Morgunblaðið - 06.07.1960, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 06.07.1960, Qupperneq 20
23 MORGVNBLAÐItí Miðvikuðagur 6. júlí 1960 _ PATRICIA WENTWORTH fjamlar syndir --------------------11 — Segðu nú ekki neitt, heldur hlustaðu á mig. Þetta var allt svo lauslegt í gær, svo að þú hefur kannske misskilið það allt saman. Fyrir það fyrsta er alls ekki um það að ræða, að þú farir að skerða eignir þínar, enda veit ég að á þvi sviði veiztu hvað þú vilt. Ég er aðeins að fara fram á lán. Ég er annars hræddur um að ég hafi ekki sagt þér alla sög- una í gær, enda er hún svo mik- ið leyndarmál, að ef eitt orð af henni bærist út, væri úti um mig. Þess vegna hafði ég dálitlar umbúðir um hana. En svo í nótt fór ég að hugsa betur um þetta — ég var andvaka, svo að ég hafði nægan tíma — og sá, að ég hafði engan rétt á því að fara á bak við þig. Ester horfði á . hann meðan hann talaði, og það var enginn vafi á því, að hann átti alla eftir tekt hennar. Hitt hefði hann lang að meira til að vita, hvort hún tryði honum. Um það var hann ekki eins viss. Hann flýtti sér að halda áfram. — Þetta sem ég sagði þér, að hann Cardozo ætlaði að kaupa hrossabú.... — .... var ekki satt? Hann hló. — Ekki nema að nokkru leyti. Víst vill hann kauþa svona bú og hafa mig fyr ir meðeiganda .. en .. sem sagt, hann vantar peningana til þess. Eða að minnsta kosti .... það er annars bezt að ég segi þér alia söguna, enda þótt hún sé hreinasta ríkisleyndarmál. Og hlustaðu nú á. Einhvern tima á öldinni sem leið eignaðist ein- hver gamall frændi Cardozos mikinn fjársjóð .... ekki veit ég hvernig, enda vill Cardozo sem minnst um þá hlið málsins tala. þetta var bæði gull og silfur og var grafið einhvers staðar á norðurströnd Suður-Ameríku. Sjálfur held ég, að Cardozo hafi íundið það í jörðu. Að minnsta kosti náði hann í það, og kom því til Kio. Viku seinna fannst hann í einhverri hliðargötu með hníf milli herðablaðanna. Þá var hann úr sögunni. Fjárhagur hans var í óreiðu, svo að það varð að selja húsið hans upp i skuldirnar og þá var orðið lítið afgangs. — Nánasti ættingi hans var bróður sonur. Þegar hann varð myndug- ur, afhenti lögfræðingur fjöl- skyldunnar honum innsiglað um- slag, sem frændi hans hafði af- hent honum til geymslu fáum dögum áður en hann var myrt- Ur. Þar var getið um fjársjóðinn og svo hvar hann væri falinn. Ester Field minntist allra þeirra reyfarasagna, sem hún hafði lesið um fólgna fjársjóði, allt frá barnæsku sinni og til þessa dags og lagt lítinn trúnað á. Líklega hafa hugsanir hennar komið fram í andlitssvipnum. Alan hló. — Já, þú heldur auð vitað, að þetta sé reyfarasaga, og ég skal játa, að það líkist því mest. En það er bara ekki reyf- arasaga. Ég hef unnið með Felipe Cardozo í þrjú ár, og hann er eins heiðarlegur og þú. En áfram með söguna. Gamli Cardozo slapp burt með þennan fjársjóð og kom honum til Rio, og þar gróf hann hann aftur — einhversstaðar í húsinu sínu eða í garðinum. Þetta hús var gömul ættareign, og hefði honum ekki verið kálað, hefði hann getað lok ið öllum sinum skuldum og kom ið öllu á réttan kjöl aftur. Nú, hann sagði frænda sínum, hvar fjársjóðurinn var grafinn, en hús ið hafði sem sagt verið selt og því engin leið að komast að hon- um. Síðan hefur það verið selt tvisvar fyrir ofsaverð, en þeir bræðurnir hafa aldrei haft efni á að kaupa það. Geturðu hugsað þér annað eins: að vita þarna af földum auðæfum og verða svo af þeim bara af þvi mann vantar nokkur þúsund pund! En nú er húsið enn til sölu. Felipe hefur gert það sem hann gat — selt bú- ið sitt og önglað saman hverjum eyri, sem hann hefur getað, en ennþá vantar fimm þúsund pund Tfpp á..... Hér þagnaði hann, en hún sagði: — Jafnvel þó að þú trúir nú sögunni, hvernig veiztu að fjár- sjóðurinn sé þarna enn eða hvers virði hann sé? Hann hló. — Æ, góða min, þú talar áður en þú hugsar. Ef ein- hver eigandi hússins undanfarin ár hefði snögglega orðið rikur, hefði Cardozo fengið að vita það. Þeir bræðurnir hafa vitanlega alltaf haft auga á húsinu, og það fer svo fjarri því, að nokkur hafi orðið ríkur þar, að í hvert skipti se mþað hefur verið selt, var það vegna þess að eigandinn hafði ekki efni á að eiga það. Enda er þetta hreinasta herra- setur. Hún horfði enn á hann. — Mér finnst þetta allt saman líta.... .... ótrúlega út. Það er ekki nema satt, það er líkast reyfara- sögu. Auðvitað hafa alltaf geng- ið alls konar lygasögur um fólgna fjársjóði, en vitanlega hefðu þessar sögur aldrei komið upp, ef ekki hefði einhvern tíma verið fótur fyrir einhverri þeirra. Og þetta er að líkindum ein af þeim fáu sögum, sem hafa við eitthvað að styðjast. Þú þekkir mig og ég þekki Cardozobræð- urna. Ég gæti treyst Felipe eins og hann væri minn eiginn bróð- ir. Þú -þarft ekki annað en leggja fram peningana og innan árs eru þeir komnir aftur með hvaða vöxtum, sem þú kærir þig um að nefna. Hún flýtti sér að svara. — Ég er ekki okurkall, Alan. Hann áttaði sig á því, að hann hafði hlaupið á sig. — Nei, vitanlega ekki. Ég hefði ekki átt að segja þetta. Þú ert gæðin og greiðviknin uppmál- uð, og það ætti ég að vita manna bezt. En hugsaðu nú um það, sem ég hef verið að segja þér. Ég skal gefa þér mitt æruorð upp á, að það er all.t saman heið arlegt og hefur enga áhættu í för með sér. Þú færð peningana þína aftur og getur brennt bréf- in með eigin hendi. Um leið og hann sagði þetta, kom Carmona inn. 10. kafii Hann gat ekki annað en tek- ið eftir því, að það var eins og Ester létti. Nú flýtti hún sér að segja: — Við ætluðum niður í fjöru, var það ekki? Ef sólin ætlar að fara að skína, er rétt að ég setji upp hattinn minn. Þegar hurðin féll aftur á eftir henni, rak Alan upp hlátur. — Sú þykir mér bjartsýn! — Ekki svo mjög. Það er ekki að marka dimmuna hérna megin í húsinu. Það er raunverulega að birta til. En þú hefur verið að angra hana Ester. Hvers vegna ertu að þvi? Hann svaraði kæruleysislega. — Veiztu, að þú hefur ekki breytzt nokkra lifandi vitund. >— Falleg eins og áður og auk þess óþarflega hreinskilin. Hún brosti ekki á móti. — Mér er alvara, Alan. — Það hefur þér alltaf verið. — Ég vil fá að vita, hvað er á seyði. — Því miður get ég víst ekki sagt þér það. — Þá segir Estér mér bara frá því. — Það leyfi ég mér að efast um. —' Það er sennilega gamla sag an: Þig vantar peninga. — Ég kalla þig getspaka. Já, það er gamla sagan. Mig hefur alltaf vantað peninga, en í þetta sinn er það bara lokakrafa. — Er það ekki sama sem Hitler sagði alltaf.... Þetta skyldi hún fá borgað. Hann svaraði ósköp rólega og blíðlega: — Þú ert dálítið gamaldags, er það ekki? Ef þú vilt fara aft- ur fyrir stríð, geturðu eins vel farið alla leið aftur að Nóaflóði. Hann hló enn. — Þetta er í fyrsta sinn, sem ég sé þig síðan spreng ingin varð hjá okkur sjálfum, og svo erum við að taia um Hitler! Hver skyldi hafa trúað? Hún leit í huganum yfir þessi þrjú ár, sem síðan voru liðin. — Það sem undraði hana mest, var, að hún skyldi nokkurn tíma hafa geta verið rétt að því komin að giftast þessum ókunna manni. Hann leit út eins og Alan og tal- aði eins og hann. Hann var ein- hvern veginn hræðilegur samsetn ingur af kunnugum og ókunnug- um manni. Hann hlaut auðvitað alltaf að hafa verið svona, en hún hafði bara hingað til ekki séð nema eina hliðina. Og nánari kynni höfðu ekki vakið hjá henni fyrirlitningu á honum held ur meðaumkun. Hún hafði lengi alið með sér þá tálvon, að hann elskaði hana og vbnað, að hún gæti hjálpað honum. Bernska hans hafði verið erfið, allt þang- að til Elster kom til sögunnar. Skáldið og mamma litla Hann var hvorki stöðuglyndur né sannorður, og peningar runnu gegn um greipar hans eins og vatn. En hann hafði ástúðlega framkomu, sem hlaut að stafa af ást. En nú sá hún manninn eins og hann var. Hann hafði hvorki ást né ástúð til að bera, og hafði aldrei haft. í hans augum var aðeins ein persóna, sem nokkru máli skipti og sú hét Alan Field. Hún gat ekki skilið, hvernig hann hafði verið rétt að því kom inn að giftast henni. Allt til síð- asta dags hafði hann haft áhuga á því, en svo allt í einu snerist honum hugur á síðustu stundu. Hún sagði: — Þetta er allt svo löngu um liðið. Hann rak upp einn hláturinn enn. — Hitler .. eða við? Hvort sem þú átt við, er það ekki nema heilagur sannleikur. — Hvers vegna gerðirðu það, Alan? Það hefur mig lengi lang- að til að vita. — Nú? Sagði hann þér ekki frá því? — Hvað áttu við? — Nú, svo hann gerði það ekki. Það var gaman að heyra. — Ég veit alls ekki um hvað þú ert að tala. — Þá skaltu fá að vita það. Það er allt of góður brandari til þess að þegja yfir honum. Ég hafði bara enga hugmynd um, að hann hefði ekki sagt þér frá þvL Hún fékk ákafan hjartslátt. — Nú ætlaði hann að særa hana — og hafa ánægju af. Ekki vissi hún hvers vegna en hún fann það alveg á sér. Það var einhver grimmd í hlátursvipnum í aug- unum á honum. Hún hagði: — Ég kæri mig ekki um að heyra það. SUÍItvarpið Miðvikudagur 6. júlí 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisútvarp. 12.55 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp. (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Operettulög. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Vor við flóann:‘A kvöldgöngu í Reykjavík (Sveinn Einarsson tek ur saman dagskrána). 21.00 Tónleikar: Roger Wagnerkórinn og Hollywood Bowlhljómsveitin flytja kóratriði úr frægum óper- um; Roger Wagner stjórnar. 21.15 Afrek og ævintýri: Hann gekk yfir Afríku; fásögn Johns Hunt- ers; fyrri hluti (Vilhjálmur S. Vilhjálmsson rithöfundur). 21.45 Tónleikar: „Of Love and Death*4, þrjú sönglög eftir Jón Þórarins- son við texta eftir Christinu Ros- etti (Aurelio Estanislao baritón- söngvari og Peninsulahljómsveit in flytja; dr. Thor Johnson stj.) 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Vonglaðir veiði- menn“ eftir Oskar Aðalstein; V. (Steindór Hjörleifsson leikari). 22.25 „Um sumarkvöld": Ray Martin og hljómsveit, Ugo Calise, Ma- halia Jackson, Erich Kunz, Ulla Sjöblom, Danny Kaye, Patachou og Smárakvartettinn í Reykjavík skemmta. 23.00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 7. júlí 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8 15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.) 1) Furðulegt! í einu blaðinu er 2) .... og hægt er. Ég skil ekkert maður, góði minn, og átt að meta þá myndin hafin upp til skýjanna, í hinu í þessum mönnum! mikils sem eru öðru vísi en aðrir. er gert jafnlítið úr henni .... 3) En þú ert einstaklingshyggju- — Þeir ná okkur ekki, garnli | sem flytur okkur bxxrt. Það er f verðum að gripa tækifærið gamli I félagi! Oh hver fjárinn, ég missti bundur, því hérna er farartækið, | naumast að hún fer hratt, en við I J hann! 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 ,,A frívaktinni**, sjómannaþátt- ur (Guðrún Erlendsd.). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 *Hæstaréttarmál (Hákon Guð- mundsson hæstaréttarritari). 20.50 Frægir söngvarar: Leonie Rysan ek syngur óperuaríur. 21.15 Smásaga vikunnar: „Viðarþjófur- inn“, eftir Mihail Sadoveanu, í þýðingu Sigríðar Einars frá Mun- aðarnesi (Haraldur Björnsson leikari). 21.40 Tónleikar: „Les Sylphides", dans tónlist eftir Chopin. (Hljómsveit tónlistarháskólans í París leikur; Peter Maag stjórnar). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Vonglaðir veiði- menn" eftir Oskar Aðalstein; VI. (Steindór Hjörleifsso»i leikari). 22.25 Sinfóníutónleikar: Sinfónia nr. 9 eftir Mahler (Sin- fóníuhljómsveitin i Israel íeikur; Paul Kletzki stjórnar). 23.40 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.