu mál. Tök j hans á lausn þeirra nú bera þess merki, að hann skilur hvar skór- inn kreppir og sér hvert stefnir og að ekki má láta lengur reka stjórnlaust í þessum málum. Af langri reynslu og nokkurri þekk ingu á málefnum sveitarfélag- anna fullyrði ég, að sú stefnu- breyting, sem núverandi ríkis- stjóm beitir sér fyrir í málefn- um sveitarfélaganna, mátti ekki síðar koma, ef ekki hefði átt verr að fara. Með hinum nýju lögum um Var metnaðargirni ans um að kenna VIKUBLAÐIÐ Newsweek seg- ir frá því, að einn af vestræn- um stjórnmálamönnum hafi látið þau orð falla, er hann heyrði að Eisenhower forseti væri lagður af stað í heim- sókn sína til Austurlanda, að sú för gæti ekki orðið til neins góðs. Eisenhower forseti þyrfti ekki að fara þessa ferð til þess að sanna heiminum hugrekki sitt. Vesturlandabúar myndu ekki kæra sig neitt um, að Jap anir köstuðu tómötum og fúl- eggjum að þessum forystu- manni hins frjálsa heims, en bandaríkjamenn mættu minn- ast þess að þeir kenndu Jap- önum baseball, að þess vegna væru þeir skrambi hittnir. Þá segir, að margir bandarískir stjórnmálamenn hafi varað forsetann við förinni og hægt hefði verið að fresta henni á þeim forsendum, að ekki varð úr Rússlandsferðinni. Forsetinn hefði verið sömu skoðunar og gjarnan viljað fresta ferðinni. Hins vegar væri hann reiðubúinn að halda henni til streitu, ef Kishi forsætisráðherra óskaði eftir að hann kæmi. Það voru tveir sterkir framámenn, sem mest börðust fyrir því að Eisenhower héldi fast við ferðaáætlun sína, þeir James G. Hagerty blaðafulltrúi og Douglas MacArthur yngri, sendiherra í Japan. Segir Newsweek að Hagerty hafi MacArthur yngri. álitið velheppnaða ferð for- setans sterkan leik eftir upp- lausn toppfundarins og Mac- Arthur hafi viljað kóróna ár- angursríka dvöl sína í Japan með sigurför þeirri, sem heim- sóknin átti að vera. „Þeir sögðu mér það“ Þegar kom til hinnar alvar- legu mótspyrnu gegn varnar- sáttmálanum 20. maí sl., urðu margir vantrúaðir á að heim- sóknin yrði til árangurs. Mac- Arthur sagði þá við blaða- menn, að hann væri þess full- viss að japanskir mennta- menn, sem réðust gegn varn- sendiherr- arsáttmálanum væru samt I sem áður hlynntir Bandaríkj- unum. Og er hann var spurð- ur á hverju hann byggði það álit sitt, svaraði hann: „Þeir sögðu mér það“. Þrátt fyrir árás stúdentanna að Hagerty og MacArthur í Tókíó hélt sendiherrann bjart- sýni sinni og jafnvel þegar efasemdir fóru að gera vart við sig hjá Kishi, beitti hann diplómatískri leikni sinni til að tala í hann kjark. Mac- Arthur er í miklu álti í Was- hington, enda smitaði bjart- sýni hans út frá sér þar. Segir Newsweek, að menn hafi farið að tala um stúdentana í Zengakuren sem hálfvitlausa krakka og þegar Hagerty flaug til Alaska hafi hann til- kynnt forsetanum, að múgur- inn í Japan væri aðeins með látalæti. Menn vonuðu i lengstu lög að flestir hugsandi menn í Japan mundu snúast gegn ofsa stúdentasamtakanna og lög- reglan láta skríða til skarar eftir atburðina við komu Hagertys og sendi’nerrans, en það reyndist ekki rétt. Eftir atburðina við þinghús- ið, er kvenstúdentinn var troð inn undir, segir Newsweek, að sendiherrann hafi gefizt upp og símað til Washington að hann mundi væntanlega til- kynna beiðni um frestun ferð- arinnar. En blaðið segir jafn- framt að Hagerty hafi þá enn staðhæft að ferðin yrði farin. Og sama kvöld fékk Eisen- hower boðin um að fresta ferð sinni til Japans. Jónas Guðmundsson Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eT komið til móts við þá sjálfsögðu kröfu sveitarfélaganna um nýj- an, öruggan tekjustofn, sem hamr að hefur verið á síðustu tíu ár- in. Er þar með fengin viður- kenning á því tvennu, að sveit- arfélögin þurfi nýjan tekjustofn og að hann sé óháður þeim tekj- um, sem til falla heima í héraði. Jöfnunarsjóðslögin nú eru að sjálfsögðu aðeins bráðabirgðalög eins og allar þessar ráðstafanir nú, og þann sjóð ber að efla að tekjum í framtiðinni og fá hon- um fleiri verkefni, s. s. jöfnun framfærslukostnaðar, sem nú fellur niður, og hjálp til nauð- staddra sveitarfélaga o. fl. svip- aðs eðlis. Sjóðnum ætti að setja sérstaka stjórn, sem sveitarfé- lögin skipi að einhverju leyti. Með bráðabirgðabreytingu út- svarslaganna eru stigin fyrstu skrefin til að hverfa frá undan- þágustefnunni með því m. a. að láta alla sitja við sama borð við álagningu útsvaranna og með því að lögfesta hámark veltuútsvar- anna, sem hafa verið riauðvörn gegn vaxandi undanþágum frá útsvörum og álögum á sveitar- sjóðina af hálfu löggjafans. Það lætur því mjög einkennilega f eyrum sveitarstjómarmanna þeg ar þeir aðilar, sem nú borga veltu útsvör, ráðast gegn hámarkslög- festingu þeirra, í stað þess að vera ofurseldir geðþótta niður- jöfnunarnefnda í þessu efni, eins og nú er. Hitt er marinlegt — þó það sé ekki stórmannlegt — að þeir, sem hafa verið undanþegn- ir veltuútsvörum til þessa, mæli nú gegn þeim og vilji láta aðra halda áfram að bera þær byrðar fyrir sig. Með bráðabirgðabreytingunni fæst nú einnig meira samræmi í álagningu útsvara en nokurn tíma áður hefur átt sér stað. Álagningarreglur þær, sem nú er fylgt, eru nálega jafnmargar og sveitarfélögin, því hver hrepps- nefnd og hver niðitrjöfnunar- nefnd býr sér sjálf til þessar reglur og víkja frá þeim eins og þeim sýnist hverju sinni. Afleið- ingin er algjört ósamræmi í á- lagningu útsvara í landinu. Öll menningarríki eru fyrir löngu horfin frá þessu handahófslega álagningarfyrirkomulagi, og hafa í þess stað reynt að fá framtöl manna áreiðanleg og síðan lagt á eftir heildarreglum. Víðast hvar er þetta orðið svo aðgreint, að allt aðrir aðilar leggja útsvörin á en þeir sem yfirfara framtölin. I stað meira en 200 útsvarsstiga koma nú þrír slíkir stigar, og síðar ættu þeir að geta orðið að eins tveir. Sjálfsagt er að fram- kvæma þessa breytingu einmitt nú um leið og hinn nýi tekjustofn fá Jöfnunarsjóði kemur til fram kvæmda í fyrsta sinn, því þá gerir minna til bó éinhverju skeiki hvað stigana snertir. Hins vegar fæst ómetanleg reynzla við álagninguna nú í ár, sem getur komið að miklum notum Framh. á bls. 13. \

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.