Morgunblaðið - 06.07.1960, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 06.07.1960, Qupperneq 11
Miðvikudagur 6. júlí 1960 Monr.insm aðið 11 Sveinn Teits var konungur vallarins Akurnesingar unnu Keflvikinga 3-0 TÍUNDI leikur Isiandsmótsins 1. deild hófst kl. 16 á sunnudaj á hinum nýja grasvelli þeirra Skagamanna og var þetta fyrsti leikurinn, sem fer fram á gras- vellinum í sumar. Veður var gott þegar leikurinn hófst, lognmolla og skýjað loft, en snemma í fyrri hálfleik tók að rigna og í leikhiéi var komin úrhellis rigning, sem hélzt leik- inn út. Bleytan á vellinum hafði þau áhrif að leikmenn beggja hða áttu erfitt með að fóta sig á grasinu og hlutu menn margar byltur og stórar. Keflvíkingar hófu þegar sókn með stuttum samleik og á 2. mínútu fær Högni góða send- ingu fyrir markið, en skallar yf- ir. Þessi leikaðferð Keflvíkinga kom mönnum nokkuð á óvart, því langspyrnur fram miðjuna hafa einkennt leik þeirra áður í sumar og samleikurinn verið all ur í molum. Að vísu hefir Albert Guðmundsson mætt á einni æf- ingu hjá Keflvíkingum og lagt þeim lífsreglurnar, en tæplega er hægt að búast við miklum ár- angri af einni æfingu. Á 4. mínútu er tekið horn á Keflavík, knötturinn lendir i varnarleikmanni ÍBK og hrekkur út aftur. Þarna skall hurð nærri hælum. Fyrstu 10 mínútur leiksins tekst Keflvíkingum að halda uppi nokkuð góðum samleik, en á 11. mínútu fær Ingvar knöttinn, ó- valdaður inni á vítateig og spyrnir viðstöðulaust á markið. Heimir virðist ekki hafa átt von á skoti og rétt nær með fingur- gómana í knöttinn, sem augna- bliki síðar liggur í netinu. Eftir markið ná Keflvíkingar sæmilegum samleik upp miðj- una, en sókn þeirra brotnar á vörn Akraness. Þeir Hólmbert og Einar gera heiðarlegar tilraunir að leika saman, en spil þeirra verður of þröngt og útherjarnir gieymast. Skagamenn fara smátt og smátt að færast í aukana og taka leik- inn meira og meira í sínar hend- ur. Sveinn Teitsson er hinn ó- krýndi konungur á miðju vallar- ins. Hann matar framherja sína °g byggir upp hverja sóknina á fætur annarri. Leiknum hallar stöðugt á Keflvíkinga, sem eiga í vök að verjast , Sem dæmi um sóknarþunga Akurnesinga eru eftirfarandi at- riði úr leiknum: 18,—20. mínúta 5 hornspyrnur á Keflavík. 21. mín. Sveinn leikur upp, gefur innfyrir til Ingvars, sem skaut framhjá. — 26. mín. Ingvar fær sendingu fyrir opið markið frá Jóhannesi en missir af knettin- um. — Ingvar óvaldaður í dauða- færi, en skaut framhjá. — 29. mín. Heimir ver hörkuskot frá Helga. — 33. mín. Sigurður Al- bertsson bjargar á línu. — 36. mín Jóhannes spyrnir framhjá úr dauðafæri og skömmu síðar er hann einn með knöttinn fyrir opnu marki, en sendir út tii Helga í stað þess að skjóta. — Sáðari hálfleikur var aðeins tveggja mínútna gamall þegar Ingvar skoraði annað mark sitt framhjá úthlaupandi markmanni eftir að hafa leikið á Hafstein. Á 23. mín. skorar Helgi þriðja markið eftir góða samvinnu við Jón Leósson. Fyrstu 30 mínútur síðari hálf- leiks voru Skagamenn í sókn, en er 15. mínútur voru til leiks- loka var eins og Keflvíkingar vöknuðu til lífsins aftur og náðu, í þeir nú nokkrum góðum sóknar- lotum, sem sköpuðu hættu fyrir framan mark lA, en skotin brugð ust og það var ekki fyrr en á 39. mínútu, sem hægt var að segja að Helgi Dan. þyrfti að verja skot, en þá átti Páll gott tækifæri fyrir opnu marki. Þrátt fyrir að Keflvíkingar reyndu að pressa síðustu mínúturnar, þá tókst þeim ekki að skora og leikn um lauk 3:0 fyrir Skagamenn. Beztu menn Keflavíkurliðsins voru annars flokks piltarnir Ein- ar og Hóimbert. Þeir reyndu að ná samleik á miðjunni, en hætti við að leika of þröngt og gleyma útherjunum, einnig voru þeir of seinir að koma Högna til hjálp- ar, þegar hann var að glíma við Kristin bróður sinn. Tilraunin með Þórhall í stað Skúla brást alveg, enda var vinstri kanturinn vanræktur meg inhluta leiksins. Sú tilraun ti! samleiks sem Keflvíkingar sýndu i þessum leik, er vafalaust stórt skref í framfaraátt og takist lið- inu að fá Hafstein til að vera með og byggja upp, þá er baráttan um að halda sætinu í fyrstu deild alls ekki vonlaus í liði Skagamanna var Sveinn Teitsson í sérflokki. Ingvar átti mun betri leik en gegn Red Boys á dögunum og með örlítið meiri rósemi verður hann hættulegur miðherji. Jóhannes Þórðarson hægri útherji gerði margt lag- lega, en hann mætti hafa meira sjálfstraust þegar hann hefir skapað sér marktækifæri. Dómari var Ólafur Hannesson. Línuverðir Jón Þorsteinsson og Guðjón Finnbogason. — B.Þ. Kátir voru karlar en spilið konist ekki í gang fyri en öruggur sigur var unninn EFTIR ausandi rigingu var Laugardalsvöllurinn orðinn rennandi blautur og fljúgandi háll, er leikur Vals og KR hófst á sunnudaginn. Flestir leikmannanna fengu að finna fyrir hinum erfiðu aðstæðum, þegar á fyrstu mínútum leiks- ins, og duttu hver um annan þveran og í hálfleik voru flestir eins og af sundi dregn- ir. — © RÓLEGUR LEIKUR Fyrri hálfleikurinn var mjög rólega leikinn af báðum liðun- um en megin hluta leiktímans voru Valsmenn í heldur meiri sókn og ákveðnari á knöttinn. Valsmenn duttu þó oftar en KR- ingar, sem voru furðu stöðugir á fótunum, nema Bjarni Felix- son, sem naut þess að velta sér í bleytunni, enda leikur Bjarni sína beztu leiki, er hann verður sem drullugastur! Árangur af sóknarspili Vals varð ekki sem verða átti, því framlínan var ekki nógu sam- hent, einn og tveir menn að vinna að knettinum í einu án hjálpar hinna. Vörn KR tókst því auðveld lega að bægja hættunni frá. Hörð ur átti góðan leik og Heimir var öruggur í markinu. Bjarni var öugiegur og Hreiðar átti léttan leik, því lítið var leikið á Hilm- ar. © 1—0 VIÐ LEIKSHLÉ Upphlaup KR voru snögg, en leikur framlínunnar ekki eins ÞEIR eru kátir á svip þess- ir karlar, sem sjást hér stíga út úr Viscountvél Flugfélagsins. — Þeir hafa lika fulla ástæðu til þess. Fremstur gengur Axel Ein- arsson, aðalfararstj. kvenna landsliðsins, næstur honum er Rúnar Guðmundsson, að- stoðarmaður Axels og sænsku túlkur fararinnar, og þriðji maðurinn er Pét- ur Bjarnason, þjálfari landsliðsins, sem Norður- landablöðin hældu á hvert reipi fyrir góða þjálfun landsliðsins. öruggur og þeir eiga bezt til að leika. Eitt mark var skorað í fyrri hálfleik og var Þorsteinn Kristjánsson þar að verki. Þórólf- ur lagði góðan bolta inn á víta- teigshornið og Þorsteinn kom brunandi inn og sendi knöttinn örugglega í mark Vals. Q KR-SPILIÐ í síðari hálfleiknum var varamaður kominn í mark Vals, þar sem Björgvin Hermannsson hafði meitt sig í mjöðm og treysti sér ekki til að halda áfram að leika í markinu. — Valsliðið var nú nær óþekkjanlegt frá því sem það var í fyrri hálfleiknum. Bar- áttuhugurinn var horfinn og lið- ið allt mjög sundurtætt. KR- ingar tóku því brátt leikinn í sínar hendur og náðu nú upp skemmtilegum samleik, enda stóð ekki á árangrinum. 12 mín. voru iiðnar af hálfleiknum, er Gunn- ar Guðmannsson skoraði annað markið. Gunnar fékk bortan ut- an vítateigs og skoraði með föstu og öruggu skoti í hægra horn marks.’hs. Markmaðurinn gerði tilraun til að verja, en kastaði sér of seint og snerti knöttinn þvi aðeins með fingurgómunum. Tveim mín. síðar er Þórólfur með knöttinn og einleikur skemmtilega frá miðju Gefur knöttinn síðan til Gunnars, sem aftur sendir til Þórólfs. Skot Þór- ólfs var fast en lendir í fæti markmannsins og hrekkur fram á vöilinn og Þorsteinn kemur að- vífandi og skorar með föstu skoti 3—0. NÝ alþjóðleg knattspyrnukeppni hefur verið ákveðin. Samningar um keppnina voru undirritaðir nýlega á ráðstefnu, sem haldin var í Thurnberry. Knattspyrnukeppni þessi verð- ur þreytt af 8 frönskum knatt- spyrnuliðum, 4 enskum og 4 skozkum liðum. Fjögur hinna frönsku liða munu leika gegn ensku liðunum og skozku liðin gegn hinum fjóru frönsku lið- unum, sem þá eru eftír. Stig ráða úrslitum í hverjum riðli og siðan leikinn úrslitaleikur. Til greina hefur komið að bjóða Sviss, ítaiiu og írlandi þátttöku Q MÖRK Á FÆRIBANDl Eftir þetta mark leika KR- ingar betur en nokkru sinni fyrr í leiknum. Knötturinn fer mann frá manni. Framverðirnir, Reynir og Helgi taka völdin á miðjunni og Reynir Smith sýnir nú betur en nokkru sinni fyrr að hann er mjög vaxandi leikmaður. Er 25 mín. eru liðnar af hálfleiknum, sendir Helgi Jónsson „kanónu'* að marki Vals, sem lendir upp undir þverslánni, án þess að markmaður hafi nokkur tök á að verja. 4—-0 fyrir KR og Vals- menn gera nokkrar örvæntingar- fullar tilraunir til að rétta hlut sinn, en án árangurs. 35 mín. eru af leik er KR-ingar skora 5. markið. Heimir hafði hent út til Hreiðars, sem sendir áfram til Reynis. Reynir fram til Arnar, er leikur upp að vítateig, en sendir síðan inn í vítateiginn og Þórólfur tekur knöttinn nokk- ur skref með sér og síðan liggur hann í neti Valsmarksins — 5—0. Enn kemur nokkur fjörkippur í Valsmenn og Ægir er í færi en Heimir lokar með úthlaupi. Síð- ustu mínúturnar taka KR-ingar leikinn algerlega á sitt vald og er 44. mínútur eru af leik er þeim dæmd vítaspyrna á Val (nokkuð ódýr). Sveinn Jónsson spyrnir knett- inum og knötturinn liggur i hægra horni Valsmarksins, en markmaðurinn á leið út í vinstra horn marksins, og þannig endaði leikurinn — 6—0 fyrir KR. Dómari var Þorlákur Þórðason og sannaði hann að hann er i flokki þeirra dómara, sem ættu að taka hlaupaæfingar, áður en þeir leggja út í að dæma leik i fyrstu deildarkeppninni. — Á.Á. rétt í keppni þessari, en það verð ur ekki fyrr en á næsta ári, þeg- ar allir byrjunarörðugleikar hafa verið yfirunnir. Keppt er heima og heiman og fara leikirnir fram um helgar. Skotarnir keppa í Frakklandi sunnudaginn áður en skozka deildarkeppnin byrjar og Bret- arnir keppa sömuleiðis sunnu- daginn áður en brezka deildar- keppnin hefst í Bretlandi. Frakk- arnir munu svo keppa í Stóra- Bretlandi í haust. — Aðal fram- kvæmdastjóri keppninnar er Frakkinn L. B. Dancausse, en til vara ítalinn G. Pasquale. Ný knattspyrnukeppni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.