Morgunblaðið - 24.07.1960, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.07.1960, Blaðsíða 9
Suhnuriagur 24. júli. 19é0 MORCUNBLABIÐ 9 að óska mér að ég væri kominn á sund í ÖJÍusi með sínu graena slýi. Nei, nei, þetta var ekki svona slæmt. Ég var með tvær flösk- ur af pilsner, það var áreiðan- Jegt, — og kominn tími til að íslenzkur pilsner bjargaði nú einu sinni mannslífi. Jú, mikið rétt, hann var á sínum stað í pokanum. En sem ég var að hugsa um hann, hvernig hann er á Jitinn og hvernig hann freyðir fallega, heyrði ég Nor- dal itreka dauðadóm, sinn: — Nú erum við kómnir að Stein- inum, sagði hann. Hér getum við Jagzt í lyngið og hvílt okkur, en það er á móti reglunum að njóta liér nestisins. Ég ætlaði að fara að malda í móinn en sá það var bezt að leika karlmenni og vera stór. Eg hafði ekki heldur neina Jöngun til að brjóta reglur í þessari paradís, það yrðí þá að hafa það, þó Jeirinn gleypti mann. Bezta lækningin mundi vera að drepa þessu vandamáli á dreif: — Það er fallegur gróðurinn hérna, sagði ég ut á þekju, en hafði varla sleppt siðasta orðinu, þeg- ar ég fann hvernig þessi athuga- semd féJl dauð og ómerk eins og sjálfsagðir hlutir gera alltaf. Nordal var Jagstur endilangur í Jyngið og ég geri ráð fyrir hann hafi verið að hugsa um, hvers vegna þessir litlu, hvítu skýjabólstran breyta um lit og verða hvítbláir eins og kapla- mjólk, leysast síðan upp og hverfa til guðs. Það var gott og hátiðlegt að Jiggja hjá Steininum og virða fyrir sér fjöllin í kring, HúsfeJl, Bollann, sem sjómenn notuðu fyrrum sein mið, Grindaskörð, þar sem vegurinn lá suður í Selvog, Búrfell og Helgafell og þar fyrir suðvestan vissi ég af Kaldá, sém kemur upp úr jörð- inni tær og hrein eins og sam- vizka ósþiiltrar meyjar, rennur 200 metrá og hverfur svo í mor- ið én kemur upp aftur einhvers staðar úti í hafi, enginn veit hvar, en hún kemur upp og glatar persónuleika sinum. Mér fannst þessi undarlega á minna mi'g á Xífshlaup okkar út í selt- una. Grímur Thomsen segir í rimum af Búa Andríðssyni og Fríði Dofradóttur ,að hun komi upp hjá Valahnjúk og mjindi Reykjanesröst. Hann hafði í- myndunaraflið í lagi, karlinn sá. — Það er stórmerkilegt hvað blágresið hefur vaxið hér síðan land vár friðað, sagði NordaL Þáð er eins og kindurnar hafi lagzt á það eitt. Hér hefur lík- lega verið talsvert af kindum, þarna uppi á Hjöllunum sérðu gamla fjárborg, sem er ákaflega vel varðveitt, þú ættir að fara upp og Xíta á hana, hún er hlað- in úr grjóíi, kringlótt og orin að ofan, par leituðu kindurnar sér skjóis í hriðum. Ég vil að þú klöngrist þarna upp og Iítir á þénnan g&mla griðastað, bezt ég liggi hér á meðan. Ég stóð upp og lagðí á stað. Kannski það sé dálítið svaiara uppi á Hjöllunum, hugsaði ég á Xeiðinni. Það var fagurt að horfa yfir Heiðmörkina, þegar upp var kom ið. Að Reykvíkingar skuli ekki hafa uppgötvað þetta dásamlega friðland, sem er við bæjardyrn- ar hjá þeim, en hefur þann stóra kost að vera jafnframt öræfi. Ég skammaðist mín. f*að getur verið að litlu mótívin hans Kjar- vals í Gálgahrauni hafi verið af- brýðisöm meðan hann dvaldist í Ósló. En Osló á enga Heið- mörk. Hvilík nautn, hvílik dýrð! En hver fjandinn var þetta? Jú, það var ekki um að villast, kjóinn var byrjaður að gera steypiárás, sá eggjaþjófur. Ný lífshætta, datt mér fyrst í hug, því blaðamenn eru allir upp á lífshættuna. Það var svo sem enginn gásagustur uppi á hæðinni, onei, það var annai-s I kon^r, gu^tur. Ég náði mér í grjót! tiþ varnar, en þá færðist kjóinn j í apkana og rennói sér, yfir hap?- 1 inn á mér, og ég var farinn a@ upplifa loftárás innan i brjóstinu á mér, því þar hafði setzt að ónotalegur teygur og ég leitaði að hakakrossmerki á vængjun- um á kjóanum, sem nú fékk liðs- auka, svo eg varð að hrökklast aftur á bak niður hlíðina og fela mig í birkikjarrinu á Ieiðinni. Þá fyrst fannst mér ég vera úr allri hættu. Eiginlega væri það verðugt verkefni að rækta skóg á Islandi til þess eins að fólk gæti falið sig fyrir bölvuðum kjóanum. Þegar ég kom niður hló Nor- dal: — Þetta var víst kjói, sagði hann, en ég hef nú ekki heyrt í honum illskuhljóðið ehn. Þetta orkaði á mig eins og það hefði verið tekinn tappi úr vindsæng. Ég yppti öxlum eins kæruleysis- lega og mér var unnt og fannst heiðri mínum borgið, ef Nordal reyndi nú ekki að fullvissa mig um að þetta hefði verið veiði- bjalla. Það gerði hann ekki held- ur og ég var feginn því að vera ekki afhjúpaður í áheyrn spó- ans, sem fylgdi okkur eins og verndarengiil og gerði hetjulegar árásir á kjóann, eiginlega helzt til að stríða honum, að mér fannst. Spoinn er mikill húmor- isti og hann syngur betur með sínu egypzaa nefi en allir óperu- söngvarar, sem ég hef hlustað á, en hann er vitur og honum dett- ur ekki í hug að halda konsert í Reykjavik og syngja fyrir Jón Leifs. Hann er eins og Eggert Stefánsson, hann syngur fyrir ís- land og ítalíu, hann syngur ekki fyrjr pöpuiinn. Síðast þegar ég hittj Eggert sagði hann: Ég kom til að gera ÍsJand hamingju- samt. Eins og spóinn. V. Klukkan var orðin fjögur, þeg- ar við tókum að nálgast Búrfells- gjána sunnan Heiðmerkur. Hjallarnir opnuðust og það var menn muni ekki eftir þvi, að það eru íil fleiri skepnur en sauðkindin. Það var að vísu hlið á girðingunni norðanmegin og gátum við auðveldlega klöngrast yfir það en nú tók fyrst i hnúk- aira, þegar við þurftum að fara yfir girðinguna við suðurmörk- in og máttum við teljast heppn- ir að komast klakklaust yfir! — Veiztu hvað það er, sem Eng- lendingar kalla stile? spurði Nordal. Það eru tröppur yfir svona girðingar. Ég vil helzt kaiia þær prílur. Það er mynd- að eins og ir.æta, hefurðu ekki heyrt krankana segja: — Við erum að koma að mætunni, það er útskotinu? Ég heyrði þetta fyrst í Eyjafirði. Hér verður að Morrt upp Gjsna víðara útsýni, sólin mjakaðist til skógar. En leirflögin urðu lýti á þessum fagra stað, þegar nær dró Gjánni. Fjöliin og hliðarnar urðu dimm blárri með hverri mínútu sem leið og í þessum bláa lit var djúp alvara, sem ísland á eitt allra landa. Á leiðinni yfir leir-. flögin sagði Nordal mér, að hann hefði eitt sinn gengið þessa leið með Árna Pálssyni. Það var að vetrarlagi, sagði hann. Þegar við komum aftur til Reykjavíkur, sagði Árni grafalvariegur; — Þetta ætla ég að gera í hverri viku. En það hefði hann ekki sagt, ef hann hefði þurft að kiifra yfir mapnhæðaháa gpdda- vírsgirðinguna inilli Hjaljanna og Gjárinnar, sern er stórhættu- ieg. Það er eins og skógræktar- 1 koma fyrir góðum prílum, svo ekki sé lífshættulegt að ganga þessa leið. Þegar við komum í Búrfells- gjána hafði dregið fyrir sól. í gjánni er ainkennilegt um að lit- ast, stórir bellar, djúpar hraun- sprungur. Gjáin hefur myndazt við það að hraunstraumar hafa runnið þar fram, jaðrarnir storknað, en bráðin hraunleðjan í miðjunni skilið eftir auðan far- veg. Það má með sanni segja að gjáin sé undrasmíð með íhvolf- um skjöldum beggja vegna, en þegar hærra dregur þrengist hún og grynnist. Ofarlega í gjánni er rautt grjót með fínum þráðum eins og. það væri nýkomið úr aflinum. Við vorum fljótir .að gley pa í okkur brauðið hennar Guðrún- Nordal var lagsfur í grasiff . . . ar og sjaidan hefur nesti verið jafnvel þegið og þarna í gjánni. Nokkrar kindur létu sig hafa það að horfa á okkur. Þær eru ýmsu vanar, hugsaði ég, en Nordal þurrkaði a sér fingurna með grasi, því nestið hafði bráðnað í sólinni og servéttur dugðu ekki til: — Nú verð ég að gera það sarna, sagði hann, og Árni Þor- valdsson á Akureyri, veiztu ekki hver hann var? Hann var mik- ill ferðamaður og skrifaði bók um Alpaför sina. Hann hafði gaman af að segja þessa sögu af sjálfum sér: Einu sinni er hann á setum sínum á landamærum Þýzkalands og Frakklands og þá gengur fram á lrann landamæra- vörður og segir: pappíra, papp- íra! Árni leit upp, gaut til hans augunum og svaraði: Kærar þakkir, ég nota bara gras. Og svo brosti Nordal og snúss- aði sig rækilega og bætti við: — Þú vilt ekki í nefið, skeifing- ar vandræði. Ég hef ekki tekið í nefið fyrr á göngunni, það er óþarfi þegar maður hefur svona loft. Ég spurði hvernig hann héldi að Heiðmörk hefði litið út á iandnámsöld. Hann svaraði: — Ég býst við það hafi bara verið gras á Hjöllunum, en mel- arnir hafi verið skógi vaxnir. Hraun hafa ekki verið grónari en þau eru nú. — Þú heldur ekki? sagði ég. — Nei, svaraði hann. Ég sagði: —- Hér hjuggu þeir eldivið. — Já, Áiftnesingar gerðu mikið af því, svaraði hann. — Og Kjalnesingar, skaut ég inn í. — Ég veit það ekki, en Garða- kirkja liefur átt mikið land hér uppfrá, svaraði hann. Ég spurði: — Heidurðu að Ingólfur hafi komið hingað? Hann svaraði: — Já, ætli það ekki, ætli Ingólfur hafi ekki komið í Helgadal að minnsta kosti, ég er viss um að nöfnin á Helgafellunum tveimur hér í námunda við Reykja- vík og dalnum hér suður frá standa í sambandi við trú hans og fyrstu landnámsmannanna á það, að fyrir væru vættir, sem ættu iandið og mennirnir yrðu að koma sér vel við. Nafnið á Ármannsfelli er til dærnis þann- ig til komið, að þeir blótuðu á Alþingi þá vætt, sem þeir trúðu að byggi í fellinu og héldu réði árferði í landinu. Það var byrjað að rigna, þeg- ar við stóðum upp og héldum suður Gjána og upp á gíginn, þaðan sem allt Vifilstaðahraun, Hafnarfjarðarhraun og Gálga- hraun rann í árdaga. ísland er mislynt, en það getur verið ægifagurt í rigningu, ekki síður en í sól, og mér fannst ég sjaldan hafa séð það fegurra en á þessum stað. Þessir dökk- bláu fingur, sem teygðu sig upp fjallshlíðarnar, þessi hraun, þessi mosi. Og Valahnúkarnir í suð- austri, álúúr eins og þprarinn gaipli á Melnum, staðfastir eins. og ,I>aim. Og þegar við .stoðpm uppi á gigbaiminum og lituðumst um til Helgafells og urðum eitt með alvöru landsins, fór ég að hugsa um að nokkrum kvöldum áður höfðum við Bjarni Bene- diktsson staðið á Hallinum og horft yfir Þingvelli og velt því fyrir okkur, hvar Jónas lá úti, þegar hann orti Fjallið Skjald- breiður. Ef hann hefði staðið á Búrfellsgíg hefði hann senni- lega séð það rétt, hvernig hraun- ið rann, en hann hélt að Þing- vallahraun væri runnið úr Skjaldbreið, og á því flaskaði hann. En það rýrir ekki gildi ljóðsins, sem er stórkostlegur skáldskapur, ekki sízt þegar mað- ur hefur útsýni af Hallin- um og reijar það upp: — Það er nú munur, Matthías minn, eða atómijóðin ykkar, hafði Bjami sagt. Auðvitað voru eng- in mótmæli til í mínum huga, en munurinn er aðeins sá að það hefur engiivn séð ísland með aug- um Jónasar. Nú var Heiðmerkurfor okkar Nordals að ljúka. Við höfðum verið á göngu á 6. tíma, þegar við komum í Kaldársel og góðu dagsverki lokið: — Þegar ég skrifaði um Heiðmörkina í Les- bók Morgunblaðsins á sinum tima, sagði Nordal, fannst mér ég vera að gefa eitthvað af sjálf- um mér, en það hefur ekki reynzt rétt, því ég get ekki sagt ég hafi nokkum tíma hitt fólk á þessari leið. Mér fannst hann dapur, þegar hann sagði þetta. Svo bætti hann við: — Einu sinni ætlaði ég að gera góðverk, en það var ekki þegið. VI. Þegar við komum heim eftir þessa miklu göngu, hitti ég meistara Þórberg, og fór að lýsa fyrir honum í stuttu máli, hvað hafði gerzt á göngunni, hvar við höfðum gengið og hvernig við höfðum gengið, hvað við hefðum verið lengi og hvernig veðrið hefði verið. Ég sagði honum frá kjóaárásinni og hélt hann yrði stórhrifinn af minni hetjulegu framgöngu. Ég sagði honum að kjóinn hefði varið ungana sína svo vel, að það hlyti að renna gyðingablóð í æðum hans. En Þórbergur lét sér fátt um finn- ast: — Iss, sagði hann, þetta er ekkert, skúmurinn beit föður- bróður minn einu sinni til blóðs í höndina. Og þú hefðir átt að sjá helvítis skúminn, sem réðst á hana Margréti á Breiðamerkur- sandi. Það var engin smáárás. Ég varð að viðurkenna aff skúmurinn er ekkert blávatn. M. EINAR ASMUNDSSSON hæstaréttarlögmaður HAFSTEINN SIGURÐSSON héraffsdómslögntaður Skrifstofa Hafnarstr. 8. II. bæ Sími lo407, 19113. Hörður Ólafsson og domtulkur í ensku. lögfræöiskrifstofa. skjalaþyðan< Austurstræti 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.