Morgunblaðið - 20.07.1960, Síða 8
8
MORGVNBl AÐiÐ
Miðvikudagur 20. júlí 196(
Forsmáð
MYNDIRNAR sem hér birt-
ast eru teknar á yfirlitssýn-
ingu á bronzmyndum og teikn-
ingum Sir Jacops Epstein, sem
haldin var í Leicester lista-
safninu í London fyrir nokkr-
um vikum. Frá því um 1913
hafa verC haldnar þar nítján
sýningar á verkum þessa lista-
manns og þótti því vel viðeig-
andi að halda þar slíka yfir-
litssýningu nú, ári eftir lát
listamannsins.
Á sýningunni voru 68 bronz-
myndir og 38 teikningar, unn-
ar á árunum 1909 til 1959. Þótti
hún því gefa góða hugmynd
um þróun listamannsins. Einn
stór þáttur varð þó útundan,
þar sem voru tréskurðarmynd-
ir listamannsins, en þær eru
msirgar mjög stórar. Sýningar
salir Leicester listasafnsins
eru ekki stórir og þóttu tré-
skurðarverkin því líkleg til að
eyðileggja heildarsvip sýning-
arinnar.
Það listaverk, sem hæst bar
á þessari sýningu var bronz-
styttan „Kristur“ sem sýnd
var í fyrsta sinn fyrir 40 árum
og varð tilefni mikillar vand-
lætingar og harðra deilna. Hef
ur myndin ekki verið sýnd á
sýningu síðan. Það fór í sum-
ar, sem menn höfðu vænzt,
flestir álitu að „Kristur" væri
eitt stórbrotnasta listaverkið
á sýningunni.
Sir Epstein var fæddur 10.
nóv. 1880 í New York. Hann
nam fyrst þar í borg en fór
síðan til Parísar þar sem hann
varð fyrir sterkum og varan-
legum áhrifum frá Rodin.
arum
KRISTUR. — Myndin
hefur ekki verið sýnd opin-
berlega síðan 1920. Hún var
gerð 1919 og er nærri 3 m
á hæð.
Ljóðakvöld
hjá Vilhjálmi
Á sunnudagskvöldið efndi Vil-
hjálmur frá Skáholti til Ijóða-
og tónlistarkvölds í hinum vist-
lega kjallara sínum við Aðal-
stræti í Reykjavík.
Kvöldið hófst með þvi, að Jó-
hann Hjálmarsson las upp frum-
ort Ijóð og þýðingar sínar á kvæð
um eftir Quasimodo. Þá lék
Skúli Halldórsson á píanó lagið
Draumaljóð eftir sig, við texta
eftir Vilhjálm, en Gunnar Krist-
insson söng.
Þorsteinn Jónsson frá Hamri
las upp ljóð úr nýútkominni bók
sinni, Tannfé handa nýjum
heimi. Þá lék Skúli Halldórsson
tvö lög eftir sjálfan sig, Smala-
drenginn og Vor, við ljóð eftir
Vilhjálm.
Að lokum las Baldvin Halldórs
son, leikari, upp þrjú kvæði eft-
ir Vilhjálm.
Fjöldi manna 'var viðstaddur
þetta kvöld, eða eins margir og
húsakynni frekast leyfðu.
William Biake. — Frium-
myndin af þessari styttu er
komið fyrir í Westminster
Abbey. Þessi mynd var gerð
1957.
Pandit Jawaharlal Nehru,
forsætisráðherra Indlands. „Tagore . Myndin er gerð
Myndin er gerð 1949. 1926.
FIB endurvakið og
hyggur á stór verkefni
AÐALFUNDUR FÍB — Félags
íslenzkra bifreiðaeígenda — var
haldinn í Skátaheimilinu við
Snorrabraut sl. mánudag. Fund-
arsókn var góð, eða á annað
hundrað manns.
Félagsstarfsemin hefur legið
niðri nú um tvö — þrjú undan-
farin ár, en nokkrir félagsmenn
tóku nú höndum saman um að
krefjast aðalfundar.
Á fundinum gaf formaður
skýrslu um störf félagsins á und-
anförnum þrem árum, og lesnir
voru upp reikningar þess. Þá var
gengið til stjórnarkosningar, og
voru allir menn kjörnir nýir í
stjórnina. Formaður var kosinn
Arinbjörn Kolbeinsson læknir,
gjaldkeri Jóhann Ragnarsson
lögfr. ritari Björn Sveinsson verk
þeir Haukur Pétursson verkfr.
og Guðmundur Karlsson blaða-
maður. Varamenn í stjórn þeir
Gísli V. Sigurðsson póstm. og
Valdimar Magnússön verzlunar-
maður.
Hinn nýi formaður félagsins
hélt þá stutta ræðu. Starfsemi
félagsins er í rauninni tvíþætt,
sagði hann. í fyrsta lagi pjónusta
við bifreiðaeigendur, og í öðru
lagi endurbætur á umferðarmál-
um. Hagsmunamál bifreiðaeig-
enda eru mörg og drap hann m.
a. á lækkun tryggingariðgjalda en
þau eru óvenjulega há hér á
landi.
Tjón vegna bifreiðaárekstra
\ mun nú vera um 25% af öllu
I tjóni landsmanna samtais, og
/ hlýtur það að vera eitt helzta
verkefni félagsins, að reyna
að draga úr því og jafnframt
að fá tryggingariðgjöld lækk-
uð.
Þjónusta bifreiðaumboða og
viðgerðarverkstæða er ekki við-
unandi, sagði hann. Iðgjöld af
útvarpstækjum í bílum eru ó-
réttmæt og illa þokkuð, en ef
til vill mætti leysa það mál að
nokkru með innlutningi nýrrar
tegundar viðtækja. Híngað til
heur FÍB aðeins tekið við einka-
bifreiðaeigendum í félagsskap
sinn en sjálfsagt mundi vera að
gefa atvinnubifreiðastjórum kost
á að vera með.
í sambandi við umferðamál,
skýrði formaður nokuð ýtarlega
fra þeim sköttum, sem bifreiða-
eigendum er gert að greiða í
sambandi við benzín- og olíu-
kaup.
Formaður drap á ýmis fleiri
viðfangsefni félagsins, enda mun
úr nógu að velja, en eitt hið
fyrsía, sem bíður hinnar nýju
stjórnar, er skipulagning við-
gerðar- og hjálparþjónustu um
verzlunarmannahelgina,
Harður árelcstur
við Fossvogshrú
AÐFARANÓTT sunnudagsins
varð bílslys á Hafnarfjarðar-
veginum, við Fossvogsbrúna. Var
stórum bandarískum fólksbíl ek-
ið á endastöpul brúarinnar. Tveir
menn voru í bílnum og meidd-
ust báðir, en ekki mikið. Bíllinn
skemmdist mikið.
♦
Bíll á móti
Mennirnir í bílnum voru á leið
suður eftir Hafnafjarðarvegin-
um. Var bíllinn kominn nærri
Fossvogsbrúnni, er hann skaust
framúr bíl, en þá kom bíll að
sunnan beint á móti. — Öku-
manni bandaríska bílsins, virðist
þá hafa fatazt stjórnin á bílnum,
því hann rakst á brúarstöpulinn.
Við höggið rifnaði aurbrettið af,
og vinstri hurðin brotnaði af bíln
um og lá í götunni eftir árekst-
urinn. Aurbrettið vafðist svo
kringum brúarstöpulinn að nota
varð kranabíl sem kom á stað-
inn, til að losa það.
Ölvun?
Eigandi bílsins, Sigurjón Inga-
son lögregluþjónn, var farþegi í
bílnum. En sá sem bílnum ók er
grunaður um að hafa verið undir
áhrfium áfengis.
Veðdeild Lands-
hankans 60 ára
VEÐDEILD Landsbanka íslands tók til starfa 30. júlí aldamótaárið
og er því orðin sextíu ára. Hefur Seðlabankinn gefið út mynd-
skreytt afmælisrit af þessu tilefni, þar sem rakin er saga deildar-
innar. —■
★ Gegn veði í fasteign
Veðdeild Landsbankans var
stofnuð með lögum frá 12. jan.
árið 1900 og tók til starfa 20.
júlí sama ár, eins og áður segir.
Á síðasta áratug 19. aldar var
kominn mikill vorhugur í þjóð-
ina og var framkvæmda þörf á
flestum sviðum eftir aldalangar
hörmungar og fátækt. En fjár-
magnsskorturinn var mikill og
því var óhægt um vik. Jafnvel
þótt menn ættu einhverjar eign-
ir, þá var mjög erfitt um alla
lánsútvegun. Veðdeildin skapaði
smám saman ný viðhorf í þessum
málum.
í veðdeildarlögunum sagði með
al annars: Fé veðdeildarinnar
má lána gegn veði í jarðeignum
eða húseignum með lóð í kaup-
stöðum og verzlunarstöðum og
má eigi lána nema gegn fyrsta
veðrétti. Lánsupphæðin má ekki
fara fram úr helmingi af virðing-
arverði fasteignarinnar, sem veð
sett er fyrir henni. Lánsfrestur
nam 25 til 40 árum.
Fyrirkomulag veðdeildarinnar
var frá byrjun þannig, að hún
skyldi heyra undir yfirstjórn
Landsbankans, en vera þó rekin
sem sjálfstæð stofnun, óháð bank
anum, með eigið bókhald, enda
reikningar allir um hag hennar
og rekstur birtir sér í ársskýrsl-
um Landsbankans. Þessu hefur
jafnan verið framfylgt, og er svo
enn í dag. Hefur í því efni eng-
in breyting orðið á eftir að
Seðiabankanum var sett sérstök
stjórn, samkvæmt lögum, sem
samþykkt voru í maílok 1957, og
veðdeildin lögð undir hann.
★ Upphaflegt fé
Landssjóður lagði veðdeildinni
til 200 þús. kr. tryggingarfé í upp
hafi og 1. veðdeildarflokkurinn
var opinn fram á vorið 1906. Með
lögum frá 1905 var veitt heim-
ild til að gefa út nýjan flokk
bankavaxtarbréfa fyrir allt að 3
millj. króna og var Landsbank-
anum gert að skyldu að leggja
fram allt tryggingarféð. Nýir og
nýir lánaflokkar tóku smám sam
an við. Þannig var tekið að lána
úr 16. flokki í febrúar 1947. En 1.
nóv. það ár var sú breyting á,
að Landsbankinn hætti að kaupa
veðdeildarbréf af lánatakendum
í deildinni. Urðu menn þá sjálfir
að finna kaupendur að bréfun-
um. Tók nú mjög að draga úr
starfsemi veðdeildarinnar og var
verðbólgunni og sífellt rýrn-
andi verðgildi peninganna um að
kenna.
★ Nýja veðlánakerfið
Árið 1955 hófst nýr þáttur í
starfsemi veðdeildarinnar. Þá
var komið á fót almennu veð-
iánakerfi til íbúðabygginga und-
ir yfirstjórn húsnæðismálastjórn-
ar og veðdeildar Landsbankans
og var deildinni veitt heimild til
að gefa út bankavaxtabréf allt
að 200 millj. kr.
Saga veðdeildar Landsbanka
ísJanus er gott dæmi um þá stór-
stígu þróun, sem átt hefur sér
slað að því er snertir bættan og
aukinn húsakost landsmanna síð-
an um aldamótin 1900 og til þessa
dags. Með tilstyrk þessarar stofn
unar hefur fólk úr sveit og við
sjó getað tryggt sér veðlán til
langs tíma og komið sér á þann
hátt upp þaki yfir höfuðið. Enda
er híbýlakostur þjóðarinnar stór
bættur orðinn frá því sem var
fyrir sextíu árum. Lánin úr hin-
um átján flokkum veðdeildar-
innar hafa verið veitt með það
fyrir augum að hjálpa á tryggan
hátt til að bæta úr brýnni þörf,
og fáir munu þeir íslendingar,
sem nú eru fulltíða eða á gamals
aldri, að ekki hafi notið á einn
eða annan hátt, beint eða óbeint,
góðs af þessari stofnun. Lengi
framan af voru flest lánin veitt
til að bæta íbúðarhúsakost, bæði
í kaupstöðum og sveitum, enda
var aðbúð almennings ill í þeim
efnum og þætti ekki boðleg nú.
Þarna var því þörfin mest, og
úr þeirri þörf bætti veðdeildin
stórlega. Síðari hluta þess tíma-
bils sem veðdeildin hefur starfað,
bættust við lán til skóla, spítala,
sumkomuhúsa og fleiri stofnana,
og hefur slíkum lánveitingum
verið haldið áfram eftir að veð-
lánakerfið nýja tók til starfa.
• •
Olílruð kona
fótbrotnaði
AKRANESI, 18. júlí. Það slys
varð á föstudagsmorguninn, að
Guðríður Jónsdóttir, háöldruð
kona á 96. ári, fótbrotnaði illa á
ViaP-crra fvrir nfan hné.