Morgunblaðið - 24.07.1960, Blaðsíða 2
2
MORCUISBL AÐIÐ
Sunnudagur 24. júlí. 1960
Fjölsími með
sextán talrásum
milli Akureyrar og Húsavíkur
HÚSAVÍK, 23. júlí. — Nú í
sumar hefur verið unnið
nokkuð að símaframkvæmd-
um hér í Þingeyjarsýslum og
eru hér starfandi tveir vinnu-
flokkur frá Landssímanum.
Vinnur annar flokkurinn að
því að skipta um símaþráð
frá Húsavík að Breiðumýri,
en þar á milli hefur til þessa
verið járnvír.
Er nú verið að setja upp fjöl-
símasamband milli Akureyrar og
Húsavíkur með aUt að sextán tal-
rásum, en þær hafa aðeins verið
þrjár til fjórar. Verður hið nýja
Hver tekur j
viö ai Lloyd
LONDON, 23. júlí. — Almennt
er talið, að Selwyn Lloyd
muni láta af utanríkisráðherra
embætti í næstu vikai. Það
mun þó engan veginn vera
vantraust á Lloyd, því utan-
ríkisstefnan mun haldast ó-
breytt að því að talið er og
Lloyd mun taka við embætti
fjármálaráðherra. Fimm menn
hafa einkum verið tilnefndir
sem líklegir eftirmenn Lloyds
i utanríkisráðuneytinu. Þeir
Reginald Maudling, viðskipta-
málaráðherra, MacLeod, ný-
tendumálaráöherra, Duncan
Sandys, flugmálaráðherra,
Edward Heath verkamálarað-
herra og jarlinn af Home, sem
fer með málefni, er varða sam-
skipti við samveldislöndin.
2 lt'iður á sköíulóð
AKRANESI, 23. júlí: — Trillubát
urinn Happasæll fékk tvær lúður
á skötulóð í gær. Önnur vó á
þriðja hundrað pund, en sú minni
100 pund.
Að auki fékk báturinn hálfa
aðra lest af skötu. Trillumar
fengu meðalafla á línu i gær, um
600 kg. — Oddur.
samband tekið í notkun einhvern
næstu daga.
Þá er einnig unnið að síma-
lagningu austur um til Kópa-
skers og Raufarhafnar. Hefur leg-
ið einföld lína yfir Tunguheiði,
en nú er verið að leggja nýja
línu í kring Tjömes. Þetta
hún er komin upp verður settur
upp stærri fjölsími milli Húsa-
víkur og Raufarhafnar. Áformað
er að ljúka línulagningunni 1
kring Tjörnes í sumar.
Til mikilla bóta
Þær truflanir, sem menn hafa
‘4tíí/ tíittáfáÁcttáÍH'M -J 'MSí •. Á "
orðið varir við á símasamband-
inu til N-austurl. í sumar, stafa
af þeim framkvæmdum, sem nú
er getið. Verða þær nú brátt úr
sögunni og er r»ikil og almenn
ánægja ríkjandi hér nyrðra ,-neð
þessa endurbót á símasamband-
inu. Mun það ekki sízt koma fram
á símalínunni til Raufarhafnar,
en þangað hefur oft verið mjög
erfitt að ná á undanförnum ár-
um svo sem kunnugt er.
— Fréttaritari.
Svavar öðru
sinni á Akureyri
HLJÓMSVEIT Svavars Gests hef
ur að undanförnu ferðazt um
Norður- og Austurland og haldið
hljómleika við mjög góða aðsókn.
Einnig hefur Svavar sett á svið
„Nefndu lagið“ og tekizt vel. A
Raufarhöfn sóttu um 600 manns
hljómleika og dansleik Svavars.
Á mánudag kemur hljómsveitin
öðru sinni til Akureyrar og held-
ur þar hljómleika í Nýja Bíó um
kvöldið. —
Fljíigandi aðsloð
LONDON, 21. júlí: — Bandaríkja
menn hafa nú látið Sameinuðu
þjóðunum í té hátt á annað
hundrað stórar herflutningaflug-
vélar til liðsflutninganna til
Kongó. Fjölmennt lið vélvirkja
og annarra, sem annast viðhald
flugvélanna, hefur verið sent til
bandarískra stöðva í sunnan-
verðri Evrópu og Norður-Afríku.
Rússar hafa sent fjórar flugvél-
ar með sykursekki til Kongó.
Ólafur Guðmundsson
Minning
Fæddur 8. okt 1948.
Dáinn 19. júlí 1960.
í hverfulleik lífsins er dauðinn
það eina, sem við eigum víst.
Fyrr eða síðar munum við öll
deyja. Þó kemur annarra dauði
okkur ætíð á óvart og einkum
verðum við djúpt lostin þegar
æskufólk eða börn verða skyndi-
lega fyrir þeim slysum, er leiða
til bana.
Síðastliðinn þriðjudag varð
eitt þessara hörmulegu slysa, er
Ólafur litli Guðmundsson varð
undir dráttarvél og lézt.
E
7? /5 hnúíer\ H Sn/óicmw
✓ S V 50 hnutar \ * Ú6i "'■*
V Slúrir K Þrumur mss Ku/Jash'/ Hihski/ H Hmt L L"S*-
Ólafur var einkasonur Kristín-
ar Ólafsdóttur og Guðmundar
Gíslasonar, yfirbókbindara. Þarf
ekki að eyða orðum að því, hver
harmur er kveðinn að foreldrum
drengsins við lát hans.
„Þeir, sem guðirnir elska,
deyja ungir*, sögðu Forn-Grikkir
og í þessari setningu fundu þeir
huggun í þeim harmi, sem ætíð
hlýtur að þjaka við líkbörur
ungmenna.
Er við stöndum í sömu spor-
um, leitum við huggunar hjá al-
máttugum Guði, sem við trúum
að snúi öllu til góðs, enda þótt
okkur finnist hann stundum búa
okkur óblíð örlög. En markmið
eru vafalaust á bak Við allt, þótt
erwi sé okkur erfitt að lesa þann
leyndardóm.
Með hjartanlegri samúð hugsa
margir til foreldra Ólafs litla, og
þá samúð er þessum fáu línum
ætlað að tjá. — Á. V.
Hér sjáum við tvo fulltrúa í Norrænu menningarmálanefnd-
inni, Helenu Andersen, ritara norsku deildarinnar, og dr.
Johannes Virolainen, fyrrum utanríkisráðherra Finna.
— Menningarmál
Framh at bls 1
Johannes Virolainen; einnig HS-
kan Branders, ritari og Ragnar
Meinander, skólafulltrúi.
Noregs-deild: Trond Hegna,
þingmaður, Arthur Holmesland,
útgáfustjóri, Olav Hove, deildar-
stjóri, frú Ingeborg Lyche, skrif-
stofustjóri, Helge Seip, pingmað-
ur; að auki Helene Andersen, rit
ari, og Kjell Eide, skrifstofustj.
Svíþjóðar-deild: Nits Gustav
Börnín inrin
/
með tínur
HÚSAVÍK. 23. júlí. — Sem
dæmi um gott tíðarfar hér um
slóðir má nefna, að Benedikt
Þ. Jónsson, sem fyrstur sló
tún sitt hér um slóðir, lauk
við að hirða seinni slátt um
síðustu helgi.
Þetta ágæta sumar gefur
einnig von um góðan berja-
vöxt og eru börnin farin af
1 stað með tínurnar sínar nú
I þegar. —■ Fréttaritari.
Rosén, aðalforstjóri, forseti menn
ingarmálanefndarinnar og tund-
arins, Stig Alemyr, rektor, Erik
Forslund, þingmaður, Gunnar
Helén, dósent, og prófessor Ingv-
ar Svennilson; með þeim eru
Nils Andrén, ritari, Torsten Erics-
son, deildarritari, frú Kerstin
Sönnerlind, fulltrúi.
fslands-deild: Prófessor Ólafur
Björnsson, Sigurður Bjarnason,
ritstjóri, Eiríkur Eiríksson, þjóð-
garðsvörður, Sigurður Ingimund-
arson, alþingismaður, og Birgir
Thorlacius, ráðuneytisstjóri.
Þess má að lokum geta, að
framkvæmdastjórar Norrænu fé-
laganna og Helgi Elíasson fræðslu
málastjóri sitja fund nefndarinn-
ar sem áheyrnarfulltrúar, ea
nefndin starfar annars fyrir lukt-
um dyrum.
Þingmetm frá S-
Vietnam í USA
SAIGON, Suður-Vietnam, 20.
júlí: Reuter: — Sex manna nefnd
þingmanna undir stjórn Truong
Vinh, forseta þings S.-Vietnam,
lagði af stað í dag flugleiðis í
opinbera heimsókn til Banda-
ríkjanna.
1 GÆRMORGUN mældist all-
mikil rigning sunnan lands og
vestan, mest 30 mm. á Eyrar-
bakka, en víða 10—20 mm. eft-
ir nóttina. Sést á kortinu,
hvernig regnsvæðið lá yfir
landið. Lægðin sunnan við
landið hafði hægt á ferðinni
og þokaðist norð-auslur. Var
rigningin gengin iijá í Reykja
vík kl. 9 og búizl við batnandi
veðri sunnar.lands og vestan.
Veðurspáín í gærdag:
SV-Iand og SV-mið: Stinn-
ingskaldi og rigning n- ar. til,
en úrkomulaust vestan til, létt
ir heldur til.
Faxaflói til Vestfjarða -og.
Faxaflóamið og Breiðafjarði.. -
mið: SA gola eða kaldi, rign-
ing með köflum.
Norðurland, Vestfjarðamið
og Norðurmið: Austan gola
þokuloft og rigning öðru
hverju. NA-land, Austfirðir,
NA-mið og Austfjarðamið: —
Sunnan kaldi og skýjað fyrst,
síðan SA stinningskaldi og
rigning.
SA-land og SA-mið: Austan
kaldi eða stinningskaldi, rigu-
ing.
AKUREYRI, 22. júlí: — A
hverju sumri kemur margt
ferðafólk til Akureyrar, bæði
innlent og útlent. Vill >á oft
verða erfitt að fá gistingu,
því þó hótelpláss sé nokkuð,
reynist það í mörgum tilfell-
um alltof lítið.
Það fer því mjög i vöxt,
elnkum meðal innlendra ferða
manna, að þeir hafi með sér
tjald og svefnþóka og geti
þannig tjaldað og setzt að þar
sem aðstæður leyfa.
Bæjarstjórn Akureyrar hef-
ur á myndarlegan hátt komið
til móts við þessa ferðalanga.
Hefur verið útbúið ágætis
tjaldstæði á túninu sunnan
sundlaugarinnar. Þar hefur
einriig verið komið fyrir tveim
ur rúmgóðum snyrtiklefum
ásamt sííernum, og er þessi
aðstaða eingöngu ætluð ferða-
fólki. Þá er þarna einnig rúm-
gott bílastæði.
Ferðafólk er mjög ánægt
með þessa fyrirgreiðslu og tel
ur hana til fyrirmyndar. Um-
gengni ferðafólksins er yfir-
leitt góð. í morgun voru þarna
46 tjöld og yfir 20 bifreiðir.
— St. E. Sig.