Morgunblaðið - 02.07.1960, Qupperneq 6
6
r MORCVNBLAÐIÐ
Laugardagur 2. júlí 1960
'x/iwVr'f'nj' skrifar um:
KVIKMYNDIR
Stjörnubíó:
BRJÁLAÐI VlSINDA-
MAÐURINN
Þetta er ensk-amerísk mynd,
að mestu tekin í Austurríki. —
Gerist hún í dularfullu smáríki,
Gudavia, skammt frá landamær-
um Austurríkis. Tveir blaða-
menn, Mike Wilson (Poul
Douglas) frá Bandaríkjunum og
Englendingurinn Howard Meade
(Leslie Phillips) eru á leið á
hljómleikahátíðina í Salzburg.
En skyndilega stöðvast jámbraut
arlestin i litlu þorpi. Lögreglu-
foringi ásamt lögreglumönnum
koma á vettvang og segja þeim
félögum að þeir séu staddir í
ríkinu Gudavia og fara því næst
með þá í svarthol þorpsins. Þeir
eru þó brátt látnir lausir, en fá
þó ekki að fara úr landi. Verða
þeir félagar nú margs vísari um
þetta furðulega smáríki, meðal
annars að þar er allsráðandi vís-
indamaður er nefnist Boronski.
En veldi hans byggist á því, að
hann hefur fullgert vél, sem
sendir frá sér gamma-geisla, sem
hafa hin furðulegustu áhrif á þá,
sem fyrir þeim verða. Enginn
þorir að rísa gegn Boronski og
ógnarvaldi hans og er hann þó
hataður af öllum, jafnvel nán-
Vinningar í 2. flokki í Happdrætti DAS hafa nú flestir verið
afhentir. Þessi Moskvitch-bifreið kom í umboði frú Margrétar
Kristinsdóttur, Öldugötu 24. Myndin er af eiganda bílsins, frú
Auði Sigurðardóttur, Bergi, Seltjarnarnesi, ásamt frú Margréti
Kristinsdóttur, sem er til hægri á myndinni.
Sum arleyfi sferðir
SJÖTTA júlí nk. fer Ferðafélag
íslands í lengstu ferð sína á
sumrinu. Er hún um S'uðvestur-
land, endilangt Norðuriand, um
stóran hluta Fljótsdalshéraðs og
á fimm firði austanlands. Á þess
ari leið verða skoðaðir allir feg-
urstu og tilkomumestu staðir,
svo sem Vatnsdalur, Hólar í
Hjaltadal, Vaglaskógur, Mývatns
sveit, Ásbyrgi, Dettifoss, Hall-
ormsstaðarskógur og fjölmargir
fleiri staðir. Komið á Reyðar-
fjörð, Eskifjörð, Norðfjörð, Borg
arfjörð (eystri), Seyðisfjörð, Ak
ureyri og Siglufjörður heimsótt-
ur, ef tími vinnst til. Tjöld verða
með fyrir þá, sem óska að gista
í þeim. Dagleiðir aldrei langar,
en fjölbreytni i náttúrufegurð
geysimikil.
ÞREM dögum eftir byrjun Norð-
ur- og Austurlandsferðarinnar,
hefst 9 daga ferð félagsins um
Vesturland. Sú ferð liggur m. a* *
um Dalasýslu, Barðastrandar-
sýslu endilanga með viðkomu í
Reykhólasveit, Vatnsdal, á Pat-
reksfirði og á Látrabjargi ,en
Bjargið er einhver svipmesti stað
ur á öllu Vesturlandi. Síðan verð
ur ekið um hinn nýja hálendis-
veg úr Vatnsfirði norður að
Dynjanda í Arnarfirði. Þar er
einn af mestu fossum fslands,
þá haldið til ísafjarðar. Leigt
skip um Djúpið og heimsóttar
eyjarnar Vigur og Æðey og fleiri
fagrir staðir þar um slóðir. .—
Farið í heimleið fyrir Klofning,
um Uxahryggi og Þingvöll.
Allar nánari upplýsingar hjá
Ferðafélagi íslands, Túngötu 5,
sími 19533 og 11798.
ustu samstarfsmönnum sínum. —
Ýmis atvik leiða til þess að þeir
Mike og Howard taka upp bar-
áttuna gegn hinum brjálaða vís-
indamanni og harðstjóra og er
sú barátta hörð og hættuleg, en
ekki verður hér sagt frá leiks-
lokum.
Mynd þessi hefur ekki til að
bera mikið listgildi, en í henni
er þó töluverð spenna og þar
fara margir góðir Ieikarar með
hlutverk, svo sem Poul Douglas,
sem er mikilhæfur leikari, Leslie
Phillips, hinn týpiski Englend-
ingur og Eva Bartok, sem er all-
góð leikkona og glæsileg.
TJARNABÍÓ:
Maðurinn á efstu hæð
ÞETTA er brezk mynd og mjög
sérstæð. Þvl að með henni er
bersýnilega verið að gera gys
að hinum ótalmörgu „tauga-
spennandi“ glæpamyndum, sem
framleiddar eru um allan heim.
— Maðurinn á efstu hæð býr í
húsi, þar sem fjölli annara leigj-
enda býr. — Hann gengur eirðar-
laus um gólf í herbergi sínu og
rekur við og við upp æðisgeng-
ið öskur. — íbúarnir heyra þetta
og þá er ekki að sökum að
spyrja. Allir þurfa að láta málið
til sín taka, sumir vilja „hjálpa“
vesalings manninum, en aðrir
kalla á lögregluna. — Leyndar-
dómurinn og óhugnanleikinn
verða æ meiri er á líður — og
fótatak mannsins og óp auka
mjög á spennuna. fbúar húss-
ins safnast nú allir saman í hí-
býlum konu einnar á neðri hæð-
inni til skrafs og ráðagerða, og
þar eru líka komnir sálfræðing-
ur læknir og lögreglumenn, en
fyiir utan húsið hafa brunaverð-
ir reist heljarmikinn stiga og
þar er fjöldi forvitinna manna,
sem lögreglan reynir að hafa
hemil á. í híbýlum konunnar er
ráðgazt í ákafa um það hvað
gera skuli til að handsama hinn
dularfulla mann, en sitt sýnist
hverjum. Að lokum ákveða leigj-
endurnir að fara upp til hans og
skora á hann að koma út. Þeir
fara upp og eftir nokkuð þóf ger-
ist það, sem kemur öllum á óvart,
ekki sízt bíógestinum, sem beð-
ið hefur í ofvæni eftir leikslok-
unum. . . .
Mynd þessi, er sem áður segir
mjög sérstæð, en verður vafa-
laust mörgum vonbrigði. Hún er
einnig vel leikin.
Vinátfa karls
og konu
ER VINÁTTA milli karls og konu hugsanleg? Marg-
ir halda, að svo sé ekki, af því að líkamleg löngun
muni ávallt læðast inn í hugskot manna. Hinn mikli
enski rithöfundur, D. H. Lawrence, skrifaði eitt sinn
konu á þessa leið: „Nei, ég kæri mig ekki um vináttu
þína fyrr en hún verður fullkomin tilfinning, ég á við
sambland andlegrar og líkamlegrar kenndar. Ég hafna
fágaðri og vandfýsinni vináttu þinni; hún myndi
stofna heilindum sjálfs mín í hættu“.
Lawrenee hefur mikið til síns máls. Karlmenn
finna sjaldan í platónskri vináttu hina hreinu öryggis-
tilfinningu, sem ást myndi veita þeim. Náinn and-
legur kunningsskapur við konu veldur þeim vonbrigð-
um. Þeir vita, að jafnvel þótt konan beri hina mestu
virðingu fyrir gáfum þeirra og hjartalagi, mun hún
ávallt kjósa fremur þann, sem hún elskar. Hinn plat-
ónski vinur er aukapersóna, og honum verður fórnað,
ef nauðsyn krefur.
Samt má finna í sögunni góð dæmi um vináttu
manns og konu. Slík vinátta heldur stundum velli, af
því að báðir aðilar leggja lítið upp úr líkamlegri löng-
un. Það er auðveldara að ala í brjósti sér hreinar and-
legar tilfinningar, ef maður er ekki mjög lostafullur.
Karl og kona, sem hafa elskazt, geta stundum snúið
ást í vináttu. Hugstæðar minningar sameina þau. Bæði
eru laus við afbrýðisemi og hafin yfir venjulega vin-
áttu. —-
Annað dæmi þess, að slíkt geti átt sér stað, er vin-
átta gamals manns og gamallar konu. Þau finna sér
athvarf í vináttu, af því að þau vita, að það er of seint
að elskast. Aðstæðurnar verða erfiðari, þegar aðeins
annar vinanna er aldraður. Auðvitað má vel ímynda
sér ástúðlegt samband milli léttúðugs ungs manns og
reyndrar gamallar konu. Byron vildi heldm- tala við
lafði Melbourne, sem var uppgjafadaðurdrós, en ungu
stúlkuna Caroline Lamb, sem kvaldi hann með af-
brýðisemi sinni. Viktoría drottning hafði sem ung
kona gaman af hinu virðulega bónorði Disraelis
gamla. En hver veit, hvort gamli trúnaðarmaðurinn
var eins hamingjusamur? Hár aldur gerir engan
ónæman fyrir freistingum.
Bezta lausnin er áreiðanlega sambland ástar og
vináttu. Hamingjusamt hjónaband ætti að sameina
hreinskilni og rósemi vináttunnar og ástríður ástar-
innar.i Líkamleg aðlöðun auðveldar það fyrstu ár
hjónabandsins og jafnvel síðar að sýna yfirsjónum
makans umburðarlyndi. Hjón taka hvort annað eins
og þau eru. Þau hafa sameiginleg áhugamál. Þeim
nægir ekki „auðsótt gleði“ í líkamlegum skilningi,
heldur munu þau leggja rækt við staðfestu, virðingu
og trúnað sem nauðsynlegan þátt í samlífi þeirra.
Það er vinátta og líka ást.
• Hann er ekki við
Margir, sem þurfa að reka
erindi á opirtberum skrifstof-
um, munu verða fyrir því, að
sá maður, sem með þeirra til-
tekna mál heíur að gera, er
ekki á sinni skrifstofu þegar
á að leita til hans. Velvakandi
hefur þurft að reka mörg skrif
stofuerindi að undanfömu og
tífct orðið fyrir þeim óþægind-
um, að sá maður, sem bráðlá
á að ná tali af, var ekki finn-
anlegur á skrifstofunni. Út
yfir tók þó, þegar sagt var
í fjórða sinn, sem spurt var
eftir tilteknum manni eftir
hádegi: — Nei, hann eir ekki
við i augnablikinu. — Við nán
ari eftirgrennslan kom i ljós.
að maðurinm hafði ekki séz*
á skrifstofu sinni eftir hádegi
og enginn af samstarfsfólki
hans vissi hvar hann var nið-
urkominn.
• Er ekkert eftirlit?
Þetta dæmi er ekkert eins-
dæmi. Því verður mörgum á
að spyrja hvort ekkert eftir-
lit sé með því, að opinberir
skrifstofumenn séu á sínum
vinnustað í vinnutímanum. —
Auðvitað geta þeir þurft að
bregða sér frá í erindum, sem
beint snerta vinnu þeirra, en
þá er minnsta krafa, að þeir
láti símaafgreiðslu viðkom-
andi fyrirtækis vita af því og
Skýri fih hvenær þeir séu
væntanlegir. En einhver tak-
mörk hljóta að vera fyrir því;
hvað menn geta leyft sér. í
öðrum löndum þykir það
dauðasynd og er brottrekstrar
sök ef opinber starfsmaður
hverfur af sinni skrifstofu í
vinnutíma til að sinna einka-
erindum. Mættum við gjaman
taka aðrar þjóðir til fyrir-
myndar í þessum efnum.
• Frostlögur og
hófdrykkja
Velvakanda hal'a borizt eft-
irfarandi vísur:
★
SÍS á fundi fræðir meir
flest nú mæðir á þeim
það hafa fundizt fleiri en tveir
frostlögsbrúsar hjá þeim.
★
Hófdrykkjan er heldur flá
henni er valt að þjóna.
Hún er bara byrjun á
að breyta manni í róna