Morgunblaðið - 24.07.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.07.1960, Blaðsíða 11
t Sunnudagur 24. jölí. 1960 MORGVNttr. AOtB 11 „SÚ heimspeki vorra daga, sem er mest umtöluð og minnst skil- in“ segir dr. Winsnes, sem lengi hefir kennt heimspekisögu við Óslóarháskóla, um þessa hreyf- ingu. Það sem hér fer á eftir, 'byggir að verulegu leyti á fram- setningu þessa mæta manns, sem góðfúsiega hefir veitt undirrit- uðum leyfi til að hagnýta það, sem hann hefir um þetta mái, ritað. Hér verður bó aðeins rætt um fáein frumatriði, eins og gef- ur að skilja í svo stuttu máli. Auk þess er stuðzt við nokkur verk existensíalistanna sjálfra. Jean Paul Sartre kvartar einn- ig undan misnotkun á nafni stefn unnar. Stafar þetta e. t. v. »/ því að existensíalistar hafa komið af stað hreyfingu, sem bori-/t hefir inn á mörg svið andlegs lífs V- Evrópu og inn í hana hafa dreg- izt margir, sem hafa iitla hug- sjónalega þjálfun og geta því að- eins óljóst rakið ætterni hug- myndanna. einkum hafa sumir ungir menn brugðizt við af meira kappi en forsjá og getur slíkur áhugi orðið spaugiiegur. Próf. Jóhamr 18 Mtnesson Hvað er existensialismi? gegn abstrakt hugsun og abstrakt heimi. En það er megin einkenni abstrakt hugsunar sS sundurliða og hugsa einstök átriði sér, .án tállits til heildarinnar. Telja ex- istensialistar að hér felist hætta á föisun og misibyrmingu sann- leikans þegar um mannlega til- veru er að ræða, þótt þetta geti gefizt vel í náttúruvísindum. Þeir stæðutolæ, en málið er þó ein- faldara en ætla mætti Tilvera manns og tilvera hlutar er svo ólík a* réttur skilningur fæst ekki á hlut og manni með sömu aðferð. Frumstæðir menn hafa viljað skilja hluti svo sem þeir hefðu sál, en nútíma menn vilja skilja manninn svo sem væri hann sálarlaus En hin mannlega tilvera verður aðeins skilíh í sér- leik sínum og vitsmunir einir nægja ekki til þess að skilja manninn. Vita þetta allir þeir sem nokkuð þekkja til ástúðar eðá mannúðar. „Existensheim- spekin hefði þegar beðið ósigur í baráttu sinni ef bún teTdi sig geta sagt hvað exstensinn er“ segir Jaspers. Þetta kann að virðast neikvætt: Að gera existensinn að megin- verkefni sinu, en telja sig ekki geta tjáð hvað hann er. En hér hýr að minum dómi að baki á- kveðinn vilji til þess að láta ekkj undan síga fyrri inteTIektúaTism anum — abstrakt-hugsuninni Aðrar blekkingarleiðir eru færar en leiðir vitsmuna og orsaka- sam'banda. Velja má þann kost að lýsa fyrirbærum án bes» að skilgreina þau fræðjlega Þá leið fara mörg skáld og ritJiöfundar. Og bar með er tilveran ekki gerð fátækari, heldur ríkari. Þessi leið er einnig farin i fyrir- bæra-iheimspekinni (fenomeno- logien). En hún hefir nm ára- tuga skeið haft áhrif á hugsandi meun í Evrópu. Að greina nánar Nauðsynlegt er að taxa þegar fram að stefnan greinist marg- víslega, einnig meðal Teiðtog- anna. Telja sumir sig til trú- leysingjá, enda engin ástæða til að efast um að þeir eru það, en þar fyrir eru þeir ekki eins og þeir trúleysingjar, sem vér eig- um að venjast. — Aðrir eru menn trúhneigðir og sumir eru trúaðir kiiatnir menn. II. Hvað er þá þessum ól;ku mönn um sameiginlegt? Til ráðningar þeii rar gátu verður þá fyrst á vegi vorum sjálft nafn stefnunn- ar. Orðið existens, af lat. exist- entia, er yfirleitt þýtt á vora tungu með orðinu tilvera. En sú þýðmg nær ek-ki lengur hinni rét-tu merkingu orðsins. Essentia, sem er náskvl* hugtak, af sögn- in«i esse. að vera tíl, að vera fyrie hendi, þýðir einnig á sinn hátt tilviet eða tilveru, I sumum sambondum kjarni má’s. inni- hold. Segja má að hugmyndir séu til og daglega gerum vér ráð fyrir tilveru hluta, eins og t d. etema. Nú segja existensialistar að tilvera hugmynda. hluta oe manna sé svo ólík að v'ilinndi hljóti að vera að segja aS þessi tilvera sé öll eins. Tilvera steina og manna er syo ólík að óhæft' «r að nota sama heiti um hvora tveg.aja að dóm-i existensialista. Orðið existens á hjá beim ein- gongu við virka og ábyrga til- veru mannlegra persónuleika. Steinar eru fyrir hendi, hug- myndir lifa í hugum manna, en aðeins mannTp«®r verur eetn haft existens. í hugsjónafraeSi existensialista kemst maður næst þvi að skýra existensinn svo sem virka tilveru ábyrgra mann- legra persónuleika. En með þessu er þó ekki rúni-i ráðin, því existensinn er ,,óskilgreinan- legur“. Þótt vér segjum að hann sé hinn upplifaði mannlegi rsun- veruleiki, „la realité humaine” gp»nstæður og aðgreindur frá til viflt hluta, verkfæra, þá er hér ekki im tæmandi skilgreiningu að ræða, heldur aðeins lýsingu á ei-nu af beim frumatriðum sem existensialistar flytj* i boðskap sínum. En það skiptir meginmáli að m»ðurinn geri sér grein fyrlr því að mannleg tiIveTa er ann- ars eðlis en öll önnur tilvera. Þetta kannað virðast sjálfsagt og hugsandi alþýðumenn skilja það. En það kann að gleymast vald- höfum og leiðtogum, forstjórum og öðrum, sem fást við menn I stórum stíl. Fyrstur manna notar Sören Kierkegaard (1813—1855) orðið existens í þessari nýju merkingu. Jafnframt hugtakinu subjectivi- tet (einstaklingseðli, einstaklings skoðun) er existens eitt af hin- um nýju baráttustefnu-orðum hans gegn Hegel og kenningum hans. Hegel taldi að einstakling- urinn skipti mjög litlu máli, en áleit aftur á móti að stofnanir þjóðfélagsins og þá einkum rikið, væru mjög þýðingarmikil fyrir- bæri, með því að í beim birtist „hinn mikli eilíf Andi“. Marx aftur á móti talar um hið mikla eilífa efni, sem skiptir öllu máli í tjáningu þess í þjóðfélaginu. Þannig geta tvær gjörélíkar skoð anir verjð sammála um að rinsk isvirða einstaklinginn. Hér koma fram andmæli Kierkegaads gegn Hegel. ,,Hinn existensielli hug/ uður leitast ávallt við að með- hugsa það í allri sinni hugsun að hann er existerandi" — það er að segja- virkur þátttakandi. Menn hafa jafnar talið að Ki. erkegaard sé ekki við albýðu skap. En hvenær sem vér biðj- um einbvern að mega talp við hann einslega (Talaðu við mig eitt orð) þá notum vér hans að- ferð. Menn skvldu hér einnig minnaet Sókratesar III. Vér erum nú komnir að öðru megin einkennl existensíalism- ans. Existensialistinn er virkur, ’hann hefir sjálfur allt annan á- huga fyrJr hugsun sinni en hinn rökfræðilegi eða „gruflandi" hugsuður. Honum stendur ekki á sama um viðfangsefni sitt, hann lætur ekki hugsa fvrir sig og hugsar heldur ekki sjálfur án þess að gera sér grein fyrir sér- leik hinnar mannlegu tilveru. Að hugsa existensieH er að hugsa með áhuga og áöyrgð, láta hvergi skeika að sköpuðu, heldur láta hug fylgja máli. Bibt megin verkefni siM telja existensíalistar vera viðnáin snúast gegn abstrakt-heiminum og leita að hinum áþreifanlega raunveruleika, sem maðurinn upplifir. Hverfa ber að þeirra dómi frá öllum dauðum kerfum, sem hafa tilhneigingu til að gera manninn að hlut (reifisera, af lat. res, hlutur) og hverfa ber frá þeim aðferðum, sem telja að maðurinn verði rannsakaður eða skilinn svo sem væri harm hlut- ur, jurt eða dýr í nát*úrunni. Maðurinn verður ekki skilinn nema í sérleik sínum og án hins mannlega sérleika verður sann- leikurinn um manninn ekki fundinn. :v. Eitt megin hlutverk si+t te'ia existensialistar vera aS kalla mannina U ábyrgðar. í ábyrgðar- leysúut felst tortimingarhætta fyrir tiwUUing og mannfcyn. Menn hafa ásakað Sartre fyrir að láta eitt af leikritum 9Ínum gerast í Helvíti — með þvi á hann við lokaða hringrásar- til- veru, sem ógerlegt er að komast út úr .Nú tri'4” Sartre ekki á Guð og hann er ekki að reyna að vekja menn til trúar með kenn ingu sinni. En ábvrgðarlaust líf leiðir til þess að maðurinn verð ur eins og hlutur eða tamin skepna (sbr. ,.sem fugl við snún- ing snýzt, þeim snaran heldur). Maður sem ekki vill velja milli möguleika, glatar sérleik sínum. En maðurinn getur valið þé leið í lífinu að láta fara með sig eins og hiut eða skennu. sem ..flýtur sofandi að fei°ðar ósi“. Það er hin auðveldosta leið. Og mörg sru þau öfl. sem vilja draga manninn með sér. gera hfinr að vél eða tömdu dýri. sem enga sjálfstæða huesun heíur og enga ákvörðun tekur. Uppeldiskerfin og vélvæðinein vilja draga manninn í þá átt Sama gildir sum félagssamtök, iðnvæðing- una, múgmennskuna og annað, sem of langt yrði upp að telja. Sumir hafa viliað bera exist- ensialistum það á brýn að þeir væru andvigir vísindum. Dr. Winsnes telur það ekki á rök- um reist. Orsöloin kann að felast í því að leiðtogar stefnunnar telja að existensinn sé óskilgrein anlegur, en verði bó skilinn. Þetta hefir á sér mikinn bver- frá henni, yrði hér of langt mál. Meðal fremstu hugsuða stefn- unnar voru þeir Edmund Hasserl og Max Soheler. Af því sem að ofan greinir, verður skiljanlegt hvers vegna existensíalisminn er orðinn kenn in margra skálda og rithöf- unda. Samband skáldskapar og heimspeki er þegar á ógleyman- legan hátt að finna hjá Sören Kierkegaard. Hér á landi hafa líka skáldin kynnt flestar þær 'hugsjónir heimsnekinnar, sem lifað hafa á síðari öldum Áður gerði kirkjan það Margir existansialistar klæða skoðanir sínar í búning skáld- listarinnar, svo sem Sartre, Marcel og Albert Camus Franz Kafka er meðal existensíalist- ískra skálda ,þótt hann teljist ekki til heimspekinganna. Flestir hugsuðir stefnuhnar hafa unnið verk sín á 2ð öld- inni. Auk þeirra, sem þegar hafa nefndir verið, ber að nefna Mart in Heidegger, en kenningar hans eru grundvallandi, einkum mann fneSt hans, kenningin um tím- ann og sérleik mannlegrar til- veru og siðast en ekki sízt, um mismuninn á „-menni" og manni. Existensíalisminn er nú mikil undiralda i bókmenntum Evrópu og hefir verið í stöðugum vexti allt frá þriðja tug þessarar ald- ar. Þegar ég kynnti mér stefn- una sem ungur maður í Sviss, einkum Heidegger og Heine- mann, gerði ég ekki ráð fyrir að hún myndi ná þeirri út- breiðslu, sem raun varð á. Þá stóðu menn í varnarstöðu gegn nazismanum og ofbeldi hans. Með því að margir eixstensia- listar telja sig til húmanista, þó andmæla þeir öllu ofbeldi gagn- vart manninum. Ðg þeim er það Ijóst að það nægði ekki að and- mæla því hjá nazistum ef menn væru svo tilbúnir til að undir- skrifa það sama ofbeldi hjá kommúnistum Slíkt er aðeins samboðið ragmennum. Stefnunnar hefir þegar gætt nokkuð í uppeldismálum og fé- lagsmálum. Tröllatrúin á 'vits- munadýrkuni.na hefir leit* til öngjr/eitis og upplausnar í menn ingu Vesturlanda og ábyrgðar- leysið er ávöxtur af dekrjnu við Ijós skynseminnar, sem getur vissulega stundum verið viliu- ljós. — Trúin á framþróun, sem er manninum hagstæð 4 hvernig sem hann hagar sér, er hrunin og upplausnaröflin vaxa eins og kratobamein, sem menn finna ekki til fyir en það er orðið hættulegt og búið að vinna tjón á lífsvefjum þjóðfélaganna. V. Þeir sem kunnugh- eru hnút- um og þraðum sögunnar, ír.unu fliótt finna að hé- er borið fram nýtt og gamalt. Hér er arfur frá Sokratesi og Plató. frá Ágústin- usi kirkjuföður og fjölmörgum öðrum meðal fremstu anda sög- unnar á ýmsum öldum. Vér munum einnig finna tóna, sem nður hafa hljómað í ljóðum hér 4 voru landi, bæði hjá Fjölnis- mcvnum og í fornbókmenntun- um. Að baki þessum tónum má greina vinveittan vilja mætra manna, sem1 ekki leita eigin hags muna og hafa ekkert annað á Hjarta en að koma oss til hiálp- ‘1IY — ekki með lánum né dýr- um sjóðum, sem vér eigum »ð higg’ja fyrirhafnarlaust til að ’ifa fyrir líðandi $tUnd — held* ur með því að kalla oss til á- byrgðar á sérleik sálar vorrar, til abyrgðar á heill þjóðar vorr- ar og allra þeirra. sem eru á leiðinni fram. Það er homo víator, maðurinn á veginum, sem talar við annar, homo viator á hinum sama vegi. Júlí 1960 Jóhann Hannesson. Sjómenn Af sérstökum ástæðum er til sölu með tækifæris- verði ca. 3ja tonna bátur, sem nýlokið er smíði á, Ýmislegt fylgir bátnum. — Nánari upplýsingar gefa: Einar Sturluson, skipasmiður, Hreggsstöðum Barða- strönd og Pétur Guðmundsson, kaupfélagi Patreks- fjarðar. Vatnsdal, 17. júní 1960 Guðmundur Kristjánsson, Vatnsdal Húsbyggjendur Milliveggjaplötur úr vikurgjalli. — 7x10 cm. 50x50 cm. jafnan fyrirliggjandi. — Kynnið yðUr fram- leiðsluna áður en þér gerir kaupin annars staðar. Hringið og við sendum yður heim. Brunasteypan Sf. Útsk-álum við Suðurlandsbraut — Sími 33146

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.