Morgunblaðið - 24.07.1960, Blaðsíða 10
10
MORCVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 24. júlí. 1960
V ^______________________
Fjölskylda ein, harla
þekkt um allan heim, fór
á veiðar fyrir skömmu.
Eins og gengur var bjart-
sýnin i hásæti þegar lagt
var frá landi og frúin
hlakkaði ákaflega til að
steikja nýjan fisk í kvöld
matinn,
.... en skapið var gott
því að heimilisfaðirinn
var enginn annar' en
Charlie Chaplin.
Bráðum bítur á .......
.... en — fyrr en varði
rann sólin til viðar og
var þá ekki um annað að
gera en að viðurkenna þá
bitru staðreynd, að þau
höfðu ekki dregið bein úr
sjó.
Frú Oone var reglulega
ergileg ....
— Og heimilsfaðirinn
þögull og samanbitinn.
Jónas Magnusson bóndi
í Stardal sjötugur í dag
ÞEGAR ekið er austur Þingvalla-
veginn, blasir Stardalur við á
miðri leið, hvít hús með græn-
um þökum í krikanum milli
Stardalshnjúks og Múlans, með
Skálafell og Móskörð að bak-
hjarli. Á þessum bæ búa þau
hjón Kristrún Eyvindsdóttir og
Jónas Magnússon, bóndi og verk
stjóri, sem er sjötugur í dag. Ég
Jónas Magnússon
kynntist þessu ágæta fólki ung-
Ur drengur á þeim árum sem
Hitler háði sína heimsstyrjöld
Og ég var að glíma við mína.
Þá var gott að vera í Stardal.
Síðan hef ég oft velt því fyrir
mér, hversu dýrmætt það er að
vera kynntur íslenzkri sveit af
fólki, sem þekkir hana og unn-
ir og hefur fengið skapfestu sína
og tryggð og dugnað af nánum
samskiptum við hana. Stundum
varð maður að skreppa upp á
Múlann og horfa á ljósin í Reykja
vík og leita að Hávallagötunni
og hafa heimþrá, en þegar heim
kom aftur í Stardal, beið manns
stór brauðsneið og hlýja hús-
bænda.
Ég hef sjaldan kynnzt fólki
jafn samhentu og þeim Starda.s
hjónum, og dugnaður þeirra er
meiri en ég hef skilið. — Með
aðstoð sinnar ágætu konu stjórn
aði Jónas búi sínu með óbilandi
trú á mátt jarðar og grósku
landsins, en auk þess sá hann um
viðhald vega í nærliggjandi sveit
um og gerir raunar enn, og mér
hefur ætíð verið það hulin ráð-
gáta hvenær hann hefur haft
tíma til hvíldar frá skyldum. —
Um það hafði hann engin orð og
ég geri ekki ráð fyrir því hann
yrði mér þakklátur, ef ég færi
að reyna að ráða þá gátu, það er
hans mál.
Jónas Magnússon er fæddur í
Úthlíð í Biskupstungum, sonur
hjónanna Magnúsar Sigurðsson-
ar, bónda þar, og Þorkelínu Þor-
kelsdóttur, sem síðar fluttust á
föðurleifð Magnúsar, Stardal. —
Sigurður, afi Jónasar, var ættað-
ur úr Reykjavík, en fluttist ung-
ur norður í land og átti Sigríði,
dóttur Jónasar á Breiðavaði í
Langadal, bjuggu þau þar um
skeið unz þau fluttust að Star-
dal.
Jónas missti ungur föður sinn.
Fjórum árum síðar, eða 1914 hóf
hann búskap í Stardal og þar
hefur hann búið óslitið síðan.
Þegar hann tók við búinu, var
Stardalur harðbýl og afskipt
fjallajörð með litlum túnum, en
nú er hægt að aka heimreiðina
kílómetra leið meðfram nýrækt-
um. Auk þess hafa þau hjón hús-
að jörðina. 1935 byggðu þau stórt
steinhús og síðan hefur húsa-
kostur verið aukinn af miklum
myndarskap, svo nú er Stardal-
ur með svipmeiri bændabýlum á
austurleið, eins og vel má sjá af
veginum vestan Leirvogsvatns.
Jónas tók að sér verkstjórn
og umsjón vega í Þingvallasveit,
Mosfellssveit, Kjós og á Kjalar-
nesi 1919 og hefur stundað það
starf æ síðan ásamt búrekstrin-
um eða í rúm 40 ár. 1 fyrstu
vann hann ungur maður við
vegavinnu hjá Guðjóni Helga-
syni í Laxnesi, föður Halldórs
Kiljans, en siðar var honum trú-
að fyrir þessum mikilvægu sam-
gönguleiðum og við það sem ann
að hefur hann unnið af tryggð
og skyldurækni. Hann man áreið
anlega tvenna tíma og gæti sagt
ýmsar skemmtilegar sögur frá
þeim árum, þegar skóflan, hand-
börur og hestvagnar voru einu
hjálpartæki vegavinnumanna. —
Ég dáðist oft að því, hve mjög
Jónas bar hag vegavinnumann-
anna fyrir brjósti, enda voru þeir
vjnir hans og félagar og kumnu
vel að meta glaðværð verkstjór-
ans í þeirra hópi. Hann kunni
líka frá mörgu að segja og er flest
um fróðari um örnefni í fyrr-
nefndum sveitum. Jónas vildi að
sem minnst yrði um sig skrifað
í Morgunblaðið á þessum merku
tímamótum í ævi hans og ekki
vildi hann eiga samtal við blað-
ið, en lofaði því að við gætum
síðar meir skroppið saman í dá-
litla ferð um „yfirráðasvæði“
hans og þá væri hann fús að
segja lesendum þess eitt og
annað af þessum slóðum. Þetta
loforð getum við einhvern tíma
hermt upp á hann, ég hlakka til
þess.
Jónas Magnússon hefur eign-
azt þrjá syni með Kristrúnu konu
sinni, Egil kand. mag., Magnús
bónda og Eyvind búfræðing og
dóttur á hann af fyrra hjóna-
bandi, Ágústu, sem var hjúkr-
unarkona og liðsforingi í banda-
ríska hernum í síðustu styrjöld,
en er nú gift og búsett í Eng-
landi, Öll eru börn hans mynd-
arfólk, eins og þau eiga kyn til
Skrifstofumaður
Við viljum ráða mann á aldrinum 25—35 ára til
skrifstofustarfa. s.s. við vörupantanir, tollafgreiðslu
o. fi. — Umsóknir með helztu upplýsingum óskast
sendar oss fynr kl. 5, miðvikudaginn 27. júlí.
Olíufélagið Skeljungur H.f.
✓
Það var synd veiðin
-
■
og góðir vinir, það þekki ég >f
eigin raun.
Jónas er héraðshöfðingi mikill
og hefur gegnt fjölmörgum trún-
aðarstörfum í sinni sveit, var
m. a. oddviti til fjölda ára. Er
áreiðanlegt að gestkvæmt verð-
ur á heimili þeirra hjóna í da*.
Jónas hefur ætíð verið góður vin
ur Morgunblaðsins og sendir
blaðið honum sínar beztu kveðj
ur og afmælisóskir á þessum
degi. —
Matthías Joliannessen.