Morgunblaðið - 06.07.1960, Blaðsíða 6
6
MORCVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 6. júlí 1960
Á vaídi kaupenda hvort
framleiðslan skilar arði
Björgun járns á
Dynskógafjöru hætt
Paul Fabricius og Leif Holbæk Hansen.
Vatnið rann inn i eldhús hjá frú Agústu
KIRKJtTBÆJARKLAUSTRI, 4®
EINS og skýrt var frá í blaðinu í
gær hefur staðið hér yfir fundur
framkvæmdanefndar norrænu
sölutæknisamtakanna. — í hádeg
isverðarboði í fyrradag tók Paul
Fabricius, forstjóri frá Dan-
mörku m.a. til máls. Hann sagði
m.a.:
Enginn stendur einn
„Þið þurfið að flytja erlendan
iðnað inn í landið. Hér hafið þið
nóg landrými, næga ódýra orku.
Ykkur vantar aðeins fjármagnið.
Fyrr eða síðar kemur að þvi, að
þið verðið að Ijúka uþp dyrun-
um. Nú stendur enginn einn fram
ar. íslendingar eins og aðrir
munu taka sína afstöðu gagnvart
verzlunarbandalögunum. En út-
flutningurinn er of einhæfur og
markaðimir þröngir. Ef þið opn-
ið landið fyrir erlendum iðnaði
kemur brátt að því að hægt verð-
ur að tala um ísland sem iðnað-
arland og útflytjendur iðnvam-
ings“.
Á valdi kaupendanna
Fabricius ræddi um söluáróður
fyrir útflutningsvöru almennt og
drap á margt athyglisvert í því
sambandi. „Heimsmarkaðurinn
er ekki einn markaður, heldur
margir. Og þessir markaðir eru
ólíkir, hver þeirra krefst sinna
aðferða. íslenzkir útflytjendur
hafa e. t. v. fallið í samá pyttinn
og margir danskir útflytjendur.
Þeir miða framleiðsluna við það
hvað hagstæðast er fyrir fram-
leiðandann sjálfan, en ekki hvað
kaupandanum geðjast- bezt að.
Þeir menn gleyma líka því, að
það er á valdi kaupendanna hvort
framleiðslan skilar arði“, sagði
Fabricius.
Vörugæðin mikilvægust
margir stórir aðilar — og þeir
væru mjög sterkir. Þeir smáu
hefðu það þó fram yfir hina stóru
að þeir væru ekki háðir „Parkin-
sons-lögmálinu“. Hæfni minni
framleiðendanna til að laga sig
eftir markaðsþörfinni og breyti-
legum kröfum kaupendanna væri
miklu meiri.
Að ræðunum loknum var frétta
mönnum boðið að ræða við
nokkra hinna erlendu fulltrúa.
Annars voru sænsku fulltrú-
arnir 3, sömuleiðis 3 frá Dan-
mörku, 2 frá Noregi og 1 frá
Finnlandi.
Á fundinum hafa fulltrúarnir
borið saman bækur sinar, kynnzt
þvi nýjasta í starfsemi samtak-
anna í nágrannalöndunum,
fræðslustörfum, vörumerkingu
og réttmætum verzlunarháttum.
Þá hefur viðhorfið til verzlun-
árbandalaganna verið rætt svo
og auglýsingarstarfsemi margs-
konar.
Sendíherra
Kanada afhendir
skilríki
SENDIHERRA Kanada ,dr. Ro-
bert A. MacKay, afhenti í dag
forseta fslands trúnaðarbréf sitt
sem ambassador Kanada á ís-
landi. Fór afhendingin fram við
hátíðlega athöfn á Bessastöðum,
að viðstöddum utanríkisráðherra.
Að afhendingunni lokinn-höfðu
forsetahjónin boð inni fyrir am-
bassadorinn.
Reykjavík, 4 jújí 1960.
júlí. — Hér hefur verið stöðug
stórviðrisrigning súðan í fyrri-
nótt og er ekkert lát á enn sem
komið er. Regnið virðist þó hafa
verið miklu meira austar og til
hafsins, því úrkoma mældist
þrisvar sinnum meiri á Fagur-
hólsmýri i nótt en hér á Klaustri.
-¥•
Vatnavextir.
Vatnavextir eru miklir, og í
þessum hamförum skyldi maður
ætla að mikið hefði farið úr
skorðum á Mýrdalssandi. Helztu
fréttir þaðan eru þessar:
— í nótt óx vatnið vonum
minna í farveginum þar sem
unnið er að brúarsmíðinni. Hins
vegar er hlaupinn mikill vöxtur
í Múlakvísl, svo að eftir því að
dæma virðist útfallið undan
Jöklinum eitthvað hafa breytzt,
a. m. k. í bili, þótt ekkert verði
um það sagt.
Björgun járns hætt.
Vöxturinn í Blautukvísl und-
anfarna daga og óveðrið nú hef-
ur gert það að verkum að ókleift
er nú orðið að vinna frekar að
björgun járnsins á Dynskóga-
fjöru. Mun vinnuflokkurinn
flytja sig þaðan í dag, enda var
vatnið farið að renna inn í eld-
húsið hjá Ágústu, er síðast frétt-
ist.
Ekki hefir það enn verið mælt
eða vegið, hve miklu járnj, hefur
verið bjargað í allt á undanförn-
um vikum, en allvæn hrúga af
hrájárni liggur nú undir brekk-
unni ofan við veginn fyrir vest-
an brúna á Kerlingardalsá.
—Fréttaritari.
Frestað réttar-
höldum \fir
Powers
flugmanni
MOSKVU. (Reuter): — Réttar-
höldunum yfir bandaríska njósna
flugmanninum Francis Powers,
er flaug U-2 vélinni, sem skotin
var niður yfir Sovétríkjunum 1.
maí sl., hefir verið frestað, en
búið var að tilkynna, að þau
myndu hefjast í byrjun júlí.
Þær upplýsingar hafa verið
gefnar í Moskvu, að frestun þessi
sé gerð vegna ótölulegs grúa af
umsóknum um vegafréfsáritanir
frá útlendingum, sem óska eftir
að fá að vera viðstaddir réttar-
höldin. Flestar umsóknir hafa
borizt frá Bandaríkjunum, Bret-
landi og Frakklandi. — Ekkert
hefir verið upplýst um það,
hvenær fyrirhugað sé að réttar-
höld þessi fari fram.
Góður fiskafli
BÆ, Höfðaströnd, 30. júní: —
Fiskafli má heita góður í Hofsósi
og allir í góðri atvinnu, við þorsk
veiði, kolaveiði, vegavinnu og
heyskap.
Byrjuð er aðgerð og lenging á
hafnarmannvirkinu á Hofsósi. Á
að setja ker, sem steypt var i
fyrra á Skagaströnd, framan við
bryggjuna og gera við hana.
— Björn.
Oft gætti þess misskilnings hjá
forytumönnum á þessu sviði, að
verð útflutningsvörunnar skipti
mestu máli um það hvort hún
seldist vel eða ekki. En verðið
væri aðeins eitt af mörgu, en alls
ekkert aðalatriði. Fyrst og fremst
væru það gæði vörunnar, sem
kæmu til mats hjá kaupendum
— svo og frágangur.
Óplægðir akrar
Að lokum gat Fabricius þess,
að eftir stutta dvöl á íslandi hefði
hann komið auga á stóra óplægða
akra. Fyrst og fremst á sviði iðn
aðarins, og þá næst hvað ferða-
mönnum viðkemur: „Þið getið
vart setið að náttúrufegurð lands
j'xkar eins og gersemum, sem þið
íiljið ekki að nokkur annar fái
augum litið,“ sagði hann.
„Danir hafa geysimiklar tekj-
ur af erlendum ferðamönnum,
það er stór hluti þjóðarteknanna.
Bér eru ótæmandi möguleikar
á þeim sviðum. Að vísu þarf til
mikla fjárfestingu, en það eru
peningar, sem koma fljótt aftur,“
sagði Fabricius að lokum.
Þeir stóru — og smán
Leif Holbæk Hansen, prófessor
frá Bergen, flutti lika ræðu við
þetta tækifæri.
Hann tók til meðferðar sama
efni og Fabricius — og sagði m.
a. að á heimsmarkaðinum væru
* Ný bílfær leið
Það er mikill áhugi í ferða-
mönnum að finna nýjar bíl-
færar leiðir um óbyggðir lands
ins og vöð á ám, sem komast
má yfir. Nú nýlega fór Ferða-
félagið og Jöklarannsóknar-
félagið í könnunarferð, til að
freista þess að komast á bíl
Fjallabaksieið syðri, en þar
er einkennilegt og fallegt. —
Jöklar og háfjöll ber við him
in og þar eru lindir, heitar og
kaldar.
Ætlunin var að komast inn
í Hvannagil, en mikil bleyta
var og var snúið við hjá Torfa
kvísl.Stjóm Ferðafélagsins fór
þessa ferð í þeim tilgangi að
opna nýja leið fyrir ferðafólk,
en jöklamenn til þess að fá
betri aðgang að Kaldaklofs-
jökli til rannsókna sinna. En
sé hægt að komast þetta á bíl
veitir það möguleika á að
komast yfir í Reykjadalinn og
þaðan er örstutt í Landmanna
laugar.
Þó þessir framámenn í ferða
málum kæmust ekki alla leið
sem þeir ætluðu sér í þetta
sinn vegna aurbleytunnar,
spái ég því, að ekki Hði Iangt
þangað til þetta verður orðin
ein af hinum eftirsóttu og fjöl
förnu öræfaleiðum. Vegagerð
ríkisins og Rangvellingar
munu í sumar ætla að lagfæra
eitthvað veginn, svo hægt sé
a. m. k. að komast þarna með
bíla undir dót þegar rekið er
á fjall eða smalað. Og þá verð-
ur áreiðanlega ekki langt þang
að til skemmtiferðafólk kem-
ur á eftir.
• Maður á hverjum bás
Bréfritari einn skrifar:
„Ég er einn þeirra manna,
sem oft eiga erindi í pósihúsið
í Reykjavík. Alltaf hef ég
mætt lipurð og kurteisi hjá
afgreiðslufólki pósthússins, í
hvaða deild, sem ég hef snúið
mér. Gildir þar einu, þótt mik
ið sé að gera og starfsmenn
verði að leggja hart að sér.
En ég vildi kvarta yfir því,
að oft hef ég orðið að bíða í
almennu bréfaafgreiðslunni,
af því, að einhver básinn, þar
sem almenn bréf eru afgreidd,
er auður. Það er nefnilega svo
ákaflega oft, sem afgreiðslu-
mann vantar í einhvern al-
menna básinn.
Skora ég hér með á póst-
stjórina að ráða bót á þessu,
svo að viðskiptamenn þurfi
ekki að tefjast aðeins af þeirri
ástæðu, að afgreiðslumenn eru
of fáir, þótt afgreiðslustaðirn-
ir séu nægilega margir.
Heiðarlegi drengurinn hann
Ómar, sem sagt var frá í
sunnudagsdálkunum er Halls-
son ékki Halldórsson, eins og
þar stóð.
• Hættulegir axla-
bandasprotar
Sárreiður maður gerði ferð
sína til Velvakanda á dögun-
um og hélt á tveimur slitnum
axlabandasprotum í hendinni.
— Þessi axlabönd, sem fram
leidd eru hér á landi, eru stór
varhugaverð, sagði hann — og
raunar svikin vara. Frágang-
ur á sprotunum er svo óvand-
aður, að lykkjan getur bilað
þegar minnst varir, jafnvel á
nýjum böndum. Getur hver
maður gert sér í hugarlund
þau óþægindi, sem af þessu
geta hlotizt, ef maður fer út
að skemmta sér og axlaböndin
bila skyndilega — eða ef slíkt
skeður á götum úti! Sjálfsagt
er að taka það fram, svo að
hinn innlendi framleiðandi sé
látinn njóta sannmælis, að
efnið í sprotanum er ágætt
og teygjan góð. Það er einung
is festing teygjunnar sem er
hvergi nærri nógu örugg —
og getur því brugðizt hrapal-
lega.