Morgunblaðið - 20.07.1960, Side 2
'rr~
MORGUTSB1. AÐIÐ
Bœttar horfur í Kongó;
Belgískt herlið
vetður á brott
Lið S.þj. brátt fœrt um að tryggja
öryggi borgaranna
New York og Leopoldville,
19. júlí. NTB-Reuter-AFP.
BROTTFLUTNINGUR belg-
ískra herflokka frá Leopold-
ville mun hefjast á miðviku-
dag og skal verða lokið síð-
degis á laugardaginn, jafn-
framt því sem eflt verður ör-
yggislið Sameinuðu þjóðanna
til þess að vernda öryggi ev-
rópskra og afrískra íbúa.
Mikilsverður árangur
Þetta eru meginatriðin í sam-
komulagi, sem i dag tókst milli
Ralph Bunche, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri S. þj., og belgíska
sendiherrans í Leopoldville, Van
den Bosch. Annað merki um hin-
ar mikilsverðu aðgerðir S. þj. í
Kongó var í dag tilkynning frá
aðalstöðvunum í New York um
að Dag Hammarskjöld hefði
ákveðið að fara til Leopoldville.
Þarflaus mótmæli
Hin stórpólitíska þýðing Kongó-
vandamálsins kom enn glöggt
fram í mótmælaorðsendingu, sem
Sovétríkin sendu Bandaríkjun-
um, þar sem þau fyrrnefndu
krefjast þess, að 20 bandarískir
hermenn, sem skv. blaðafréttum
séu komnir til Leopoldville, verði
þegar á brott þaðan. Ef ekki
verði orðið við þeirri kröfu, muni
Sovétstjómin grípa til nauðsyn-
legra ráðstafana.
Þiír stúdenlor
iórust
ORLORON, 18. júlí (Reuter):
Þrir fjallgöngugarpar, einn
þeirra ung kona, fundust í dag
látnir á hinum 8,700 feta háa
Pic Du Midi í frönsku
Pyrenneafjöllunum. Björgun-
arlið hraðaði sér allt hvað af
tók á staðinn, þegar sást til
tveggja þeirra hangandi fram
af þverhníptri klettabrún.
Fyrst var farið á stúfana í
gær, eftir að franskur ferða-
maður hafði í kíki sínum kom
ið auga á eitthvað, sem líkt-
ist rauðum leðurjakka, liggj-
andi á klettasillu. Þyrluflug-
maður vísaði björgunarliðinu
á klettabrúnina, þar sem 2
líkin héngu. Hinir látnu reynd
ust vera franskir stúdentar frá
Toulouse.
Sovézkur
alþýðuvagn
LONDON, 18. júlí (Reuter): —
Nikita Krúsjeff, forsætisráðherra,
og Leonid Brezhnev, forseti
Sovétríkjanna, fóru í dag í öku-
ferð um Moskvu í hinum nýja
sovézka „Zaporzhet“ smábíl.
Skoðuðu þeir, ásamt öðrum
sovézkum leiðtogum, hinn 2 dyra
fjögurra manna bíl, sem smíðað-
ur er í Kommunar-bílaverk-
smiðjunni í Zaporozhye í Ukran-
ínu. Bíllinn hefur 25 bremsu-
hestafla, loftkælda vél, og er
hægt að aka honum með um 80
km hraða á klst., en benzíneyðsl-
an er um 5 lítrar á þeirri vega-
lengd. — Fyrst var skýrt frá gerð
bílsins í janúar 1959, þegar sagt
var að fjöldaframleiðsle hans
væn að hefjast.
Var þessi orðsending Sovét-
ríkjanna send út nokkrum
klukkustundum áður "en liðinn
var sá frestur, er Lumumba for-
sætisráðherra hafði sett fyrir
brottflutningi belgíska hersins úr
landinu, en hann kvaðst svo sem
skýrt hefur verið frá mundu
leita aðstoðar Sovétríkjanna, ef
herinn yrði ekki á brott fyrir
tilsettan tíma.
Opinberir aðilar í Washing-
ton hafa í dag gjörsamlega vís
að á bug öllu sovézku tali um
bandaríska hernaðaríhlutun í
Kongó.
Bandaríkjamenn í birgðaflutn-
ingum
Talsmaður utanríkisráðuneyt-
isins, Lincoln White, skýrði frá
því í þessu sambandi, að banda-
rískir hermenn störfuðu einung-
is að birgðaflutningum til lands-
ins og ynnu sitt starf á vegum
S. þj.
Fjölgar í liði Sþj.
Ralph Bunche skýrði frá því
á 'blaðamannafundi í Leopoldville
í dag, að liði S. þj. í landinu fjölg
aði stöðugt og væru nú m.a. vænt
anlegir hermenn frá nokkrum
löndum Suður-Ameríku og Af-
ríku, ennfremur Burma, Kanada,
ftalíu og Svíþjóð. Öryggisliðið
mun þess vegna brátt verða fært
um að halda uppi lögum og reglu
í landinu Qg tryggja fullt öryggi
borgaranna.
Belgar á brott
Belgíski sendiherrann hefur
upplýst, að fyrstu sveitir belg-
ískra fallhlífaliða hafi þegar yf-
irgefið Leopoldville. Ekki er full-
komlega Ijóst*, hvort herlið Belga
verður flutt úr landi strax, en það
mun a. m. k. snúa aftur til her-
stöðva belgískra í landinu.
Öryggisráðið ræðir málið
Ekki er enn fullvist, hversu fjöl
mennt lið S. þj. í landinu verður,
talað er um 20.000 manns. Þetta
mál mun verða rætt í aðalstöðv-
um S. þj. á morgun og tekur Alex
ander hershöfðingi frá Ghana
þátt í þeim umræðum.
Öryggisráðið mun taka Kongó-
málið til meðferðar á miðviku-
dag.
MiðviKúdagur 20. júlí 1960
Sigurvegararnir á Golfmeistaramóti tslands me ð verðlaun sín. — Talið frá vinstri: Gunnlaugur
Axelsson, Vestmannaeyjum, 2. í 1. flokki, Sigur jón Hallbjörnsson, Reykjavík, 1. í 1. flokki, Ól-
afur Ág. Ólafsson, Rvík, 2. í M. fl., Jóhann Eyjólf son, Islandsmeistari 1960, Jóhann Þorkelsson, Ak-
ureyri, öldungamcistari án lorgjafar 1960, Gunn ar Þorleifsson, Rvík, 1. í 2. fl. og Stefán Árnason,
Akureyri, 2. I 2. fl. — Á myndina vantar Halldór Magnússon, sem vann öldungakeppnina með for-
gjöf, og Svein Arsælsson, sem varð 3. í meistara flokki, og var Islandsmeistari 1959.
Hafnarverkamenn
hindra útskipun
Olöglegt verkfall i Kaupmannahöfn
breidist út
Kaupmannahöfn, 18. júlí.
Frá fréttaritara Mbl.
ÖLÖGLEGT verkfall hafnar-
verkamanna í Kaupmanna-
höfn breiddist út hér í dag, er
forvígismönnum þeirra 200
starfsmanna við innanlands-
siglingar, er lagt hafa niður
vinnu, tókst að hindra ferm-
ingu útflutningsvara um borð
í nokkur skip við Christians-
bryggju, þar sem um 700
verkamenn lögðu niður vinnu
snemma í dag.
Þykir kaupið lágt
Síðar náði verkfallið einnig til
fleiri skipa í höfninni.
Verkamenn neita að vinna
fyrir 230 kr. Iaun á viku, sem
þeir nefna „vinnukonulaun“.
Krefjast þeir verulegrar kaup
hækkunar. Vinnuveltendur
hafa aftur á móti neitað að
semja við þá, fyrr en hinu
ólöglega verkfalli hafi verið
hætt.
Sektir vofa yfir
Búizt er við, að gerðardómur
muni dæma verkamennina í veru
legar sektir fyrir þátttöku i
hinu ólöglega verkfalli. Samtök
hafnarverkamanna virðist ekki
lengur hafa stjórn á félagsmönn-
um sinum.
★
Nýjar fregnir í gærkvöldi:
ÞÁTTTAKA í verkfalli hafnar-
verkamanna jókst enn í dag og
nær nú til yfir 1000 manna og
lamar allt athafnalíf í höfn borg-
arinnar og fríhöfninni. Vinna við
125 skip hefur stöðvazt. Milljónal
útflutningsverðmæti eru í húfi,
og haldi verkfallið áfram getur
það haft alvarlegar afleiðingar,
einkum fyrir sölu á dönsku
bacon og smjöri á brezkum mörk
uðum.
Grípur stjórnin í taumana?
Nokkur blaðanna vekja máls
á þeim möguleika, að ríkisstjórn
in grípi í taumana, e. t. v. með
því að nota hermenn til útskip-
unar og affermingar skipanna
undir lögregluvernd. Forsætis-
ráðherrann telur hins vegar enn
sem komið er ekki ástæðu til að
stjórnin láti að sér kveða.
Samtök Ameríku-
ríkja fjalli um
ósamkomulagið
NEW YORK, 19. júlí (NTB/
Reuter). — öryggisráðið sam-
þykkti í dag, að vísa ósam-
komulagi Kúbu og Bandaríkj-
anna til samtaka Ameríkuríkj-
anna. Kommúnistaríkin í ör-
yggisráðinu, Sovétríkin og Pól
land, sátu hjá við atkvæða-
greiðsluna. Öll hin aðildarrík-
in greiddu atkvæði með tillög-
unni, sem borin var upp af
fulltrúium Argentínu og Ecua-
dor.
Minkar í
Cilsfirði
PATREKSFIRÐI, 18. júlf. —
Nýlegá var Pálmi Magnússon,
bifreiðastjóri á ferð um Gilsfjörð.
Varð hann þá var við tvo minka
sem voru í fjörunni. Tókst Pálma
að drepa bæði dýrin. Var þetta
læða og yrðlingur. Hingað til hef-
ir ekki verið til þess vitað að
minkur hafi komið þetta langt
vestur. — Trausti.
fMAIShnúi* ^ SV50hnútar X Sn/óJcomú t 09» V Stúrír K Þrumur KuUatii/ ZS' Hitashi/ H Hmt L Lmai
| var á austurleið í gær og bar
S með sér skýjað loít og regn-
^ skúrir. Veður var kyrrt hér á
S landi, víðast 10-13 stiga hiti,
( mest 15 stig á Kirkjubæjar-
^ klaustri kl. 15, og þá var víð-
s ast úrkomulaust. — yfir Eng-
i landi voru þrumuskúrir.
SV-mið til Vestfjarðamiða:
Sunnan gola, smáskúrir.
Norðurland til Austfjarða
og Norðurmið til Austfjarða-
miða: Hægviðri, víða léttskýj-
að.
SA-land og SA-mið: SV
gola, smáskúrir á morgun.
Stjórn Tambronis
sagöi af sér í gær
Liklegast talið, oð Fanfani verði nú
falin stjórnarmyndun
Róm, 19. júlí. (NTB-Reuter)
FERNANDO Tambroni, for-
sætisráðherra, afhenti í dag
Giovanni Gronchi, forseta,
lausnarbeiðni sína og stjórnar
sinnar.
Tambroni gaf út yfirlýsingu
um lausnarbeiðnina eftir fund
ríkisstjórnarinnar fyrr í dag, og
er buizt við að forsetinn fallist
á hana. Verður þar með á enda
þriggja mánaða stjórnartíð tutt-
ugustu og annarrar ríkisstjórnar
ítalíu eftir styrjöldina.
Fanfani líklegastur
Almennt er gert ráð fyrir, að
Gronohi forseti feli næstu stjórn
armyndun Amintore Fanfani, úr
vinstra armi Kristilega demó,
krataflokksins, en hann hefur
tvávegis áður verið forsætisráð-
herra; þ. e. í 12 daga snemma árs
1954 og frá því í júli 1958 til
febrúarmánaðar 1959
Þrír smáflokkar styðja
Stjórn Tambronis, sem einnig
er kristilegur demókrati, naut
m. a. stuðnings 24 nýfasista til
tryggingar þingmeirihluta, og
var það ástæðan til þeirra ó-
eirða, sem kommúnistar í land-
inu hafa staðið fyrir upp á síð-
kastið. Hin nýja ríkisstjórn kristi
legra demókrata undir forsæti
Fanfanis mun væntanlegabyggja
meirihluta sinn á stuðningi
þriggja smáflokka.