Morgunblaðið - 24.07.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.07.1960, Blaðsíða 8
8 MORCUNftr AÐIÐ Sunnudagur 24. júlí. 1960 Með Nordal í Heiðmörk (rá Hjöllunum, Elliðavatn og Esja í baksýn. I. ÞEGAR haldið var upp á 10 ára afmæli Heiómerkur nú fýrir skemmstu, flutti Sigurður Nordal ræðu og bað ég hann um að fá hana til birtingar í Lesbókinni, ásamt öðrum ræðum sem fluttar voru við þetta tækifæri. Nordal kvaðst ekki geta látið ræðuna af hendi, því hann hefði ekki skrif- að hana niður: — En éf þú vilt koma með mér í gönguferð um Heiðmörk og sjá hana og reyna sjálfur getum við spjallað sam- an á leiðinm, sagði hann. Eg tók boðinu fegins hendi og síðan var ráðið að við hittumst næsta góð- viðrisdag. Eftir gönguferðina varð ég að viðurkenna, að undrum sætti að innfæddur Reykvíkingur skyldi ekki fyrr hala kynnzt þessari paradís í nágrenni bæjarins. Sannleikurinn er sá að við Reyk- víkingar höfum ekki enn „upp- götvað“ hina eiginlegu Heið- mörk, því við flykkjumst í skóg- ræktarlandið í norðausturhorni hennar og iátum þar við sitja. En hjarta Heiðmerkur slær á öðrum stað grænni. Það slær á Hjöllunum svonefndu, sem er klettabelti með dálitlu skógar- kjarri, sem liggur hægra megin við langan dal og mjóan, þegar gengið er í suður. Dalbotninn er víðast eggsléttar grundir, aflíð- andi móaflesjur að austan. Á þessum stað hefur guð breitt græna teppið sitt upp að berum hömrunum, það er með gulum, bláum og hvítum ísaumi, þar sem gægjast fram elting, blá- gresi og fálkapungar, en uppi á hömrunum hefur hann gert skjól fyrir kjóann, svo hann geti búið sér hreiður ofar öðrum fuglum og gargað framan í okkur, sem höldum við séum merkilegri en aUt annað í heiminum, vegna þess okkur vantar vængina. II. Það var bjartur dagur, þegar við Nordal ókum upp að gömlu beitarhúsunum við Vatnsenda, sem nú eru raunar löngu horfin, hitinn langt fyrir ofan meðallag, móska á vesturhimni. Við sátun), í aftursætinu með brúnan bak- poka á milli okkar, sem Nordal sagði væri víst íslenzkur. Það vantaði á hann hringjuna. Á svona ferðalagi hefur maður ekki í frammi neinar gælur við ís- lenzkan íðnað. En bakpokinn með öllu brauðinu hennar Guð- rúnar í Birninum kom sér ágæt- lega á göngunni, að öðru leyti en því að ég fékk auðvitað að bera hann. Það var lika kórrétt, eins og á stóð. Á leiðinni upp að beitarhús- unum töluðum við um Esjuna, sem er norskt nafn að uppruna, eins og Heiðmörk og mörg önn- ur falleg örnefni hér á landi — já, töluðum um hvernig Esjan grænkar með hverju ári og rek- ur á miðju sumri af höndum sér hvíta skaflana eins og óvígur her fjandmennina, unz hún horfir á okkur hrein og blá eins og barns- augu. Esjan er hégómlegust allra kvenna. Hún er einn daginn í blárri kápu, annan í sumarljós- um kjól en fer svo í perluhvíta snjóúlpu á vetrum, og svo sjá- um við hana kannski einn ljós- an vordag á gulum kjól með hvítan keip á herðum. Þann dag heldur Guðlaugur listahátíð í Þjóðleikhúsinu. Sumir segjast en sjá á Esju og fjóshaug. Þ«j eru þeir, sem hafa alizt upp í fjármála- ráðuneytinu hjá Eysteini og þjónað vel sínum herra. Það kallast að vera trúr yfir litlu. En við þessir öngþveitismenn sem höfum alið aldur okkar á mölinni og þekkjum kannski ekki alltof mikið til sveitabúskapar, fengum þó þá náðargjöf í æsku að eignast augu, sem síðan hafa séð ‘ greinilegan mun á Esju og mykjuhaug. Og enn þykir okk- ur Esjan fegurst allra fjalla. Það er að vera trúr sinni köllun. Einu sinni kom Dani nokkur til Noregs. Norðmaður, vinur hans, sýndi honum allar dásemd- ir landsins og þeir voru á gangi í fögru sumarveðrinu fram und- ir morgun. Þegar sól kom upp, sagði Norðmaðurinn og bætir við allt hitt, sem ekki er í frá- sögur færandi: Se den herlige norske sol, com sá mange andre lande nyder godt av. Þessa sögu sagði mér Gunnlaugur Scheving. Mér finnst hún einhvern veginn eiga hér heima , til athugunar. Þegar við ókum fyrir vestur- enda Elliðavatns, töluðum við um að illa hefði verið farið með Rauðhólana og lagði ég á það mikla áherziu, enda átti ég ungur drengur dálítið leyndarmál með þessum fallegu hólum með sín- um djúpu, grösóttu gígum og persónulega svip. Landið á þess- um slóðum var að vísu eins og örótt andlit en fagurt samt, við- kunnalegt, hlýtt og leyndar- dómsfullt. Þetta nefndi ég við Nordal og til að undirstrika þessa rómantík, benti ég á Elliðavatn og sagði: — Sjáðu hvað vatnið er spegilslétt. — Það er aldrei logn á Suðurlandi, svaraði hann. — Hvaðan hefurðu það? spurði ég. — Það var skoðun Ólafs Dan, svaraði hann. Þeir voru einu sinni að ganga meðfram Tjörn- inni, Ólafur Daníelsson og Ámi Pálsson, og rífast um, hvort það væri logn. Árni sagði að það væri logn a Tjöminni, en Ólafur sagði að það væri aldrei logn á Suðurlandi. Þá bar þar að unga stúlku. Ólafur veik að henni, benti út á Tjömina og sagði: — Þetta kallar Povelsen logn. Þá sagði Árni: — Þokkalega vitlaus er Danskurinn núna. Stúlkan mun hafa tekið til fótanna og ekki .skilið að hún hafði verið ávörpuð af tveimur gáfuðustu mönnum í Reykjavík. — Sam- bandið milli Árna Pálssonar og Ólafs Daníelssonar er fallegasta vinátta, sem ég þekki. Þeir voru ósammála um flesta hluti, enda ólíkir menn á margan hátt, en gátu ekki hvor án annars verið. III. Þegar við stigum út úr bílnum, fundum við ilm úr lyngi. Lóan söng dírrindí og spóinn vall. | Við lögðum á stað upp hlíðina og Nordal tók forystuna og hélt henni alla leið. Ég vissi ekki hann væri 'pessi göngugarpur, en síðar fékk ég að vita að hann hafði farið ófáar íerðir frá Vatns enda í Kaldársel. Og það var auðfundið að hann hafði gaman af þessu. Þegar hann setti á mig Steininum bakpokann, hafði hann sagt kímileitur: — Þetta er eins og að búa upp á hest. Ég fann hann hafði gaman af þessu og lét hon- um það eftir að upplifa æsku sina í Vatnsdalnum. Líklega höfum við báðir verið eins og ungling- ar, sem eru að fara í sveitina. Á leiðinni frá beitarhúsunum fórum við að tala um Einar Benediktsson. Hér var hann al- inn upp' til 9 ára aldurs, eða þangað til hann reið Stórasand með föður sínum og fluttist norð- ur í Þingeyjarsýslu. Ég minnist þeirra dýrðardaga! Ég drengur reið í stórum hóp á fjöllin. Við fórum Sand. Og seint á Blönduhaga og sofnaði svo inn í sinn kynja- heim við liestabit og traðk, án þess að vita að hann ætti eftir að geta sagt með nokkrum sanni: „Ég hef nú víðast hvar skilið eftir mig einhver spor.“ Um þessi spor töluðum við -með útsýn yfir Elliðavatn. En við töluðum um fleira. Nordal sagði mér gamla þjóð- sögu um landið og fólkið. Sag- an gerðist norður í Kelduhverfi. Þar var á bæ einum strákur, sem rak kýr í haga fram með litlu klettabelti. Víð klettana óx lít- il hrísla og á hverjum degi sleit strákur af henni grein til að reka með kýrnar. Um haustið var hríslan horfin. Vitanlega hefnd- ist stráknum fyrir. Stuttu síðar heyrði máður nokkur, sem gekk þar framhjá, að kveðið var: Faðir minn átti fagurt land sem margur grætur, því ber ég hryggð í hjarta mér um daga og nætur. — Það er sorglegt með íslend- inga, hélt Nordal áfram, að þeir hafa leikið alla þætti þessarar þjóðsögu. Þeir hafa stórspillt landinu og það hefur komið nið- ur á þeim síðar. Og svo hafa þeir grátið yfir öllu saman. Þeir kunnu ekki að höggva skóg. Það var ekki einasta að þeir hyggju skógana, heldur hjuggú þeir jaðrana og siguðu uppblæstrin- um á varnarlaust landið, svo það blés niður í mel. Ef þeir hefðu kunnað að grisja skógana, þá væri ísland nú öðruvísi á að líta. En nú er vonandi búið að snúa þessu undanhaldi upp í sókn. Ég er mikill unnandi skógræktar, eins og þú veizt, en það á ekki að fylla allt með skógi. Landið getur verið fagurt án skógar. En heyrðu, sérðu hólmana þarna í vatninu, þar eru gamlar búða- rústir. Kjalarnesþing hefur verið þar cinhvern tíma, en nú eru rústir einar eftir. Svona fer tíminn með líf manna og starf. En það kemur nýtt fólk og skilur eftir sig ryðgaðar dósir, skurði og gaddavírsgirðingar. IV. Við fórum sniðgötu niður Hjallana. Klukkan var rúmlega tvö, sólin var heit í fangið. Við fórum úr jökkunum og léttum á okkur á göngunni, enda þegar orðnir sveittir í hitanum: — Þetta þætti fallegt á Sikiley eða í Þingeyjarsýslu, sagði Nordal, þegar við gengum suðvestur eft- ir HjöIIunum — já, eða einhvers staðar þar sem væri nógu langt að fara. Ég spurði hann, hvernig hann héldi Heiðmörkin mundi taka sig út, ef hún væri í ná- grenni Parísar þar sem Boulogne skógurinn er nú. — Þá væri hún heimsfræg, svaraði hann ákveð- inn. Ég var orðinn sveittur í hitan- um og fór að hugsa um, hvað það væri gott að drekka ískalt lindarvatnið, sem er jafnauð- fengið á Islandi og eplavín I Frakklandi. En þá sneri Nordal sér allt í einu við á göngunni og sagði eins og af einskærri til- viljun: — Það er annars einn galli á þessari leið, sagði hann, Það er ekkert vatn fyrr en I Kaldárseli. Ég hrökk upp úr þessum vatnstæru hugsunum mínum og fannst ég þurfa að horfast í augu við þann mögu- leika að líf fnitt gufaði upp í einu svitabaði — hvar skyldi það nú verða, hugsaði ég, ja, kannski barna innan um blá- gresið eða fálkapungana eða ein- hvers staðar í stóru leirflögun- um og þá mundu þau dökkna á einum stað og svo mundi sól- in sleikja upp blettinn, eins og þegar köttur drekkur mjólk af undirskál. Það yrði skemmtileg tilhugsun eða hitt þó heldur að deyja úr svita! Og ég var farin við settum tjöld í þyrping yfir vöitinn — Hvilzt hjá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.