Morgunblaðið - 30.06.1960, Qupperneq 13
Fimmtudagur 30. júní 1960
MORCUTVBl ÁÐIÐ
13
BJami Helgason:
Vatnið í jarðveginum
í AUGUM ræktunarmanns-
ins er fátt, sem dregur að sér
meiri athygli en frjósemi og
vatnsinnihald jarðvegsins,
enda er hagkvæm notkun og
góð nýting vatnsins venju-
lega einn mikilvægasti þátt-
ur jarðræktarinnar. Það, sem
rækta skal, er oft góðri nýt-
ingu vatnsins háð, einnig
hvenær vinnsla og ræktun
getur hafist, svo og notkun
áburðar og nýting hans.
Hér þarf, áður en lengra er
haldið, að gera sér ljóst, hver
munur er á frjósemi jarðvegs
ins og vatninu í jarðveginum,
því að hugtakið frjósemi í
þessu sambandi er geysivíð-
tækt og óljóst. í augum
margra er það frjósamur
jarðvegur, þar sem mikill
gróður er og lélegur jarðveg-
ur, þar sem lítill eða kannski
enginn gróður þrífst. Um
skýrgreininguna á frjósöm-
um jarðvegi má deila í hið ó-
endanlega. Enginn einn get-
ur ákveðið, hvar mörkin
skuli sett, en óneitanlega hef
ur það margt til síns ágætis
að álykta svo sem að ofan
getur, þegar ekki annað
betra er vitað. í almennu
tali manna á milli verður
frjósemi jarðvegsins þess
vegna geysivíðtækt hugtak,
þar sem gróðurástandið á
hverjum stað og hverju sinni
er notað sem mælikvarði á á-
gæti jarðvegsins. En í
þrengstu merkingu er sá jarð
vegur einn frjósamur, sem
auðugur er að næringarefn-
um alveg án tillits til, hvaða
eða hve mikill gróður kunni
að vera þar. Frjósamur jarð-
vegur getur þó verið rakur eða
þurr eftir atvikum, jafnvel
svo þurr, að lítið sem ekkert
fái í honum þrifist. Blóma-
garðar, sem hlúð hefur verið
að, er kannski nærtækasta
dæmið eða jafnvel blóm í
potti, sem fengið hafa áburð
reglulega, en skrælna samt,
ef gleymist að vökva.
Á svipaðan hátt getur ó-
frjósamur jarðvegur eða
hrjóstrugur verið þurr og
kannski skrælnaður, en líka
svo rakur, að gróður verður
óvenju gróskumikill. í því
sambandi má nefna grösuga
lækj arbakka sumsstaðar,
sem eru í raun og veru oft
svo snauðir að nýtilegum
næringarefnum, að mest af
Jarðvegurinn getur sumsstaðar verið svo þurr, jafnvel þar sem
úrkoma er tiltölulega mikil, að áveitur verða nauðsynlegar, til
að gróðurinn nái rótfestu. Myndin sýnir áveituframkvæmdirnar
á Stjórnarsandi í Vestur-Skaftafellssýslu.
gróðrinum mundi visna, ef
lækurinn fyndi sér annan
farveg. Af þessum sökum eru
áveitur og aðrar þær aðferð-
ir, sem kunna að draga úr
uppgöfun vatnsins nauðsyn-
legur liður í ræktun á þeim
stöðum, þar sem uppskera
jarðarávaxta takmarkast af
of litlu vatni.
Áveitur eru þó tiltölulega
mjög sjaldgæfar sem liður í
ræktun í þeim löndum, sem
úrkoma er talin árviss í og
nægilega mikil fyrir allan
venjulegan nytjagróður. En
þær eru því algengari sem úr
koman verður minni og geta
sumsstaðar orðið undirstaðan
að tilveru heilla þjóða eins
og í Egyptalandi og miklum
hluta Súdan, þar sem fram-
tíð fólksins er algjörlega háð
áveitum. Ekki skyldi þó
skilja þetta svo sem aðeins
Egyptar og Súdanbúar eigi
allt sitt undir áveituvatninu,
því að jafnvel enn stórkost-
legri áveitukerfi eru til með-
al annarra þjóða, þótt ekki
hafi þau hina sömu geysilegu
þjóðhagslegu þýðingu, og
munu Ástralía og Bandaríkin
vera þar fremst í flokki. Að
sjálfsögðu þekkjast áveitur
miklu víðar í hinum suðlægu
og þurru löndum, en þær
geta líka verið þar, sem úr-
komusamt er að öllum jafn-
aði eins og t.d. hér á íslandi:
Flóaáveitan og áveitan á
Stjórnarsandi í Vestur-
Sk'aftafellssýslu.
Oft hefur verið fullyrt, að
í þurru eða tiltölulega þurru
Mrrgvíslegur iróðleikur í
Ndttúrufræðingnum
loftslagi sé mjög náið sam-
band milli úrkomu og upp-
skeru og sýnist ekki óeðli-
legt, að svo sé. En því verð-
ur ekki neitað, að jafnvel í
röku loftslagi eins og er hér
á landi getur skortur á nægi-
legu vatni takmarkað gróð-
ur og uppskeru og sennilega
er það miklu oftar en flestir
gera sér grein fyrir. Allir
kannast við þurrkasumrin,
þegar þeim finnst allt ætla
að skrælna eða þegar seint
sprettur á vorin vegna ó-
venjulegra vorþurrka. Það
vita færri, hvar setja skuli
mörkin milli þurrka eða ó-
þurrka eða hvenær líklegt
er, að oflítið vatn dragi úr
gróðrinum og hvenær jarð-
vegurinn er of blautur. Enn
síður höfum við hugmynd
um, hvenær rakaskilyrðin
eru bezt, til að gróður fái not
ið sín, svo að ekki verði á
betra kosið. En það eru fleiri
atriði í sambandi við vatnið,
sem alveg eru órannsökuð og
skipta þó alveg jafn miklu
máli. Það er t.d. ekki vitað
enn, hvort þurrkatímabilin
komi reglulega með vissu
árabili eða þegar minnst var
ir eða þá„ hvort ' eins náið
samband er á milli úrkomu
og uppskeru eins og þar sem
að staðaldri er þurrviðra-
samt. Allt þetta eru atriði,
sem gefa verður vandlega
gaum svo að betri skilningur
fáist á eðli og ástandi jarð-
vegsins og á þeim lífsskil-
yrðum, sem allur jarðargróð-
ur á við að búa.
NÝLEGA kom út 1. hefti 30. ár-
gangs af Náttúrufræðingnum, en
það er alþýðlegt fræðslurit í nátt
úrufræði, sem verið hefur félags-
rit Náttúrufræðifélagsins á annan
áratug. Hann kemur út fjórum
sinnum á ári, samtals 12 arkir og
er ritstjóri Sigurður Pétursson,
gerlafræðingur.'Fyrstu útgefend-
ur og ritstjórar voru þeir Guð-
mundur G. Bárðarson, jarðfræð-
ingur og Árni Friðriksson, fiski-
fræðingur.
Hið nýja hefti er fjölbreytt að
efni. Sturla Friðriksson skrifar
um íslenzku hreindýrin og um
sveppi, Páll Bergþórsson úr sögu
veðurfræðinnar, Ingólfur Davíðs
son um fíla freðmýranna, Jón
sandi og Einar H. Einarsson um
sandskel í Dyrhólaósi. Auk þess
er sitt af hverju eftir ýmsa höf-
unda, ritfregnir eftir Trausta
Einarsson og loks skýrsla félags-
ins eftir formann þess árið 1959,
Jóhannes Áskelsson.
Heiðursfélagi fyrir vísindastörf
í skýrslunni segir m.a. frá því
að Ingimar Óskarsson, grasafræð
hafi verið gerður heiðurs-
félagi Nátturúfræðifélagsins í við
urkenningarskyni fyrir merkileg
vísindastörf.
Stjórn Náttúrufræðifélagsins
skipa nú: Guðmundur Kjartans-
son form., Unnsteinn :Stefánsson,
varaform., Eyþór Einarsson, rit-
ari, Gunnar Árnason, gjaldkeri
og Einar B. Pálsson.
Ég er frá Akureyri
Á FUNDI bæjarstjóra vinabæja
Akureyrar á Norðurlöndum, sem
baldinn var á Akureyri 19. júií
1958 var m. a. samþykkt, að vina-
bæirnir fimm efndu til útgafu
sameiginlegs bæklings með mynd
um og stuttum upplýsingum frá
vinabæjunum, Akureyri, Ala-
sundi, Kanders, Vasterás og
Lahti. Bæjarstjórinn í Randers í
Danmörku tók að sér að sjá um
útgáfuna í samráði við auglýs-
ingafyrirtækið Poul Juncker í
Randers. Síðar varð að ráði að
bækingur þessi yrði notaður sem
,,vinabæjavegabréf“ og að ferða
menn frá einum vinabæ nytu
við framvísun þessa bæklings —
•érstakrar fyrirgreiðslu í hinum
Vinabæjunum.
Bæklingur þessi er nú full-
prentaður og hefir honum verið
dreift til vinabsejanna i 5U.000 e;n
tökum alls.
Þeir Akureyringar, sem hyggja
á Norðurlandaferðir geta fengið
bækinginn afhentan á bæjar-
stjóraskrifstofunni, Strandgötu 1,
Akureyri.
Islenzka útgáfan heitir: „Ég
er frá vinabænum Akureyri“.
í bæklingnum er greint frá
vinabæjahreyfingunni. Ljósmynd
í litum er frá hverjum bæ ásamt
þjóðfána lands og bæjar og
stuttri frásögn _frá viðkomandi
bæ. Þá er þáttur er nefnist: Nyt-
samar upplýsingar". Eru þar til-
greindar ferðaskrifstofur i hverj-
um bæ, gististaðir, tjaldstæði o.
fl.
Þá er í bæklingnum greint frá
helztu söfnum og því markverð-
asta, sem er að sjá í hverjum
bæ.
Bæklingurinn er prentaður í
mörgum litum og skreyttur með
uppdráttum og teikningum.
Nýr bátur til Seyð-
isfjarðar
SEYÐISFIRÐI, 28. júní: Hingað
til Seyðisfjarðar er nú kominn
nýr stálbátur, 151 tonn, smíðað-
ur í Noregi. Eigandi er hluta-
félag, sem Björgvin Jónsson kaup
félagsstjóri stofnaði ásamt bræðr
unum Jóni og Kristjáni Jörunds-
sonum frá Keflavík.
Báturinn heitir Stuðlaberg N3
102, er mjög fallegt skip. í því
eru öll hin fullkomnustu tæki
til siglingar og veiða, m. a. hið
sjálfvirk asdictæki til fisk- og
síldarleitar. Aðalvélin er 400 hest
öfl og skipið er búið kastblökk
til síldveiða, og fer nú strax á
vertíð. Verður Jón Jörundsson
með Stuðlaberg i vertíðinni.
— Útsvarslögin
Framh. af bls. 11
við framhald endurskoðunar á út
svarslöggjöfinni, en ætlunin mun
vera að ljúka þeirri endurskoðun
á þessu ári.
Ekki verður skilizt svo við
þessar hugleiðingar, að komizt
verði hjá því að minnast á af-
greiðslu fulltrúaráðsfundar Sam
bands íslenzkra sveitarfélaga á
útsvarsfrumvarpinu, en frá því
er sagt annars staðar í þessu
hefti.
Afgreiðsla fundarins hefur ver
ið túlkuð á þann veg, að fulltrúa
ráðið hafi lagzt gegn frumvarp-
inu og lítt tekið undir þær breyt
ingar, sem í því felast. í því efni
ber fyrst á það að líta, að þetta
mál var gert flokkspólitískt á
fulltrúaráðsfundinum, sem ekki
hefur fyrr komið fyrir á
þeim fundum, og varð því af-
greiðsla þess með öðrum hætti
en venja hefur verið á fundum
fulltrúaráðs og landsþinga. Allt
af eru einhverjir, sem hin pólit-
ísku flokksbönd reynast svo
traust á, að það torveldar þeim
að fylgja skynsamlegri lausn
mála, ef flokknum kemur annað
betur þá í bili.
En þegar litið er burt frá því,
að þeir fulltrúar á fundinum, sem
einhuga stóðu með frumvarpi
ríkisstjórnarinnar, fórnuðu því
til samkomulags, að samþykkja
ekki séfstakt þakkarávarp til rík
isstjórnarinnar, og fjármálaráð-
herrans sérstaklega, fyrir að
hafa tekið málin upp og ætla
að knýja þau fram, felst í sam-
þykkt tillögunnar um útsvörin
beinn stuðningur við stefnu frum
varpsins.
Fundurinn leggur ekki gegn
frumvarpinu, en bendir á fjögur
atriði, sem öll eru mjög umdeild
og telur rétt að athuga þau bet-
ur og þá auðvitað alveg sérstak-
lega við aðalendurskoðun útsvars
laganna. Þessi atriði eru :
1. Frádráttur á fyrra árs útsvari
frá tekjum ársins________
2. Að skilgreina þurfi betur
hvað átt sé við með orðinu
„velta“, sérstaklega í sam-
bandi við umboðssölu og fram
leiðslufélög.
3. Að ekki sé rétt að samvinnu-
félög greiði „jafnt“ af skipt-
um sínum við félagsmenn sem
utanfélagsmenn.
4. Að vafasamt sé að lögbjóða
einn útsvarsstiga fyrir alla
hreppa og réttara væri að láta
fyrst fara fram samræmingu
útsvaranna innan hverrar
sýslu.
Hér er hvergi lagzt gegn megin
tilgangi frumvarpsins, þeim að
koma á heildarsamræmingu í út-
svarsálagningu, lögfesta vöru-
gjöldin og afnema samvinnuskatt
inn. Aðeins bent á einstök atriði,
sem sjálfsagt er að verði betur
athuguð við aðalendurskoðun út-
svarslaganna, en engin ástæða
er til að láta hindra framgang
bráðabirgðabreytingarinnar.
Samband íslenzkra sveitarfé-
laga hefur, að beiðni fjármála-
ráðherra, átt sinn þátt í samn-
ingu bráðabirgðabreytinganna á
útsvarslögunum og mun aldrei
skorast undan að bera sinn hluta
þeirrar ábyrgðar, sem því fylgir.
Sem formaður sambandsins frá
stofnun þess, fagna ég því, að nú
er kominn skriður á ýms mál-
efni sveitarfélaganna, sem svo
lengi hefur verið óskað eftir, og
ekki tjáir um það að fást þó þeir
fyrirfinnist, jafnvel meðal sveit
arstjórnarmanna, sem kikna þeg
ar að kollhríðinni kemur, fyrir
pólitískri þvingun eða láta ein-
hver annarlega sjónarmiði ráða
meiru um afstöðu sna en vænzt
hafði verið.
Sambandið hefur sérstaka
ástæðu til að þakka núverandi
ríkisstjórn, og þó sérstaklega
Gunnari Thoroddsen fjármála-
ráðherra, fyrir áð hafa beitt sér
fyrir lausn þessara mála, sem svo
miklu skipta sveitarfélögin, en
alla fyrirennara hans hefur ann-
að hvort brostið skilning á eða
kjark til að taka upp til far-
sællar og réttlátrar úrlausnar.
ORN CLAUSEN
héraðsdomslögmaður
Málf’utningsskrifstofa.
Bankastrætí 12. — Sími 18499. *
Tilkynning
til kaupenda Morgunblaðsins utan
Reykjavíkur
Póstkröfur voru nýverið sendar til kaupenda blaðsins
úti um land, sem fá blaðið beint frá afgreiðslu þess
í Reykjavík.
Atliugið að innleysa kröfurnar, sem allra
fyrst svo komizt verði hjá að stöðva út-
sendingu blaðsins.
JHottitfttiilafrife
/